Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1987 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1987 35 pii0r0iwilrtóil> Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakiö Sj álf stæðismenn á réttri leið 27. landsfundur Sjálfstæðis- flokksins var haldinn undir kjörorðinu Á RÉTTRI LEIÐ. Með því er í senn vísað til hins liðna og fram á veginn. Niðurstaða landsfundarins og sú eindrægni sem þar ríkti bendir til þess, að þessi eitt þúsund manna forystu- sveit flokksins sé sömu skoðunar og höfundar kjörorðsins. Þor- steinn Pálsson hlaut óskorað traust í formannskjörinu og Frið- rik Sophusson nýtur einnig mjög mikils stuðnings sem varaformað- ur. Við val á fólki í miðstjórn hefur viðleitni til þess að dreifa atkvæðunum á milli fulltrúa ein- stakra kjördæma ráðið miklu um úrslitin. Hlutur kvenna er til að mynda ekki jafn mikill og þær stefndu að og æskilegt hefði ver- ið. Að sjálfsögðu setti það svip sinn á þennan landsfund, að kosn- ingar eru í nánd. Meira bar á því en á landsfundinum 1985, að leit- ast var við að höggva á hnúta í viðkvæmum málum í málefna- nefndum, sem störfuðu fyrir fundinn, og í starfshópum á fund- inum sjálfum en við afgreiðslu einstakra ályktana í fundarsaln- um í Laugardalshöll. í sumum tilvikum var stuðst við málamiðl- un, sem náðist fyrir tveimur árum. I öðrum eru menn greini- lega að fíkra sig eftir mjórri málamiðlunarlínu. Við þetta er ekkert að athuga. Stjómmála- flokkar eru ekki öflug Ijöldasam- tök nema þeir, sem starfa innan vébanda þeirra, séu reiðubúnir til að sýna flokksbræðrum umburð- arlyndi í stað þess að reka ofan í þá skoðanir með meirihluta- valdi. Á lokafundinum lá við að upp úr syði vegna ágreinings um vægi atkvæða. Þorsteinn Pálsson tók þar af skarið með eftirminni- legum hætti og við það sat á fundinum. Hitt er ljóst, að sá hiti, sem hljóp í menn vegna þessa máls, endurspeglar þunga undir- öldu í byggðamálum. Lands- byggðarfólk telur sinn hlut eftir liggja- Þegar stjómmálaályktun landsfundarins er lesin, eða kosn- ingayfírlýsing Sjálfstæðisflokks- ins, eins og ályktunin heitir, kemur glöggt í ljós, að það er auðvelt fyrir sjálfstæðismenn að færa rök fyrir því, að þeir og íslenska þjóðfélagið undir stjóm með þátttöku þeirra séu á réttri leið. Og málið er lagt skýrt fyrir eins og þessar setningar sýna: „Við komandi kosningar stendur valið um það, hvort halda eigi áfram á sömu braut eða ekki. Kosið er um, hvort sótt skuli fram til bættra kjara og betri framtíðar fyrir landsmenn alla á gmndvelli aukins frelsis og svigrúms ein- staklinganna, eða hvort þeim árangri sem náðst hefur verði ógnað með stefnu ofstjómar og valdboðs." Kosningayfírlýsingin mótast af viðleitni til að setja hlutverki „hins opinbera" ákveðin mörk. „Sköpunargáfa listamanna nýtur sín best þar sem ekki eru lagðir á hana fjötrar og sama er að segja um efnahagsstarfsemina,“ segir á einum stað. Skömmu síðar er komist þannig að orði: „Það er hins vegar einnig sjálfsögð skylda og í fyllsta samræmi við mannúð- arsjónarmið Sjálfstæðisflokksins, að tryggja og treysta hag þeirra sem lakast em settir eða eiga af einhveijum ástæðum undir högg að sækja í lífínu." Yfírlýsingin einkennist af vilja til að skilgreina sjálfstæðisstefnuna í samræmi við þær kröfur samtímans, að umsvifum hins opinbera sé stillt í hóf án þess að öryggisnet vel- ferðarþjóðfélagsins sé tekið á brott. Er ekki vafí á, að með þess- um hætti