Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1987 Landsfundur Sjalfstædisflokksins Áhersla verði lögð á að vernda íslenzka tungu í ályktun landsfundar Sjálfa- stæðisflokksins um menningar- mál, er bent á nauðsyn þess að vernda íslenska tungu á þeim umbrotatímum sem nú ganga yfir. Strangari kröfur verði að gera til skóla og fjölmiðla um vandaða meðferð hennar, jafnt í ræðu og riti. „Efling innlendr- ar kvikmyndagerðar og van- daðrar dagskrárgerðar fyrir hljóðvarp og sjónvarp er öflug- asti mótleikurinn gegn sívax- andi ásókn _ erlendrar menningaráhrifa.“ I ályktuninni er bent á að þess sé ekki að vænta að einkaaðilar hafi einir bolmagn til þeirra stórvirkja sem hér þarf að vinna. Þess vegna er nauðsyn, að þannig sé búið að Ríkisútvarpinu og Kvik- myndasjóði að stofnanirnar geti til fulls rækt menningaskyldur sínar. „Við endurskoðun út- varpslaga sem fram fer á næstunni verði þetta haft í huga. A hinn bóginn ættu lögin ekki að hvetja Ríkisútvarpið til beinnar samkeppni við einka- stöðvar um dreifingu hvers- dagslegs afþreyingarefnis. Fullorðinsfræðsla og endur- menntun verði tekin upp í ríkissjónvarpinu og öðrum fjöl- miðlum.“ I ályktuninni segir að endur- skoða þurfí allt launa- og styrkja- kerfi listamanna og er eðlilegt að listamenn með langan feril að baki njóti heiðurslauna, en önnur lista- mannalaun ættu í framtíðinni eingöngu að vera starfslaun. Þá er bent á að lagasetnig um Mynd- listarháskóla og Tónlistarháskóla verði ekki skotið á frest mikið leng- ur. Vald sveitarfélaga í skipulagsmálum elft í kaflanum um skipulagsmál segir að Sjálfstæðisflokkurinn vilji beita sér fyrir fijálslyndri og víðsýnni stefnu í skipulagsmálum, sem taki mið af þörfum allra þjóð- félagshópa, af æskilegum fram- förum og sjálfsagðri vemdun. Flokkurinn vill beita sér fyrir því, að gjöld af fasteignum í dreifbýli og þéttbýli séu í samræmi við þá nýtingarmöguleika sem gert er ráð fyrir í skipulagi. Sjálfstæðisflokk- urinn telur brýnt að endurskoðun á löggjöf um skipulagsmál verði hraðað eftir föngum og það haft að markmiði að auka vald sveitar- félaga í þessum efnum og einfalda framkvæmd skipulagsmála í heild. Hafna hug-myndum um nýtt stjórnsýslustig' I ályktun um sveitarstjómar- og byggðamál leggur Sjálfstæðis- flokkurinn áherslu á sjálfstæði sveitarfélaga sem standa nú á tímamótum. Engin stjómvöld standa fólkinu nær en sveitastjóm- ir, segir þar og þess vegna hafnar Sjálfstæðisflokkurinn öllum hug- myndum um nýtt stjómsýslustig en leggur áherslu á öflug sveitarfé- lög. Flokkurinn leggur áherslu á að með nýju skatta- og tekju- stofnslögunum verði sveitarfélög- unum tryggðar auknar tekjur. Þá segir að stefna flokksins mótist af þörfum landsmanna allra og miðar að því að ná varanlegum árangri j baráttunni gegn byggðar- öskun. Ahersla er Iögð á raunhæfa gengisstefnu og að með sérstökum aðgerðum verði framleiðsluat- vinnuvegunum tryggð eðlileg hlutdeild í sköpun verðmæta svo stærri hluti þeirra verði eftir í hér- aði þar sem þau verði til. Fjárveiting til samgangna verði stórlega aukin og að störfum í þjónustugreinum verði ljölgað á næstu ámm fyrir atbeina ríkis- valdsins. Vegna einhæfni atvinnu- lífs víða á landsbyggðinni er brýnt að íbúar dreifbýlisins taki þátt í nýjum atvinnutækifærum á þessu sviði. Áhersla er lögð á að hafist verði handa um gerð byggðaráætl- ana er byggi á staðarþekkingu, fmmkvæði og ábyrgð heimamanna svo tryggja meigi skipulega upp- byggingu byggðanna. Útflutningsgreinar hafa úrslitaþýðingu I ályktun um byggðastefnu unga fólksins segir að markmið hennar sé að ungt fólk eigi raunhæfan kost á að setjast að á landsbyggð- inni, koma sér þar upp heimili og fjölskyldu og öðlast trú á framtíð- ina. „Á Iandsbyggðinni búa 45% af íbúum landsins. Af vinnuafli þjónustu- og verslunargreina er 30% - 35% á landsbyggðinni er um 65% af vinnuafli útflutningsgrein- anna. Hagur útflutningsgreinanna hefur