Morgunblaðið - 14.01.1988, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 14.01.1988, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1988 57 KNATTSPYRNA / ENSKI BIKARINN Aftur jafnt hjá Everton og Sheff. Wed. ^Ljpk^^up. ''■ FOI_K ■ LUTON seldi í gær Micky Weir til Hibs í Skotlandi á 200 þús. sterlingspund. Það eru aðeins ^órir mánuðir síðan Luton keypti Weir frá Hibs. Hann náði aldrei að festa rætur í Hattaborginni frægu - fékk heimþrá. ■ GEYSILEGUR áhugi er fyrir leik Brighton og Arsenal í ensku bikarkeppninni, sem fer fram í Brighton 30. janúar. Uppselt er á leikinn - 29. áhorfendur. Einnig er mikill áhugi fyrir leik Aston Villa og Liverpool, sem fer fram á Villa Park sunnudaginn 31. jan- úar. Þrátt fyrir að leiknum verði sjónvarpað beint, er uppselt- - 48.000 áhorfendur. Félögin eru nú í efstu sætunum í 1. og 2. deild. ■ JAN Mölby er ekki á leið frá Liverpool þrátt fyrir mikinn áhuga Uli Höness, framkvæmstjóra Bay- em MUnchen. Mölby hefur ekki fengið tækifæri hjá Liverpool á þessu keppnistímabili, en Kenny Dalglish framkvæmdastjóri Li- verpool sagði í gær, að hann ætlaði ekki að selja Mölby. Sepp Piontek þjálfari danska landsliðsins er ekki hrifinn af því, enda á Mölby að leika stórt hlutverk með danska landsliðinu i Evrópukeppninni sem hefst í júní. ■ JUVENTUS á Ítalíu vill fá Frans Beckenbauer, landsliðs- þjálfara V-Þýskalands, sem tæknilegan ráðgjafa félagsins. í gær sagði einn af forráðamönnum félagsins, að Juventus vildi aðeins það besta og því væri Beckenbauer 1 efstur á blaði. Beckenbauer sagði að hann væri samningsbundinn sem þjálfari v-þýska landsliðsins til 1990. „En það er hægt að ræða öll mál,“ sagði hann. Ef þessi snjalli þjálfari fer til Juventus, þá fær hann enga smápeningaupphæð í vasann. Olaf Thon til Sampdoria á Ítalíu. ■ ÍTALSKT blað sagði frá því í gær að Sampdoría væri búið að ganga frá kaupum á Olaf Thon frá Schalke. Félagið borgaði kr. 154 millj. fyrir þennan snjalla leikmann, sem fær sjálfur kr. 45 millj. í árs- laun. ■ GARY Lineker er á leið til Inter Milanó á Ítalíu, ef marka má grein f Daily Mirror í gær. Þar segir að Inter Milanó hafi sýnt mikinn áhuga á að fá Lineker. Verðið stendur þó í forráðamönnum Inter því Barcelona hefur sett upp rúmar fimm milljónir punda, eða sem svarar 330 milljónir ísl. kr. ■ BORIS Angelov var í gær ráðinn þjálfari landsliðs Búlgaríu í knattspymu. Hann hefur þjálfað U-21 árs landsliðið, en tekur við af Hristo Mladenov sem var sagt upp vegna slakrar frammistöðu landsliðsins í Evrópukeppninni. Búlgaría tapaði fyrir Skotum í síðasta leik riðlakeppninnar og það voru því Irar sem komust áfram í lokakeppnina. ■ OLGA Nazarova frá Sov- étríkjunum náði í gær besta árangri sem náðst hefur í 500 metra hlaupi í heiminum, innanhúss. Hún hljóp 500 metrana á 1:7.67 mínútu og bætti gamla metið um rúma sek- úndu. Metið setti hún á móti í Moskvu, en gamla metið átti Mar- ina Kharlamovo. Everton og Sheffíeld Wednesday skildu jöfn, 1:1, eftir framleng- inu í ensku bikarkeppninni á Goodison Park í gærkvöldi. Liðin ■^■■B skildu einnig jöfn á Frá Hillsborough á laug- BobHennessy ardaginn og verða lEnglandi því að leika að nýju. Þriðji leikurinn fer fram 25. janúar og dregið verður um hvort leikurinn fari fram á Goo- dison Park eða Hillsborough. Lee Chapman kom Sheffíeld yfír í fyrri hálfíeik en Graeme Sharp jafn- aði fyrir Everton með glæsilegu skoti, marki ársins, á 75. mínútu og þannig var staðan eftir venjuleg- an leiktíma. í framlengingunni tókst hvorugu liðinu að skora. Lið Sheffíeld og Everton voru skip- uð sömu leikmönnum og léku á laugardaginn nema að fyrirliði Everton, Kevin Ratcliffe, gat ekki leikið vegna meðsla sem hann hlaut í fyrri leiknum. Hann verður frá í þtjár vikur. Swindon Town, sem leikur í 2. deild, sigraði Norwich með tveimur mörkum gegn engu og skoraði Dave Bamber bæði mörk Swindon með skalla. Liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum. Swindon mætir Newcastle á útivelli í 4. umferð keppninnar. Graeme Sharp jafnaði fyrir Ever- ton þegar 15 mínútur voru til leiks- loka. KNATTSPYRNA Theódór þjálfar ÍR Theódór Guðmundsson var ráð- inn þjálfari 2. deildarliðs ÍR í