Morgunblaðið - 17.09.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.09.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1987 15 Áin Tana og þessi endalausi róð- ur milli bakka verður Rauni tákn um lífið sjálft og leit hins afskipta manns, hinnar landlausu þjóðar að jörð til að standa á“. Höfuðeinkenni bókarinnar er spenna milli þriggja heima: horfins heims foreldranna „sem sóttu ekki þekkingu í bækur, en báru í hjarta og blóði ást til hins einfalda hvers- dagslífs", heims hennar sjálfrar sem er teygð milli tveggja skauta — uppruna sfns í samískri fomöld og fullorðinsára f vestrænum tölvu- heimi — og svo er það heimur bamanna sem borin em inn í atóm- öld með öllu sem henni fylgir. Skáldið er hálfringlað af að velkjast í þessu ölduróti: „Stundum verð ég að klípa mig í handlegginn til að sannfærast um ég sé í raun og vem stelpan sem forðum tíð ærslað- ist heima í kotinu hjá Lemet Sire og Magga Jovset". Hún hefur áhyggjur af bömunum: Ég strýk silkihár hennar með sorg í hjarta Hvemig mun henni famast í þessum framandi heimi Hvemig get ég vísað henni leið ég sem sjálf hef tapað áttum Á morgun byijar hún í skóla fer til móts við óþekkt líf með viðkvæmum fógnuði bamsins Ég fæ kökk í hálsinn minningamar um fyrsta skóladag minn valda mér ennþá sviða En böm era „ljós hússins" og við þau bundin von skáldsins um skárri heim: Sofðu nú sonur minn sæll eftir dagsins strit Hvíldu þig vinur svo þér megi auðnast að þíða freðið bros mannanna í annarri ljóðabók sinni Báze dearvan Biehtár (Vertu sæll, Pét- ur) yrkir Rauni um stöðu kynslóðar sinnar á krossgötum samísks þjóð- lífs og árekstra undirokaðrar smáþjóðar, sem berst fyrir varð- veislu menningar sinnar, við „herra- þjóð“ sem vanvirðir mannréttindi hennar og reynir með öllum ráðum að troða menningu sinni upp á hana. Pétur er samískur piltur á flótta frá upprana sínum, svíkur samfska unnustu sína og „tekur upp fýrir sig“: giftist stúlku af herraþjóðinni. Unnustan situr eftir í sáram og hjónabandið reynist óhamingju- samt: Pétri og konu hans tekst ekki að leysa þann innri vanda sem óskyld arfleifð og ólík menningar- viðhorf valda. Hér er auðvitað í táknum talað. Velþóknun skáldsins á unnustunni sem fulltrúa samí- skrar sjálfsvitundar leynir sér ekki né heldur vanþóknunin á Pétri sem afneitar upprana sínum og reynir eins og svo margur að hverfa í fjöld- ann fyrir ofan. Hún hefur samúð með konunni hans sem lét heiilast af exótísku yfirbragði samapiltsins og fær ekki skilið söknuð og beiskju manns á augljósri uppleið. Rauni tekur hlutskipti konunnar oft til umfjöllunar í ljóðum sínum og að ýmsu leyti á annan hátt en algengast er í vestrænum kvenna- bókmenntum, enda forsendur aðrar. í samísku þjóðlífi ríkti ekki karlaveldi. Án þátttöku konunnar hefði lífsbarátta fjölskyldunnar ver- ið vonlaus. Það viðurkenndu allir og virtu hana sem fullkominn jafn- oka mannsins og ríflega það. En málið er flóknara en svo, að þar með sé allt í stakasta lagi. Þótt Samar séu á vissan hátt eins og ótal eyjar í hafi annarra stærri þjóða sannast á þeim sem öðram að eng- inn er eyland. Karlmennskuímynd umhverfisins á vitanlega greiðan veg að sálum samískra karla, og láti þeir glepjast er voðinn vís fyrir konumar. Standist þeir aftur á móti freistinguna og haldi fast við rótgróna virðingu