Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1987 Málefnalítil kosninga barátta háð í Finnlandi Tutu íEnglandi Desmond Tutu, yfirmaður anglíkönsku kirkjunnar í Suður-Afríku, er nú í þriggja daga heimsókn á Englandi og var þessi mynd tekin af honum í gær þegar hann kom til að flytja messu í Westminster Abbey. Að Englandsheimsókninni lokinni fer Tutu til Bandaríkjanna. Thorvald Stoltenberg, nýr utanríkisráðherra í Noregi: Talinn munu verða spor- göngumaður Frydenlunds Ósló. AP. THORVALD Stoltenberg, aðstoðarborgarstjóri Oslóar og fyrr- um varnarmálaráðherra, var í gær útnefndur sem utanríkisráð- herra í ríkisstjórn Verkamannaflokksins undir forsæti Gro Harlem Brundtland. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins í Helsinki. Kosningabaráttan í Finnlandi hefur verið óvenju dauf. Engin- raunveruleg málefni hafa verið meðal hitamálanna, helst að menn velti því fyrir sér hveijir muni fara saman í stjórn að kosningum loknum. kjör bamafjölskyldna. Kratar komu um leið með yfirlýsingu um að hækka mætti bamabætur þre- falt. Hægrimenn vom þá snöggir að sanna það, að þrefalt hærri bamabætur væm einskis virði vegna þess, að heildarskatturinn hækkaði um leið. En samt var undirstrikað, að meginhugmynd krata var rétt. Skoðanakannanir, sem birtust á sunnudaginn, viku fyrir kosningar, benda til, að hægriflokkurinn Kokoomus og græningjahreyfíng- in verði aðalsigurvegarar í þing- kosningunum næstkomandi sunnudag og mánudag. Að tapa eða sigra í finnskum kosningum er samt sem áður mjög afstætt mál. Enginn flokkur getur einn myndað meirihlutastjóm. „Sigurtölur" Kokoomus og græn- ingja em ekki nema 23,9 og 5 prósent. Hins vegar er athyglis- vert að benda á, að fylgi vinstri- . flokkanna samtals er aðeins 37,1 prósent. Það virðist líklegt, að nýja ríkis- stjómin verði mynduð af núver- andi samsteypuflokkum og ef til vill Kokoomus auk þeirra. En skip- an forsætisráðherra verður líklega deildumál. Formenn helstu núver- andi stjórnarflokka, Kalevi Sorsa forsætisráðherra (jafn.) og Paavo Váyrynen utanríkisráðherra (miðfl.) em óvinsælir meðal al- mennings. Formaður hægriflokks- ins Kokoomus, Ilkká Suominen, er hins vegar óreyndur maður sem ráðherra, enda hefur flokkur hans verið í stjómarandstöðu síðan 1966. Fréttaskýrendur í Helsinki em því famir að veðja á Christ- offer Taxell, formann Sænska þjóðarflokksins, samsteypuflokks sænskumælandi Finna. Flokkur hans hefur ekki nema tæplega 5 prósenta fylgi en Taxell gegnir embætti dómsmálaráðherra og er ekki jafn óvinsæll og sumir núver- andi samráðherrar hans. Þeir flokkar, sem taldir em líklegastir til að mynda stjórn, hafa alíir reynt að sannfæra hver annan um að ekkert deilumál sé óleysanlegt. Afstaða flokkanna í ýmsum málum, t.d. skattamálum, er mjög misjöfn, en flokkamir hafa reynt að haga því þannig, að kosningayfirlýsingar þeirra tmfli ekki stjómarmyndunarvið- ræðumar að kosningum loknum. Jafnaðarmenn og hægrimenn, sem hafa talist vera aðalandstæðingar, em t.d. allt í einu sammála um að stofna mætti „samvinnusjóði", sem gefa launþegum völd í einka- fyrirtækjum. Bæði Jafnaðarmannaflokkurinn og hægriflokkurinn Kokoomus komu fyrir viku með stefnuskrá sína fyrir nýja kjörtímabilið. Plöggin em svo náskyld, að fínnskur almenningur mun eiga erfitt með að kjósa milli þessara flokka, sem eiga að teljast vera aðalandstæðingar í stjómmálum. Báðir vilja t.d. fresta því að byggja fleiri kjamorkuver í landinu, einn- ig segjast flokkamir vilja bæta Stoltenberg, sem er hálfsextug- ur að aldri, tekur við af Knut heitnum Frydenlund, sem lést af völdum