Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 38
' MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1987 Erlent fjármagn í íslenskum sjávarútvegi: Islendingar sitji einir að fisk- veiðunum og nýtingu aflans - sagði Guðmundur H. Garðarsson VIÐ UMRÆÐUR á Alþingi í siðustu viku um frumvarp til laga um uppboðsmarkað fyrir sjávar- afla gerði Guðmundur H. Garð- arsson, varaþingmaður Sjálf- stæðisflokksins, að umtalsefni hugmyndir Karls Steinars Guðnasonar, þingmanns Alþýðu- flokksins, um erlendar fjárfest- ingar í íslenskum sjávarútvegi. Guðmundur kvaðst fylgjandi frumvarpinu um uppboðsmarkað, en lagði áherslu á að hér væri fyrst og fremst um tilraun að ræða. Hann sagði, að ekki væri til þess ætlast að erlendir aðilar kæmu inn í þessa framkvæmd með einum eða öðrum hætti. Það gæti gereyðilagt hana. Orðrétt sagði þingmaðurinn síðan: „Það er grundvallaratriði og hefur verið frá upphafí að íslendingar sætu einir að þeim auðlindum sem máli skiptir sem eru sérstaklega eins og hv. þm. veit fískveiðar og nýting þess afla sem kemur úr sjó. Hv. 5. þm. Austurlands vitnaði hér í frétt í einu dagblaðanna, Alþýðu- blaðinu frá 3. mars, þar sem hv. þm. með leyfi forseta, ég leyfí mér að vitna í það aftur eins og hv. 5. þm. Austuriands gerði, þar sem einn af forystumönnum Alþýðuflokks á þingi lýsir yfír sérstökum fögnuði yfír því sem nefnt er nýju framtaki í atvinnu- málum. Það framtak sem fognuður- inn felst yfír er það að það munu einhverjir erlendir aðilar vera orðnir eignaraðilar að tveim litlum fyrir- tækjum suður á Suðumesjum. Sem ' sagt, það var fagnaðarefni fyrir þing- mann og forystumann Alþýðuflokks- ins að nú væru erlendir aðilar kpmnir inn í íslenskan sjávarútveg. Ég vil leyfa mér, með leyfí forseta, að rifja nokkuð upp að erlendir aðilar voru hér áður fyrr eignaraðilar að tak- mörkuðu leyti í fyrirtælgum sem rekin voru hér og er þess að minnast að á áratugnum 1920— 1930 eru reknar breskar útgerðarstöðvar í Hafnkrfirði. Það er núna í kjördæmi þessa þingmanns, Karls Steinars Guðnasonar. Þessi útgerð var rekin með töluverðum blóma fyrst til að byija með, en síðan gerðist það að hinum erlendu aðilum fannst Islend- ingar vera of aðgangsharðir, bæði í kröfum um það að fá eðlilega hlut- deild af þeim telg'um sem útgerðin gaf af sér sem og að íslendingar sættu sig ekki við þann aðbúnað sem þeir urðu að búa við um borð í bresku togurunum sem gerðir voru út frá Hafnarfírði á þeim tíma. Þetta var áður en vökulögin voru sett árið 1924. Þá tíðkaðist það að menn voru látnir standa á meðan þeir gátu og hvildir voru aðeins teknar þegar menn voru svo aðframkomnir að menn gátu ekki staðið lengur við verkum aflans um borð í skipunum. Þau átök sem urðu milli íslenskra aðila og hinna erlendu í Hafnarfírði á áratugnum 1920—1930 höfðu það í för með sér að breska togaraútgerð- in gafst upp og hvarf skyndilega frá Hafnarfirði árið 1927—28, með þeim afleiðingum að Hafnfírðingar stóðu uppi án nokkurrar útgerðar sem hei- tið gat og blasti þar við mikið atvinnuleysi og mikið vandamál fyrir meginþorra fóiks. Þá er það sem Alþýðuflokksmenn þeirra tíma bund- ust samtökum um það að stofna Bæjarútgerð Hafnaifyarðar