Morgunblaðið - 17.09.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 17.09.1987, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1987 Ekki harmonikku- leikari - segir Grétar örvarsson, hljómsveitarstjóri í Súlnasal Grétar Órvarsson VILTU bregða þér í sveiflu? - spyija þeir félagar í nýrri hljómsveit Grétars Örvarssonar, sem nú leikur fyrir dansi í Súlna- sal Hótel Sögu og reyndar hefur samnefnt lag hljómað á öldum Ijósvakans að undanförnu. Grét- ar hefur nefnilega verið að vinna að gerð hljómplötu nú i haust, hinni fyrstu sem við hann er kennd, og verður lagið á þeirri plötu ásamt fimm öðrum eftir hann sjálfan og einu eftir félaga hans Gylfa Gunnarsson. Grétar hefur þó haft í nógu öðru að snúast að undanfömu, hann hef- ur sett saman nýja hljómsveit og að auki tekið við skemmtana- stjóm í Súlnasal ásamt Magnúsi Kjartanssyni sem hefur, eins og kunnugt er, verið hljómsveitar- stjóri á Sögu um nokkurra ára skeið. Sjálfur hefur _ Grétar stjómað hljómsveit í Átthaga- salnum undanfarin fjögur ár, en með þvi að flytja sig upp i Súlna- sal hefur hann aukið og endur- bætt hljómsveit sína og gert hana að „fullkominni, nýtískulegri danshljómsveit," eins og hann orðar það sjálfur. „Þegar við Maggi tókum við skemmtanastjóm í Súlnasal töldum við eðlilegt að skipta vetrinum á milli hljómsveitanna. Staðreyndin er sú, að hljómsveit sem er of lengi á sama stað þreytist gjaman og þegar menn eru búnir að spila í sama húsi, allar helgar í heilan vetur verða þeir eins og flakandi sár. Ég held að þetta sé því eðlileg skiping, og meiningin er að við spil- um þama fram að áramótum og síðan taki hljómsveitin hans Magga við eftir áramót," sagði Grétar. Hann kvaðst vera mjög ánægður með nýju sveitina, en auk hans skipa hana Gylfi Gunnarsson, söngvari og gítarleikari, Steingrím- ur Oli Sigurðarson trommari, _ en þeir tveir voru með Gretari í Átt- hagasal, og svo nýliðamir Eiður Ámason bassaleikari, Hilmar Jens- son á gítar og saxafónleikarinn Einar Bragi Bragason. „Þetta eru allt toppmenn og mér fínnst í raun- inni að þetta sé í fyrsta skipti sem ég get virkilega spilað þá tónlist sem mig langar til að spila. Það er talsvert mikill munur á að spila á svona almennum veitingastað eða í einkasamkvæmum í Atthagasal. Hins vegar missi ég aldrei sjónar á því að við erum að skemmta fólki og haga lagavalinu í samræmi við það.“ Glæsileg vetrardagskrá Grétar sagði að ætlunin væri að hafa mikla fjölbreytni í skemmtana- haldi í Súlnasal í vetur. „Við gerum okkur grein fyrir að það eru að verða miklar breytingar á skemmt- anavenjum fólks og tíminn nú er ekki sá rétti til að leggja áherslu á Hljómsveit Grétars Örvarssonar, sem nú leikur fyrir dansi i Súlnasal. Frá vinstri: Eiður Arnason, Hilm- ar Jensson, Gylfí Gunnarsson, Grétar Örvarsson, Steingrímur Óli Sigurðarson og Einar Bragi Bragason. skemmtanir fyrir matargesti. Þess vegna munum við verða með mið- nætursýningar næstu vikumar og byijum nú um næstu helgi með miðnætursýningu þar sem byggt verður á söngleiknum „The Wiz- zard“. Þar fáum til liðs við okkur flölhæfa listamenn og mun Bára Magnúsdóttir annast uppfærslu á sérstökum dansatriðum í tengslum