Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1987 37 Ríkið dragi sig út úr bankarekstri Bein afskipti af gjaldeyrismálum minnki enn frekar seminni í landinu og einstakling- um auðveldað að skapa og njóta listar. Sérstaklega verði hugað að leiðum til að gera sjálfstæðum menningarstofnunum mögulegt að standa á eigin fótum fjár- hagslega. ★ Stjórnkerfi landsins verði aðlag- að breyttum tímum og skipulag þess bætt, m.a. með meira sam- ræmi í stjórn umhverfismála og á sviði utanríkisviðskipta. Skipu- lag í efnahagsráðgjöf og stjórn- un efnahagsmála verði endurskoðað. ★ Nýjum atvinnugreinum og vaxt- arsprotum í atvinnulífi, eins og t.d. fískeldi, loðdýrarækt, ferða- mannaþjónustu, framleiðslu tengdri sjávarútvegi og fisk- vinnslu og ýmsum tölvu- og upplýsingagi-einum, verði sköpuð eðlileg vaxtarskilyrði. ★ Frelsi í gjaldeyrismálum verði enn aukið með því að gefa al- menningi kost á að leggja sparifé inn á gjaldeyrisreikninga og með greiðari aðgangi fyrirtækja að erlendum lánum á eigin ábyrgð. Reglur um erlenda fjárfestingu í íslensku atvinnulífi verði rýmk- aðar án þess að innlendu forræði yfir auðlindum verði stefnt í hættu. Islenskum aðilum verði gefinn kostur á að fjárfesta í erlendum fyrirtækjum. ★ Útflutningsstarfsemi verði efld og þess gætt, að viðskiptahags- munir landsmanna á alþjóðavett- vangi séu sem best tryggðir. Skipan útflutningsmála verði einfölduð og færð í átt til meira fjálsræðis þar sem aðstæður á erlendum mörkuðum leyfa. ★ Dregið verði enn frekar úr opin- berum afskiptum af verðlagn- ingu en verðgæsla efld og stuðlað að aukinni samkeppni. Sett verði ný löggjöf um sam- keppnishömlur og hringamynd- un. ★ Viðskiptabönkum í eigu ríkisins verði breytt í hlutafélög og þeir síðan smám saman seldir. Onnur ríkisfyrirtæki verði einnig boðin almenningi til kaups, þar sem því verður við komið. ★ Búháttabreytingum í landbúnaði verði hraðað í samræmi við stað- bundnar aðstæður og bændum auðvelduð óhjákvæmileg aðlög- un með uppbyggingu nýrrar arðsamrar atvinnu í sveitum. Búvöruframleiðslan verði sem næst í samræmi við þarfir mark- aðarins. Verðmyndunar- og sölukerfí landbúnaðarins verði endurskoðað frá grunni með hagsmuni bæði neytenda og bænda fyrir augum. Athafna- frelsi bænda verði aukið. ★ Fiskvinnslustefnan þarf að vera í stöðugri endurskoðun. Eins og horfir verður ekki komist hjá stjórnun veiða í einhverri mynd, en jafn nauðsynlegt er að auka fijálsræði eftir því sem aðstæður leyfa. ★ Samkeppnisstaða iðnaðarins, sérstaklega þeirra greina sem eiga við óeðlilega erlenda sam- keppni að etja, verði treyst. Afram verði leitað samstarfs við erlend fyrirtæki um stóriðju eftir því sem hagkvæmt er. Leitað verði leiða til að lækka enn raun- verð innlendrar orku. ★ Ahersla verði lögð á umhverfis- mál og vemdun náttúm landsins. ★ Samgöngur verði bættar um land allt á þeim grunni sem lagður hefur verið með langtímaáætlun í vegamálum og fyrirhugaðri flugmálaáætlun, enda verði fjár- öflun tryggð í því skyni. ★ Lýst er stuðningi við alla raun- hæfa viðleitni til að draga úr vígbúnaði í heiminum með víðtækum, gagnkvæmum af- vopnunarsamningum undir traustu eftirliti, en hugmyndum um einhliða yfirlýsingu um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum er hafnað. Sam- komulag um afvopnun hlýtur að grundvallast á virðingu fyrir mannréttindum og gagnkvæmu trausti. ★ Hvatt er til aukins alþjóðlegs samstarfs um að draga úr hættu á slysum vegna hagnýtingar kjamorku í friðsamlegum til- gangi. Sömuleiðis er hvatt til samstarfs þjóða á norðurslóðum um mengunarvamir og aðgerðir í umhverfismálum er stuðli að vistfræðilegu jafnvægi í hafinu á grundvelli eðlilegrar nýtingar auðlinda þess. IV Sjálfstæðisflokkurinn hefur látið verkin tala í núverandi ríkisstjóm og er óhræddur við að verða dæmd- ur af þeim. Sjálfstæðismenn skora á kjósend- ur að fylkja sér um Sjálfstæðisflokk- inn til að tryggja aukið frelsi og framfarir. Eina tryggingin gegn nýrri sam- stjóm vinstri flokkanna er að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þjóðin öll á samleið með honum áleiðis til bjart- ari framtíðar og betra mannlífs á íslandi. Höldum áfram á réttri leið! í ályktunum landsfundarins um vinnumarkaðsmál, efnahags- og atvinnumál; og skattamál var fagnað þeim árangri sem náðst hefur undir forystu Sjálfstæðis- flokksins. Nokkur umræða varð um