Morgunblaðið - 14.01.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.01.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1988 Fiskmarkaður Suðumesja: Þorlákshöfn að bæt- ast við markaðssvæðið Grindavik. FYRSTA uppboðið á fiski í Þor- lákshöfn hjá Fiskmarkaði Suðurnesja verður í þessari viku en unnið er við að yfirstiga ýmis tæknileg vandamál sem komu upp vegna samtengingu tölvu- búnaðarins. Fyrir skömmu var haldinn í fé- lagsheimilinu Festi fundur þar sem Ólafur Jóhannsson framkvæmda- stjóri Fiskmarkaðar Suðurnesja kynnti starfsemina frá því markað- urinn hóf göngu áina í haust og fyrirhugaðar nýjungar sem væri verið að brydda upp á. Á fundinum kom fram hjá Ólafi að alls hafa verið seld 3.400 tonn á fyrstu þrem mánuðum fyrirtækisins fyrir sam- tals 126,7 milljónir króna. Meðal- verðið á tímabilinu er því 37,21 króna. Þetta er 37% af þvf magni sem veiddist sömu mánuði á Suður- nesjum árið á undan. „Ein fisktegund hefur talsverða sérstöðu en það er langa. Af henni voru seld 110 tonn sem er þriðjungi meira en á sömu mánuðum árið á undan borið saman við aflaskýrsl- ur. Rennir þetta stoðum undir að langa hefur áður slæðst með öðrum fisktegundum. Ein af fyrirhuguðum nýjungum sem eru á döfinni er að tengja prentara við hafnarvogimar svo vigtarmennimir þar geti fylgst með sölum og hvaða kaupandi kaupir úr hvaða bát. Þá er verið að bjóða upp á karaleigu fyrir bát- ana. Við reyndum þetta lítillega fyrir jól og var mikil ásókn í körin. Markaðurinn á nú um 1.000 kör og stefnt er að frekari karakaupum ef þessi þróun heldur áfram. Þann- ig viijum við hjálpa mönnum að bæta meðferð aflans til vinnslunn- ar,“ sagði Ólafur og bætti við, „ég legg áherslu á að okkar þjónusta sé að verðleggja fisk fyrir menn. Mönnum er frjálst að velja á milli þessarar þjónustu hjá okkur eða Saurbær: MorgunblaÆð/Krístinn Benediktsson Talið frá vinstri: Gunnlaugur Dan ólafsson stöðvarstjóri i Grindavík, Katrín Stefánsdóttir stöðvarstjóri f Þorlákshöfn, Ólafur Jóhannsson framkvæmdastjóri, Logi Þormóðsson stjómarformaður og Birgir Runólfsson skrifstofustjóri. gera fasta samninga. Ég kætist leiðunum því þær verða alltaf bom- hins vegar yfír því ef sem flestir ar saman og sá samanburður verður velji þessa þjónustu. Ljóst er að til þess að valda misklíð.“ erfitt verður að viðhalda báðum _ Kr.Ben. Frá kynningarfundi Fiskmarkaðs Suðumesja. Náttúruverndarráð: Túlkun Sigurðar önnur en okkar - segir Eyþór Einarsson formaður Náttúruverndarráð hefur fjallað um álitsgerð Sigurðar Líndal lagaprófssors þar sem fram kemur að ráðið hafi ekki rétt til af- skipta af byggingu ráðhúss við Tjömina í Reykjavík. Hefur lögfræð- ingi ráðsins, Páli Sigurðssyni, verið falið að skila áliti um málið fyrir næsta fund Náttúmvemdnarráðs um miðjan febrúar. Eyþór Einarsson formaður Nátt- ins á lögunum og það fyrirkomulag úruvemdarráðs sagði í samtali við Morgunblaðið, að almenn niður- staða Sigurðar Líndal um túlkun á greinum í náttúmvemdarlögunum sem fjalla um áhrif mannvirkja- gerðar á landslag og náttúmminjar sé ekki í samræmi