Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1987 Minning: Bjarni Vilhjálmsson fv. þjóðskjalavörður Fæddur 12. júní 1915 Dáinn 2. mars 1987 Við skyndilegt andlát Bjarna Vil- hjálmssonar vinar míns og frænda vakna margar minningar. Ýmsar þeirra eru tengdar heimaslóðum okkar á Norðfírði, þar sem stein- snar var milli bemskuheimila okkar í Hátúni og á Fögruvöllum. Milli flölskyldnanna vora sterk vináttu- bönd, bæði milli foreldra okkar og systkinahópanna tveggja. Við vor- um leikfélagar þeirra systkina og era margar ljúfar og góðar minn- ingar frá þeim áram, sem gott er að ylja sér við. Sjávarkauptúnið var merkilegt samfélag, og sá einn get- ur til hlitar skilið lögmál þess og innviði sem kjmnst hefír því af eig- in raun. Á Norðfírði var gott að alast upp með harðduglegu, hjarta- hlýju og raungóðu fólki. Meðal þessa góða fólks vora foreldrar Bjama, Kristín Ámadóttir og Vil- hjálmur Stefánsson, mikil ágætis- hjón, vinnusöm, dugleg og ráðdeildarsöm. Bamahópurinn var óvenjustór og lífsbaráttan, ekki síst á kreppuáranum, var vissulega hörð. Systkinin fóra öll snemma að vinna og studdu foreldra sína ötul- lega. Öll vora þau vel greind og atorkusöm og samheldni innan fjöl- skyldunnar var mikil og góð. Bjami var sá eini þeirra, sem fór háskóla- leiðina. Hann var bráðskarpur námsmaður og fluggreindur. Faðir minn, sem þá var skólastjóri á Norð- fírði, réri að því öllum áram, að Bjami færi í menntaskóla, og átti það raunar við um marga aðra ungiinga, sem hann örvaði til frek- ara náms og liðsinnti við það. Bjami Vilhjálmsson lauk stúd- entsprófí frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1936, þeim mennta- skóla sem gerði með heimavist sinni og merkilegri skólastefnu efnalitl- um mönnum kleift að stunda menntaskólanám. Ætla ég, að margir þeirra, sem Iuku stúdents- prófí á Akureyri á kreppuáranum, hefðu farið á mis við slíka mennt- un, ef ekki hefði notið við þessarar merku menntastofnunar undir for- ystu Sigurðar skólameistara. Stúdentamir á Akureyri 1936 vora 19 talsins, en allmargir þeirra hafa nú kvatt þennan heim. Var í hópi þessa stúdentaárgangs margt ágætra manna, m.a. dr. Kristján Eldjám, en þeir Bjami vora aldavin- ir. Þau bekkjarsystkinin flest hittust á heimili bekkjarsystur þeirra, Rögnu Jónsdóttur, sunnu- daginn 1. mars sl. Var Bjami þá hress og glaður. Aðfaranótt næsta dags kom kallið, sem við verðum öll að hlíta. Bjami lauk kandídatsprófi í íslenskum fræðum 1942. Hann varð síðar kennari við ýmsa skóla hér í Reykjavík, þ.á m. Kennaraskólann, allt til 1958, er hann var skipaður skjalavörður á Þjóðskjalasafni. Þjóðskjalavörður var hann skipaður 1968 og varð eftirmaður Stefáns Péturssonar. Því mikilvæga emb- ætti gegndi hann allt til þess að hann lét af embætti fyrir aldurs sakir. Ævistarf Bjama tengdist því mjög Þjóðskjalasafni. Bjami naut sín vel í þeirri stofnun meðal skjala, eldri og yngri, sem hann umgekkst og handlék með næmleik þess manns sem glöggan skilning hafði á íslenskri sagnfræði og menning- arhefð. Gegnir safnið geysimiklu hlutverki. Bjami ræddi oft við mig hugmyndir sínar um bættan hag safnsins. Ó1 hann m.a. þá von, að vinnuskilyrði safnvarða og annars starfsfólks yrðu bætt og tóm gæfíst til margvíslegrar úrvinnslu á hinum mikla gagnaforða, sem safnið hefír að geyma. Bjami var vinnusamur maður með afbrigðum, sem gerði