því úrslitaþýðingu fyrir af- komu fólks á landsbyggðinni. Hin almenna efnahagsstefna verður að skapa atvinnulífínu á landsbyggðinni jafna möguleika til þess að keppa um vinnuafl, fjár- magn og þjónustu við höfuðborgar- svæðið. Verðmætin sem myndast á landsbyggðinni verða að geta setið þar eftir og nýst til upp- byggingar og framfara. Rétt gengisskráning og stöðvun á skuldasöfnun erlendis gegna hér lykilhlutverki." Þá segir að taka verði sölufyrir- komulag landbúnaðarins til gagngerrar endurskoðunar og að forræði og framtak í sölu og vinnslu afurða hefðbundinna bú- greina verði að færast heim í hémðin. Fyrirtæki sem annast sölu og vinnslu landbúnaðarafurða verði að leitast við að skapa sér sérstöðu á markaðinum. Með því myndast samkeppni sem skapar störf í héraði fyrir ungt fólk við þjónustu og markaðssókn og treystir byggðina. Bent er á að nýjar búgreinar verði að fá forgang og að aðgerðir til styrktar hefð- bundnum búgreinum megi ekki bitna á nýju greinunum. Skólar fái frjálsar hendur um rekstur Um skólamál segir að greiða verði fyrir skólakostnað í gmnn- skólum með föstu framlagi á hvem nemanda, mismunandi eftir að- stæðum á hveijum stað og gefa forráðamönnum skólanna sem frjálsastar hendur um rekstur þeirra. Bæta verði nýtingu fyrstu skólaáranna og útskrifa stúdenta a.m.k. einu ári fyrr en nú er gert. Sjá verður til þess að þjónusta við aldraða byggist upp úti á lands- byggðinni. Þá geta eldri borgarar eytt ellinni í heimabyggð og jafn- framt skapast tækifæri fyrir ungt fólk sem hefur menntað sig til starfa í heilbrigðisþjónustunni. Landsfundarfulltrúar skila atkvæðum í kjörkassana. Einkaaðilar verði hvattir til reksturs dagvistarstofnana í ályktun um jafnréttis- og fjöl- skyldumál segir að haldið verði áfram að koma á samfelldum skóla- degi og bæta starfsaðstöðu nemenda og kennara. Áfram verði unnið að hækkun bamabóta og að fjármagn sem hið opinbera leggur fram gangi í ríkari rnæli til foreldra eða forráða- manna bama. „Gjaldskrá dagvistar- stofnana taki meira mið af raunverulegum kostnaði og endur- greiðslu komi til þeirra sem þess þurfa með. Þannig verði foreldrum ekki mismunað eftir því hvar þeir kjósa að vista börnin sín eða annast þau sjálf. Kannað verði hvort við verði komið greiðlsum til allra for- eldra 6 ára barna og yngri sem foreldrar ráðstafa að vild. Hvetja þarf atvinnurekendur og aðra einka- aðila til reksturs dagvistarstofnana og tryggja að þeir njóti sambærilegs styrks við það sem stofnanir í eigu hins opinbera njóta vegna rekstrar." Þá segir að meta þurfí heimilis- störf sem reynslu í störfum á almennum vinnumarkaði og að heimavinnandi fólk njóti bóta frá Tryggingastofnun ríkisins og lífeyr- isréttinda til jafns við aðra vinnandi þjóðfélagsþegna. Kannað verði hvernig við verði komið greiðslum til fólks, sem annast aldraða, sjúka eða öryrkja á eigin heimili. Með skipulögðum hætti þurfa að- ilar vinnumarkaðarins að vinna að upprætingu kynbundins launamuns. „Atvinnulífið verður að taka tillit til þess að foreldrar beri jafna ábyrgð á bömum sínum. Það er hagur at- vinnulífsins að ganga til móts við þarfír fjölskyldunnar og þróun sam- félagsins svo sem með sveigjanleg- um vinnutíma og hlutastörfum. Mikilvægt er að hið opinbera gangi á undan með góðu fordæmi.“ Þá segir að lífeyrisréttindi skuli verða sameign hjóna og að skatta- reglur verði þannig að skattbyrði heimilisins fari ekki eftir því hvemig fyrirvinnur þess skipti með sér verk- um við öflun tekna. Bent er á að kynferðisleg afbrot gegn börnum og unglingum hafi verið mikið til umfjöllunar og m.a. fjallað um hvemig bregðast skuli við slíkum afbrotum. I álytuninni segir að „Landsfundur telur brýnt að meðferð slíkar afbrotamála og lög- gjöf þar að lútandi verði endurskoð- uð þannig að vinna megi með raunhæfum hætti gegn afbrotum af þessu tagi. Landsfundur telur einnig brýnt að hert verði viðurlög við af- brotum sem