er höfðað til þeirra skoðana, sem eiga mestan hljóm- gmnn meðal flestra kjósenda. Þegar kemur að loforðakafla kosningayfirlýsingarinnar má segja, að sjálfstæðismenn séu ekki að reisa sér hurðarás um öxl. í mörgu tilliti er kveðið mun fastar að orði í ályktunum lands- fundarins um einstök málefni en í kosningayfirlýsingunni sjálfri. Af einstökum atriðum, sem í yfír- lýsingunni em nefnd, má benda á, að þar er því heitið að laga stjómkerfíð að breyttum tímum svo sem með samræmi í stjóm umhverfísmála og á sviði ut- anríkisviðskipta. Þýðir þetta að stofna á umhverfísmálaráðuneyti og sameina viðskipta- og utanrík- isráðuneytin? íslenskir aðilar eiga að geta fjárfest í erlendum fyrir- tækjum; viðskiptabönkum í eigu ríkisins á að breyta í hlutafélög og selja smám saman og bjóða á önnur ríkisfyrirtæki almenningi til kaups, þar sem því verður við komið. Verðmyndunar- og sölu- kerfí landbúnaðarins á að endur- skoða frá gmnni. Orðalag um stjóm fískveiða er loðið, þar sem hún er talin nauðsynleg og jafn nauðsynlegt að auka fijálsræði eftir því sem aðstæður leyfa. Þegar litið er á landsfundinn í heild og hvað hann skilur helst eftir í huganum, má í stuttu máli nefna: mikinn einhug sjálfstæðis- manna um menn og málefni; hógværa stefnu, er miðar að því að setja hinu opinbera kerfí skorð- ur; gmndvallaratriði sjálfstæðis- stefhunnar em ítrekuð; skýrar línur dregnar í utanríkis- og ör- yggismálum og síðast en ekki síst: Þorsteinn Pálsson dró víglínur gagnvart öðmm flokkum í kosn- ingabaráttunni og hét því að veijast ásókn alþýðuflokksmanna á sömu atkvæðamiðum og sjálf- stæðismenn sækja. Ferjuslysið í Zeebrugge Skemmtiferðin breyttist í martröð Zeebrugge, AP. „Ég held að við séum velta,“ gantaðist Lawson Fisher, þegar ölflöskurnar, sem Ian Wood, vinur hans, hafði rað- að á borðið tóku að renna til. Og þá urðu endaskipti á umhverfi þeirra. Fólk veltist um, glös brotnuðu, hjólastól- niður ganga og veitingasalurinn fylltist af ar runnu öskrum. Feijan Herald of Free Enterprise valt á hliðina og skemmtiferðin, sem hinir ungu Englendingar og nærri 550 farþegar og áhöfn vom í, breyttist í martröð. Feijuslysið á föstudag er mesta slys, sem orðið hefur á Ermasundi á vomm dögum. „Við vomm ekki dmkknir, en við vomm dálítið hýrir. Við höfðum setið við drykkju í þrettán tíma," sagði hinn sextán ára gamli Fisher síðar. „Aldrei áður hef ég orðið als- gáður á svo stuttum tíma ... “ Alsgáðir á örskots- stundu Fisher, Wood og vinir þeirra vom meðal lesenda bresks dagblaðs, sem unnið höfðu ferð fram og til baka með feiju yfír Ermasundi. Þeir lögðu af stað frá Dover klukkan hálf sex á föstudagsmorgni 137 km leið til Zeebmgge í Belgíu. Sjórinn var lygn og himinninn léttskýjaður. Byggingaverkamennimir frá Birmingham og nágrenni ætluðu að eiga glaðan dag, gantast, daðra, drekka bjórinn, sem dagblaðið veitti að kostanðarlausu, og kaupa bjór til viðbótar í fríhöfninni um borð. Þeir eyddu deginum í að vafra um Zeebmgge og fannst vistin þar fremur tíðindalítil. Um kvöldið stóðu þeir niðri við höfnina til að ganga um borð í hina risavöxnu feiju og halda heimleiðis. Flestir farþeganna um borð vom breskir. Margir ætluðu fara fram og til- baka, aðrir vom hermenn á leið heim í frí. Klukkan sex lagði feijan úr höfn með 36 vöruflutningabfla og 86 bif- reiðir um borð auk farþega. Stundarfjórðungi síðar var feijan komin einn kflómetra frá höfninni og sigldi á fímmtán