Morgunblaðið - 14.01.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.01.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1988 Áburðarverksmiðjan í Gufunesi: Lítil hætta á spreng- ingu en ammoníak- geymirinn hættulegur - segir Þórður Þ. Þorbjarnarson borgarverkfræðingur í SKÝRSLU starfshóps um úrlausn vegna vanda sem skapast gæti af ammoníakgeymi Áburðarverksmiðju ríkisins í Gufunesi segir, að komi mikill leki að geyminum eins og hann er nú, gæti lífi starfs- manna og íbúa á stórum hluta höfuðborgarsvæðisins stafað hætta af, vegna ríkjandi vindátta úr suð-austri og norð-austri. Ekki er fjall- að um hugsanlega sprengihættu frá verksmiðjunni, enda er ólíklegt að sprenging geti átt sér þar stað að sögn Þórðar Þ. Þorbjamason- ar borgarverkfræðings, en hann átti sæti í starfshópnum. Að sögn Hrólfs Jónssonar aðstoðarslökkviliðsstjóra hefur ekki verið haft samráð við slökkvilið Reykjavíkur um til hvaða aðgerða skuli gripið ef ammoníak læki úr geyminum eða ef sprenging yrði í verksmiðj- unni. „Ammoníakgeymirinn er hættu- legur og full ástæða til að gera eitthvað við hann," sagði Þórður Þ. Þorbjamarsson. Hann sagði að verkefni starfshópsins hefði verið að greina áhættuþætti vegna amm- oníakgeymisins en ekki um hugsan- lega sprengihættu. Verksmiíjan hefur fullgilda lóðasamninga við Reykjavíkurborg fram á næstu öld og hefði borgin sótt eftir því á sínum tíma að verksmiðjan yrði reist innan borgarmarkanna. „Þessi ammoní- akgeymir er ekki frá þeim tíma sem verksmiðjan var reist og menn voru ekki meðvitaðir um þá hættu sem af honum gæti stafað þegar hann var settur upp árið 1965. Það sem við emm að leggja til er að byggð verði umhverfís geyminn, hringlaga steinsteypt þró sem næði vel upp fyrir miðja hlið á geyminum og sett þak yfir. Ammoníakið í geymin- um verði síðan kælt niður í mínus 33,4 gráður á C. Þar með teljum við að öryggi manna í verksmiðj- unni og nágrenni hennar sé viðun- andi,“ sagði Þórður. Hrólfur Jónsson sagði, að það versta sem gæti gerst væri að mik- ill leki kæmi að ammoníakgeymin- um að næturlagi og að enginn yrði var við hann því engir gasskynjarar em f verksmiðjunni. „Framhaldið ræðst síðan af veðri, vindum og hitastigi og hversu mikið nær að leka út. Við getum hægt á lekanum með því að sprauta vatni og eins mætti kveikja bál undir skýinu sem þá mundi lyfta sér yfir byggðina,“ sagði Hrólfur. „En sprengihættan er einungis þegar verið er að fram- leiða kjama í verksmiðjunni sjálfri. Þar geta orðið miklar sprengingar allt eftir því hvað mikið er fram- leitt hverju sinni." Þegar verksmiðjan var reist var ákveðið að hæfileg fjarðlægð í næstu byggð væri 1800 metrar og þá miðað við Kleppsspítala. Hrólfur sagði að sfðan hefðu forsendur breyts og er litið svo á að hæðin fyrir ofan byggðina í Grafarvogi sem er f um 1200 til 1400 metra fjarðlægð frá verksmiðjunni, hlífði henni að einhveiju leyti. „Það er viðbúið að ef einhver sprenging yrði þá geta farið rúður og annað í húsunum en hvort íbúar em í lífshættu það tel ég vafasamt," sagði Hrólfur. Hrólfur sagðist vera óánægður með hvemig að málum hefði