Morgunblaðið - 14.01.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.01.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1988 SPÁ VSÍ UM EFNAHAGSHORFIJR Á ÁRINU 1988: „Heildarkaupmátt- urinn hlýtur og verður að minnka“ - segir Ólafur Davíðsson, f ramk væmdastj óri FII GENGI íslensku krónunnar er of hátt skráð við núverandi aðstæður og miðað við framreikning á rekstarreikningum fiskiðnaðarins er Ijóst að jafnvægi næst ekki nema við raungengi sem er allt að 10% lægxa en nú er. Þetta kemur meðal annars fram i spá Vinnuveitenda- sambands Islands um efnahagshorfur á árinu 1988. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, sagði á blaða- mannafundi þar sem spá VSÍ var kynnt að óhjákvæmilegt væri að fjalla um gengismálin með opin- skáum hætti. „Við leggjum áherslu á það að þeim mun minni sem verð- bólgan verður, því hærra raungengi fá útflutningsgreinarnar. staðist. Það er skoðun okkar að eftir því sem verðbólguhraðinn er minni, þeim mun meiri möguleiki er fyrir fyrirtækin að bregðast við með framleiðniaukningu og að aðlaga sig erfiðari samkeppnisaðstöðu hvað gengið varðar. Við leggjum ekki mat á það hvemig gengið eigi að verða skráð, en drögum það hins vegar fram í þessari álitsgerð að óbreytt raungengi fái ekki staðist, ef markmiðið sé það að halda út- flutningsframleiðslunni gangandi til langframa," sagði Þórarinn. í spánni eru dregnir upp nokkrir möguleikar varðandi launahækkan- Morgunblaðið/Sverrir Talsmenn VSÍ á blaðamannafundinum í gær. Taldir frá vinstri Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmda- stjóri VSÍ, Snorri Snorrason, hagfræðingur, Hannes G, Sigurðsson, hagfræðingur og Ólafur Davíðsson, framkvæmdastjóri FÍI. ir, gengisbreytingar og samsvar- andi hækkun framfærsluvísitölu. Miðað við að engar launahækkanir verði og gengið verði það sama og í ársbyijun er reiknað með 5% hækkun framfærsluvísitölunnar á árinu. Ólafur Davíðsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda og Hannes G. Sigurðs- son, hagfræðingur VSÍ, sögðu að yrðu engar hækkanir á launakostn- aði myndi verðbólgan minnka mjög fljótlega. Ólafur sagði að áhrifín af launahækkunum á síðasta ári væru að fjara út og breyting væri að verða á efnahagsástandinu. Þennslan væri að minnka og ef ekki kæmu til nýir verðbólguvaldar ætti að draga mjög fljótt úr verð- bólgu. Minni útflutningstekjur leiddu óhjákvæmilega til samdrátt- Gengi íslensku krón- unnar er of hátt skráð Hér á eftir birtist í heild spá Vinnuveitendasambands íslands um efnahagshorfur á þessu ári, árinu 1988. Spáin var kynnt fjölmiðlum á blaðamannafundi í gær, en hana unnu hagfræðingar Vinnuveitenda- sambandsins, þeir Hannes G. Sigurðsson og Snorri Snorrason. Útf lutningsf ramleiðsla Búist er við að verðmæti sávaraf- urðaframleiðslu dragist saman um tæplega 7% á árinu. Þorskafli ársins 1987 er áætlaður 380.000 tonn, sem er tæplega 4% aukning frá 1986. Nú er stefnt að 345.000 tonna þorsk- afla á árinu 1988 og þegar liggur fyrir samdráttur í aflamörkum ein- stakra skipa. I þessu felst rúmlega 9% samdráttur frá fyrra ári. Reiknað er með litlum breytingum á öðrum afla, þó að búast megi við heldur meiri loðnuafla en áður var gert ráð fyrir, vegna óvæntrar