sjómflna hraða á klukkstund. Þá sá Woods ölflösk- umar renna af stað. Hvorki Wood, né Fisher fundu fyrir árekstri. „Við hefðum fundið skipið hristast, en það vom enginn merki um titring. Skipið valt á hlið- ina á tuttugu til þijátíu sekúndum," sagði Fisher. Sjónarvottar á landi horfðu á með undmn, sem breyttist í skelf- ingu, þegar feijan valt yfír á hliðina. David Lewry skipstjóri sagði við lækni á slysavarðdeild eftir slysið að feijan hefði oltið á mínútu og hann hefði engan tíma haft til að senda neyðarkall. Björgunaraðgferðir Patrick Pape á belgíska dráttar- bátnum Sæhrossið kvaðst hafa fengið neyðarkall klukkan hálf sjö. „Okkur tókst að bjarga fyrsta manninum 6:47,“ sagði hann. Áhöfnin á Sæhrossinu átti eftir að bjarga 120 manns áður en allt var af staðið. Belgar, Þjóðveijar, Bretar og Hollendingar sendu þyrlur á vett- vang, og tugir skipa, sem stödd vom nálægt slysstað, sigldu þangað eins hratt og vélar leyfðu. Fyrsta þyrlan var komin sex mínútum eft- ir neyðarkallið og klukkan sjö var allt til reiðu á slysavarðstofum til að taka á móti slösuðum, sem flutt- ir vom í strætisvögnum og sjú- krabflum. Þeir vom vafðir inn í teppi og grétu ýmist, eða störðu fram fyrir sig eins og í leiðslu. Um borð í feijunni, þar sem nú var framandlegt um að Iitast, lárétt- ir stigar og borð skrúfuð í gólf stóðu lóðrétt út í loft, ríkti ringulreið. Nokkrir þeirra, sem björguðust, greindu frá því að farþegar hefðu slegist þegar þeir reyndu að bjarga sér. Rosina Summerfíeld frá Eng- landi var spurð hvort konur og böm hefðu gengið fyrir þegar slysið varð: „Konur og böm gengið fyrir? Þetta var bijálæðislegt kapphlaup. Þetta var ekki Titanic, skaltu vita,“ svar- aði hún. „Eg lá fastur undir glerplötu eitt andartak og vatnsborðið hækkaði," sagði Wood. „Mér tókst að komast upp að bamum með þvíað klifra eftir sætaröðum. Þá kastaði stúlka til mín reipi til að ég kæmist síðasta spölinn. Hún hlýtur að hafa verið hjúkmnarkona, hún var svo róleg. Eg vildi hitta þessa stúlku, hún bjargaði lífí mínu.“ Hún bjargaði lífi mínu „Eg sá hvemig vatnið streymdi inn og ég klifraði upp eftir sætunum og að glugganum. Fólk datt fram- hjá okkur og rakst í okkur þegar við reyndum að bijótast áfram. Fólk i hjólastólum og böm ... “ Farþegar, sem komist höfðu að upp að veggnum í þessari veröld á hvolfí, bmtu upp kýraugun. Alan Cartwright, vinur Fishers, hóf sig upp eftir rennunni fyrir matarbakka á afgreiðsluborðinu í veitingasaln- um: „Vatnið var sjóðheitt í fyrstu, vegna þess að tekönnumar tæmd- ust og ofnamir vom heitir, en varð á augabragði ískalt." Englending- amir klifmðu út á skipshliðina, sem vissi upp úr sjónum, og tóku til við að hjálpa öðram út. „Það var niðamykur og engin neyðarljós um ' borð. Nokkrir kveiktu á sígarettukveikjumm til að sjá frá sér og ég öskraði til þeirra að slökkva á þeim því að ég vissi að gas læki út í eldhúsinu. Ég beið bara eftir sprengingu," sagði Cartwright. Nick, bróðir Wo- ods, brotnaði á mjöðm og báðum ökklum, einn hafði nefbrotnað og annar var ökklabrotinn. En þeir héldu áfram björgunaraðgerðum í klukkutíma og hjálpuð farþegum að komast út úr feijunni og síga niður í dráttarbát eftir tíu metra löngu reipi. Richard Murtland vömbflstjóri var í veitingasalnum þegar slysið varð. Hann sagði frá ensku krökk- unum uppi á skipshliðinni þegar honum hafði verið bjargað í land: „Þessir krakkar klifmðu upp eftir stólunum, sem vom festir