Morgunblaðið - 14.01.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.01.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1988 Taiwan: Chiang* Ching-Kuo allur Lee Teng-Hui varaforseti tekinn við Taipei, Reuter. FORSETI Taiwans, Chiang Ching-Kuo, lést af völdum hjartaáfalls í gær. Chiang, sem var sonur stríðskempunnar Chiang Kai-Shek, var 77 ára gamall. Varaforseti landsins, Lee Teng-Hui, hefur þegar tekið við forsaetaembætti. Chiang Ching-Kuo. Chiang var vinsæll meðal þjóðar sinnar og einn aðalhugmyndasmið- ur efnahagsundursins á Taiwan. Hann stjórnaði landi sínu með styrkri hendi, en lét undirmönnum sínum þó eftir daglegt amstur stjórnarinnar. Á síðastliðnu ári aflétti hann herlögum, sem verið höfðu í gildi frá því að kínverskir þjóðemissinnar flúðu meginland Kína undan her7 sveitum kommúnista fyrir 38 árurh og hóf að færa stjórn alla og skipu- lag í lýðræðislegra horf. Chiang menntaðist í Sovétríkjun- um á þriðja og fjórða tug aldarinnar og hafði í raun lítil kynni af vest- rænum hugmyndum um lýðræði og frjálslyndi. Vestrænir stjómmála- skýrendur telja að með hrakandi heilsu hafi hann gert sér grein fyr- ir nauðsyn lýðræðislegri stjómar- hátta og þess að nýtt blóð kæmi í forystusveit landsins. Chiang naut mikillar lýðhylli og ber mönnum sama að hann hafi verið andlega vel á sig kominn und- ir hið síðasta og var sérstaklega til þess tekið hvað hann þótti hafa góða kímnigáfu. Hins vegar gekk hann ekki heill til skógar líkamlega og þjáðist af sykursýki og augn- sjúkdómi nokkmm. HÆKKUN ÐGJALDA Tll LÍFEYRISS Breyttar reglur um iðgjaldagreiðslur til lífeyrissjóða SAL. Samkvæmt kjarasamningi ASÍ og VSÍ frá 26. febrúar 1986 aukast iðgjöid til lífeyrissjóða í áföngum, þar til 1. janúar 1990 að starfsmenn greiða 4% af öllum launum til lífeyrissjóða og atvinnurekendur með sama hætti 6%. Til iðgjalda- skyldra launa telst m.a. yfirvinna, ákvæðisvinna og bónus. Sérstakar reglur gilda þó um iðgjaldagreiöslur sjómanna. Umsamið hlutfall iðgjalda af öllum launum er sem hér segir: Árin 1987-1989: a) Starfsmenn: 4% iðgjald skal greiða af öllum tekjum starfsmanna á mánuði hverjum, hverju nafni sem nefnast, þó skal ekki greiða 4% iðgjald af hærri fjárhæð, en sem svarar til iðgjalds fyrir 1731/3 klst. miðað við tíma- kaup hlutaðeigandi starfsmanns í dagvinnu, að við- bættu orlofi. Atvinnurekendur: 6% iðgjald af sömu fjárhæð. b) Ef launatekjur eru hærri, en sem nemur tekjum fyrir 173 1/3 klst. að viðbættu orlofi, sbr. a-lið, skal greiða til viðbótar sem hér segir: 1987 1988 1989 Hluti starfsmanna: 1,0% 2,0% 3,0% Hluti atvinnurekenda: 1,5% 3,0% 4,5% Frá 1. janúar 1990 greiða starfsmenn 4% af öllum launum og atvinnurekendur með sama hætti 6%. SAMBAND ALMENNRA LÍFEYRISSJÓÐA Samræmd lífeyrisheild Lsj. byggingamanna • Lsj. Dagsbrúnar og Framsóknar • Lsj. Félags garðyrkjumanna • Lsj. framreiðslumanna • Lsj. málm- og skipasmiða • Lsj. matreiðslumanna • Lsj. rafiðnaðarmanna • Lsj. Sóknar • Lsj Lsj Lsj Lsj Lsj Lsj Lsj Lsj Lsj verksmiðjufólks Vesturlands Bolungarvíkur Vestfirðinga verkamanna, Hvammstanga stéttarfélaga i Skagafirði Iðju á Akureyri Sameining, Akureyri trésmiða á Akureyri Lsj. Björg, Húsavík Lsj. Austurlands Lsj. Vestmanneyinga Lsj. Rangæinga Lsj. verkalýðsfélaga á Suðurlandi Lsj. verkalýðsfélaga á Suðurnesjum Lsj. verkafólks í Grindavík Lsj. Hlífar og Framtíðarinnar Lee Tang-Hui. Kosningarnar 1 í Haiti: Erlendum fulltrúm boðið að fylgjast með kjöri Port-au-Prince, Reuter. HERSHÖFÐINGJAR Haiti, sem reyna að koma í veg fyrir að ofbeldi endurtaki sig í tengslum við forsetakosningarnar á sunnu- dag, greindu frá því á þriðjudag að eriendum eftirlitsmönnum og fréttamönnum verði leyft að fylgjast með kosningunum. Að sögn sendimanna er þetta svar herstjórnarinnar við þeim gagn- rýnisröddum sem halda því fram að hún sé líklega til að „hag- ræða“ kosningunum. Andstæð- ingar herstjórnarinnar segjast ætla að hunsa kosningarnar, þar sem þeir teija að hershöfðingj- arnir ætli að koma því til leiðar að einhver þeim hliðhollur verði forseti landsins. í yfirlýsingu herstjómarinnar segir að eftirlitsmönnum frá Sam- einuðu þjóðunum, Samtökum Ameríkuríkja, Evrópubandalagsins og Einingarsamtökum Afríku verði boðið að fylgjast með kosningunum. Sú staðreynd að hægrisinnuðum stuðningsmönnum Duvaliers, fyrr- um einræðisherra landsins, var bannað að bjóða sig fram hefur vakið ugg um að ofbeldi endurtaki sig. Sex þeirra sem var bannað að bjóða sig fram hafa áfrýjað til hæstaréttar landsins, en fréttaskýr- endur telja að dæmt verði þeim í óhag. Margir íbúa höfuðborgarinnar, Port-au-Prince, eru sagðir hafa yfírgefíð borgina af ótta við of- beldi. Nokkrir sendimenn hafa sagt að 6 manns hafi verið drepnir síðustu vikur. Mikil spenna er sögð í borginni Jeremie, en hún er ein af fáum borgum Haiti þar sem vit- að er að andstæðingar hersins séu vopnaðir. Hersveitir eru sagðar hafa eftirlit með borgarbúum vegna orðróms um að andstæðingar hers- ins þar ætli að mótmæla kosningun- um. Willy Romulus, biskup í Jeremie, og fleiri kaþólskir leiðtogar hafa hvatt Haitibúa til að kjósa ekki, þrátt fyrir að slíkt sé bannað með lögum. Útvarpsstöð í höfuðborginni hefur greint frá því að herinn hafi í það minnsta handtekið tvo menn í Jeremie fyrir að hvetja fólk til að kjósa ekki. Sumir Haitibúar spá því að einungis lítill hluti þjóðarinnar, aðallega skyldmenni og stuðnings- menn frambjóðendanna ellefu, auk hermanna og ríkisstarfsmanna, komi til með að kjósa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.