Morgunblaðið - 17.09.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.09.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1987 ísland hefur rofið stífluna - segirDean Wilkinson, tals- maður Greenpeace TALSMAÐUR Greenpeace sam- takanna í Bandaríkjunum segir að ísland og Bandaríkin beri ábyrgð á því ef hvölum verði útrýmt með veiðum í atvinnu- skyni og aðrar hvalveiðiþjóðir muni notfæra sér að ísland hafi með þessu komist upp með at- vinnuhvalveiðar undir yfirskyni visinda. „Það er ljóst að Islendingar eru að misnota vísindi," sagði Dean Wilkinson, talsmaður Greenpeace í samtali við Morgunblaðið. „í um- ræðum vísindanefndarinnar í ár kom fram að engar sérlega nothæf- ar upplýsingar hefðu komið út úr veiðum síðasta árs. Og þegar um- ræðurnar komust á stig ríkisstjóma hafa íslendingar aldrei notað þau rök að veiðamar væm nauðsynleg- ar í þágu vísindanna. Það kemur raunar fram í minnkun veiðikvótans úr 40 sandreyðum í 20 sandreyðar. Ef hægt er að fá nægar vísindaleg- ar upplýsingar úr 20 sandreyðum, hvers vegna var ekki farið fram á veiðar á 20 sandreyðum í upphafi,“ sagði Wilkinson. Wilkinson sagði að þótt látið væri líta út sem að þetta væri deila milli íslands og Bandaríkjanna væri það ekki rétt, Astralía, sem bar upp tillögu um vísindaveiðar íslendinga á síðasta fundi hvalveiðiráðsins, væri mjög ósátt við bæði löndin vegna síðustu atburða. Það væri síðan Ijóst að Bandaríkin hefðu ekki kjark til að fylgja eftir eigin Vona að þetta sé skref að framtíðarlausn - segir Eysteinn Helgason forstjóri Iceland Seafood ÉG hlýt að vera ánægður með að þetta samkomulag hefur náðst og vona að þetta sé fyrsta skref- ið í framtíðarlausn á þessu máli,“ sagði Eysteinn Helgason for- stjóri Iceland Seafood, sölufyrir- tæki Sambandsins í Bandarikjun- um í samtali við Morgunblaðið. Eysteinn sagði aðspurður að lítið sem ekkert hefði verið um þessi mál rætt hjá Iceland Seafood eða viðskiptavinum þess. Eysteinn sagðist heldur ekkert hafa orðið var við aðgerðir umhverfísvemdar- vemdarsamtaka. sannfæringu. „Fyrst ísland komst upp með vísindaveiðamar reikna Japanir nú með að bandarísk stjóm- völd muni ekki grípa til aðgerða þótt þeir hrindi af stað vísindaáætl- un sinni um að veiða 872 hvali. Sama mætti segja um Suður-Kóreu. ísland hefur sennilega með þessu rofíð stífluna sem mun sennilega endanlega leiða til útrýmingar hvala vegna veiða í atvinnuskyni. Ég geri mér grein fyrir að íslend- ingar eru viðkvæmir fyrir að vera lítil þjóð og vilja því ekki láta segja sér fyrir verkum. En tvö ár í röð hafa Bandaríkin reynt hvað sem þau geta til að bjarga andliti ís- lands þrátt fyrir að fyrir löngu hefði átt að grípa til aðgerða í Banda- ríkjunum gegn íslandi. Hvalir munu halda áfram að deyja og það er sök íslands vegna þess að það misnotar vísindi og sök Bandaríkjanna vegna þess að þau hafa verið að bjarga Islandi," sagði Dean Wilkinson. Wilkinson sagði aðspurður að Greenpeace myndi grípa til ein- hverra aðgerða vegna þessa máls, en vildi ekki segja hveijar þær yrðu. Léttir að sam- komulag* hefur tekist - segirGerald Clark, fram- kvæmdastj óri hjá Coldwater „OKKUR var mjög umhugað um að samkomulag næðist f hval- veiðideilunni. Nokkrir helstu