Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1987 4 QLEYMDU k ÉR EIKRI FÁÐU ÞÉR JEE JEE 0(3 5JÖMAM5 RETTIG ŒÍ Heildsölubirgðir Skólavörðustíg 12 S 623333 PYRAMID TOLVUR meðvreiðslukjörum — m!2 mánaÓa— SKÚLAGATA 51 105 REYKJAVÍK - SÍMI 621163 < E E a; al Sinfómuhljóm- sveit æskunnar _______Tónlist Jón Ásgeirsson Sinfóníuhljómsveit æskunnar hélt sína árlegu tónleika í Há- skólabíói sl. laugardag undir stjóm fiðlusnillingsins Paul Zu- kofsky. Á efnisskránni voru tvö verk, Tabuh — Tabuhan eftir Colin McPhee og Scheherazade eftir Rimsky-Korskof. Tabuh — Tabuhan er samið sem hugleiðing um „gamelan“-tónlist Bali-búa. I staðinn fyrir gamelan-hljóðfæri notar tónskáldið tvö píanó og sel- estu. Verkið er áheyrilegt og þar er mikið unnið með svonefnd þrá- stef (ostianato), sem er eitt af sterkustu einkennunum í tónlist Bali-búa. Unga fólkið lék verkið ágætlega og mátti heyra einstaka vel leikna einleiksstrófu og ágæta samstillingu í samspili. Síðara verkið var eitt af betri verkum Rimsky-Korsakofs, glæsilegt listaverk, þar sem saman fer list- ræn og fagleg tækni. Leikur ungmennanna var þama blátt áfram stórkostlegur, bæði er varðar samspil, dramatíska túlkun og þá ekki síst er einstaka hljóð- færaleikarar fengu að sýna getu sína í smá einleiksstrófum. Aðal- einleikinn í þessu ævintýraverki lék ungur fíðluleikari, Margrét Kristjánsdóttir, og var leikur hennar í heild mjög góður og stundum frábær. Leikur Mar- grétar og hljómsveitarinnar í heild er glæsiiegur vottur góðrar kennslu, þar sem hæfíleikar unga fólksins fá notið sín til fulls. Þrátt fyrir að full ástæða sé til þess að vera ánægður með leik unga fólksins, er það Paul Zukofsky, sem hefur með kunnáttu sinni stutt unga fólkið til þessa verks og ef það er satt, að þessu fyrir- tæki skorti tilfínnanlega fé til starfsemi sinnar og njóti ekki opinberra stykija, er rétt að benda fólki á að hægt er að gerast styrktarfélagi. Þeim sem telja Sin- fóníuhljómsveit æskunnar ein- hvers virði fyrir framtíð tónlistar í landinu og vilja gerast styrktar- félagar er vinsamlegast bent á að hafa samband við fram- kvæmdastjóra hljómsveitarinnar, Bergþóm Jónsdóttur, bæði í Tón- listarskólanum í Reykjavík og í síma 685572. Með því móti má í raun þakka þeim aðilum og ekki sist Paul Zukofsky, sem hér hafa unnið merkilegt starf og ekki síst það, að styðja ungt tónlistarfólk til átaka við þroskandi og göfg- andi viðfangsefni, sem nú til dags er ef til vill meira áríðandi en nokkru sinni fýrr. Trúboðsstöðin: Hrífandi mynd tJr myndinni Trúboðsstöðin: Robert De Niro og Jeremy Irons. Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Trúboðsstöðin (The Mission). Sýnd í Háskólabió. Stjömugjöf: ☆ ☆ ☆ Bresk. Leikstjóri: Roland Joffé. Handrit: Robert Bolt. Framleiðendur: Fernando Ghia og David Puttnam. Tónlist: Ennio Morricone. Kvikmyndataka: Chris Menges. Helstu hlutverk: Robert De Niro, Jeremy Irons og Ray McAnally. Það er of mikið að segja að Trú- boðsstöðin (The Mission) sé meist- araverk þótt leikstjórinn Roland Joffé og handritshöfundurinn Ro- bert Bolt hafí gert allt sem í þeirra valdi stendur til að svo yrði. Hún nálgast samt að vera það þegar best lætur í hinum þunga frásagn- arstíl sem einkennir sögulegar stórmyndir eins og hana en hún er líka veikbyggð og vandræðalega uppsett á stöku stað. Heildaráhrifin eru þó feikisterk og hrífandi og þetta er tvímælalaust mynd sem fólk ætti að reyna að missa ekki af. Trúboðsstöðin, sem sýnd er f Háskólabíói, er sumsé misjöfn að gæðum allt frá handriti Roberts Bolt, til leikstjómar Rolands Joffé og leiks þeirra Roberts De Niro og Jeremys Irons í aðalhlutverkunum. Stundum er hún stórfengleg í feg- urð og umfangi, stundum er hún hrífandi í frásögn Bolts og uppsetn- ingu Joffé, stundum er leikurinn hreinasta afbragð svo maður verður gagntekinn af. En svo er hún líka, mest framanaf þegar persóna De Niros er kynnt, yfírborðskennd og léttvæg, stundum er leikstjóm Ro- land Joffé ekki nógu markviss og stundum sígur annars vel skrifað handrit Bolts oní setningar, sem jafnvel De Niro á í erfíðleikum með. En myndin vinnur á með hveijum ramma og grefur að mestu galla sína með tímanum þar til eft- ir stendur áhrifamikil mynd um miskunnarlausa nýlendupólitík, guðstrú og máttlaust kirkjuvald, kúgara og kúgaða, paradís og helvíti á jörð. Myndin er sannsöguleg og fjallar um atburði sem áttu sér stað á landamærum Argentínu, Paraguay og Brasilíu um miðja átjándu öld- ina. Hún segir frá örlögum jesúíta- trúboðs á meðal Guami-indjána djúpt inni í frumskóginum og tveim- ur munkum þess, Gabríel (Irons) og Mendóza (De Niro). Þriðja höf- uðpersónan er Altamirano kardin- áli, sem er meistaralega leikinn af Ray McAnlly. Hann er sögumaður myndarinnar, skrásetjari atburð- anna í bréfí til páfa og maðurinn sem hefur það hlutverk að ákveða örlög trúboðsstöðva jesúítanna. Veikasti hlekkur myndarinnar er kynningin á Mendóza, sem í byijun er málaliði og þrælasali en snýst til guðstrúar eftir að hafa vegið bróður sinn í afbiýðisemiskasti út af konu. De Niro þarf að fást við frómar setningar eins og „Mig elsk- ar þú þá ekki“ (So, me you do not love) og þegar Gabríel dregur hann vissir þú ad vid f ramleidum___________________________ ____ UMBÚÐAPOKA Va kg. - 10 kg. ____________________________________________ UMBÚÐAPAPPÍR, hvítan 40 sm. og 57 sm. _________________________________________________ UMBÚÐAPAPPÍR, brúnan 100 sm. ______________________________________________________ SALERNISPAPPÍR „SANI' _________________________________________________ REIKNIVÉLARÚLLUR 57 og 70 mm. _________________________________________________ PENINGAKASSARÚLLUR 38 mm. _____________________________________ PENINGAKASSARÚLLUR 44 mm. - 24, 54 og 60 m. HAFÐU SAMBAND, EÐA RÚLLAÐU VIÐ HJA OKKUR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.