heilablóðfalls 26. febrúar sl. Aðstoðamtanríkisráðherra verður eftir sem áður Kari Gjesteby. Var þetta ákveðið á skyndifundi, sem efnt var til í Konungshöllinni í Ósló. Stoltenberg, sem er maður hóf- samur og um margt líkur fyrir- rennara sínum, hefur haft mikil afskipti af stjómmálum og stjórn- unarstörfum en hefur þó aldrei setið á þingi. Talsmenn annarra stjómmálaflokka, jafnt til hægri sem vinstri, hafa lýst mikilli ánægju með útnefningu hans sem utanríkisráðherra. „Það var mjög eðlilegt, að Stolt- enberg yrði. fyrir valinu. Megin- skoðanir hans í utanríkismálum em þær sömu og Frydenlund hafði,“ sagði Káre Willoch, fyrmm forsætisráðherra Hægriflokksins og formaður utanríkismálanefndar þingsins. Stoltenberg kom til starfa fyrir Pakistan: Kj arnorkutilraunum verður haldið áfram Thorvald Stoltenberg norska utanríkisráðuneytið árið 1958 og vann ýmist heima eða erlendis, í Bandaríkjunum, Júgó- slavíu og Nígeríu, fram til ársins 1970. Þá var hann skipaður for- maður Norður-suður-nefndarinnar á vegum Sameinuðu þjóðanna. Á ámnum 1970-71 vann Stolt- enberg fyrir norska alþýðusam- bandið en var þá skipaður aðstoðarráðherra. Gegndi hann því embætti í þremur ríkisstjómum, í utanríkisráðuneytinu 1971-72, í vamarmálaráðuneytinu 1973-74 og í viðskipta- og siglingamála- ráðuneytinu 1974-76. 1979-81 gegndi hann embætti vamarmála- ráðherra. Á undanfömum ámm hefur Stoltenberg haft mikil afskipti af málefnum Óslóar, verið aðstoðar- borgarstjóri og ráðgjafí borgarinn- ar í menningarlegum efnum. Fullvíst þótti, að hann yrði borgar- stjóraefni jafnaðarmanna í sveitar- stjómarkosningunum á hausti komanda. Stoltenberg-fjölskyldan hefur öll mikinn áhuga á stjómmálum. Kona hans, Karin, er aðstoðarráð- herra í viðskipta- og siglingamála- ráðuneytinu og sonur þeirra, Jens, er formaður í æskulýðssamtökum jafnaðarmanna. Dóttir þeirra, Camilla, hefur látið stefnuna í heilbrigðismálum til sín taka. Danmörk: Hótelbruni í Esbjerg Esbjerg, AP. EINN maður lést og 12 slösuðust í hótelbruna í bænum Esbjerg á Jótlandi í fyrrinótt, að því er danska lögreglan skýrði frá í gær. Tæplega 70 gestir dvöldu á Hot- el Palads er eldurinn kom upp. Flestir þeirra er slösuðust hlutu minniháttar meiðsl, nema kona nokkur sem seint í gær var enn á gjörgæsludeild. 49 ára karlmaður hefur verið handtekinn grunaður um að hafa kveikt í hótelbygging- unni. Skemmdir eru ekki taldar hafa orðið verulegar. Islamabad, Reuter. STJÓRNVÖLD í Pakistan sögðu í gær að kjamorkutilraunum yrði haldið áfram þrátt fyrir andstöðu Bandarílyastjómar og fleiri ríkja. Zain Noorani utanríkisráðherra Pakistan sagði í ræðu á þingi að ekki yrðið látið undan utanaðkom- andi þrýstingi. „Ég heiti landsmönn um því að áfram verður unnið að kjamorkutilraunum í friðsamlegum tilgangi," sagði hann. Stjómvöld á Indlandi hafa ítrekað haldið því fram að Pakistanir vinni að þróun og smíði kjamorkuvopna. Stjóm Zia-ul-Haq í Pakistan segir að tilraunimar séu einskorðaðar við orkuöflun. Beiðni um rúmlega fjög- urra milljóna dala aðstoð liggur nú fyrir Bandaríkjaþingi. Nokkrir emb- ættismenn í Pakistan hafa látið í ljós ugg um að aðstoðin verði ekki veitt þar sem hún er bundin því skilyrði að Pakistanir komi sér ekki upp kjarnorkuvopnum. Samkvæmt skýrslu sem unnin var fyrir þingið þykir margt benda til þess að kjam- orkutilraunir Pakistana séu ekki eingöngu gerðar í friðsamlegum til- gangi. Glugginn auglýsir Vorvörurnar eru komnar. Blússur, pils, peysur, jakkar, vesti. Glæsi- legt úrval Glugginn, Laugavegi 40, Kúnsthúsinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.