við túikun ráðs- sem notað hefur verið. „Ef lögfræðingur okkar kemst að þeirri niðurstöðu að álit Sigurðar sé rétt þurfum við að fara fram á að það við ráðuneytið að þessum ákvæðum í lögunum verði breytt og þau gerð skýrari," sagði Eyþór. Hæstiréttur vísar kæru Ragnars frá HÆSTIRÉTTUR vísaði í gær frá dómi kærumáli Ragnars Aðalsteins- sonar, hrl., en áður hafði Sakadómur Reykjavíkur hafnað kröfu lögmannsins um að hann mætti kynna • skjólstæðingi sinum tiltekin gögn um rannsókn vegna gruns um brot hans sem tengist láti manns í Reykjavík í nóvember. Hæstiréttur taldi að sakadómsúrskurður um kynningu sakargagna yrði ekki kærður til Hæstaréttar og var málinu því vísað frá. Fyrir Hæstarétti kom frani, að Ragnar taldi kæruheimild vera 172. grein lö.tl. laga um meðferð opin- berra mála. Ríkissaksóknari taldi hins vegar að málinu ætti að vísa frá dómi og vísaði til 170. gr. 4.tl sömu laga. Þar segir, að ekki verði skotið til æðra dóms synjun um skoðun skjala og kynningu annarra sakargagna. Ragnar kvað þá grein ekki eiga við, enda væri ekki um að ræða skoðun skjala eða kynn- ingu gagna héldur það, hvort iögmaður megi ræða við skjólstæð- ing sinn um efni gagna, sem sakadómur afhenti lögmanninum. Hæstaréttardómaramir Magnús Thoroddsen, Guðmundur Jónsson og Þór Vilhjálmsson komust að þeirri niðurstöðu, að telja yrði að Ragnar Aðalsteinsson hefði fengið frá sakadómi öll gögn sem lágu fyrir um rannsókn vegna manns- látsins. Málið fyalli um hvort lögmanni sé heimilt að ræða efni gagnanna við skjólstæðing sinn. Þetta sé, eins og á standi, kynning sakargagna, en sakadómsúrskurð- ur um það efni verði ekki kærður til Hæstaréttar, sbr. 170. gr. 4. tl. laga um meðferð opinberra mála. 172. gr. 10. tl. sömu laga, sem Ragnar hafi vitnað til, breyti ekki þessari niðurstöðu, enda sé það ákvæði almennara að efni til en 4. tl. 170 greinar. Stjarnan 70 ára HvolL UNGMENNAFÉLAGIÐ Stjarnan í Saurbæ minntist 70 ára starfsaf- mælis síns með glæsilegri afmælishátíð í félagsheimilinu Tjaraar- lundi nokkru fyrir jólin, en félagið var stofnað 1. desember 1917. Voru stofnfélagar 24 en fyrsti formaður félagsins var Markús Torfa- son frá Ólafsdal. I lögum félagsins segir m.a. um tilgang þess að reynt skuli af alefli að vekja löngun hjá æskulýðnum til þess að starfa fyrir sig, land sitt og þjóð, að reyna af fremsta megni að styðja allt það sem þjóðlegt er og horfir hinni íslensku þjóð til gagns og sóma, og leggja stund á að fegra og hreinsa móðurmálið. Þama endurspeglast m.a. vel sú þjóðemisvakning, sem átti sér stað meðal landsmanna á þessum tíma og ungmennafélögin í landinu áttu svo stóran þátt í að efla. Og ekki vantaði áhugann á því að vinna að framgangi ýmissa mála hjá félags- mönnum Stjömunnar og á fyrsta ári var til að mynda hafin útgáfa á blaði á vegum félagsins, er nefnd- ist „Leiftur". Voru gefín út nokkur blöð á ári og þau lesin á fundum félagsins. í árslok var svo fenginn maður til að ritdæma blöðin og völdust til þess ekki ómerkari menn en skáldin Stefán frá Hvítadal og Jóhannes úr Kötlum, en þeir