til þess að hlaupa í skarðið fyrir þann er- lenda aðila sem hafði hlaupist á brott með svo skyndilegum hætti. Þetta er kannske saga sem Alþýðuflokks- menn þekkja ekki nú til dags, og þó. Það er kannske eðli Alþýðuflokksins að líta helst til útlanda um það sem þeir vilja helst gera í íslenskum stjómmálum og atvinnumálum. Ég tel fulla þörf á að rifja þetta upp og §alla um þetta með þessum Skattafrumvörpin til síðari þingdeildar: „Breytingartil- lögnr á haustþingi Þijú stjórnarfrumvörp að ráð- gerðri skattkerfisbreytingu (um staðgreiðslu opinberra skatta, um gildistöku staðgreiðslu og um einföldun tekjuskattsálagningar) fengu afgreiðslu frá efri deild Alþingis í gær og ganga nú til síðari þingdeildar. Þingmenn stjórnarandstöðu gagnrýndu m.a. að ónógar upplýsörpin yrðu samþykkt með nokkrum breyt- ingum, sem þeir flytja tillögur um. Breytingartillögur þeirra fjalla m.a. um að millifærslur persónuafsláttar á milli hjóna verði 80% í stað 75%, lagfæringu (lækkun) skatthlutfalls tekju- skatts þeirra, sem ekki eru að fullu skattskyldir hérlendis, að ákvæði um skattvísitölu haldi gildi sínu varðandi ýmsar fjár- hæðir er tengjast skattlagningu eignatekna o.fl. I nefndaráliti stjómarliða segir orðrétt: „í þessu sambandi [meintar ónógar upplýsingar] er rétt að vekja athygli á því að tími gefst til þess ’á næstu mánuðum að fara frekar í saumana á þeim atriðum sem nánari athugunar þarfnast og leggja fram breytingartillögur á komandi haustþingi, þyki slíkt nauðsynlegt". Af atriðum, sem gefa þurfí gaum í þessu sambandi, eru nefnd: álagn- ingarkerfið (í ljósi upplýsinga sem fáist við álagningu 1987), sjó- mannaafsláttur, húsnæðisbætur og vaxtaafslátt, húsnæðispamaðar- reikninga, aðstaða námsmanna sem eru að ljúka námi. Loks hlutur þeirra sem flytja til landsins á árinu 1988, en hafa á árinu 1987 greitt tekjuskatt hérlendis vegna tekna á árinu 1986, jafnframt því að greiða staðgreiðsluskatt til erlends ríkis vegna launatekna þar samfara bú- setu. Á kvöldfundi í neðri deild fór fram atkvæðagreiðsla um stjómar- fmmvarp að nýjum tollalögum, sem til stóð að afgreiða til efri deildar. AIMÍMSI Guðmundur H. Garðarsson hætti þegar verið er að tala um það að koma hér upp uppboðsmarkaði sem íslendingar ætla sjálfír að reka og njóta arðs af vegna þess að það er full ástæða til þess og meira en ástæða til þess. Það er beinlínis nauð- synlegt að íslenska þjóðin viti það hvort þessi yfirlýsing hv. þm., Karls Steinars Guðnasonar, 6. landsk., hvort þessi yfíriýsing sé raunvem- lega yfirlýsing fyrir hönd forystu Alþýðuflokksins. Ér þetta raunveru- leg stefna Alþýðuflokksins árið 1987? Ég held að meginþorri þeirra sem fæst við útgerð á íslandi, útgerðar- menn, sjómenn og aðrir sem eiga hagsmuna að gæta, ég tala nú ekki um verkafólk og annað fólk sem vinnur í vinnslu í landi, eigi tvímæla- laust að vita það strax, hvort það sé yfírlýst stefna Alþýðuflokksins að leiða íslendinga inn í íslenska útgerð og fískvinnslu. Þetta er mjög alvar- legt mál, þjóðemislegt og varðar sjálfstæði þjóðarinnar um ókomna framtíð og líklegast með alvarlegri yfírlýsingum sem þingmaður hefur gefíð á Alþingi í háa herrans tíð. En það er kannske