fyrst og fremst kröfur til sjálfs sín. Öll sín störf rækti hann af vöndugleik og kostgæfni. Hann var mjög kvaddur til trúnaðarstarfa. Margir muna, að hann var formaður landsprófs- nefndar miðskóla um langt árabil, 16 ár, og vann þar mikið verk og vandasamt. Hann var einnig mjög lengi ritari hugvísindadeildar Visindasjóðs eða allt frá því sjóður- inn hóf starfsemi sína árið 1958. Unnu þeir dr. Jóhannes Nordal, sem var formaður deildarinnar frá upp- hafi, mikið starf saman að mikil- vægum verkefnum, Bjami átti sæti í Nýyrðanefnd, síðar Islenskri mál- nefnd, allt frá 1962 og í ömefna- nefnd frá 1968. Er mér kunnugt um, að hann átti góðan hlut að störfum þessara nefnda, enda var hann maður orðhagur og orðvís. Bjami átti lengi sæti í stjóm Hins íslenska þjóðvinafélags eða allt frá 1956 og var forseti þess hin síðustu ár. Eftir Bjama Vilhjálmsson liggja veigamikil ritverk, sem aðrir munu eflaust relq'a. Era þau einkum á sviði málfræði, málsögu, mannfræði og þjóðfræði. Ritgerðir hans era allar vandaðar og traustar og lýsa mikilli þekkingu og góðri dóm- greind, ritaðar á tærri íslensku. Hann vann geysimikið starf við ýmsar útgáfur, einn eða með öðr- um, þ.á m. era fomaldarsögur og riddarasögur. Hann var flestum fróðari um íslenskar þjóðsögur, og áhugi hans á þeim birtist m.a. í þvi að hann sá um nýjar útgáfur af íslenskum þjóðsögum og ævintýram eftir Jón Ámason (ásamt Áma Böðvarssyni) og á íslenskum þjóð- sögum Ólafs Davíðssonar. Er míkill fengur að þessum útgáfum. Ágætt framtak var það hjá þeim Olafi Halldórssyni og Bjama að taka saman og gefa út íslenska máls- hætti (1966, með bókarauka 1979). Auk þess má nefna lestrarbækur, er hann tók saman ásamt öðram til nota við íslenskukennslu. Á síðustu áram fékkst Bjami mikið við ættfræði, ekki síst ættir Austfirðinga. Var hann tvímæla- laust einn traustasti ættfræðingur landsins. Ýmsar ættfræðirannsókn- ir hans og athuganir era mikils virði. í tilefni sjötugsafmælis Bjama 12. júní 1985 stóðu vinir hans að útgáfu vandaðs afmælisrits. Orð eins og forðum, með safni greina eftir hann og ritaskrá. Með þvi var honum sýnd verðskulduð sæmd. Bjami Vilhjálmsson var einkar geðfelldur maður, ljúfmenni og prúðmenni í viðmóti og framkomu. Orðin „að vera fremur en að sýn- ast“ einkenndu hann. Öll yfírborðs- mennska var honum íjarri skapi. Hann var maður góðviljaður með ríka réttlætiskennd. Hann hafði góða kímnigáfu og sagði skemmti- lega frá. Með honum var ávallt gott að vera. Bjami var hamingjumaður í einkalífí sínu. Hann kvæntist árið 1943 Kristínu Eiríksdóttur frá Hesteyri, ágætri konu, og var hjónaband þeirra ástúðlegt og heimilið aðlaðandi. Þau eignuðust Qögur böm og era bamabömin 11. Er þetta hin ánægjulegasta §öl- skylda. Ég kveð þennan bemskuvin minn með trega, en jafnframt hlýrri þökk fyrir samfylgdina. Við Valborg vottum Kristínu, bömum þeirra Bjama og fjölskyldum og systkinum hans einlæga samúð okkar. Með Bjama Vilhjálmssyni er genginn mikill mannkosta- og þegnskaparmaður, sem skilað hefír íslensku þjóðfélagi miklu ævistarfí. Öllnm hlaut að vera hlýtt til hans, sem áttu því láni að fagna að kynn- ast honum. Slíks manns er gott að minnast. Armann Snævarr Bjami Vilhjálmsson fyrrverandi þjóðskjalavörður var einn af virt- ustu fræðimönnum landsins, spannaði allar greinar íslenskra freeða, málfræði, bókmenntir og sögu. Aðrir kunna