síns fólks fyrir konum uppskera þeir fyrirlitningu karlveldisins í kring. Samískur karl- peningur er því ekki ofsæll milli þessara tveggja elda. Sama er að segja um hitt kynið: samísk kona sem frá blautu bamsbeini hefur vanist því að vera virt sem hvers manns jafningi verður auðvitað æf, ef karlmenn af hennar eigin þjóð ánetjast karlrembusjónarmiðum. En jafnvel þótt hún sleppi við slíkar hremmingar er næsta öraggt að hún kemst fyrr eða síðar í kast við kvenfyrirlitningu karlvelddisins allt um kring og kann því illa, hvort sem það er fínnskan, sænskan eða norskan móð. Allar þessar grimmu andstæður endurspeglast í ljóðum skáldsins. Og enn bætist fleira við: sem nútímakona og rithöfundur fellur hún ekki að fomri kvenímynd samísks þjóðfélags (að skrifa er ekkert starf.) og er utangarðs í stór- samfélaginu líka eins og listamenn flestir og þó engir sem uppreisnar- gjöm listakona af kúgaðri þjóð. Síðasta ljóðabók Rauni heitir Losses beaivegfirji (Dimm dag- bók). Hún kom út 1986 og var lögð fram af Sama hálfu í samkeppni um bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs í fyrra. Rauni yrkir fremur bækur en einstök ljóð: gegnum allar bækur hennar gengur rauður þráður sem tengir ljóðin. „Dagbókin" er að hluta til í eins konar upprifjunar- og samtalsformi þar sem „þú“ og „ég“ hugleiða og ræða reynslu sína í systurlegum trúnaðartóni, stund- um era þú og ég ein og sama persóna og fyrir kemur að „þú“ er karlinn sem „ég“ á sitthvað vantal- að við eða játar ást sína. Systramál- in era á köflum vægðarlaus og býsna opinská: Þú sagðir mér hvemig hann tók þig aftanfrá meðan þú gafst baminu bijóst hvemig hann sneri sér síðan á hina hliðina og sofnaði Sagðir mér hvemig bamið sofnaði en ekki þú Sagðir mér hve nakin þér fannst þú og nauðtekin Þú sagðir frá byssunni skelfingunni sagðir frá flóttanum Ég sá þig hlaupa með bamið í fanginu í vetrargaddi berfætta og ég hugsaði í hljóði er þetta enn sami flóttinn Þegar þú hafðir lokið frásögn þinni kom hann Þú lagaðir kaffi barst fram mat eins og hann væri ófær um það fullorðinn karlmaðurinn í þínum augum er hann bam sem þú þværð í ffarnan klæðir matar og háttar Nema þegar hann er fuliur þá er hann húsbóndinn stóri sterki og þú hrædd við hann. Rauni Magga Lukkari er ekki hávaxin fremur en samískar konur flestar, en ber með sér þokka kyn- stofnsins og frjálsmannlegt fas sem hún þeysir á bíl sínum um óravíð- áttur norðurhjarans, alltaf á aðeins meiri hraða en leyfilegt er, því að hún þarf að flýta sér: Henni liggur mikið á hjarta, og þótt listin sé löng er lífið stutt og leyfir enga töf, ef takast á að koma öllu í verk sem að kallar. Höfundur errithöfundur. fram á fáfengileika formsins, inni- haldsleysi þess sem aðrir hafa hingað til talið svo merkilegt? Því er svona slegið fram hér og nú — en að sjálfsögðu án ábyrgðar! Hvað sem um það er virðist saga þessi að mörgu leyti framleg þó ýmislegt megi vitaskuld að henni finna. Fyndna kynslóðin, sem svo hefur stundum verið kölluð, var því miður ekki nógu fyndin eða réttara sagt of einhliða fyndin, tók sjálfa sig of hátíðlega. Ami er öðravísi. Hann gefur sér færri forsendur, horfir til fleiri átta, sýnist mér, skoðar lífið og samfélagið í hlut- lausari fjarlægð. Það gefur honum færi á að sjá í gegnum leikbrögðin, gegnlýsa hugsjónin