tengjast innflutningi og dreifingu fíkniefna." Varhugavert að sam- eina spítala landsins I upphaflegum drögum að ályktun um heilbrigðis- og tryggingamál segir að fundurinn telji ekki rétt að sameina tvo stærstu spítala landsins undir eina stjórn. í meðferð nefndar- innar sem fjallaði um þennan málaflokk breyttist setningin þann- ig: „telur fundurinn varhugavert að sameina spítala landsins undir eina stjóm. Með því eykst hætta á mið- stýringu verulega, og of mikið faglegt vald kynni að vera lagt í hendur fárra aðila. Ekki hefur verið sýnt fram á að með því náist sú hagkvæmni í rekstri, sem að er stefnt.“ í ályktuninni er ítrekuð nauðsyn á raunhæfum samburði á sambæri- legri þjónustu sjúkrahúsa og ann- arra heilbrigðisstofnana, bæði hvað varðar kostnað og gæði þjónustunn- ar. Gera þarf langtímaáætlanir í heilbrigðisþjónustunni með það markmið í huga að sem bestur árangur náist með því fjármagni sem ætlað er til fjárfestingar. Bent er á nauðsyn þess að framfylgja ákvörð- un um uppbyggingu fullkominna deildaskiptra sjúkrahúsa í hverjum landsfjórðung. Þá segir að leitað verði allra leiða sem tryggt geta öryggi og hag hinna Að ósk Ragnhiidar Helgadóttur heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hylltu Sjálfstæðiskonur flokks- félaga sína í þakklætisskyni fyrir veittan stuðning við lagasetningu um lengingu fæðingarorlofs. öldruðu og að með fjölbreyttum úr- ræðum þurfí að virkja framtak einstaklinga og félaga við uppbygg- ingu og rekstur þessara stofnana. Hvatt er til aukinna aðgerða í þágu aldraða og lagt til að hugað verði sérstaklega að lífeyrissjóði öryrkja. Lýst er yfír áhyggjum vegna skorts á starfsfólki í heilbriðisþjón- ustu, sem leitt hefur til lokunar deilda og komið í veg fyrir opnun nýrra sem tilbúnar eru að öðru leyti. Því er nauðsynlegt að að taka bæði menntunarmál og launamál þessara stétta til skoðunar í því skyni að bæta þar um. Lagt er til að heilsu- gæsla verði færð til sveitarfélaga enda verði þeim tryggðir tekjustofn- ar í því skyni. Við uppbyggingu heilbrigðisþjónustu verði kosti>- einkareksturs nýttir til fulls og ítrek- aður er stuðningur við ftjáls félaga- samtök, sem starfa að heilbrigðis- málum og áhersla lögð á að auka hlut þeirra. Ef la ber núverandi lífeyrissjóðskerfi Fram kemur í ályktuninni að efla beri núverandi lífeyrissjóðskerfi og að fyrirkomulag þess verði ákveðið í samningum aðila vinnumarkaðar- ins sem ákveði réttindi og skyldur sjóðsfélaga. „Landsfundur er mót- fallinn hugmyndum um einn lífeyris- sjóð fyrir alla landsmenn á þeirri forsendu, að um allt of mikla sam- þjöppun valds verði þar að ræða. Fundurinn telur að sá spamaður sem eigi sér stað á þennan hátt sé best kominn í vörslu eigenda lífeyrissjóð- anna, sem geti ávaxtað eign sína að eigin vild í heimahéraði." Bent er á nauðsyn þess að endur- skoða jafnan upphæðir trygginga- bóta þannig að örorkulífeyrir dugi til framfærslu bótaþega og að bóta- kerfi slysatrygginga verði endur- skoðað. Ríkisábyrgð afnumin í ályktun um verslunar- og við- skiptamál er lögð áhersla á frjálsa verðmyndun og vaxtafrelsi. Þá segir að afnema beri reglur um ríkis- ábyrgð á erlendum lánum og að skapa beri skilyrði fýrir greiðari aðgangi að erlendum lánamarkaði á ábyrgð lántakenda. Rýmka þarf reglur um erlendar ijárfestingar og erlendum aðilum verði gert kleift að stofna til reksturs hér á landi og íslendingum heimilað að íjárfesta í erlendum fyrirtækjum. Lagt er til að olíuverslun verði gefín ftjáls og að útgáfa útflutnings- leyfa verði hætt nema öryggishags- munir leiði til annars. I kafla um neytendamál segir að endurskoða beri opnunartíma banka og opin- berra stofanna með það það fyrir augum að veita almenningi sem besta þjónustu, að afskiptum opin- berra aðila af afgreiðslutíma sölu- búða verði hætt og að bifreiðaeftirlit- ið verði lagt niður í núverandi mynd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.