kvótaaukning- ar. A hinn bóginn virðist mega vænta samdráttar í framleiðslu hörpudisks vegna verðfalls á Bandaríkjamark- aði. Margt bendir til að verðlag á fiska- furðum hafi náð hámarki og er búist við óbreyttu verði á fiskafurðum á þessu ári, en þó einhverri hækkun á rækju og loðnuafurðum. Samtals felur þetta í sér tæplega 7% samdrátt í verðmæti sjávaraf- urðaframleiðslu, en í þjóðhagsáætlun er gert ráð fyrir óbreyttu framleiðslu- verðmæti miðað við síðasta ár. Búist er við, að verðmæti annars útflutnings breytist lítið, nema hvað reiknað er með nokkurri verðmæta- aukningu á áli og jámblendi. Samkvæmt ofangreindu má búast við að verðmæti vöruútflutnings dragist saman um rúmlega 4%, en í þjóðhagsáætlun er gert ráð fyrir 0,5% aukningu. Þetta eru mikil umskipti, þar sem verðmæti vöruútflutnings hefur auk- ist að meðaltali um tæp 6% á ári, undanfarin þijú ár. Viðskiptakjör Samkvæmt spá Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu má búast við 3,5—4% hækkun almenns verð- lags á Vesturlöndum. Eins og áður er getið er í meginatriðum búist við óbreyttu verði á fiskafurðum þó að vænta megi nokkurrar hækkunar á rækju og loðnuafurðum. í þessum forsendum kann að gæta nokkurrar bjartsýni, því að ýmis teikn benda fremur til lækkandi verðs á fiska- furðum. Litlar horfur eru taldar á þvi, að aðrar útflutningsvörur okkar taki öðrum verðbreytingum en al- mennum verðhækkunum í viðskiptal- öndum okkar. í kjölfar lækkandi gengis dollars hefur útflutningur til Evrópu og Jap- ans aukist hlutfallslega og er nú svo komið að um helmingur útflutnings- tekna fíksvinnslunnar er í Banda- ríkjadollurum, en þetta hlutfall var áður nær 60%. Breytingar á dollara- gengi hafa því ekki jafnmikil áhrif og áður á útflutningstekjur lands- manna. Innflutningur er hins vegar að miklum meiri hluta í öðrum mynt- um en dollar og eru því áhrif lækkandi dollars og tilsvarandi hækkunar annarra gjaldmiðla meiri á innflutningsverðlag en útflutnings- tekjur. Lækkun dollars hefur því rýrt viðskiptakjör þjóðarbúsins. Samkvæmt ofangreindu er gert ráð fyrir 1—1,5% lakari viðskipta- kjörum á árinu, m.a. vegna stöðu dollarans. í álitsgerð, sem VSÍ sendi frá sér í nóvember á síðastliðnu ári var gert ráð fyrir 2% rýmun við- skiptakjara. Ástæður þessarar breytingar má rekja til þriggja þátta: hækkunar á verði rækju og loðnuaf- urða, lægra olíuverðs en gert var ráð fyrr og minna vægis dollars í út- flutningi en áður hefur verið reiknað með. í þessu felast einnig nokkur um- skipti, þar sem viðskiptakjörin hafa verið okkur hagstæð frá árinu 1986. í þjóðhagsáætlun er reiknað með óbreyttum viðskiptakjörum. Gengfisþróun Meðalgengi íslensku krónunnar var stöðugt á árinu 1987, en sama verður ekki sagt um gengið gagn- vart einstökum myntum. Þannig lækkaði verð Bandaríkjadollars um rúmlega 10% á árinu, en flestar aðr- ar myntir hækkuðu og japanska yenið mest, eða um meira en fjórð- ung. Þessi þróun hefur verið þjóðar- búinu óhagstæð og ein sér valdið lakari viðskiptakjörum en ella hefði orðið. Raungengi er mælikvarði á kostn- aðarbreytingar hér á landi miðað við önnur lönd og er annað hvort miðað við breytingar verðlags eða launa. Samkvæmt útreikningum Seðla- banka íslands hækkaði