a virða hana fyrir sér utan frá þegar búið er að hleypa úr henni vindinum. París kann því flokkast með sögum af ridduram sem beijast við vindmill- ur. Hitt er annað mál að höfundur hefði mátt gefa verki sínu meiri snerpu, harðari skírskotun, eindregnari markmið. Kannski er hann ekki bara dulur heldur líka dálítið for- nem svo stuðst sé við orð Þórbergs og séra Áma. Sá var, fyrir eina tíð, kækur gagn- rýnenda að spá fyrir ungum höfundum. Erfítt teldi ég það í þessu dæmi. Ami hefur hér með sýnt að hann getur. En hvað hann kann að gera — það er svo annað mál. Sögu eins og París tjóir ekki að skrifa nema einu sinni. Brids Arnór Ragnarsson Bridsfélag kvenna Hauststarfið hjá Bridsfélagi kvenna hófst sl. mánudag með þriggja kvölda tvímenningskeppni. 23 pör taka þátt í keppninni og er spilað í tveimur riðlum. Eftir fyrsta kvöldið er staða efstu para þessi: Stig: Guðmunda Þorsteinsdóttir — Ólöf Ketilsdóttir 194 Guðrún Halldórsdóttir — Sigrún Straumland 192 Erla Ellertsdóttir — Kristín Jónsdóttir 182 Steinunn Snorradóttir — Þorgerður Þórarinsdóttir 179 Halla Olafsdóttir — Ólína Kj artansdóttir 178 Alda Hansen — Nanna Ágústsdóttir 173 Dúa Ólafsdóttir — Véný Viðarsdóttir 172 Guðbjörg Þórðardóttir — Guðrún Þórðardóttir 171 Aðalfundur félagsins var haldinn í byijun mánaðarins. Aldís Schram var endurkjörin formaður, en aðrar í stjóm félagsins era: Véný Viðars- dóttir (gjaldkeri), Margrét Mar- geirsdóttir (ritari), Hertha Þorsteinsdóttir og Júlíana Isebam. Á þeim fundi var ákveðið m.a. að veita 100 þús. krónum í Guð- mundarsjóð, húsakaupasjóð Brids- sambandsins. Félagið spilar í Sigtúni 9, öll mánudagskvöld og hefst keppni kl. 19.30. Keppnis- stjóri félagsins er Agnar Jörgensen. Haustbrids Bridssambandsins Fámennt en góðmennt var yfir- skriftin í fyrsta haustbrids-spila- kvöldinu í Sigtúni sl. þriðjudag. 14 pör spiluðu, en nokkram pöram var vísað til keppni í Breiðholti. Úrslit urðu þessi (efstu pör): Stig: Guðlaugur Nielsen — Guðmundur Thorsteinsson 194 Gísli Þorvaldsson — ReynirBjamason 184 Láras Hermannsson — Kristinn Sölvason 179 Birgir Öm Steingrímsson — Þórður Bjömsson 174 Guðni Skúlason — Þorsteinn Erlingsson 172 Næsta þriðjudag opnar húsið kl. 18 (sex) og vonandi verða þá fleiri pör á ferðinni. Spilamennska hefst um leið og skráningu lýkur í riðil. Öllum er heimil þátttaka. Umsjón- armaður er Ólafur Lárasson. HAUSTBEIT Tekið verður við hestum félagsmanna í haustbeit laugardaginn 19. september. Bílar verða við rétt- ina í Geldinganesi frá kl. 12.00-14.00. Hesthús Þeir sem ætla að vera með hesta í hesthúsum Fásks á komandi vetri, vinsamlega hafið samband við skrifstofu Fáks sem fyrst. Skrifstofan verður opin milli kl. 13.00 og 17.00. Hestamannafélagið Fákur, Nýkomið úrval af blússum, peysum og pilsum frá v-þýska fyrirtækinu ARA-JERSEY tískuverslun, Barónsstíg 18, s: 23566. MERCEDES BENZ 280-SE árg. 1984 Hér erum við að bjóða þann glæsilegasta Mercedes af árg. '84, sem fáanlegur er hér- lendis. Vagninn er djúpblár utan, Ijósblár innan og hnotuviðarklætt mælaborð. Sjálfskiptur, ekinn aðeins 47 þús. km. Rúður og læsingar raf- drifnar. Álfelgur og Benz-dekk. Þeir sem kunna að meta það besta óskast til viðtals. Skuldabréf og skipti möguleg. Miklatorgi, sími 15014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.