betur en ég að gera fræðimennsku hans skil. Hér verða aðeins skráð fáein orð í kveðjuskjmi. Kynni okkar Bjama urðu aldrei mjög náin, en við áttum gott sam- starf á tvennum vettvangi um rösklega tveggja áratuga _ skeið, fyrst við prófstörf í Háskóla íslands og síðar í íslenskri málnefnd. Hann var öðlingur í viðkjmningu, gaman- semin góðleg, háttvísin óbrigðul. Bjami Vilhjálmsson var orðinn þjóðkunnur fræðimaður þegar fimdum okkar bar fyrst saman. Hann varð prófdómari í íslenskri málfræði í Háskólanum um það lejrti sem ég hóf þar kennarastörf. Ég minnist þess þakklátum huga hve notalegt mér þótti að kjmnast þessum manni og hafa stuðning af honum. Hann var íhugull, vel að sér og dómglöggur. Áhrif hinna fyrstu kynna hafa ekki skilið við mig síðan. Það fann ég vel er ég hitti Bjama síðast, í samkvæmi fá- einum dögum fyrir andlát hans. Áhugi Bjama Vilhjámssonar beindist snemma að íslensku máli og málfræði og ekki síður að nýyrð- asmíð og málbótum. Sjálfur var hann ágætlega ritfær og smekk- maður á mál. Eitt af því fyrsta sem hann birti eftir sig á prenti vora tvær greinar um tungutak dagblaða (í Helgafelli 1944). Sama ár birtist hin merka athugun hans á nýjrrðum Jónasar Hallgrímssonar í þýðing- unni á Stjömufræði Ursins og 1951 stórfróðleg ritgerð um orðasmíð Sigurðar skólameistara, læriföður Bjama í Menntaskólanum á Akur- eyri. Svo rækileg úttekt á orðasmíð einstakra manna hafði ekki verið gerð áður svo að mér sé kunnugt. Bjami mátti heita sjálfkjörinn í nýyrðanefnd 1962, þegar hún var að myndast, og hann átti sæti í íslenskri málnefnd frá stofnun hennar 1964 til ársloka 1984. Eftir það tók hann að sér á vegum mál- nefndar að vera málfræðilegur ráðunautur orðanefndar bókagerð- armanna. Bjami Vilhjálmsson var hæglátur maður og hógvær, lét ekki mikið yfír þekkingu sinni, en leyndi á sér. Mér verður hugsað til ógleym- anlegra daga sem við hjónin áttum með Bjama í Færeyjum sumarið 1984. Þá var hið árlega þing nor- rænu málnefndanna haldið þar í fyrsta skipti. Ég hafði setið nokkur slík þing erlendis og ætíð verið eini íslenski fulltrúinn. Mér var mjög í mun að fleiri kæmu frá íslandi í þetta sinn, svo að það varð úr að Bjami færi líka sem aldursforseti málefndarinnar. Stjómandi þinghaldsins í Færeyj- um var góðvinur okkar íslendinga, Jóhan Hendrik Poulsen, magister. Við höfum átt samleið á öllum málnefndaþingum síðan 1978. Að fundahöldum loknum bauð hann okkur Islendingunum heim í Kirkjubæ. Þar nutum við höfðing- legrar gestrisni á heimili þeirra hjóna, Jóhans og Bimu, þá tvo sól- arhringa sem við þurftum að bíða eftir flugfari heim. Þama fékk ég tækifæri til að kynnast því betur en áður hve margfróður Bjami Vil- hjálmsson var um alla skapaða hluti frá liðnum tímum. Þeir Bjami og Jóhann náðu fljótt vel saman, settu á langar viðræður og sökktu sér niður í fræðileg hugðarefni. Mér er minnisstæður fögnuður gestgjaf- ans jrfír þessum kjmnum og aðdáun hans á gestinum, sem hann kallað „hafsjór af fróðleik" og þrejdtist ekki á að vegsama. Bjami Vilhjálmsson er nú horfínn af sjónarsviðinu fyrstur þeirra manna sem setið hafa í íslenskri málnefnd. Við sem eftir lifum minn- umst hans með söknuði og þakklæti fyrir samstarfíð og allt sem hann vann í þágu íslenskrar tungu og íslenskra færða. Kristínu konu hans og fjölskyldu allri sendum við hjónin einlægar samúðarkveðjur. Baldur