Morgunblaðið - 17.09.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.09.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1987 AKUREYRI Twin Otter í vor Amaro stækkar efstu hæðina Morgunblaðið/GSV AMARO hf. er að byggja við efstu hæðina á húsi verslunarinnar við Hafnarstræti. Er 6. hæð- in lengd til austurs. Fæst út úr viðbótinni um 120 fermetra hús- næði sem að sögn Birkis Skarphéðinssonar framkvæmdastjóra verður notað fyrir skrifstof- ur og sýningarsal, en þröngt er orðið um þessa starfsemi að hans sögn. Birkir segir að við- byggingin ætti að verða fokheld innan tíðar. Dregið fram ýmislegt sem fólk ekki veit um í SJALLANUM verður í vetur sýnd skemmtidagskrá með Ingimar Eydal og hljómsveitum hans f gegn um tíðina. Aætlað er að frum- sýna dagskrána 3. október. Flestir þekktustu söngvarar hljómsveit- arinnar á undanförnum árum koma fram með Ingimar og hljómsveit, meðal annars Þorvaldur, Helena og Bjarki. „Við vöknuðum upp við þann vonda draum að f ár eru 25 ár lið- in frá því hljómsveit undir mfnu nafni kom fyrst fram,“ sagði Ing- imar Eydal í samtali við blaðamann sem leit við á æfingu hjá honum f vikunni. „Annaðhvort var að gera eitthvað í þessu núna eða bíða eft- ir 50 ára afmælinu. Við drifum í þessu, enda ekki víst hvað þeir endast lengi þessir yngri menn,“ sagði Ingimar, hress að vanda. Ingimar sagðist reyndar hafa verið lengur í hljómsveitum, til dæmis með Finni og Helenu, áður en hljómsveit með hans nafni var stofnuð 1962. Ingimar sagði: „Ætlun okkar er að búa til nokkuð heillega mynd af tveimur gömlum Sjallahljóm- sveitum auk hljómsveitarinnar sem nú er hljómsveit hússins. Fram munu koma ýmsir gamlir og góðir söngvarar, svo sem Þorvaldur, Bjarki og Heiena. Við munum leika lög af gömlu plötunum og rifja hitt og þetta upp. Þetta á ekki að vera nein ævisaga, heldur fyrst og fremst létt dagskrá. Til dæmis verður dregið fram í dagsljósið ýmislegt sem gerst hefur á þessum árum, án þess að almenningur hafi fengið um það að vita.“ Dagskráin verður um hálfs ann- ars tíma löng. Leikstjóri er Saga Jónsdóttir og sögumaður Gestur E. Jónasson. Auk hljómsveitanna kemur fram dansflokkur frá Dans- stúdíói Alice. Inga Hafsteinsdóttir fram- kvæmdastjóri Sjallans segir að skemmtidagskráin með hljómsveit- um Ingimars Eydal verði aðalmálið hjá Sjallanum í vetur. Dagskráin verði fyrir matargesti og sfðan al- mennur dansleikur á eftir. Bjóst hún við að öðrum landsmönnum yrði boðið upp á pakkaferðir til Akureyrar á sýningamar. Þá mætti búast við að farið yrði með dag- skrána suður í Broadway. FLUGFÉLAG Norðurlands hefur ákveðið að kaupa nýja Twin Otter flugvél í stað TF-JMD, elstu Twin Otter Magriús Gamalíels- son hf. á Ólafsfirði: vélar félagsins. Vélin á að koma til landsins næsta vor. Eru þessi vélaskipti liður í endurnýjun flugflota félags- ins, að sögn Sigurðar Aðal- steinssonar, framkvæmda- stjóra. Nýja Twin Otter vélin er 10 ára, af gerðinni 300. Hún er nærri því helmingi yngri og töluvert hraðfleygari en Twin Otter 200, sem seld er í staðinn. Eftir þessi vélaskipti mun FN eiga tvær Twin Otter 300, hin var keypt í vor, og eina 200-vél. Sigurður Aðalsteinsson segir að reksturinn gangi sæmilega í ár. Árið yrði þó ekki eins gott og árið 1986, þegar metár var í flutning- um hjá félaginu. Morgunblaðið/GSV Æfing hjá Ingimar Eydal, f.v.: Grfmur Sigurðsson, Finnur Eydal, Helena Eyjólfsdóttir og Ingimar. Ingimar Eydal í gegnum tíðina í Sjallanum í vetur: Rækjuvinnsla hefst um áramót RÆKJUVINNSLA hefst á Ólafs- firði eftir áramótin. Eitt fisk- vinnslufyrirtækjanna á staðnum, Magnús Gamalielsson hf., hefur fengið rækjuvinnsluleyfi fyrir tvær pillunarvélar sem settar verða upp á næstu mánuðum. Svavar B. Magnússon fram- kvæmdastjóri Magnúsar Gamalíels- sonar hf. segir að pillunarvélamar séu komnar til Ólafs§arðar en þær voru keyptar frá Bandaríkjunum. Jafnframt er verið að smíða annan búnað hjá fyrirtækjunum Meka og Traust hf. í Reykjavík. Býst Svavar við að uppsetning tækjanna hefjist síðari hluta októbermánaðar. Svavar