knattspyrnu í gærkvöldi. Theódór er fyrrum þjálfari unglingalands- liðsins. Gylfí Gfslason frá Selfossi hætti við að taka að sér ÍR-liðið. HANDBOLTI Eyjamenn taplausir rír leikir fóru fram í 2. deild karla í handknattleik í gær- kvöldi. ÍBV hélt áfram sigurgöngu sinni er liðið vann Reyni frá Sand- gerði í Eyjum, 28:23. IBV er í efsta sæti með 19 stig og hefur ekki tap- að leik til þessa, gert eitt jafntefli. UMFN sigraði Selfoss í Njarðvík, 26:24, í gær og er í þriðja sæti. Loks sigraði Fylkir Hauka nokkuð örugglega, 30:19, í Seljaskóla. Porto lagðS Ajax Real Madrid tapaði á Spáni Porto frá Portugal tryggði sér sigur í meistarakeppni meistarana I Evrópu í gærkvöldi - ( Porto. Antonio Sousa skoraði sigurmark- ið, 1:0. Porto vann einnig sigur, 1:0, í Amsterdam. 45.000 áhorfebndur sáu leikinn. iReal Madrid tapadi óvænt, 2:3, fyrir litla félaginu Sabadella I fyrri lelk liðanna I spánsku bikarkeppninni I gaerkvöldi. Hugo Sancbez og Rafæl Martin Vaaquez íkoruðu mörk Real, en leikmenn Sabadella skoniðu þrjú mörk i afðustu 11 mln. leiksins. Atletico Madrid vann aigur, 2:1, yfir bikarmeisturum Real Sociedad og Barcelona gerði jafntefli, 1:1, við Castcllon. HANDBOLTI / AKUREYRARMOT Oruggt hjð KA-Höinu Erlingur Kristjánsson skoraði 7/3 mörk fyrir KA í gærkvöldi - þegar félagið vann stórsigur, 23:16, yfír Þór í fyrri leik félaganna í Akureyrarmótinu. Yfírburðir KA voru miklir í leiknum. Þeir sem skoruðu mörkin í leiknum, voru: KA: Erlingur 7/3, Axel Bjömsson 6, Friðjón Jónsson 3, Guðmundur Guðmundsson 2, Eg- gert Tryggvason 2, Svanur Valgeirsson 2 og Pétur Bjömsson 1. ÞÓR: Kristján Kristjánsson 5/4, Sævar Áma- son 3, Gunnar Gunnarsson 3, Ingólfur Samúelsson 2, Ami Stefánsson 1 og Sigur- páll Aðalsteinsson 1. BADMINTON / MEISTARAMOTTBR t Morgunblaöiö/RAX Broddl Krlstjánsson sigraði í einliðaleik og tvíliðaleik. Þórdís vann þrefalt Morgublaðið/RAX Þórdfs Edwald er einbeitt á svip er hún slær fjaðraboltann í gólfið hjá and- stæðing sínum. Hún sigraði í þremur greinum. ÞÓRDÍS Edwald TBR vann sig- ur f öllum þremur greinunum í meistaraflokki kvenna á meist- armóti TBR sem haldiö var f húsi TBR um helgina. Broddi Kristjánsson TBR kom næstur, en hann sigraði í tveimur grein- um af þremur. órdís hafði mikla yfírburði í kvennaflokki þurfti t.a.m. aldr- ei að leika úrslitalotu. Hún sigraði Elísabetu Þórðardóttir TBR í úrslit- um í einliðaleik, 11:7 og 11:7. Þær stöllumar sameinuðust svo í tvíliða- ieik og sigruðu þar Bimu Petersen og Kristínu Berglind Magnúsdóttir TBR í úrslitaleik, 15:8 og 15:6. Loks sigraði Þórdís í tvenndarleik. Þar lék hún ásamt Brodda Kristj- ánssyni og þau sigruðu Guðmund Adolfsson og Guðrúnu Júlíusdóttir TBR í úrslitum, 15:12 og 15:10. Broddi Krístjánsson sigraði í ein- liðaleik karla. Hann mætti Áma Þór Hallgrímssyni TBR í úrslitum. Árni sigraði í fyrstu lotu 10-15, en Broddi vann tvær næstu 18-15 og 15-6. Broddi lék í tvíliðaleik ásamt Þor- steini Páli Hængssyni TBR, en þeir félagar töpuðu óvænt fyrir Guð- mundi Adolfssyni og Huang Wei Cheng TBR. Broddi og Þorsteinn sigruðu í fyrstu lotunni, 13-18, en Guðmundur og Huang sigmðu i tveimur næstu 15-8 og 15-13. í A-flokki sigraði Frímann Ferdin- andsson Víking í einliðaieik karla. Hann lagði Ola Bjöm Zimsen TBR I úrslitaleik. Óli komst í úrslit í öll- um greinum en sigraði aðeins í tvíliðaleik. Hafdís Böðvarsdóttir ÍA sjgraði Sigríði M. Jonsdóttir TBR í úrslitum í einliðaleik kvenna. í tvíliðaleik karla sigruðu óli Björn Zimsen og Skúli Þórðarson TBR. Berta Finnbogadóttir TBR og Hafdfís Böðvarsdótir ÍA sigruðu 1 tvíliðaleik kvenna. í tvenndarleik sigruðu Hannes Ríkarðsson og Elín Agnarsdóttir TBR. Þórdís í Hollandi órdís Edwald, þrefaldur Is- landsmeistarí í badminton, hélt út til Hollands á mánudag, en þar mun hún æfa með einu sterkasta félagsliði landsins. Þórdís fór til Hollands strax að loknu meistarmóti TBR, en þar sigraði hún í þremur greinum. Hun mun dvelja í Hollandi í sjö vikur við æfíngar og keppni. Þórdís endar svo Hollandsdvöl sína með þátttöku í Tomas/ Uber-Cup með landsliðinu. Keppnin er óopinber Heims- meistanakepni landsliða í badminton.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.