lífeyrissjóði landsmanna og virðisaukaskatt, • en afgreiðsla t undarins um virðisaukaskatt var á þá lundu, að halda þyrfti ráðstefnur sem víðast um land og kynna það mál betur fyrir landsmönnum. Hér verður drep- ið á nokkur atriði úr þessum ályktunum. í ályktun um vinnumarkaðsmál segir m.a., að landsfundur Sjálf- stæðisflokksins fagni framgöngu formanns Sjálfstæðisflokksins í ný- afstöðnum kjaradeilum sjómanna og útgerðarmanna. Ennfremur að nauðsynlegt sé að deiluaðilar í kjaradeilum leiti sjálfir allra leiða til samninga og beri á þeim ábyrgð, en treysti ekki á inngrip ríkisvalds- ins. Nokkrar umræður urðu um kafla í drögunum, sem fjallar um lífeyrissjóði landsins og hvemig ávaxta skuli fé þeirra. Þá er ítrekað í ályktuninni að lífskjör vinnandi fólks fari fyrst og fremst eftir gengi atvinnuvega landsmanna og ítrekar landsfundur það markmið, að dagvinnulaun nægi til framfærslu fjölskyldu. í lok ályktunarinnar er fjallað um mennt- unarmál og sagt að þau hafi of sjaldan haft forgang í íslenskum fyrirtækjum. Brýnt sé að aðilar vinnumarkaðarins geri átak til þess að efla endurmenntun starfsfólks. í ályktun um efnahags- og at- vinnumál segir m.a., að barátta við verðbólgu og fyrir efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar hafi verið meginverkefni Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn síðastliðin fjögur ár. Fjallað er um árangurinn í barátt- unni við verðbólguna og sagt að undir fomstu Sjálfstæðisflokksins hafi skattar verið lækkaðir um nær þijá milljarða króna. Varðandi efna- hagsstefnu segir, að markmið aukinna framfara og velferðar verði ekki náð nema fylgt sé samræmdri og stöðugri efnahagsstefnu. Halda verði þenslu innanlands í skefjum og tryggja jafnvægi í viðskiptum út á við. Um breytingar á efnahagskerf- inu segir m.a.: „Það fijálsræði í banka- og peningamálum, sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði for- göngu um á kjörtímabilinu verður að halda áfram. Næstu skref eru að ríkið dragi sig út úr banka- rekstri og minnki enn frekar bein afskipti af gjaldeyrismálum." Varð- andi atvinnumál segir m.a.: „Opin- berir aðilar verða að leggja áherslu á hið nýja í atvinnulífmu og hið ókomna, fremur en það sem er að hverfa. Atvinnustefna stjórnvalda á að miðast við að gefa atvinnuvegun- um sömu skilyrði til vaxtar jafnhliða því aðhaldi, sem samkeppnin veit- ir.“ Um skattamál segir í ályktun landsfundar, en þar urðu mestar umræður um virðisaukaskatt: „Landsfimdnr minnir á nauðsyn í ÁLYKTUN landsfundar Sjálf- stæðisflokksins um sjvarútvegs- mál eru afskipti erlendra öfgahópa af hvalveiðum Islend- inga fordæmd. Aftur á móti var hætt við, að átelja Bandaríkja- menn fyrir afskipti af sölu hvalaafurða til Japans. I ályktun frá starfshópi lands- fundarins um sjvarútvegsmál sagði: „Fordæmd eru afskipti Bandaríkja- manna af sölu hvalafurða til Japans, og bent á að þetta háttar- lag er eingöngu til þess fallið að þess að endurskoða lög um óbeina skatta. Mikilvægt er að halda áfram kynningu meðal fyrirtækja og al- mennings í landinu á óbeinum sköttum þ.m.t. virðisaukaskatti til að eyða margvíslegum misskilningi um hann.“ Þá er ályktað um nauð- syn þess að Sjálfstæðisflokkurinn beiti sér fyrir ráðstefnum um óbeina skatta í kjördæmum landsins. Um skattlagningu einstaklinga segir, að áfram verði unnið að af- námi tekjuskatts af almennum launatekjum. Sem dæmi er nefnt að hjón með tvö börn muni hvorki greiða tekjuskatt né útsvar af 850 þúsund króna tekjum samkvæmt hinu nýju staðgreiðslufrumvarpi. Persónuafsláttur verði að fullu millifæranlegur. Varðandi skatt- lagningu fyrirtækja segir að ljóst sé að þær breytingar, sem felast í frumvarpi til laga um staðgreiðslu á tekjuskatti einstaklinga, hafa í för með sér nauðsynlegar breyting- ar á skattlagningu fyrirtækja til að samræmis sé gætt. spilla sambúð íslands og Banda- ríkjanna." Við umræður á fundinum lýstu Guðmundur Hallvarðsson, Tryggvi Gunnarsson og Pétur Sig- urðsson andstöðu við þetta orðalag. Töldu þeir með þessu ómaklega verið að vega að vinaþjóð Islend- inga. Haraldur Blöndal kvað hins vegar eðlilegt, að segja Bandaríkja- mönnum til syndanna í þessu máli. Vinur væri sá er til vamms segði. Við atkvæðagreiðslu á fundinum varð sjónarmið Haraldar undir og ályktuninni var breytt. Bandaríkj amenn ekki skammaðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.