Jónsson í grein, er ég skrifaði um Bjama Vilhjálmsson sjötugan og kom í Morgunblaðinu 12. júní 1985, sagði ég svo m.a.: „Bjami hefur átt sæti í stjóm Hins íslenzka þjóðvinafélags allt frá 1956, og er mér ljúft að minnast ánægjulegs samstarfs við hann á þeim vettvangi á áranum 1967—1984. Unnum við saman t.a.m. að útgáfu íslenzkra úrvals- greina I—III, 1976—78, og ásamt Jóhannesi Halldórssjmi að útgáfu 1. bindis úrvals bréfa til Jóns Sig- urðssonar 1980. En nánust kynni tókust þó með okkur Bjama í Safnahúsinu við Hverfísgötu, þar sem við störfuðum samtímis í fulla tvo áratugi. Bjami Vilhjálmsson réðst skjala- vörður að Þjóðskjalasafni íslands 1958, en var skipaður þjóðslq'ala- vörður tíu áram síðar, 1968, og gegndi því embætti til ársloka 1984. Þjóðskjalasafn og Landsbóka- safn hafa átt sambýli í Safnahúsinu frá öndverðu, eða frá árinu 1909, húsið í rauninni reist handa þeim, þótt Fomgripasafnið (síðar Þjóð- minjasafn) og Náttúragripasafnið fengju þar inni til bráðabirgða. Eins og kunnugt er, er húsrými Þjóð- skjalasafns og Landsbókasafns fyrir löngu þrotið og söfnin orðið að grípa til leiguhúsnæðis úti í bæ. Við tilkomu Þjóðarbókhlöðu er ætl- unin, að Þjóðslq'alasafn fái allt Safnahúsið til sinna nota, en það átti ekki að verða um daga Bjama í Þjóðskjalasafni." Þessi mál hafa nú skipazt á ann- an veg, eins og kunnugt er, því að Þjóðskjalasafn flyzt á næstunni í húsakjmni gömlu Mjólkurstöðvar- innar við Laugaveg. Eftir að Bjami lét af embætti þjóðskjalavarðar, átti hann oft vegna rannsókna sinna og ritstarfa erindi í Safnahúsið, og hittumst við þá stundum við hádegisverðarborð- ið í matsal Amarhvols. Ekki granaði mig, þegar við sr. Sigutjón Guðjónsson sátum þar með Bjama fimmtudaginn 26. febrúar, að það yrðu síðustu samfundir, því að Bjami var þá hressari í bragði en hann hafði verið lengi að undan- fömu. Mér var sagt, að sunnudag- inn eftir hefðu þau hjónin skoðað málverkasýningu síðdegis og farið að svo búnu í heimsókn til náins vinafólks. Heimkominn hefði Bjami setzt við skrifborðið og unnið fram eftir kvöldi, staðið svo upp og sagt, að nú væri hann hættur og ætlaði í háttinn. Þegar frú Kristín, sem aldrei þessu vant var lengur frammi við en hann, kallaði nokkru seinna inn til hans, fékk hún ekkert svar — og kom að Bjama látnum á rúm- stokknum. Við vinir Bjama Vilhjálmssonar í Landsbókasafni söknum hans sárt og sendum ágætri eiginkonu hans, Kristínu Eiríksdóttur, fjölskyldu hennar og öðram vandamönnum innilegar samúðarkveðjur. Finnbogi Guðmundsson Það er sárt, þegar vinir kveðja, en enn sárar, þegar sá maður er vinur réttlætis og mannúðar. Bjami Vilhjálmsson var formað- ur landsprófsnefndar miðskóla 1948 til 1964. Landspróf vora um- deild á sínum tíma. Valdir vora ágætismenn sem forsvarsmenn fyr- ir sína grein til að semja prófín og vinna úr þeim ásamt kennuram. Þeir kölluðu kennara saman að hausti til ákvörðunar námsefnis, þannig að allir vissu hvað til stæði að vori. Þrátt fyrir það komu upp ýmis deiluefni, sem flytja varð til landsprófsnefndar, og vora þau öll færð til sátta og samlyndis í tíð Bjama. Öðra sinni störfuðum við Bjami ásamt Vésteini Ólasyni saman í úthlutunamefnd starfslauna til rit- höfunda, sem þá var nýstofnuð. Bjami réð því að svipuð eyðublöð fýrir umsóknir vora notuð um starfslaun og við umsóknir um Vísindasjóð. Nefndarmenn í