viðskiptavinir okkar höfðu tals- verðar áhuggjur af þessu máli og þeir hafa verið í sambandi við okkur nær daglega til að fylgjast með þróun þess. Þetta eru því góðar fréttir að samkomulagið hefur tekist. Við teljum að stað- festingarkæra á hendur íslandi hefði haft mjög slæm áhrif á fyrirtækið svo okkur er það létt- ir að málið er komið í þennan farveg,“ sagði Gerald Clark framkvæmdastjóri hjá Cold- water Seafood, sölufyrirtæki Sölumiðstöðvar hraðfyrstihú- sanna í Bandaríkjunum í samtali við Morgunblaðið í gær. Clark var spurður hvort hann teldi að umhverfísvemdarsamtök í Bandaríkjunum muni láta sér þetta samkomulag nægja. Clark sagðist telja að undir svona kringumstæð- um verði allir aðilar að gefa eitthvað eftir. En ef umhverfísvemdarsinnar teldu að málið væri ekki úr sögunni yrði að leysa það vandamál þegar þar að kæmi. Eyjólfur Konráð Jónsson formaður utanríkismálanefndar: Anægður með lausn hvalveiðideilunnar Biilssel, frá önnu Bjarnadóttur, fréttaritara EYJÓLFUR Konráð Jónsson, formaður utanríkismálanefnd- ar Alþingis, sagðist vera nyög ánægður með lausn hvalveiði- deilunnar. Hann taldi að hægt hefði verið að komast að þess- ari niðurstöðu mun fyrr ef sest hefði verið niður og menn út- skýrt málin hvor fyrir öðrum á skiljanlegan hátt. Morgunbiaðsins. Eyjólfur sagði að engin ástæða hefði verið fyrir tvær vinaþjóðir að eiga í deilum um þessi mál og að fáránlegt hefði verið að blanda vamar- og öryggismálum þjóðar- innar inn í þessar deilur. „Við eigum ekki að fóma okkar eigin öryggi út af svona málum sem hægt er að ieysa með góðum opin- skáum viðræðum," sagði Eyjólfur. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐMUND SV. HERMANNSSON Er samkomulagið við við bandarísk sljórn- völd endanleg lausn? „VIÐ SJÁUM fyrir endann á málinu á þessu ári en þar með er ekki sagt að um endanlegar lyktir sé að ræða,“ sagði HaUdór Ásgrímsson sjávarútsvegsráðherra á blaðamannafundi á þriðju- dagskvöldið þar sem hann kynnti samkomulag íslenskra og bandariskra stjórnvalda til lausnar á hvaladeilunni svokölluðu. Halldór sagðist einnig telja að sjónarmiðum íslendinga væri að aukast fylgi víðar en hjá Bandaríkjastjórn en tók fram að þetta samkomulag væri engin trygging fyrir að íslendingar fengju að framkvæma hvalarannsóknaáætlun sína óáreittir þar til banni Alþjóðahvalveiðiráðsins við hvalveiðum í atvinnuskyni lýkur árið 1990: „Ekkert í því samstarfi kemur okkur lengur á óvart,“ sagði Halldór. C1 amkomulagið við Bandaríkja- stjóm felst í því að ríkisstjóm Isiands leggi rannsóknaráætlun sína árið 1988 og framvegis fyrir vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðs- ins til umsagnar og framfylgi vísindalegum tilmælum hennar. (Orðið „vísindalegum" er feitletrað vegna þess að íslenskum stjóm- völdum var mest í mun að skjóta því inn í textann sem Dr. Anthony Calio kynnti í Ottawa). Bandaríkin leggi ekki fram staðfestingarkæru gegn íslandi vegna hvalveiðanna í ár eða síðar svo fremi sem íslensk stjómvöld fari eftir fyrsta ákvæð- inu og loks segjast Bandaríkin munu vinna með Islandi og öðrum aðilum Alþjóðahvalveiðiráðsins að endurskoðun og mótun starfs vísindanefndarinnar í því skyni að auka traust á framkvæmd og vísindalegu gildi