Morgunblaðið - 09.07.1987, Page 40

Morgunblaðið - 09.07.1987, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1987 um og tóku hressilega undir þegar við átti. Europe er orðlögð fyrir það að vera ein stundvísasta hljómsveit rokksins og hún olli mönnum ekki vonbrigðum að því leyti frekar en vant er, því á slaginu klukkan tíu slökknuðu ljósin og um leið brutust út gífurleg fagnaðarlæti áheyrenda. Áður en varði heyrðust fyrstu tón- amir í „The Final Countdown" og skömmu síðar sprungu reyk- sprengjur um leið og hljómsveitar- meðlimir geystust fram á sviðið. Á qvart kom að Evrópumenn skyldu byija á vinsælasta laginu í stað þess að geyma það þar til fólk færi að þreytast, en það kom_ mann- skapnum rækilega í stuð. I beinu framhaldi af því kom lagið „Ninja“ með tilheyrandi látum. Þá hægði sveitin nokkuð ferðina og tók lagið „Carrie", en um leið voru ljósin í salnum deyfð. Brugð- ust þá íslenskir áheyrendur við eins og þeir gerðu ekki annað en að hafa aldrei jafnmargir keypt sig inn á tónleika á íslandi. Áberandi var að hér var á ferðinni sveit sem áheyrendur könnuðust vel við; allir virtust vel með á nótun- Vígalegur gitarleikari Europe Kee Marcello. Morgunblaðið/GR HLJÓMSVEITIN Europe nélt mikla tónleika í Laugardalshöll síðastliðið mánudagskvöld. Á sjötta þúsund áheyrenda keypti sér miða og að sögn aðstandenda Kyntröllið Joey Tempest. EVRÓPA í Laugardalshöll Samband norrænu félag- anna fundaði á Húsavík * Grænlensk sendinefnd með í fyrsta sinn Húsavík. SAMBANDSÞING norrænu fél- aganna á Norðurlöndum var haldið á Hótel Húsavík dagana 4. og 5. þessa mánaðar, en slík sambandsþing eru haldin annað hvert ár og eru þau æðsta valda- stofnun norrænu félaganna. Á þinginu á Húsavík tók í fyrsta skipti þátt sendinefnd frá Græn- landi undir forystu Henriks Lund borgarstjóra í Julianehab en til stendur að stofna norrænt félag í Grænlandi. Þingið gerði ýmsar ályktanir um samstarf norrænu félaganna á sviði vinarbæjarsamskipta, skóla-, æsku- —>lýðs- og menningarmála. Undanfarin ár hefur Helge Seip, fyrrv. ráðherra í Noregi verið for- maður en Gunnar Nilsson fyrrv. forseti sænska alþýðusambandsins, varaformaður. Helge Seip baðst undan endurkosningu og var Dóró- thea Bennedsen þingmaður Danmerkur kosin formaður en Gunnar Nilsson endurkosinn vara- formaður. Aðrir í stjórn eru Tuure Salo, Finnlandi, Gylfi Þ. Gíslason, ís- landi, Reidar Östergaard, Noregi, Héðin Klein, Færeyjum og Hasse Svenson, Álandseyjum. Fram- kvæmdarstjóri sambands norrænu félaganna er Bergþór Kærnested en skrifstofa sambandsins er í Hels- ingfors. Að loknum ströngum fundarset- um fóru svo fundarmenn í skoðun- arferð um Þingeyjarsýslu. Fréttaritari. Söluskattur á þjónustu arkitekta: Ytir undir fúsk í húsateikningum - segir Guðlaugur ' Gauti Jónsson form- aður Arkitektafé- lags Islands ARKITEKTAR óttast að sölu- skattur á þjónustu þeirra kunni að ýta undir að húsbyggjendur skipti frekar við „fúskara" sem starfa ekki eftir gjaldskrá og starfsreglum Arkitektafélags ís- lands, að sögn Guðlaugs Gauta Jonssonar formanns félagsins. „Það virðist sem að menntun og hæfni ráði engu um hvert fólk beinir viðskiptum sínum. Við eig- um í samkeppni við menn sem teikna í aukavinnu, á öðrum for- sendum en þeir sem hafa húsa- teikningar að aðalatvinnu og fá greitt undir borðið í mörgum til- vikum. Þá teljum við að tækni- fræðingar eigi ekki að vinna _ upprunalegar teikningar að hús- um, hafi ekki menntun til þess. Okkur er ekki gert auðveldara fyrir ef þessi söluskattur verður lagður á.“ sagði Guðlaugur Gauti. Arkitektafélagið hefur áður lagst gegn áformum ríkisvaldsins um að skattleggja þjónustu þeirra. Þar sem fregnir úr herbúðum stjómarflokk- anna hafa verið heldur óljósar, hefur ekki verið ályktað sérstaklega um stjómarsáttmálann að sögn Guð- laugs Gauta. „Það grátbroslega er að ríki og sveitarfélög eru stærstu viðskipta- vinir arkitekta, þannig að hér mun aðeins eiga sér stað tilflutningur fjár úr einum vasa í annan. Það má einn- ig minna á að opinberir aðilar reka risastórar arkitektastofur. Við höf- um talið að ríkið eigi ekki frekar að reka arkitektastofur en lögfræði- stofur, en burtséð frá því er ljóst að við eigum enn erfiðara með því að keppa við þessa risa á markaðn- um ef okkur er gert að leggja söluskatt á útselda j)jónustu,“ sagði Guðlaugur Gauti Jonsson. I :

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.