verið staðið. Slökkviliðið átti engan full- trúa í starfshópnum sem fjallaði um verksmiðjuna. „Ef eitthvað gerist þama þá er slökkviliðið í lykilhlut- verki, en það er ekki til nein áætlun um hvemig við eigum að bregðast við,“ sagði Hrólfur. Starfsmenn Áburðarverksmiðjunnar: Mótmæla ummælum um að leggja verksmiðjuna niður Á FUNDI trúnaðarmanna starfs- manna Áburðarverksmiðju ríkis- ins í Gufunesi í gær var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Fundur trúnaðarmanna starfs- SAMKVÆMT þjóðskrá 1. desem- ber sl. átti lögheimili hér á landi 8.131 íbúi fæddur erlendis, eða 8,3% fleiri en 1. desember 1986, og 3.874 erlendir ríkisborgarar, eða 9% fleiri en 1. desember 1986. Vamarliðsmenn og erlend- ir sendiráðsmenn hér á landi eiga ekki lögheimili hér. Lagareglum um ríkisfang var breytt í viðamiklum greinum 1952 og 1982. Fyrjr 1952 fengu konur ríkisfang eiginmanns síns við gift- ingu en eftir það ár hefur hjónavígsla ekki áhrif á ríkisfang. Fyrir 1982 fékk bam fætt í hjóna- bandi ævinlega ríkisfang föður síns en nú fær það íslenskt ríkisfang ef annað foreldra er íslenskt. íslendingar missa íslenskt ríkis- fang ef þeir öðlast erlendan ríkis- borgararétt vegna eigin umsóknar. Þeir sem fara til útlanda til at- vinnudvalar flytja að jafnaði lögheimili sitt til viðkomandi lands en námsmenn halda yfirleitt lög- fólks áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi, haldinn 13. janúar 1988, fagnar þeim viðbrögðum stjóm- valda, að gera það sem hægt er, til að tryggja öryggi þeirra sem í heimili sínu á íslandi, segir í frétta- tilkynningu frá Hagstofu íslands. Skortur á tollskýrslum LESANDI Morgunbiaðsins varð fyrir því í byijun vikunnar að geta ekki leyst út bækur, sem hann fékk sendar frá útlöndum, út úr tolli, þar sem engar toll- skýrslur voru til. Hjá starfsmönnum Póstmið- stöðvarinnar við Ármúla fengust þær upplýsingar, að vegna nýrra laga um tolla og vörugjald hefði þurft að útbúa ný eyðublöð. Á mánudag hefði hins vegar komið í ljós að nýprentaðar tollskýrslurnar voru á þrotum og hefðu nokkrir erfíðleikar stafað af því á mánudag og fram á þriðjudag, en þá hefði ný sending af eyðublöðunum boríst. verksmiðjunni vinna, og þeirra sem í hættu gætu verið ef eitthvað það kæmi fyrir sem orsakaði spreng- ingu eða leka á hættulegum vökva frá verksmiðjunni. Fundurinn vill hins vegar benda á að allt frá því að verksmiðjan var byggð var vitað um vissa hættu frá henni. Þrátt fyrir það, hefur byggð verið færð nær verksmiðjunni en gert- var ráð fyrir í upphafi, og er það alfarið á ábyrgð þeirra sem samþykktu þá ákvörðun. Nú hafa hinsvegar komið fram tillögur frá stjórnskipaðri nefnd um úrbætur á öryggismálum verksmiðjunnar, og ber að fagna því að stjórnvöld virð- ast ætla að taka tillit til þeirra tillagna. Fundurinn mótmælir þeim um- mælum, sem höfð eru eftir félgas- málaráðherra, um að hugsanlegt sé að leggja verksmiðjuna niður. Umræður þær sem nú eru 5 fjölmiðl- um, eru í senn fjandsamlegar og villandi og virðast ætlaðar til þess að skapa ótta og þrýsting á að verk- smiðjunni verði lokað.