starfs- launasjóðnum vora sammála um að lesa þyrfti verk allra umsækjenda, sem nefnd vora í umsóknunum, en tíminn var naumur. Bjami gat þess í því sambandi að hann hefði lesið sex rit á gamlársdag. Var venju fremur hljótt um þessa úthlutun eins og hin tvö árin. Þó bar við á þessu tímabili, að við fengum all- harðort aðfinnslubréf og kusum við hin helst að láta því ósvarað. Bjami kaus að svara fyrir sig, kvað ómak- lega að okkur vegið. Hann var þungur, þegar svo bar við, og ákvörðun hans varð ekki haggað. Þessi stefnufesta var hluti af skapgerð hans, hann vissi, að hann var alltaf maður til að standa fyrir sínu. Hvar sem hann fór, var hann alltaf sjálfum sér samkvæmur. Ég kveð þennan góða vin, sem var sættir saka og vildi ekki gera á hlut nokkurs manns, en standa jafnframt á rétti sínum, manns sem allir fundu að óhætt var að treysta. Ég vil lejrfa mér að senda konu hans og bömum og öðram aðstand- endum innilegar samúðarkveðjur frá okkur hjónum ásamt þakklæti fyrir vináttu og tryggð liðinna ára. Guðrún P. Helgadóttir Við andlátsfregn góðs drengs verða hugir okkar hljóðir og daprir, tár falla af augum og sorg býr í hjarta. En lejrfum páskasólinni að skína yfír dauðann og sorgina og hugsum um hina látnu í bænum okkar. Bjami var Austfirðingur, fæddur að Hátúni á Nesi í Norðfirði, 12.6. 1915, sonur kunnra merkishjóna, Kristínar Ámadóttur og Vilhjálms Stefánssonar, útvegsbónda þar, stóðu að þeim hjónum traustar og merkar ættir á Austfjörðum. Bjami ólst upp með foreldram sínum í stór- um systkinahópi á dugnaðar- og myndarheimili. Snemma fann Bjami á sér vorþey nýs tíma, sem lá í loftinu, og gekk gunnreifíir til móts við hann. Bjama Vilhjálmssjmi var trúað fyrir mörgu, enda var hann afkasta- mikill dugnaðarmaður, framsýnn og ráðhollur. Hann var því vel til forystu fallinn og alla tíð hlaðinn ábyrgðarmiklum trúnaðarstörfum. Bjami var vinsæll og dáður af öllum, sem kjmntust honum og hinn mesti hugljúfi, er vildi hvers manns vanda leysa. Islenzk tunga, íslenzk ættfræði og íslenzkrar þjóðsögur áttu hug Bjama Vilhjálmssonar óskiptan og vann hann ótal mörg þrekvirki, þessum fræðum til ómet- anlegs stuðnings. Það má með sanni segja, að Bjami væri gæfunnar maður. Öllu, sem hann veitti braut- argengi, famaðist vel og allir, sem höfðu af honum náin kynni heilluð- ust af framkomu hans og mann- kostum. En hans mesta gæfa mun þó ævinlega fyrst og fremst hafa verið innan hans eigin heimilis- veggja, þar sem hann naut ástríkis Qölskyldu sinnar og tók á móti vin- um og vandamönnum af höfðings- skap og rausn. Þangað áttu líka bamaböm hans tíðum erindi til afa, sem var þeim svo óumræðilega góður, fræddi þau og skemmti þeim og gerði heimsóknimar eftirsóknar- verðar og minnisstæðar. Fundum okkar Bjama bar fyrst saman fyrir 45 áram á heimili for- eldra minna, gazt okkur strax vel að háttvísi og prúðmannlegri fram- komu hans. Síðan höfum við mætt sama viðmótinu, hlýju og einstökum velvilja þeirra hjóna, sem hefur ork- að á okkur móður mína eins og þegar sólin brýzt fram. Við brottför Bjama Vilhjálmssonar, fv. Þjóð- skjalavarðar, er horfínn af sjónar- sviðinu hugljúfur mannvinur og sérstæður persónuleiki, sem hafði góð áhrif á samferðamenn sína. Eiginkonu hans, Kristínu Eiríks- dóttur, frændkonu okkar, bömum, bamabömum og tengdabömum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.