við gólf- ið, eins og apar og mynduðu eins konar stiga," sagði hann. „Þeir hentu niður reipum með lykkjum. Einhver ýtti mér áfram og sagði mér að fara á undan vegna þess að ég væri stór og gæti hjálpað þeim að draga fólk upp. Síðan kom- um við konum og bömum út. Við náðum í þá krakka, sem við fund- um, og sumir klifmðu upp kaðalinn með böm í fanginu." Kafarar stungu sér í sjóinn til að leita að fólki, sem verið gæti á lífi þar sem loftrými leyndist. Þeir fundu ónotuð björgunarvesti á víð og dreif um skipið. I dögun á laug- ardag flæddi að og neyddust þeir til að hætta. Þeir héldu áfram þeg- ar fíaraði út en þá var aðeins veik von um að fleiri fyndust á lífi. Reuter Ferjan Herald of Free Enterprise frá Townsend Thoresen skipafélag- inu liggur á hliðinni skammt frá höfninni í Zeebrugge. Bátarnir tveir halda við skipið til þess að björgunarmenn eigi auðveldara með að leita að farþegum. Skaðabótakr öfur verða hinar hæstu í sögu Bretlands London; Reuter, AP. AÐ SOGN sérfræðinga munu skaðabótakröfur á hendur Townsend Thoresen skipafélag- inu vegna feijuslyssins við Zeebrugge líkast til verða þær hæstu í sögu Bretlands. Forráða- menn fyrirtækisins hafa neitað að ræða þessa hlið málsins opin- berlega. Samkvæmt alþjóðlegum trygg- ingasáttmála frá árinu 1974 er gert ráð fyrir að greiðslur vegna dauðsfalls séu á bilinu 30.000 til 50.000 sterlingspund (1.8 til 3 millj- ónir ísl. kr.). Hins vegar er unnt að gera mun hærri kröfu ef í ljós kemur að rekja megi dauðsfall til vanrækslu starfsmanna eða ófull- nægjandi öryggisbúnaðar. Sérfræð- ingar era sammála um að skaðabótamálið á hendur Townsend Thoresen muni verða gífurlega flók- ið. Móðurfyrirtæki Townsend Thoresen, sem nefíiist Peninsular and Orient Steam navigation co, er hluthafi í tryggingarfyrirtækinu The Standard Steamship Protection and Indemnity Association, sem er eitt sjö stærstu fyrirtækja sem starfa á þessu sviði í heiminum. Stjóm þess mun taka afstöðu til skaðabótakrafna á hendur Tow- nsend Thoresen. Ættingjar hinna látnu og þeir sem komust lífs af munu í fyrstu krefjast skaðabóta af móðurfyrir- tækinu. Ef í ljós kemur að rekja má orsakir slyssins til starfsmanna skipafélagsins, hafnarstarfsmanna í Zeebmgge eða smíðagalla í skip- inu verður allur málarekstur mun flóknari. 50 manns létust þegar eldur kom upp á knattspymuvellinum í Brad- ford árið 1985. Skaðabótakröfur ættingja þeirra sem létust nema alls um 20 milljónum sterlings- punda (1,2 milljarðar ísl.kr.) og em þær hinar hæstu sem settar hafa verið fram til þessa. Gríðarstórum flotkrana var siglt upp að hlið feijunnar í gær er björgunaraðgerðir hófust. Reuter „Ég hélt að ég myndi drukkna“ Zeebrugge, AP. MARGIR farþeganna um borð í feijunni Herald of Free Enterprise gengu vasklega fram þegar skipið valt á hliðina. Sjónarvottar hafa greint frá gamalli konu, sem fórnaði lífi sínu til að bjarga manni i hjólastól, og manni, sem hélt komabami með tönnunum. Einnig lögðu kafarar lif sitt að veði þegar menn vom orðnir úrkula vonar um að nokkur væri enn á lífi um borð. Þegar Herald of Free Enterprise valt á hliðina með rúmlega fímm hundmð manns um borð á föstu- dagskvöld komu bátar og þyrlur frá sex löndum til bjargar á auga- bragði. Og björgunarmennimir eiga heiður skilinn fyrir að bjarga fjölda manns. En á þeim skelfilegu augnablik- um, sem farþegamir um borð gerðu sér grein fyrir því að feijan var að velta og fyllast af