Morgunblaðið - 14.01.1988, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 14.01.1988, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1988 57 KNATTSPYRNA / ENSKI BIKARINN Aftur jafnt hjá Everton og Sheff. Wed. ^Ljpk^^up. ''■ FOI_K ■ LUTON seldi í gær Micky Weir til Hibs í Skotlandi á 200 þús. sterlingspund. Það eru aðeins ^órir mánuðir síðan Luton keypti Weir frá Hibs. Hann náði aldrei að festa rætur í Hattaborginni frægu - fékk heimþrá. ■ GEYSILEGUR áhugi er fyrir leik Brighton og Arsenal í ensku bikarkeppninni, sem fer fram í Brighton 30. janúar. Uppselt er á leikinn - 29. áhorfendur. Einnig er mikill áhugi fyrir leik Aston Villa og Liverpool, sem fer fram á Villa Park sunnudaginn 31. jan- úar. Þrátt fyrir að leiknum verði sjónvarpað beint, er uppselt- - 48.000 áhorfendur. Félögin eru nú í efstu sætunum í 1. og 2. deild. ■ JAN Mölby er ekki á leið frá Liverpool þrátt fyrir mikinn áhuga Uli Höness, framkvæmstjóra Bay- em MUnchen. Mölby hefur ekki fengið tækifæri hjá Liverpool á þessu keppnistímabili, en Kenny Dalglish framkvæmdastjóri Li- verpool sagði í gær, að hann ætlaði ekki að selja Mölby. Sepp Piontek þjálfari danska landsliðsins er ekki hrifinn af því, enda á Mölby að leika stórt hlutverk með danska landsliðinu i Evrópukeppninni sem hefst í júní. ■ JUVENTUS á Ítalíu vill fá Frans Beckenbauer, landsliðs- þjálfara V-Þýskalands, sem tæknilegan ráðgjafa félagsins. í gær sagði einn af forráðamönnum félagsins, að Juventus vildi aðeins það besta og því væri Beckenbauer 1 efstur á blaði. Beckenbauer sagði að hann væri samningsbundinn sem þjálfari v-þýska landsliðsins til 1990. „En það er hægt að ræða öll mál,“ sagði hann. Ef þessi snjalli þjálfari fer til Juventus, þá fær hann enga smápeningaupphæð í vasann. Olaf Thon til Sampdoria á Ítalíu. ■ ÍTALSKT blað sagði frá því í gær að Sampdoría væri búið að ganga frá kaupum á Olaf Thon frá Schalke. Félagið borgaði kr. 154 millj. fyrir þennan snjalla leikmann, sem fær sjálfur kr. 45 millj. í árs- laun. ■ GARY Lineker er á leið til Inter Milanó á Ítalíu, ef marka má grein f Daily Mirror í gær. Þar segir að Inter Milanó hafi sýnt mikinn áhuga á að fá Lineker. Verðið stendur þó í forráðamönnum Inter því Barcelona hefur sett upp rúmar fimm milljónir punda, eða sem svarar 330 milljónir ísl. kr. ■ BORIS Angelov var í gær ráðinn þjálfari landsliðs Búlgaríu í knattspymu. Hann hefur þjálfað U-21 árs landsliðið, en tekur við af Hristo Mladenov sem var sagt upp vegna slakrar frammistöðu landsliðsins í Evrópukeppninni. Búlgaría tapaði fyrir Skotum í síðasta leik riðlakeppninnar og það voru því Irar sem komust áfram í lokakeppnina. ■ OLGA Nazarova frá Sov- étríkjunum náði í gær besta árangri sem náðst hefur í 500 metra hlaupi í heiminum, innanhúss. Hún hljóp 500 metrana á 1:7.67 mínútu og bætti gamla metið um rúma sek- úndu. Metið setti hún á móti í Moskvu, en gamla metið átti Mar- ina Kharlamovo. Everton og Sheffíeld Wednesday skildu jöfn, 1:1, eftir framleng- inu í ensku bikarkeppninni á Goodison Park í gærkvöldi. Liðin ■^■■B skildu einnig jöfn á Frá Hillsborough á laug- BobHennessy ardaginn og verða lEnglandi því að leika að nýju. Þriðji leikurinn fer fram 25. janúar og dregið verður um hvort leikurinn fari fram á Goo- dison Park eða Hillsborough. Lee Chapman kom Sheffíeld yfír í fyrri hálfíeik en Graeme Sharp jafn- aði fyrir Everton með glæsilegu skoti, marki ársins, á 75. mínútu og þannig var staðan eftir venjuleg- an leiktíma. í framlengingunni tókst hvorugu liðinu að skora. Lið Sheffíeld og Everton voru skip- uð sömu leikmönnum og léku á laugardaginn nema að fyrirliði Everton, Kevin Ratcliffe, gat ekki leikið vegna meðsla sem hann hlaut í fyrri leiknum. Hann verður frá í þtjár vikur. Swindon Town, sem leikur í 2. deild, sigraði Norwich með tveimur mörkum gegn engu og skoraði Dave Bamber bæði mörk Swindon með skalla. Liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum. Swindon mætir Newcastle á útivelli í 4. umferð keppninnar. Graeme Sharp jafnaði fyrir Ever- ton þegar 15 mínútur voru til leiks- loka. KNATTSPYRNA Theódór þjálfar ÍR Theódór Guðmundsson var ráð- inn þjálfari 2. deildarliðs ÍR í