“ Leifur Guðjónsson, trúnaðarmað- ur, sagði í gær að öryggismál verksmiðjunnar væru mjög vel skipulögð. Lögð væri áhersla á að starfsmenn vissu hvernig ætti að bregðast við og fara með öll þau efni sem unnið væri með innan verksmiðjunnar, ef eitthvað færi úrskeiðis. Leiðbeiningar hanga uppi um hvernig bregðast skuli við og hvemig starfsmenn skuli ganga um. Sagði hann að ár væri liðið frá því slökkviiiðsmenn í Slökkviliði Reykjavíkur fóm yfir allar öryggis- reglur og þjálfuðu starfsmenn sérstaklega. 0 Hagstofa Islands: 8.131 íbúi með lögheim- ili hér fæddur erlendis 3.874 erlendir ríkisborgarar TJARNARGATA 11 Islands TJARNAR- GATA 11 FLYTUR í SKERJA- FJÖRÐ y Tjörnin ' Skúthúsvegur Hótel Saga X > / ' 7 ,/y Norræna húsið * 20 umferðarmerki og eitt umferðar- Ijós auk girðinga og loftneta á milli húsa þurfti að taka niður vegna flutninganna. / fO___-Nýja heimilisfangið Flugleiðír 500 m i Umferðaljós og um- ferðamerki tekin niður STARFSMENN gatnamálastjóra hafa síðustu daga undirbúið flutnig á húsinu við Tjamargötu 11, í Skeijafjörð. Taka þurfti niður umferðaljós við Suðurgötu og 20 umferðamerki á leiðinni. Húsinu átti að aka í nótt á tveim- ur vörubílspöllum suður Tjarnar- götu og varð að taka niður nokkur loftnet sem þar liggja á milli húsa á leiðinni út á Hringbraut. Þar átti að fara yfir umferðareyjuna, sem jöfnuð hefur verið við jörðu og yfir á syðri akrein, vinstri akrein. Vinstri beygja var fyrirhuguð við hringtorgið og áfram átti að halda á vinstri akrein eftir Suðurgötu að flugvellinum. Þorragatan er svo mjó að ijúfa varð girðinguna við flugvöllinn og fara inn á hann til að ná beygjunni, að sögn Inga Ú. Magnússonar gatnamálastjóra. í Skeijafirðinum hefur húsinu verið valinn staður við Frostagötu. Norræna húsið: Fyrirlestur um bók- menntir og bókaút- gáfu í Finnlandi NÆSTKOMANDI föstudag, þann 15. janúar kl. 17.00, heldur prófessor Heikki A. Reenpáa frá Finniandi fyrirlestur í Norræna húsinu um bókmenntir og út- gáfustarf í Finnlandi og á öðrum Norðurlöndum. Reenpiia hefur í mörg ár stjórnað finnska útgáfu- fyrirtækinú Otava, sem stofnað var árið 1890 og hefur síðan verið i einkaeign. Otava sendir frá sér fjölda bóka ár hvert, fagurbókmenntir, fag- bækur og þýðingar. Prófessor Reenpáa hefur sérstakan áhuga á íslenskum bókmenntum og hefur gengist fyrir því að láta þýða og gefa út íslenskar bækur. í fyrra var í fyrsta sinn byijað að gefa íslend'- ingasögurnar út á fínnsku í sér- stakri ritröð. f fyrirlestri sínum fjallar prófess- or Reenpáá um bæði listrænt gildi bóka og sölugildi þeirra og gerir grein fyrir almennum bókmenntum í .Finnlandi, stöðu skáldsögunnar og ljóðsins. Hann veltir einnig fyrir sér hver sé framtíð bókmennta á málum, sem fáir lesa, skrifa eða skilja og ræðir í þessu sambandi sérstöðu íslenskunnar og annarra Heikki A. Reenpáá. tungumála fámennra þjóða og hvaða leiðir séu vænlegar til úr- bóta. Meðal annars ætlar hann að vekja máls á áhugaverðri hugmynd um norræna bókmenntaritröð. Fyrirlesturinn hefst sem fyrr seg- ir kl. 17 á föstudaginn og verður fluttur á sænsku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.