vatni, gátu þeir aðeins treyst á sjálfa sig. „Vatnsborðið hækkaði stöðugt og ég hélt að ég myndi drakkna," sagði William Cardwell vömbísltjóri frá Norður-írlandi, sem sat fastur á efra þilfari ferjunnar. „En allt í einu hætti vatnsborðið að hækka og ég heyrði einhvem segja að skip- ið væri komið niður á botn. Þá sá ég mann koma klifrandi yfír borð og stóla með fjögurra mánaða gam- alt bam milli tannanna. Þetta var ótrúlegt," sagði Cardwell. Fólki fíölgaði umhverfís Card- well og því tókst að hjálpa tveimur bjargarlausum stúlkum úr vatninu. „En ein stúlka flaut drakknuð í sjónum. Við gátum ekkert gert,“ sagði vömbflstjórinn. Hópurinn bar bömin út um kýrauga og þar var beðið eftir þyrlu. „Það sá ekki út úr augum og kuldinn var nístandi. Við skiptumst á um að halda hita á baminu," sagði hann. mmi ' m Reuter Starfsmenn Rauða krossins bera á brott jarðneskar leifar eins fórnar- lamba feijuslyssins. Menntaskólaneminn Rebecca Carbley sagði að skyndilega hefði feijan oltið. „Hjólastóll þeyttist fram hjá og einhver sat í honum. Amma mín rak út höndina eins og af eðlisávísun til að stöðva stólinn. En hjólastóllinn tók hana með sér og við höfum ekki séð hana síðan. Við vitum ekki hvort hún er á lífí,“ sagði hún. Kafarar frá Belgíu, Hoilandi og Bretlandi köfuðu inn í feijuna til að bjarga fólki. Nokkrir kafaranna grétu af örvæntingu, þreytu og áfalli. Þeir höfðu kafað um fetjuna í ísköldum sjónum og leitað fólks á lífi innan um líkin. Fólksbflar og vörabflar höfðu losnað og flutu um í risastóm bflaþilfarinu. Bensín hafði lekið úr geymum þeirra og jók það á hættuna. Þótt bjart væri af degi úti fyrir var niðamyrkur inni í feijunni. Þjóðin harmi slegin vegna ferjuslyssins St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunbiaðsins. SJÓSLYSIÐ við Zeebrugge á föstudag er versta sjóslys, sem hent hefur breskt skip á friðartímum, frá þvi að Titanic fórst árið 1912. Þjóðin öll er harmi slegin. Yfirvöld hafa ákveðið að láta fara fram opinbera rannsókn á málinu. Síðastliðið föstudagskvöld hvolfdi Townsend Thoresen-feijunni Herald of. Free Enterprise um það bil eina mílu utan við hafnargarðinn í Zee- bmgge í sæmilegu veðri, litlum sjó og án minnsta fyrirvara. Slysið gerð- ist á innan við einni mínútu og ekki gafst tækifæri til að senda út neyð- arkall. Á feijunni vom rúmlega 600 manns. Þar af björguðust 408, 53 em látnir og 81 er talinn af. Björgunaraðgerðir hófust um 15 mínútum, eftir að slysið átti sér stað, og allt var gert til að ná farþegunum á lífí út úr skipinu. Þeir, sem síðast- ir náðust á lífi út úr flakinu, komust þaðan á laugardagsmorgun. Öll breska þjóðin er harmi slegin vegna þessa atburðar. Fréttir af ör- lögum farþeganna hafa stöðugt komið í sjónvarpi og útvarpi og frétt- atímar hafa verið lengdir alla helgina til að lýsa atvikum. Á sunnudaginn var beðið fyrir farþegum og ættingj- um þeirra í flestum kirlq'um landsins. Elizabeth Englandsdrottning sendi samúðarkveðjur á laugardaginn og var sögð fylgjast gjörla með því sem gerðist. Hertoginn og hertogaynjan af Jórvík héldu til Belgíu á laugar- dag, og sömuleiðis forsætisráðherr- ann, Margaret Thatcher, og flutningamálaráðherrann, John Moore. Ákveðið hefur verið, að opin- ber rannsókn fari fram á orsökum slyssins. John Mooore gaf neðri deild breska þingsins ítarlega skýrslu um slysið og tilkynnti formlega um opin- bera rannsókn. Staðreyndir málsins liggja ekki enn ljósar