vom báðir búsettir í sveitinni á þessum ámm og einnig Steinn Steinarr, sem ólst upp í Saurbænum. En saga félagsins verður ekki frekar rakin hér, en hún er merk og margbreytileg og félagið hefur stuðlað að margvíslegum framfara- og menningarmálum í sveit og hér- aði og verið lyftistöng í félagslegri starfsemi allri svo og íþrótta- og tómstundastarfí á meðal unga fólksins og hefur sá þáttur starf- seminnar verið fyrirferðarmestur mörg hin síðari ár. En annars hefur félagið látið sig varða hin margvís- legustu mál í gegnum tíðina, húsnæðismálin vom ofarlega á baugi og félagsheimilið Tjamar- , Morgunblaðid/Ingiberg J. Hannesson Þær sáu um veitingarnar: Svanhvít Gísladóttir, Bryndís Karlsdóttir, Hugrún Reynisdóttir, Elsa Biraa Björasdóttir, Margrét Krístjáns- dóttir og Helga Kristjánsdóttir. lundur er í eigu ungmennafélagsins ásamt kvenfélagi sveitarinnar og hreppsfélagsins og hefur farið stækkandi með ámnum. í dag standa yfir breytingar og stækkun á félagsheimilinu, sem verða til mikilla hagsbóta fyrir alla félags- starfsemi. Þá hefur félagið komið sér upp góðum íþróttaveili og skógrækt hefur verið ofarlega á verkefnalist- anum og er skógarreitur félagsins í Þverfellshlíð gott dæmi um þýð- ingu slíks framtaks og þar hafa raunar verið höggvin jólatré síðustu árin vegna grisjunar skógarins. Leikstarfsemi var mikil á vegum félagsins og sjónleikir settir á svið nær því árlega um langt árabil, heimiíisiðnaður var eitt af verkefn- um félagsins og var m.a. keyptur vefstóll í samvinnu við kvenfélagið til að sinna því starfi, skóla- og fræðslumál vom einnig hugleikin félagsmönnum — og þannig mætti lengi áfram telja. Afmælisfagnaður félagsins fór hið bezta fram og var til mikils sóma þeim aðilum, sem að stóðu. Gestir sátu veizlu og skemmtiatriði fóm fram í umsjá nokkurra ung- mennafélaga og var í tali og tónum rakin saga félagsins og bmgðið á gamanmálum og varð þetta í heild hin ágætasta skemmtun og var stiginn dans að lokum. Margar góðar gjafir bámst félag- inu í tilefni afmælisins, m.a. frá Saurbæjarhreppi, Kaupfélagi Saurbæinga, Ungmennasambandi Dalamanna og Norður-Breiðfirð- inga, UMF Ólafi Pá og UMF Dögun, leikfélaginu „Lítið eitt“ og fleiri aðilum og margir stigu í ræðustól og ámuðu félaginu heilla og færðu góðar gjafír. Núverandi formaður félagsins, Þórólfur Sigurðsson, stjómaði samkomunni. - IJH Námskeið 1 innhverfri íhugun ÍSLENSKA í hugunarf élagið heldur kynningarfund um inn- hverfa íhugun í kvöld, fimmtu- dagskvöldið 14. janúar klukkan 20.30. í Norræna húsinu. Fyrir- komulag námskeiða í íhugun verður kynnt og geta þeir skráð sig á námskeið sem vilja. Kenn- ari er Ari Halldórsson í frétt frá félaginu segir að inn- hverf íhugun sé auðlærð og stuðli að auknu heilbrigði og íhugunin veiti líkamanum dýpri hvíld en svefn. Þessir ungmennafélagar báru hitann og þungann af skemmtiatriðum og dagskrá hátíðarinnar: Bragi J. Ingibergsson, Ingimar Sigurðs- son, Skafti Steinólfsson, Karl Sigurðsson og Þórólfur Sigurðsson formaður félagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.