raungengi á mælikvarða verðlags um 9% milli áranna 1986 og 1987 en um 19% sé miðað við launakostnað. Þetta eru þær hækkanir sem orðið hafa hér- lendis á verðlagi og launum umfram hækkanir í helstu viðskiptalöndum íslands. Á tímabilinu frá 1. ársfjórð- ungi 1986 til 4. ársfjórðungs 1987 hækkaði raungengið um 18% sam- kvæmt verðmælikvarðanum og 31% sé miðað við launakostnað. Þessi þróun hefur valdið því, að fiskiðnaður er um þessar mundir rek- inn með miklum halla, þrátt fyrir hátt verð á mörkuðum erlendis. Staða vefjariðnaðar er enn verri og samkeppnisgreinar á innanlands- markaði eiga í vaxandi erfiðleikum. Einnig hefur þessi þróun leitt til vaxandi viðskiptahalla og horfur í þeim efnum eru afar dökkar á þessu ári. Við þessar aðstæður er ljóst, að gengi íslensku krónunnar er of hátt skráð. Framreikningar á rekstrar- reikningum fískiðnaðarins benda til þess, að viðunandi jafnvægi náist ekki nema við raungengi, sem er allt að 10% lægra en nú er. Launa- og kaupmáttar- þróun Talið er að taun hafi hækkað um 40% að meðaltali á milli áranna 1986 og 1987, en framfærsluvísitalan um 19% og jókst því kaupmáttur launa um 17% milli áranna. Landsmenn heíja nýbyijað ár með laun, sem eru að meðaltali a.m.k. 10% hærri en ársmeðaltalið og verðlag, sem er um 13% hærra. Sé horft á tímabilið frá 1. ársfjórðungi 1986 til 4. ársfjórð- ungs 1987 kemur í ljós hækkun launa um 73%, verðlagshækkun um 34% og því aukning kaupmáttar um 29%. Á síðustu tveimur árum hefur inn- flutningsverðlag hækkað til muna minna en innlendur kostnaður. Inn- flutningsverð almennrar neysluvöru er talið vera um 10% hærra um þess- ar mundir en það var að meðaltali árið 1986, en á sama tímabili hefur vísitala framfærslukostnaðar hækk- að um rúmlega 30%. Þannig er . kaupmáttur á mælikvarða innflutn- ingsverðs til muna hærri en á mælikvarða framfærsluvísitölu. Þessar aðstæður gefa einnig sterk- lega til kynna, að gengi krónunnar sé of hátt skráð um þessar mundir. Launakostnaður mældur í erlendri mynt hefur hækkað að sama skapi margfalt meira en hjá þeim þjóðum sem við keppum við á mörkuðum erlendis sem innanlands. Þannig hef- ur launakostnaður hækkað u.þ.b. þriðjungi meira hérlendis en í Dan- mörku og Noregi á föstu gengi á síðustu tveimur árum. Sé litið til Kanada er gert ráð fyrir að laun þar í landi hafi hækkað um 2% frá árs- byijun 1986 fram á mitt ár 1987, en á sama tima lækkaði gengi Kanadadollars gagnvart íslenskri krónu um 2,8% þannig að laun í Kanada lækkuðu í íslenskum krón- um. Ofannefnd þijú lönd eru þau lönd, sem eru í hvað harðastri sam- keppni við Islendinga á fiskmörkuð- um erlendis. Þjóðarútgjöld Einkaneyslan er stærsti hluti þjóð- arútgjalda, tæplega 65%, og ræðst hún fyrst og fremst af ráðstöfunar- tekjum, eignum og vöxtum. Vegna samdráttar útflutningstekna mun kaupmáttur tekna dragast saman á árinu og er hér gert ráð fyrir 5% samdrætti ráðstöfunartekna, því að búist er við minni atvinnuþátttöku, aukinni skattbyrði og minni umsvif- um, auk þess sem kaupmáttur launa hlýtur að dragast saman. í samræmi við ofangreindar for- sendur má ætla, að einkaneysla dragist saman um 3% á árinu. I nóvemberálitsgerð VSÍ var búist við 1% aukningu einkaneyslu, enda var ein af