Morgunblaðið - 09.07.1987, Side 3

Morgunblaðið - 09.07.1987, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1987 3 •• Olfusárósar: Fyrsta brúarhaf- ið steypt Selfossi. FYRSTA brúarhafið í brúnni yfir Olfusárósa var steypt á mánudag. A þessu sumri er fyrir- hugað að steypa 5 höf og 3 á næsta ári. Brúarvinnan gengur mjög vel og samkvæmt áætlun. Við brúargerðina vinna nú 25 menn. Verktaki er SH-verktakar i Hafnarfirði. Hvert brúarhaf er um 40 metrar og er gólfíð í brúnni steypt um leið og brúarbitarnir. Brúin er eftir- spennt og eru steypt rör í bitana fyrir vírana sem brúin verður spennt með. Grannt er fylgst með steypunni sem fer í brúna og gerð- ar á henni viðeigandi mælingar. Búið er að ganga frá vesturbakka árinnar þannig að nú grefur hún ekki úr bakkanum. Rafmagnslínan til Þorlákshafnar er þvi ekki lengur í hættu en vinnufyllingin að austan- verðu breytti árstraumnum þannig að hann skall á vesturbakkanum og gróf úr honum. Var áin komin ískyggilega nærri rafmagnsstaur- unum á bakkanum og hætta á að undan þeim græfi. Auk þessa er lokið við að leggja þriðjung vegar sem tengir brúna við Þorlákshafn- arveginn. - Sig. Jóns. Flugmálaáætlunin: Kostnaður Flugleiða 120 millj. kr NÝIR skattar og álögiir ríkisins vegna flugmálaáætlunar, sem tók gildi 1. júli sl., leiða til 120 milljóna króna aukakostnaðar fyrir Flugleiðir á ársgrundvelli, að sögn Hólmfríðar Arnadóttur forstöðumanns hagdeildar. Sam- kvæmt lögunum skai tekjum ríkisins varið til flugvalla, ný- bygginga flugvalia og búnaðar fyrir flugleiðsögn og flugum- ferðarstjórn. Hólmfríður sagði að kostnaður í kjölfar gildistöku nýju laganna svaraði til um 5% hækkunar á með- alfargjald ef honum er eingöngu dreift á farþega til og frá Evrópu en um 2,6% ef hann er einnig látinn ná til farþega með viðkomu í Keflavík á leið yfir hafið. Innifalið í álögum ríkisins er 200 kr. innrit- unargjald fyrir hvern farþega og er það nýr gjaldaliður. Aðrir kostn- aðarliðir eru hækkun á eldsneyti, lendingargjöldum og á húsaleigu við flutninginn í nýju flugstöðina. I innanlandsflugi hækkar flug- vallargjald um 82 kr. á hvern farþega en sú hækkun er ekki reiknuð með í heildar upphæðinni. Vegna flutnings Flugleiða í nýju flugstöðina hefur félagið lagt í 150 milljóna króna kostnað vegna þjón- ustubyggingar og 20 milljónir kr. vegna eldsneytistanka. Menntaskólinn við Sund: Tveir sækja um rektorsstöðu TVEIR umsækjendur hafa sótt um stöðu rektors við Menntaskól- ann við Sund, en Björn Bjarnason lætur nú af störfum. Umsækj- endur eru Sigurður Ragnarsson, sem verið hefur aðstoðarrektor skólans undanfarin ár, og Helgi Þórsson, stærðfræðingur, sem starfar hjá Raunvísindastofnun Háskóla Islands. Fyrsta brúarhafið, séð að vestan. Morgunbladið/Sig. Jóns. Björn Svavarsson loftmælir steypuna í brúna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.