rannsóknanna. Breytt um stefnu Bandaríkjamenn lögðu fram til- lögu sem þetta samkomulag byggir á í Ottawa fyir í þessum mánuði en Halldór Ásgrímsson segir að íslendingar hafí komið fram með hugmyndir um eflingu vísindamefndar hvalveiðiráðsins mun fyrr, eða á fundi þessara ríkja í Reykjavík sl. vetur. Þá hafí Is- lendingar haldið fram þeirri skoðun að byggja ætti vísinda- nefndina upp og störf hennar ættu ekki að verða pólítískt bit- bein í ráðinu sjálfu. Þessu sjónar- miði höfnuðu Bandaríkjamenn þá 9g síðar þrátt fyrir miklar fortölur Islendinga og lögðu síðan fram og knúðu í gegn ályktun í hval- veiðiráðinu um að ráðið sjálft ætti að meta vísindaáætlanir þjóða á grundvelli álits vísinda- nefndarinnar. Nú hafa Bandaríkjamenn breytt um stefnu eins og sést af samkomulaginu. Halldór sagðist á áðumefndum fréttamannafundi telja að með þessu hefðu Banda- ríkjamenn viljað taka tillit til sérstöðu okkar íslendinga vegna þess að við lifum fyrst og fremst á auðæfum hafsins og því væri lífsnauðsynlegt fyrir okkur að fá að stunda vísindalega starfsemi í okkar umhverfí. Halldór hefur raunar oft áður sagt að íslending- um væri nauðsynlegt að fá að stunda þessar rannsóknir og veið- ar, ekki vegna ágóðans af sölu hvaikjötsins til Japans, sem var innan við 2% af útflutningstekjum þjóðarinnar fyrir hvalveiðibannið, heldur vegna þess að hvalir em í samkeppni við menn og önnur sjávardýr um fískistofna og því séu hvalarannsóknir, þar með taldar veiðar í vísindaskyni, nauð- synlegar til að þekkja vistfræði- legt samspil í hafínu. Menn geta auðvitað haft aðrar skoðanir á ástæðum þess að Bandarikjamönnum snérist hugur í málinu, eða raunvemlegum ástæðum fyrir því hvað íslenskum stjómvöldum er mikið kappsmál að halda áfram vísindahvalveiðun- um (sjá viðtal við talsmann Greenpeace annarsstaðar á síðunni). En þrátt fyrir það er ljóst að íslensk stjómvöld hafa með þessu samkomulagi unnið tals- verðan sigur. Hvort sá sigur er endanlegur ræðst væntanlega af mörgu. Ákveðið vísindalegt álit Fyrsta skilyrðið er að upp- bygging vísindanefndar Alþjóða- hvalveiðiráðsins takist og hún geti sett fram ákveðið vísindalegt álit sem allir treysta. Ekki hafa verið mótaðar tillögur þar að lút- andi og raunar geta bandarísk og íslensk stjómvöld ekki samið sín á milli um hvemig á að breyta starfí og uppbyggingu þeirrar nefndar; það hlýtur að vera ráðs- ins sjálfs. En þótt það takist er ekki þar með sagt að nefndin samþykki vísindaáætlun íslend- inga. Halldór Ásgrímsson sagði að nú þegar yrði hafíst handa við að vinna sjónarmiðum íslendinga fylgi meðal annara þjóða í hval- veiðiráðinu og væntanlega hafa þau fengið aukinn þunga þegar Bandaríkjamenn hafa beint eða óbeint fallist á þau en Bandaríkin hafa verið leiðandi afl í ráðinu. Halldór sagði ennfremur að sér fyndist að það væri að verða stefnubreytingu í þessu máli víðar en í Bandaríkjunum. Hann sagðist hafa rætt þetta á vettvangi Norð- urlandanna en Svíar, Finnar og Danir voru meðal helstu stuðn- ingsmanna tillögu Bandaríkjanna á síðasta ársþingi ráðsins, og sagðist Halldór hafa orðið var við vaxandi skilning af hálfu þessara stjómvalda og því sé ástæða til að vonast eftir stefnubreytingu í þeim iöndum. Vill Dr. Calio