ekki nein tilvilj- un að Alþýðuflokksmaður skuli gefa yfírlýsingu sem þessa. Það vill svo einkennilega til að í Morgunblaðinu 27. febrúar birtist grein eftir rit- stjóra blaðsins, Matthías Johanness- en, þar sem hann er með hugleiðing- ar um stöðu og stefnu Alþýðuflokks- ins. Þessi grein er mjög athyglisverð, en hún virðist undirstrika það sem því miður er áhyggjuefni ritstjóra Morgunblaðsins í umræddri grein, um hver er raunveruleg afstaða Al- þýðuflokksmanna til íslensks þjóð- emis og stefnu þeirra almennt í islenskum stjómmálum Ég vil með leyrfl forseta vitna hér í nokkur um- mæli ritstjórans. Ég tel þau svo gagnmerk og hafa svo mikla þýðingu í þeirri umræðu sem hér fer fram um þetta atriði og einnig um stöðu íslensks sjávarútvegs og fiskiðnaðar og yfirleitt eignarstöðu íslendinga í íslensku atvinnulífí, að það sé nauð- synlegt að skilgreina með þeim hætti sem ritstjórinn gerir, hvert er raun- verulegt eðli Alþýðuflokksmanna í íslenskum stjómmálum og tilgangur. í umræddri grein eftir hinn merka ritstjóra Matthías Johannessen segir hann m.a., með leyfí forseta: „Rósin er alþjóðlegt tákn jafnaðar- manna og ég er ekki viss um að íslendingar séu ginkeyptir fyrir slfkum táknum. Krötum væri nær að fínna sér íslenskara tákn, til að mynda melgrasskúfinn harða. Al- þjóðleg tákn eru vafasöm risna fyrir litlar þjóðir. Það eru stórþjóðir sem veifa þeim helst, til að mjmda hamri og sigð.“ Síðan heldur ritstjórinn áfram og segir með leyfí forseta: „Mér er minnisstætt þegar ég átti samtal við Dam lögmann og við töluðum m.a. um sjálfstæði Færeyinga í stásstofu danska sendiráðsins við Hverfísgötu. Ég sagðist vera farinn að efast um að þeir vildu í raun og veru slíta tengslin við Dani. Dam var fulltrúi færeyskra krata. Með rósina í hendi horfði hann á mig og sagði: „Af hveiju skyldum við fara yfír lækinn að sækja vatnið? Tengslin við Dan- mörku voru lausnarorðið." Ég vitna áfram til þess að þing- menn og þjóðin almennt, ef hún fylgist með þessari umræðu, skilji betur hugrenningar ritstjóra Morg- unblaðsins og skáldsins Matthíasar Johannessen, þar sem það snertir mjög stöðu þess flokks sem hefur boðið sig til forystu í íslensku þjóðlífí með þeim hætti sem við þekkjum af ræðum formanns flokksins. Ritstjór- inn segir m.a. í grein sinni að það sé nokkur von um að kratar hafí snúið frá villu síns vegar og séu orðn- ir þjóðlegri en áður fyrr og segir m.a. að það sjálfstæði Alþýðuflokks- ins beri að virða. En síðan segir ritstjórinn, með leyfí forseta: „En samt er ekki út f hött að spyija hvort Alþýðuflokkurinn sé nú loksins að brjótast undan ofríki norr- ænna bræðraflokka og breytast í íslenskan flokk sem væri framandi sá hugsunarháttur sem ég nefndi áðan og færeyskir jafnaðarmenn hafa lifað og hrærst í.“ Það væri hægt að umorða þessa spumingu og færa hana yfír á það sem Karl Steinar Guðnason alþingis- maður segir, og er fagnaðarefni hjá honum, og undirstrika það. Hefur í raun og veru orðið nokkur breyting hjá íslenska Alþýðuflokknum eða jafnaðarmannaflokknum í þá veru að hann sé ekki lengur háður hinum dönsku eða norrænu skoðanabræð- rum sfnum? 