segir að rælquvinnslan sé viðleitni í þá átt að haida hráefninu heima. Rækjuvinnslan væri alger við- bót við atvinnulíf staðarins. Fjórir Ólafsíjarðarbátar, þar af einn frá Magnúsi Gamalíelssyni, væru á djúp- rækjuveiðum. Þeir lönduðu aflanum á Olafsfirði og honum síðan ekið annað til vinnslu. Vetraráætlun flugfélaganna tekur gildi á mánudag: Flugfélag Norðurlands býð- ur „míníprí s “-fargj öld VETRARÁÆTLUN Flugleiða og Fugfélags Norðurlands tekur gildi næstkomandi mánudag, 21. september. Flugfélag Norður- lands býður nýtt fargjald í hluta ferða sinna, svokallaðan „mínipris". Er veittur 50% af- sláttur af flugmiðanum að ákveðnum skilyrðum uppfyllt- um. Ferðum Flugleiða á milli Reykjavíkur og Akureyrar fækkar þegar vetraráætlunin tekur gildi. Þá taka Flugleiðamenn daginn heldur seinna en í sumar. Fyrsta vél á morgnana fer frá Reykjavík klukkan 8 í stað 7.30 og klukkan 9 á sunnudögum. Flugleiðir byija að bjóða hina hefðbundnu helgarpakka 9. októ- ber. Þegar vetraráætlun Flugfélags Norðurlands tekur gildi byijar fé- lagið aftur að fljúga frá Olafsfirði til Reykjavíkur. Flogið verður þijá daga í viku og alla virka daga á leiðinni Akureyri — Ólafsfjörður — Siglufjörður. FN flaug ekkert til Ólafsfjarðar_ í sumar. Þá verður ferðum til ísafjarðar fækkað um tvær á viku, en að öðru leyti verður ferðafjöldi sá sami og í sumar. Hins vegar breytast komu- og brott- farartímar vélanna eitthvað, m.a. vegna breytinga á áætlun Flugleiða. Sigurður Aðalsteinsson fram- kvæmdastjóri FN segir að félagið bjóði að mestu sömu afslætti af flugfargjöldum og Flugleiðir og ætli nú að auki að gera tilraun með sérstakan afslátt, svokallaðan „míníprís“. Veittur er 50% afsláttur en til að fólk geti notið þeirra kjara þarf það að kaupa farmiðann báðar leiðir og fara með þeim ferðum sem merktar eru með rauðu í áætlun Flugfélags Norðurlands. Sigurður sagði að fargjaldið væri í boði á þeim tímum sem nýting hefði verið í minna lagi og væri til- gangurinn að reyna að fá betri nýtingu á flugvélamar. „Míníprís-" fargjöldin væru misjafnlega mikið í boði eftir leiðum, í flestum ferðum á illa nýttum leiðum en í innan við helmingi ferða á þeim leiðum sem nýting væri betri. „Míníprís-“fargjöld FN eru nýj- ung hér á landi, en eru að erlendri fyrirmynd eins og nafnið bendir til. Sigurður sagði að þetta fyrirkomu- lag hefði reynst vel þar sem það hefði verið reynt erlendis, og vonað- ist til að eins vel tækist til hér. „Míníprís-“fargjöldin gilda á öll- um leiðum FN, sem eru: Egilsstaðir, Grímsey, Húsavík, Isafjörður, Kópasker, Ólafsfjörður, Raufar- höfn, Reykjavík, Siglufjörður, Vopnáflörður og Þórshöfn. Haukur Torfa- son útsölu- stjóri ÁTVR JÓN Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðherra hefur ákveðið að skipa Hauk Torfason, forstöðu- mann Vinnumiðlunarskrifstofu Akureyrarbæjar, sem útsölu- stjóra Áfengis- og tóbaksverslun- ar ríkisins á Akureyri. Tuttugu sóttu um stöðuna auk hans. Haukur er 34 ára að aldri, kvænt- ur og þriggja bama faðir. Hann er með meistararéttindi í ketil- og plöt- usmíði og vann lengi í Slippstöðinni. Hann hefur verið forstöðumaður Vinnumiðlunarskrifstofunnar í 6 ár. Haukur sagðist í gær ekki vita hvenær hann tæki við nýja starf- inu, enda hefði hann enn ekki fengið skipun í stöðuna. Miðað hefur verið við að Ólafur Stefánsson útsölu- stjóri hætti vegna aldurs þann 1. september, en hann mun gegna starfínu til bráðabirgða þar til Haukur byijar. Þrír umsækjenda um stöðuna óskuðu nafnleyndar, en aðrir em: Helgi G. Bjömsson, Már Jóhanns- son, Sigurður Karlsson, Ævar Karl Ólafsson, Guðmundur Á. Axelsson, Þórður Eggert Viðarsson, ívar Sig- mundsson, Pálmi Einarsson, Anton Valdimarsson, Hjörtur Herberts- son, Einar Benediktsson, Karólína Guðmundsdóttir, Herdís Ingvadótt- ir, Þór Ragnarsson, Gunnlaugur Bjömsson, Gunnar Gunnarsson og Svanborg Magnúsdóttur. Nokkrir umsækjenda em starfs- menn ÁTVR. Morgunblaðið/GSV Haukur Torfason, nýráðinn „ríkissljóri“ á Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.