forsendum hennar, að kaupmáttur yrði svipaður á þessu ári og í árslok ársins 1987. í þjóð- hagsáætlun er gert ráð fyrir 0,5% aukningu einkaneyslu og er þetta því mikið frávik frá þeirri spá. Áætlað er að samneysla hafi auk- ist að raunvirði um 4% á síðasta ári. í þjóðhagsáætlun fyrir 1988 er gert ráð fyrir 2% aukningu milli ára og er hér gert ráð fyrir sömu aukningu, þótt þegar liggi fyrir upplýsingar, sem gefa til kynna, að aukningin verði í reynd nokkru meiri. Fjármunamyndun er talin hafa aukist um 8% að raunvirði á árinu 1987. í þjóðhagsáætlun er gert ráð fyrir 1,5% aukningu fjármunamynd- unar. Hér er gert ráð fyrir 2,5% aukningu, þar sem búast má við að aukning fjármunamyndunar hjaðni ekki jafnfljótt og gert er ráð fyrir í þjóðhagsáætlun. Samkvæmt ofangreindu er hér áætlað að þjóðarútgjöld dragist sam- an um 1%. Þetta er frávik frá þjóðhagsáætlun, þar sem gert er ráð fyrir aukningu þjóðarútgjalda um 1% og mikil umskipti frá síðasta ári, en þá er áætlað að þjóðarútgjöld hafi vaxið um 11,2%. Utanríkisviðskipti Eins og fyrr greinir er hér áætlað að verðmæti vöruútflutnings dragist saman um 4%. Einnig má búast við einhveijum samdrætti í verðmæti vöruinnflutnings og ræður þar mestu samdráttur í einkaneyslu. Hár er gert ráð fyrir 0,5% sam- drætti í verðmæti vöruinnflutnings, en í fyrri álitsgerð var gert ráð fyrir 5% aukningu, enda var þá byjggt á öðrum kaupmáttarforsendum. I þjóð- hagsáætlun er gert ráð fyrir að verðmæti innflutnings aukist að raunvirði um 3,1% Afgangur á þjónustuviðskiptum, án vaxta, á síðastliðnu ári er áætlað- ur um 1.800 milljónir króna. Búast má við að þessi afgangur verði ekki jafn mikill á þessu ári vegna gengis- þróunar og óhagstæðari viðskiptakj- ara og er því hér reiknað með nokkru minni afgangi á þjónustujöfnuði. Vaxtagreiðslur tit útlanda (nettó) námu um 5.800 milljónum á árinu 1987 og í þjóðhagsáætlun fyrir þetta ár er reiknað með 6.300 milljónum. Nú má búast við að þessi ijárhæð verði eitthvað lægri en þjóðhagsáætl- un segir til um, vegna þeirrar vaxtalækkunar, sem orðin er erlend- is. Samkvæmt ofangreindu er búist við að viðskiptajöfnuður verði óhag- stæður um tæpar 9.000 m. kr. á árinu 1988, en áætlað er að við- skiptajöfnuðurinn hafi verið óhag- stæður um allt að 6.000 m. kr. á síðastliðnu ári. Þetta þýðir að hallinn yrði 4,2% af vergri landsframleiðslu samanborið við 3% á síðasta ári. í þjóðhagsáætlun er gert ráð fyrir 4.400 m. kr. halla eða 1,8% af vergri landsframleiðslu. Landsframleiðsla Niðurstöður framangreindra út- reikninga eru þær helstar, að lands- framleiðsla dragist saman um 2,1% á árinu, en þjóðartekjur heldur meira vegna versnandi viðskiptakjara eða um 2,6%, sem þýðir um 4% á mann. Þær niðurstöður sem hér birtast eru háðar óvissu um aflaforsendur og verð á útflutningsmörkuðum. Afli kann að verða meiri en hér er reikn- að með, en verð kann á hinn bóginn að verða lægra, þannig að óvissu- þættirnir vinna hvor gegn öðrum. Spá um viðskiptahalla byggir á því að einkaneysla dragist saman og er byggt á reynslu fyrri samdráttar- skeiða í því efni. Bregðist þessi forsenda hefur það óhjákvæmilega áhrif á viðskiptahallann. Ekki er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.