áfram Afstaða Bandarílqamanna skiptir þó mestu máli. Aðalfulltrúi þeirra í hvalveiðiráðinu er dr. Anthony Calio sem mikið hefur verið í fréttum undanfarið, og hann hefur löngum verið tali:m arkítekt þeirrar stefnu sem Bandaríkjamenn hafa undanfarið fylgt í hvalveiðiráðinu. Dr. Calio hefur nú látið af störfum sem yfirmaður þeirrar deildar við- skiptaráðuneytisins bandaríska sem sér um umhverfís og sjávar- útvegsmál, en ekki er annað vitað en hann starfí áfram f hvalveiðir- áðinu. Halldór Ásgrímsson sagði raunar við undirritaðan að hann vonaðist til að ekki yrði skipt þar um aðalfulltrúa; Dr. Calio þekkti vel þau störf sem þar eru unnin og það væri alltaf slæmt að fá nýja aðila sem lítið sem ekkert þekktu til. Þetta kann að virðast undarleg afstaða miðað við þá einkunn sem Calio hefur verið gefín í sumum íslenskum Qölmiðl- um en er þó vel skiljanleg: það hlýtur að vera þýðingarmikið fyr- ir íslendinga ef Calio er farinn að tala máli þeirra. Eftir því yrði tekið og skoðanir hans virtar meira en annara. Friðunarsinnar í auglýsingaherferð? En missi friðunarsinnar ítök sín í hvalveiðiráðinu er spuming hvort þeir sækja fram á öðmm vett- vangi eins og þeir hafa raunar hótað. Halldór Ásgrímsson sagði á margnefndum fréttamanna- fundi að samkomulagið við Bandaríkin væri fyrsti áfanginn á þeirri braut að vinna því fylgi að tilfinningasemi ætti ekki að ráða hvemig náttúmauðlindir em nýtt- ar. Það tæki þó væntanlega langan tíma að vinna slíkri stefnu fylgi meðal náttúruvemdarsam- taka víða um heim en Halldór sagðist þó hafa von um að slíkt tækist á endanum og raunar fynd- ist honum að þessi samtök hefðu haft hægar um sig undanfarið. Á það skal ekki lagt mat hér en talsmenn umhverfísvemdarsam- taka í Bandaríkjunum hafa lýst því yfír að þeir séu tilbúnir til að hleypa af stokkunum umfangs- mikilli auglýsingaherferð gegn þeim fyrirtækjum sem selja íslen- skar sjávarafurðir, t.d. þeim veitingahúsum sem kaupa físk af Iceland Seafood og Coldwater. Menn greinir þó á um hvort þess- ar herferðir verði eins víðtækar og áhrifaríkar og hótað er, ef af þeim verður. En það sem kannski á eftir að hafa mest áhrif á málstað íslend- inga og almenningsálitið gagn- vart honum, er hvemig aðrar hvalveiðiþjóðir notfæra sér þá glufu sem íslendingar hafa gert á brynvöm Bandaríkjamanna. Fyrsta merki þessa, þó lítið væri, sást strax um helgina þegar Grænlendingar létu i það skína að þeir myndu endurskoða her- stöðvamál Bandaríkjanna á Grænlandi ef hvalveiðikvóti þeirra yrði skorinn niður. Þá er líklegt að Japanir ætli sér að ganga á lagið en þeir em að hefja veiðar á 825 hrefnum og 50 búrhvölum í vísindaskyni nú í haust og það má búast við að þeir ætlist til að Bandaríiqamenn sýni þeim sama skilning og íslendingum. Á móti kemur að vísindanefnd hvalveiðir- áðsins hafði uppi mun meiri efasemdir vegna japönsku vísindaáætlunarinnar en þeirrar íslensku, ef hægt er að meta slíkt út frá skýrslu nefndarinnar. En óvíst er hvort friðunarsamtök eða viðskiptaráðuneytið bandaríska em tilbúin að samþykkja að sama máli gegni um Japani og íslend- inga varðandi nauðsyn hvalarann- sókna. Þar gæti mikil barátta verið framundan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.