knattspyrnu í gærkvöldi. Theódór er fyrrum þjálfari unglingalands- liðsins. Gylfí Gfslason frá Selfossi hætti við að taka að sér ÍR-liðið. HANDBOLTI Eyjamenn taplausir rír leikir fóru fram í 2. deild karla í handknattleik í gær- kvöldi. ÍBV hélt áfram sigurgöngu sinni er liðið vann Reyni frá Sand- gerði í Eyjum, 28:23. IBV er í efsta sæti með 19 stig og hefur ekki tap- að leik til þessa, gert eitt jafntefli. UMFN sigraði Selfoss í Njarðvík, 26:24, í gær og er í þriðja sæti. Loks sigraði Fylkir Hauka nokkuð örugglega, 30:19, í Seljaskóla. Porto lagðS Ajax Real Madrid tapaði á Spáni Porto frá Portugal tryggði sér sigur í meistarakeppni meistarana I Evrópu í gærkvöldi - ( Porto. Antonio Sousa skoraði sigurmark- ið, 1:0. Porto vann einnig sigur, 1:0, í Amsterdam. 45.000 áhorfebndur sáu leikinn. iReal Madrid tapadi óvænt, 2:3, fyrir litla félaginu Sabadella I fyrri lelk liðanna I spánsku bikarkeppninni I gaerkvöldi. Hugo Sancbez og Rafæl Martin Vaaquez íkoruðu mörk Real, en leikmenn Sabadella skoniðu þrjú mörk i afðustu 11 mln. leiksins. Atletico Madrid vann aigur, 2:1, yfir bikarmeisturum Real Sociedad og Barcelona gerði jafntefli, 1:1, við Castcllon. HANDBOLTI / AKUREYRARMOT Oruggt hjð KA-Höinu Erlingur Kristjánsson skoraði 7/3 mörk fyrir KA í gærkvöldi - þegar félagið vann stórsigur, 23:16, yfír Þór í fyrri leik félaganna í Akureyrarmótinu. Yfírburðir KA voru miklir í leiknum. Þeir sem skoruðu mörkin í leiknum, voru: KA: Erlingur 7/3, Axel Bjömsson 6, Friðjón Jónsson 3, Guðmundur Guðmundsson 2, Eg- gert Tryggvason 2, Svanur Valgeirsson 2 og Pétur Bjömsson 1. ÞÓR: Kristján Kristjánsson 5/4, Sævar Áma- son 3, Gunnar Gunnarsson 3, Ingólfur Samúelsson 2, Ami Stefánsson 1 og Sigur- páll Aðalsteinsson 1. BADMINTON / MEISTARAMOTTBR t Morgunblaöiö/RAX Broddl Krlstjánsson sigraði í einliðaleik og tvíliðaleik. Þórdís vann þrefalt Morgublaðið/RAX Þórdfs Edwald er einbeitt á svip er hún slær fjaðraboltann í gólfið hjá and- stæðing sínum. Hún sigraði í þremur greinum. ÞÓRDÍS Edwald TBR vann sig- ur f öllum þremur greinunum í meistaraflokki kvenna á meist- armóti TBR sem haldiö var f húsi TBR um helgina. Broddi Kristjánsson TBR kom næstur, en hann sigraði í tveimur grein- um af þremur. órdís hafði mikla yfírburði í kvennaflokki þurfti t.a.m. aldr- ei að leika úrslitalotu. Hún sigraði Elísabetu Þórðardóttir TBR í úrslit- um í einliðaleik, 11:7 og 11:7. Þær stöllumar sameinuðust svo í tvíliða- ieik og sigruðu þar Bimu Petersen og Kristínu Berglind Magnúsdóttir TBR í úrslitaleik, 15:8 og 15:6. Loks sigraði Þórdís í tvenndarleik. Þar lék hún ásamt Brodda Kristj- ánssyni og þau sigruðu Guðmund Adolfsson og Guðrúnu Júlíusdóttir TBR í úrslitum, 15:12 og 15:10. Broddi Krístjánsson sigraði í ein- liðaleik karla. Hann mætti Áma Þór Hallgrímssyni TBR í úrslitum. Árni sigraði í fyrstu lotu 10-15, en Broddi vann tvær næstu 18-15 og 15-6. Broddi lék í tvíliðaleik ásamt Þor- steini Páli Hængssyni TBR, en þeir félagar töpuðu óvænt fyrir Guð- mundi Adolfssyni og Huang Wei Cheng TBR. Broddi og Þorsteinn sigruðu í fyrstu lotunni, 13-18, en Guðmundur og Huang sigmðu i tveimur næstu 15-8 og 15-13. í A-flokki sigraði Frímann Ferdin- andsson Víking í einliðaieik karla. Hann lagði Ola Bjöm Zimsen TBR I úrslitaleik. Óli komst í úrslit í öll- um greinum en sigraði aðeins í tvíliðaleik. Hafdís Böðvarsdóttir ÍA sjgraði Sigríði M. Jonsdóttir TBR í úrslitum í einliðaleik kvenna. í tvíliðaleik karla sigruðu óli Björn Zimsen og Skúli Þórðarson TBR. Berta Finnbogadóttir TBR og Hafdfís Böðvarsdótir ÍA sigruðu 1 tvíliðaleik kvenna. í tvenndarleik sigruðu Hannes Ríkarðsson og Elín Agnarsdóttir TBR. Þórdís í Hollandi órdís Edwald, þrefaldur Is- landsmeistarí í badminton, hélt út til Hollands á mánudag, en þar mun hún æfa með einu sterkasta félagsliði landsins. Þórdís fór til Hollands strax að loknu meistarmóti TBR, en þar sigraði hún í þremur greinum. Hun mun dvelja í Hollandi í sjö vikur við æfíngar og keppni. Þórdís endar svo Hollandsdvöl sína með þátttöku í Tomas/ Uber-Cup með landsliðinu. Keppnin er óopinber Heims- meistanakepni landsliða í badminton.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.