Morgunblaðið - 14.01.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.01.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1988 „Snjóstormur“ eftir Bergljótu Ingólfsdóttur Ungur og geðþekkur maður las erlendar fréttir á Stöð 2 kvöld eitt á milli jóla og nýárs. Meðal annars lýsti hann veðurfari í nokkrum fylkjum Bandaríkjanna með þeim orðum að þar hefði verið „snjó- stormur". í ensk-íslenskri orðabók, sem gefin var út árið 1984, er eftirfar- andi skýring við enska orðið „snowstorm" - kafaidsbylur, stórhríð. Hvort orðið sem var hefði sómt sér vel í þýðingu fyrrnefndrar frétt- ar að dómi þeirrar er þetta ritar, og ólíkt eru þau rismeiri orðin kaf- aldsbylur og stórhríð en það enska, þó reynt sé að íslenska það. Það þarf vart að taka það fram að orðið „snjóstormur" finnst ekki í íslenskri orðabók, en þar er aftur á móti flöldi orða tii að lýsa veðri og vindum, eins og vænta má hjá þjóð á norðlægum slóðum þar sem veðrabrigði eru tíð. Við höfum því ekkert til annarra að sækja í þess- um efnum. En það hafa geisað „snjóstorm- ar“ víðar en á Stöð 2, þó þaðan sé nýjasta dæmið. í fréttum Bylgjunn- ar í fýrravetur heyrðist fýrrnefnt orð notað til að lýsa veðri í Banda- ríkjunum, sömuleiðis sást það á prenti í DV, í það minnsta í tvígang, í annað skiptið sem fýrirsögn lítillar fréttar af sama tilefni. Það má því gera því skóna að fleiri en einn þýðandi hafi talið þetta góða og gilda íslensku og ekki álit- ið þörf á því að fletta orðinu upp til að kanna nánar. Af þessu má sjá að aðskotaorð geta þegjandi og hljóðalaust smeygt sér inn í málið á kostnað annarra og stórum betri orða, sem eftirsjá væri að. Það er því greinilegt að þýðendur og aðrir þeir sem við skrif fást, þurfa að vera vel á verði og vanda mál sitt, — taki þeir til sín sem eiga — hinir ekki. En svo allrar sanngirni sé gætt, þá er það ekki aðeins nú, á þessum Tískuverslunin 11E 111A U /V D I R P A K I H U Eiðistorgi 15 — Sími 61 10 16 ULLARKAPUR OG JAKKAR pils, buxur, blússur, peysur ogsamkvæmisfatnaður. Opið kl. 10-18.30 virka daga og 10-16 laugardaga. Ekkert að vaxbera - Gott rennsli - Góð spyrna Frábær skíði é mjög hagstæðu verði Kr. 3.760 Stærðir frá 170 cm til 215 cm Glæsibæ, simi 82922. síðustu og verstu tímum, sem orðið „snjóstormur" sést á prenti. I seðla- safni Orðabókar Háskólans eru þrjú dæmi frá fyrri tíð. Orðið kemur fyrir: 1. í bók eftir Þórberg Þórðarson, (íslenskur að- all), sem út kom árið 1938, 2. í Árbók Ferðafélags íslands árið 1946, þar var lýst veðurfari á Aust- urlandi, 3. í sjálfu Morgunblaðinu árið 1955, lýst var veðri í Skotlandi með þeim orðurn að þar hefði verið „snjóstormur". Eftirmáli „Snjóstormurinn" gerir það ekki endasleppt við undirritaða. Þegar ofanskráð var komið á blað, mikið hjartans mál, var að vanda sest inn í stofu með kaffibollann að kvöld- verði lóknum 4. janúar. Það var kominn tími til að meðtaka sjón- varpsfréttir kvöldsins enda fjöl- skyldan fréttasjúk eins og fleiri landsmenn. Ungur og geðþekkur maður las erlendar fréttir í sjón- varpinu og sagði frá stúlkum tveim í Bandaríkjunum, sem höfðust við í bíl sínum í nokkra daga vegna óveðurs, þar hafði margnefndur „snjóstormur“ verið á ferð. Og ekki var öllu lokið. í fréttum DV 5. janúar sl. er á bls. 8 sagt frá kuldakasti í Banda- ríkjunum og þess getið að daginn áður hefði „snjóstormur" gengið upp austurströndina o.s.frv. Og enn var ekki öllu lokið. í fréttum á Stöð 2 laugardaginn 9. janúar sl. var enn ungt og geð- ugt fólk við lesturinn og enn var verið að lýsa veðri í ákveðnum fylkj- um Bandaríkjanna. Og hvað haldið þið, þar hafði auðvitað geisað „snjó- stormur"! Er nú ekki mál að linni? Höfundur hefur skrifad þættií Morgunblaðið um árabil. REYKJAVÍK- URTJÖRN eftirJónÁ. Gissurarson Að Reykjavíkurtjöm hefur verið vegið frá öllum hliðum. Frá 1876 hefur hún minnkað um fjórðung. Suðurhluti hennar var fylltur sorpi. Þar er nú Hljómskálagarð- ur. Á þrjá vegu var fyllt upp fyrir götum og húsum, en Skothúsvegur klauf hana í tvennt. Rætt hefur verið um að láta hann hverfa, enda gæti umferð færst á Hring- braut, sem auðvelt væri að breikka á því svæði. Tjamargötu, Fríkirkjuvegi og Vonarstræti verð- ur ekki haggað. Óraunhæft er því að gera ráð fyrir stækkun Tjamar- innar nema því sem nemur Skothúsvegi. En Reykjavíkurtjöm í núverandi mynd er í bráðri hættu og gæti breyst í forarvilpu á næstu einni eða tveimur öldum, ef ekkert yrði að gert. Dýpt hennar hefur mælst um 60 sm og er hún nokkuð jafn- djúp. Setlög myndast í henni af áfoki og framburði. Hún grynnkar því ár frá ári. Síðastliðna hálfa öld hefur gegnumrennsli minnkað, enda er Vatnsmýrin, forðabúr Tjamarinnar, svipur einn hjá sjón frá því sem var. Mestu munaði um Reykjavíkurflugvöll. Vega- lagning meðfram Oskjuhlíð og handan við Umferðarmiðstöð svo og háskólabyggingar munu enn skerða Vatnsmýrina. Eigi að bjarga Reykjavíkurtjöm þarf tvennt að gera: Dýpka hana á vissum stöðum og veita til henn- ar auknu vatnsmagni. Dýpkun er ekki talin ógna nú- verandi lífríki, en það myndi sjór úr Skeijafirði hins vegar gera. Vatnslögn úr Elliðaám er kostur sem kanna mætti. Slík veita mundi kosta fé ekki alllítið, en segja Jón Á. Gissurarson „Ráðhús í norðvestur- homi Reykjavíkur- tjarnar skiptir ekki sköpum um varðveislu hennar og skerðir hana svo lítt að ekki er orð á hafandi.“ mætti mér að síðari kynslóðum þætti því hafa verið vel varið. Ráðhús í norðvesturhomi Reykjavíkurtjamar skiptir ekki sköpum um varðveislu hennar og skerðir hana svo lítt að ekki er orð á hafandi. Rísi það ekki þar af grunni, hlýtur Reykjavíkurborg, engu að síður, að snurfusa þetta vandræðaskot. Eins og sakir standa er það til vansa. Höfundur er fyrrverandi skóla- stjóri Gagnfræðaskóla Austurbæj- ar. Útivist: Myndasýning frá Lónsöræfum FYRSTA myndakvöld Útivistar á árinu er fimmtudagskvöldið 14. janúar í Fóstbræðraheimil- inu. Kynntir verða ferðamöguleikar í Lónsöræfum og nágrenni og verða sýndar myndir frá þrem mismunandi ferðum. í fyrsta lagi frá gönguferð upp úr Norðurdal um Eyjabakka til Lónsöræfa, í öðru lagi vikudvöl undir Illakambi og í þriðja lagi frá gönguferð Hoffellsdalur-ÁlftaQörður. Auk þess verður kynning á nýjungum í ferðaáætlun Útivistar 1988. Myndakvöldið sem er öllum opið hefst kl. 20.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.