Morgunblaðið - 17.09.1987, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 17.09.1987, Blaðsíða 58
> 58 J MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1987 ■VáiJh'Á Laun sjómanna: 30 þúsund urðu að 300 þúsund krónum Til Velvakanda. Nú dregur að lokum skrifa um þá furðufrétt sem Stöð 2 birti um laun sjómanna á Homafírði. Frétt Stöðvar 2 um að laun sjómanna þar eystra gætu farið upp í 300 þúsund krónur á dag, var þá röng eftir allt og borin til baka daginn eftir. Þetta upplýsir formaður Sjó- mannasambands íslands hér í Velvakanda 12. þ.m. Að sjálfsögðu skal hafa það er sannara reynist. Það verður hins vegar að harma að fréttaflutningur í virtum fjöl- miðlum skuli þurfa að leiða til slíks misskilnings vegna óvandaðra vinnubragða að fjölmargir áheyr- endur hafi fengið ranga hugmjmd um laun þeirra sjómanna sem til- teknir voru. Ekki er víst að leiðréttingin hafí náð til alira þótt formaður Sjó- mannasambandsins hafi gert sitt \f:\ v - .-ý/ 5 Jg J11Í mmmmnmÆsáflammgKSsmMgmai VERZLUNARBANKANS ÖRUGG OG ARÐBÆR ÁVÖXTUNARLEIÐ Bankabréf Verzlunarbankans eru verðtryggð skuldabréf útgefin af veðdeild Verzlunarbanka íslands hf. Bréfin eru seld með afföllum er gefa kaupanda 9,5% ávöxtun umfram verðbólgu. Nafnverð bréfa er kr. 100.000,- og kr. 250.000,- Öruggur greiðandi; veðdeild Verzlunarbankans. Bréfin eru greidd út í einu lagi á gjalddaga eftir 1,2,3,4 eða 5 ár. Sölustaðir eru í Verzlunarbankanum Bankastræti 5 og Húsi verzlunarinnar. HAFÐU FJÁRMÁL ÞÍN Á HREINU OG SKIPTU VIÐ ÖRUGGAN AÐILA. IP j| VíRZLUNflRBfiNKINN -uitutun rtteð þ&i! besta. Og enn er ekki allt sem sýn- ist um laun sjómanna og verðlagn- ingu á sjávarafla og lýsa því best hástemmdar fréttaskýringar §öl- miðla á hlut sjómanna á aflaháum skipum, hvaða augum þeir flölmiðl- ar líta á þau mál. Sennilega er engan veginn útséð um það hver muni eiga síðasta orð- ið um laun sjómanna. Að því er undirritaðan varðar þá lætur hann þó tjaldið falla { þessari þáttaröð án þess að svipta af sér huliðshjálmi naftileyndar og óskar ötulum bar- áttumanni sinna umbjóðenda, formanni Sjómannasambandsins, velgengi og farsældar. Hann hefur haft frumkvæði um að svipta hul- unni af þeirri furðufrétt sem Stöð 2 dreifði til „trúgjamra" áhorfenda sinna. íslendingur Brenglandi áhrif - smá athugasemd við bréf Þorsteins Guðjónssonar Til Veivakanda Ég taldi rétt að bæta einum lið í upptalningu þína, Þorsteinn, sem hafði augljóslega gleymst: „Vegna þess að Hitler taldi best að búa tii sápu úr fituvefjum andstæðinga sinna, höfum við í dag snúið baki við þeirri framleiðsluaðferð." En þetta er lýsandi dæmi um það hvemig við látum sagnftæðilegar undirmálsgreinar hafa brenglandi áhrif á dómgreind okkar og rekstrarfræðilega hagkvæmni í sápugerð. Að öðru leyti bið ég þig vel að lifa I „heilbrigði" þínu, en passaðu þig samt á því að smita ekki aðra Það eru nefninlega sögulegar heim- ildir til um banvæna faraldra af þessu tagi. Kjartan Pierre Emilsson Þessir hringdu . . Sértrúarhópa skortir umburðarlyndi F.M. hringdi: „Að undanfömu hefur töluvert verið fjallað um sértrúarhópa í blöðunum í framhaldi af umflöllun sjónvarpsstöðvanna af slíkum hópum í Bandaríkjunum. Ég tel ástæðulaust að óttast að þróunin verði eins hér á landi og þar, því íslenskir sértrúarhópar einkenn- ast ekki af ofstæki. Þó verður þess stundum vart að sértrúar- hópa hér skorti umburðarlyndi og gætu þeir í því efni lært mikið af þjóðkirkjunni. Það er alltaf erfitt að virða skoðanir annarra, ef þær em í mótsögn við manns eigin skoðanir, en það verður hver maður að temja sér vilji hann lifa í ftjálsu samfélagi. Deilur um trú- mál leiða yfirleitt ekki til góðs eins og mannkynssagan sannar." Sektir gegn reyking- um Lesandi hringdi: „Fyrir skömmu skrifaði „Faðir“ pistil i Velvakanda þar sem hann fjallaði um rétt þeirra sem ekki reykja til að anda að sér ómeng- uðu andrúmslofti. Þetta voru orð í tíma töluð. Nú hafa verið sett lög sem banna reykingar á opin- berum stöðum en ég tel að þeim sé slæglega fylgt eftir. Þess vegna langar migtil að setja fram nokkr- ar spumingar sem einhver opinber aðili, t.d. heilbrigðiseftirlitið, get- ur vonandi svarað. Hvað er gert til að þessu að framfylgja þessum lögum? Hver er ábyrgð yfirmanns á hveijum vinnustað, ber hann ekki ábyrgð ( á að lögunum sé framfýlgt? Er yfirmaður skyldugur til að sjá reykingafólki fyrir sérstöku plássi á vinnustað þar sem það getur reykt án þess að menga andrúms- loftið fyrir öðrum starfsmönnum? Að lokum. Ég tel misbrest á því að þessi lög séu virt. Hollend- ingar hafa tekið upp peningasekt- ir til að fylgja hliðstaeðum lögum eftir og spuraingin er hvort ekki sé tímabært að við íslendingar gerum það einnig." Óskemmtileg undir- göng NN hringdi: „Mig langar til að vekja at- hygli á því að nýju undirgöngin milli Breiðholts og Kópavogs eru þannig gerð að ekki er hægt að komast þar um með bamavagn. Beggja megin eru tröppur sem gera það að verkum að ómögulegt er að komast með bamavagna og er þetta mjög bagalegt. Þá eru göngin illa leikin eftir skemmdar- varga og óskemmtilegt að fara um þau. Flestar rúðumar í loftinu em brotnar og ekki virðist hirt um að gera við þama." Gullarmband Merkt gullarmband fannst á Hótel Borg 9. ágúst sl. Eigandi þess getur hringt í síma 35074. Hraðahindrun nauð- synleg við Gnoðavog Kristbjörg hringdi: „Ég vil beina því til borgaryfír- valda að gerð verði hraðahindrun við Gnoðavog hið fyrsta. Hér em tveir skólar, menntaskóli og bamaskóli. Oft er mikill hraðakst- ur hér um götuna og margir nemendur menntaskólans aka full greitt að og frá bflastæðinu. Böm- in em hér í mikilli hættu sem hraðahindmn gæti minnkað vem- lega. Fyrir nokkm var verið að koma upp hraðahindmn á Seiðar- vogi þar sem minna em um böm, hér við Gnoðavog er þörfin miklu meiri. Ég vona að borgaryfírvöld taki þetta til athugunar." nirA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.