Morgunblaðið - 17.09.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.09.1987, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 209. tbl. 75. árg. FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Persaflóastríðið: Bardagar eftir misheppnaða ferð de Cuellar liag-dað, New York, Reuter. BARDAGAR blossuðu að nýju upp í Persaflóastríðinu í gær eftir sex daga hlé. Stjórnarerindrekar í löndum við Persaflóann fullyrtu að friðarför Javier Perez de Cuellar, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, hefði mistekizt. írakar gerðu í gærmorgun loft- árás á olíuhöfn írana á Kharg-eyju og á skotmörk á olíusvæðum í suðvesturhluta írans, að sögn út- varpsins í Bagdað. Sagði útvarpið að írakar hefðu verið að hefna fallbyssuskothríðar írana á hafn- arborgina Basra og aðra bæi undanfarna daga. Hótuðu Irakar jafnframt að jafna allar borgir í Iran við jörðu ef árásum Irana linnti ekki. Iranar sögðu fullyrðingar íraka um árásir á Basra vera uppspuna, en eins og endranær stönguðust yfirlýsingar deiluaðila á í aðalat- riðum. De Cuellar kom í gærkvöldi til New York og skýrði Öryggis- ráðinu þegar frá ferð sinni til Irans og íraks. Fundurinn stóð í hálftíma og að honum loknum sagði Sir Crispin Tickell, fulltrúi Breta í ráðinu, að mikillar ánægju gætti með för framkvæmdastjórans en eftir væri að vega og meta árang- urinn af henni. Á blaðamannafundi eftir fund ráðsins mótmælti de Cueliar því að ferðin hefði verið misheppnuð en neitaði að öðru leyti að fjalla um viðræður við ráðamenn í Bag- dað og Teheran. íranar tilkynntu í gærkvöldi að þeir hæfu í dag flotaæfingar á Óman-flóa skammt frá mynni Hormuz-sunds. Kunnugir töldu í gær að spenna mundi vaxa mjög á Persaflóa næstu daga. Því var spáð að írakar myndu að nýju reyna að hindra olíuútflutning Ir- ana með loftárásum á mikilvæg skotmörk. Aðgerðum af því tagi hafa íranir jafnan svarað með því að skjóta á skip á Persaflóa. Flotaæfingar á Norðurhöfum APIC Nú standa yfir flotaæfingar Atlantshafsbandalags- ins á Norðurhöfum og taka meira en 150 skip og 250 flugvélar þátt í þeim, en heiti æfinganna er „Ocean Safari ’87“. Á myndinni sést F-14 orrustu- vél Bandaríkjaflota búast til lendingar á þilfari bandaríska flugmóðurskipsins Forrestal þar sem það er á siglingu á Vesturfírði í norska skeijagarð- inum. Sjáfréttum flotaæfingarnar á bls. 28. Meðal- og skammdræg kjarnavopn stórveldanna: Gorbachev býst við samningum á árinu Washington, Moskvu, Reuter. MIKHAIL S. Gorbachev, aðalrit- ari Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna, sagðist í gærkvöldi telja að stórveldin myndu semja um útrýmingu meðal- og skamm- drægra kjarnavopna fyrir næstu áramót. Samkomulag af því tagi myndi greiða götu samninga um helmings fækkun langdrægra kjarnavopna og gæti samkomu- lag um þau orðið að raunveru- leika á fyrri hluta næsta árs, að hans sögn. Ummæli þessi koma fram í grein, sem birtist í mál- gagni kommúnistaflokksins, Isveztia, í dag. Eduard Shevardnadze, utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, sagði í gærkvöldi að ágreiningur stórveld- anna um kjamorkuvopna hefði minnkað eftir fímm stunda viðræð- ur þeirra George Shultz, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, í Washington í gær. Fundum Shultz og Shevardnadze í Washington lýkur í dag og hafa báðir aðilar látið í ljós bjartsýni um EffVPtaland: V oru píramídarnir ekki gröf faraóanna? Gíza, Egyptalandi, Reuter. JAPANSKIR vísindamenn leita nú leiða til að sanna þá kenningu sína að hinn dularfulli Sfinx í Egyptalandi eigi sér aðrar rætur en hingað til hefur verið haldið; og að píramídarnir séu ekki grafhýsi faraóanna heldur hluti stórkostlegrar borgar hinna dauðu. Þeir halda að minnismerkið fræðinganna segist halda að með ljónsbúk og mannsandlit sé eldra en 5000 ára gamalt og því sé ekki ætlað að veija píramíd- ana. Reynist tilgátan rétt, og það getur tekið mörg ár að sanna hana, getur það umbylt egypta- fræðunum. Sakuji Yoshimura leiðtogi sér- Sfínxinn sé miðpunktur borgar hinna dauðu. Fram til þessa hefur því verið haldið fram að Sfinxinn hafi verið byggður um það bil 2600 árum fýrir Krists burð und- ir stjóm Kefrens faraós til þess að veija píramídana sem talið er að séu grafhýsi faraóanna. Kenning Japananna byggir á byggingafræðilegum athugunum á afstöðu Sfínxins til Gíza- píramídanna þriggja sem nefndir em eftir Kefren, Keops og Míkerínusi og hofa fyrir framan þá. Þeir halda því fram að píramídamir séu ekki grafhýsi heldur hluti af borg hinna dauðu. Gröf faraóanna sé því ekki inn í píramídunum heldur vestan við Keops-píramídann. Vísindamennimir segjast nú á næstunni munu reyna að stað- festa rannsóknir með rafsegul- Hinn tignarlegi Sfinx á Giza- hásléttunni I Egyptalandi. bylgjum frá því í febrúar á þessu ári sem bentu til tilvistar gangna undir hrömmum Sfinxins. Göngin gætu vísað veginn til grafar faraóanna. árangur af þessari viðræðulotu. Shevardnadze hitti blaðamenn eftir lok fundanna í gærkvöldi og sagð- ist meðal annars vera bjartsýnn á að leiðtogar stórveldanna hittust fyrir áramót. Shevardnadze ítrekaði jafnframt að Sovétmenn væm reiðubúnir að hverfa með innrásarheri sína frá Afganistan en það væri háð því að Bandaríkjamenn létu af stuðningi við afganska skæmliða, eins og hann orðaði það. Noregur: Milljarði króna veitt í fiskeldið Fjárfesting Norðmanna í fiskeldinu nam einum mUljarði norskra króna, eða jafnvirði 5.9 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Laxframleiðslan á árinu var 44.800 tonn frá 538 fískeldis- stöðvum og er það 50% aukning frá 1985. Regnbogasilungurinn var 4.400 tonn og hafði fram- leiðslan minnkað nokkuð, var 5.100 tonn 1985. Aukningin var því samtals 42% á milii ára. (Heimild: Fiskaren.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.