5. þingmaður Reyk- víkinga, Jón Baldvin Hannibalsson, verður að sannfæra Islendinga um að jafnaðarstefnan sé orðin alíslenskt fyrirbrigði án örva og rósa á sama hátt og sjálfstæðisstefnan sé sprottin úr íslenskum jarðvegi og hvergi fyrir- myndir annars staðar og allra síst í alþýðuflokkum Norðurlandanna. Þetta vildi ég láta koma hér fram við þessa umræður, herra forseti, vegna þess að fjöregg íslensku þjóð- arinnar felst í því að Islendingar eigi sjálfír ráð yfír sínum auðlindum og á ég þar sérstaklega við sjávarfang, notkun sjávaraflans og sölu hans. Þess vegna vil ég undirstrika við þessa umræðu að ég vænti þess að forystumenn Alþýðuflokksins á þingi komi hér með skýlausar og skorin- orðar yfírlýsingar um að það sé ekki stefna Alþýðuflokksins að framselja íslenskan sjávarútveg eða fískvinnslu í hendur erlendum aðilum." Lög: Landkaupasjóður rennur í Lánasjóð sveitarfélaga Stjómarfrumvarp um niður- fellingu laga nr. 54/1981 um Landkaupasjóð vegna kaupstaða og kauptúna var samþykkt sem lög frá Alþingi í gær. Frumvarpið er flutt að tilmælum stjómar Sambands íslenzkra sveit- arfélaga. Það gerir ráð fyrir því að eignir og skuldir Landkaupasjóðs gangi til Lánasjóðs sveitarfélaga. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Krakkarnir kunnu vel að meta þessa nýbreytni. • • Oskudagurinn 1 Keflavík: Kötturinn sleginn úr tunnunni í fyrsta skipti Keflavfk. KRAKKARNIR í Keflavík héldu öskudaginn „hátíðlegan" og klæddust skrautlegum búningum og voru í margvíslegu gervi. „Hátíðarhöldin“ hófust með því að fólk safnaðist saman við skátaheimilið og þaðan var geng- ið að Myllubakkaskóla þar sem kötturinn var sleginn úr tunn- unni. Þessi siður Akureyringa, að safn- ast saman í furðufötum og slá köttinn úr tunnunni, hefur ekki verið viðhafður í Keflavík fyrr. Krakkamir kunnu greinilega vel að meta þessa nýbreytni og settu þeir skemmtilegan svip á bæinn. Hugmyndina að þessari uppá- komu átti Konráð Lúðvíksson, Iæknir, en hann er formaður skóla foreldrafélagsins. Fjöldi fólks tók þátt í „hátíðarhöldunum", sem fóru fram í ágætu veðri, og skemmtu þeir fullorðnu sér ekki síður en unga kynslóðin. - BB Landlæknir: Eyðni smitast við kynmök eða blóðblöndun ALLT frá því fyrsta eyðnitilfellið fannst í Bandaríkjunum árið 1981 og til ársloka 1986 hafa 394 böm yngri en 13 ára verið greind með eiðni af 28.098 eyðnitilfell- um, eða 1,4%. Langflest bara- anna eru 5 ára eða yngri, segir í frétt frá landlækni. Af þeim 394 bömum sem sýkt- ust, vom 311 eða 79%, börn foreldra sem annað eða bæði vom með eyðni eða í áhættuhóp, 22 börn vom blæð- arar eða 6%, 51 eða 13% fengu blóðgjöf og 10 eða 3%, sýktust eft- ir óvissri sýkingarleið en jafnframt var óvíst um „áhættuþætti" for- eldra. Einungis 62 eyðnitilfelli hafa fundist meðal 5 til 15 ára barna og 61 af þeim falla í áhættuhóp en ósvíst er um áhættuþætti í einu til- felli. Athugandi er að í þessum aldurshóp em 16% af mannfjölda og þessi böm em líkt og aðrir hóp- ar í snertingu við fólk smitað af eyðniveim, skordýr og eða um- hverfísþætti. Þessar upplýsingar renna frekari stoðum undir þá skoðun að eyðni smitist einungis við kynmök eða blóðblöndun, segir í frétt frá land- lækni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.