við sýninguna. Næstu helgar verður einnig með okkur látúnsbarkinn Bjami Arason, sem að mínum dómi er einn efnileg- asti söngvari sem komið hefur fram í langan tíma. Hann mun setja sam- an dagskrá í anda rokkóngsins Elvis Presley enda er sagt að Bjami nái Elvis betur en Elvis sjálfur. í októ- ber setjum við upp fimm stjömu kvöld, þar sem við tökum fyrir fímm vinsælustu söngleiki seinni tíma í einni dagskrá. Þá mun Laddi mæta aftur til leiks í nóvember vegna fjölda áskoranna og sýningar með honum verða út mánuðinn. Eftir áramót verður síðan sett upp ný og viðamikil sýn- ing og ekkert til sparað að gera hana sem glæsilegasta. Þá er líka runninn upp tími árshátíða og því munum við Ieggja áherslu á góða sýningu fyrir matargesti. Að öllu samanlögðu má því segja að Súlna- salur mun bjóða upp á glæsilega vetrardagskrá í vetur.“ Rug’lað saman við pabba Grétar hóf að leika fyrir dansi 14 ára gamall austur á Homafírði, en áður hafði hann stundað tónlist- amám þar eystra í nokkra vetur. Fyrstu tvö árin spilaði hann í hljóm- sveit á Hótel Höfn, en síðan stofnaði hann popphljómsveit sem lék í sam- komuhúsinu Sindrabæ á Höfn og á sveitaböllum víða um Austurland. Síðan flutti hann suður og lék um skeið einn síns liðs á ýmsum veit- ingastöðum, meðal annars á Skálafelli. „Mér var svo boðið að spila með hljómsveit í Átthagasalnum í einn vetur og veturinn eftir stofnaði ég svo eigin hljómsveit, sem hefur leik- ið þar síðan,“ segir Grétar þegar við rifjum upp ferilinn. Hann á ekki langt að sækja tónlistargáfuna því faðir hans er hinn kunni harmon- ikkuleikari Örvar Kristjánsson. Tveir bræðra hans em líka að halsa sér völl á tónlistarsviðinu, þeir Karl og Atli í hinni efnilegu hljómsveit Stuðkompaníinu. „Við höfum þetta sjálfsagt frá pabba og frá honum hef ég einnig fengið harmonikkustimpilinn, sem mér hefur reynst býsna erfítt að þvo af mér. Raunar hefur þetta háð mér talsvert og á tímabili var ég að hugsa um að fara í apótek og biðja um eitthvað „harmonikkueyð- andi“. Nei, í alvöru talað þá er mér oft ruglað saman við pabba og menn virðast ekki alltaf gera grein- armun á Örvari og Örvarssyni. Við erum hins vegar af sitt hvorri kyn- slóðinni og harmonikkan tilheyrir kynslóðinni hans. Með þessu er ég alls ekki að gera lítið úr harmon- ikkutónlist og ég er viss um að karlinn myndi gera það gott, ef hann færi aftur af stað í lausabrans- anum. En það sem ég er að gera á Sögu er allt annars eðlis. Þar er á ferðinni nýtískuleg danshljóm- sveit með toppmönnum," sagði Grétar að lokum. Iðnaðarnj ósnir ? Þessir þjóðlega klæddu Þjóðveij- ar eru hér að skoða gangverkið í nýjustu árgerðinni af Toyotu Co- rollu, sem sýnd var í fyrsta skipti á bílasýningu í Frankfurt nú á dög- unum, þar sem myndin var tekin. Corollan hefur selst í 16 milljónum eintökum í gegnum árin, svo það er kannski ekki nema von að hinir miklu bílaframleiðendur, Þjóðveij- ar, reyni að komast að leyndarmál- inu að velgengni hennar - og það er aldrei að vita nema að menn finni það undir vélahlífínni ef þeir leita nógu gaumgæfílega. Þjóðverjar reka nefíð ofan S nýjustu Corolluna. Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.