fyrir, en af frásögnum fjölmiðla má telja líklegt, að mikill sjór hafi komist inn um stefnisdyr skipsins og valdið því, að veltingur komst á skipið, bílar Iosnuðu og skipið lagðist á hliðina. Vitað er, að feijumar sigla iðulega af stað með opið stefnið, ef gott er í sjó. Erfíðlega hefur gengið að komast að raun um, hveijir vom um borð í skipinu, vegna þess að ekki em haldnar farþegaskrár á Ermarsunds- feijunum. Margir hafa því orðið að bíða lengi fregna af örlögum ástvina sinna. Það verður ekki ljóst fyrr en eftir nokkra daga, hveijir vom um borð. Farþegar hafa sagt sögur af átök- um við að komast úr skipinu, þegar því hafði hvolft, en einnig af þvi að menn hafí fómað lífí sínu til að bjarga öðmm. Öryggismál verða í brennidepli eftir slysið London, AP. JL t/ MILLJÓNIR manna hafa nýtt sér feijusamgöngur yfir Ermasund og Þannig getur vatnið fyllt þilfarið og er algengt að fólk skreppi i dags- og helgarferðir til meginlandsins. Fullyrða má að yfirvöld og almenningur muni í vaxandi mæli leiða hugann að öryggisþáttum slíkra samgangna eftir feijuslysið við Zee- hrugge í Belgiu. Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, sagði á laugardag að opinber rannsókn á orsökum slyss- ins myndi fara fram. Embættismenn úr samgöngumálaráðuneytinu héldu þegar á slysstað. Skipafélagið Townsend Thoresen hyggst einnig hrinda af stað rannsókn svo og yfir- völd í Belgíu. Tryggar feijusamgöngur yfír til meginlandssins em Bretum ákaflega mikilvægar. Frá lokum seinni heims- styijaldarinnar hafa samgöngur til meginlandsins aldrei lagst niður þó svo að verkföll hafí stöðvað siglingar á ákveðnum leiðum. Alls reka fyrir- tækin 114 feijur, sem flytja bæði vaming og ökutæki, frá Bretlandseyj- um allan sólarhringinn. Um 250 ferðir em famar á degi hveijum milli Dover og Calais í Frakklandi og tek- ur hver þeirra 135 mínútur. Feijumar sigla frá 11 höfnum á Bretlandseyjum til 16 áfangastaða á meginlandinu. Townsend Thoresen sem gerði út feijuna „Herald of Free Enterprise" hefur mest umsvif allra fyrirtælqa sem starfa á þessu sviði. Höfuðstöðv- ar fyrirtækisins em í Dover. Fyrir- tækið áætlar að taka í notkun nýjar feijur sem munu geta flutt 2.000 farþega, næstum helmingi fleiri en feijur þeirrar gerðar sem fórst. „Herald of Free Enterprise" var elquskip og hafa menn almennt góða reynslu af slfkum skipum. Þau em talin ömgg en vitað er að þau sökkva mjög hratt ef sjór kemst inn á bflaþil- farið. Ólíkt farþegaskipum em bfla- þilför slíkra skipa ekki vatnsþétt. lagt skipið á hliðina á mjög skömmum tíma. Heyrst hafa raddir um að skip þessi séu í raun ekki jafíi örugg sam- göngutæki og af er látið.Onafn- greindur breskur skipasérfræðingur sagði í viðtali við breskt dagblað að elquskip væm „fljótandi dauðagildr- ur“. Anathony Preston, sem skrifar um flotamál fyrir herfræðitímaritið Jane’s Defenee Weekly sagði í við- tali við breska sjónvarpið að sérfræð- ingar breska vamarmálaráðuneytis- ins hefðu lagst gegn því að breskir hermenn yrðu fluttir til Falklandsejja með ekjuskipum þegar átök blossuðu upp þar árið 1981. Townsend Thoresen rekur tvö syst- urskip „Herald of Free Enterprise". Peter Ford, forstjóri Townsend Thoresen sagði í gær að skipin myndu halda áfram siglingum samkvæmt áætlun. Ford sagði á fréttamanna- fundi að forráðamenn fyrirtækisins hefðu enga ástæðu til að efast um sjóhæfni skipanna.,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.