Morgunblaðið - 14.01.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.01.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1988 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Bangladesh: Tekst Ershad og stjómarand- stöðuleiðtognnum að ná sam- stöðu nú í þessu hrjáða landi EFTIR stöðugar fréttir um ókyrrð og allt að því tilraun til upp- reisnar i Bangladesh frá því síðla í nóvember og fram yfir áramót lítur út fyrir að þar sé meiri kyrrð í augnablikinu. Ers- had forseti hefur neyðzt til að láta helztu leiðtoga stjórnarand- stöðunnar lausa, þær Hasinu Wazed, Ieiðtoga Awamibandalagsins og Khaledu Zia, forsvarsmann BNP, Þjóðarflokksins, en strangt eftirlit er með þeim haft, athafnafrelsi þeirra, svo og málfrelsi er stórlega skert. Þetta á við um fleiri stjórnarandstæðinga. Ershad setti herlög í gildi eina ferðina enn, þegar honum fannst sem ókyrrðin væri að fara úr böndunum, efnt var til stöð- ugra verkfalla og mótmæli og óeirðir voru daglegt brauð. Stjórn- arandstaðan hafði bersýnilega hugsað sér að standa eins skipu- lega að mótmælaaðgerðum gegn Ershad og unnt væri, einmitt til að honum væri ekki stætt á að he§a fjöldahandtökur og fá svo átyllu til að setja herlög. Hvað er að marka orð forsetans? En allt kom fyrir ekki og svo virðist sem þær stöllur Hasina og Khalida — sem raunar deila fáu nema andúð á Ershad — hafi ekki haft stjóm á sínu fólki og vitan- lega var það vatn á myllu Ershads forseta. Ershad hefur setið í fimm ár, sem er langur tími á mæli- kvarða Bangladesh. Hann er sömuleiðis einn fárra sem komst til valda í byltingu án blóðsúthell- inga. Forsetinn hefúr nú kunngert, að hann hafí áhuga á að ræða við ábyrga stjómarandstöðu- menn. Hann hefur ekki skilgreint nánar, hvað í þeim orðum felst og viðræður eru ekki hafnar enn. Hann hét ennfremur að efna til kosninga, sem byggðu að nokkm á niðurstöðum þessara viðræðna. Hann segir að stjómin muni virða tillögur og skoðanir, sem stjómarandstaðan komi fram með og segist ábyrgjast að kosn- ingamar verði í hvívetna frjálsar og fari fram samkvæmt lýðræðis- legum reglum. Ershad kveðst ekki ætla að setja það fyrir sig þótt annar flokkur en hans eigin, Jaty- ia, fái meirihluta. Þeir sem þekkja til mála í þessu hrjáða landi telja ólíklegt, að Ers- had muni hirða um að standa við öll þessi fögm og stóm orð. Bent er á að væri efnt til fullkomlega frjálsra kosninga í næsta mánuði, eins og Ershad hefur minnzt á, er ákaflega ótrúlegt, að forsetinn færi með sigur af hólmi. Ekkert hafi komið fram, er gefi til kynna, að forsetinn sé fús að láta af völd- um sínum. En heimildir í Dhaka, höfuð- borg landsins, segjast hafa fyrir satt, að Ershad sé mjög órótt í Ershad forseti segist trúa að þjóðin bjargist — með sinni hjálp. geði, vegna þeirrar ólgu sem hef- ur verið í landinu og er vitanlega hemill á allar framfarir. Og Bangladesh má sízt við því. Sum- ir spá því, að Ershad muni leita eftir einhvers konar samkomulagi við konumar tvær og fáist þær til að vinna með honum á einn eða annan hátt, sé hann einnig tilbúinn að gera nauðsynlegar tils- lakanir. Svo miklu skipti það hann að afla sér trausts stjómarand- stöðunnar. Stefna kvennanna er ekki ljós Eins og fram hefur komið er málfrelsi þeirra Hasinu og Khalidu takmarkað, en sú fyrr- nefnda hefur sýnt töluverða dirfsku í yfírlýsingum sínum. Hún staðhæfír, að Ershad muni finna einhver ráð til að fara á bak við stjómarandstöðuna, því að sízt geti hann hugsað sér að missa völdin. Hún viðurkenndi samt, að ekki væri sanngjamt að stjómar- andstaðan neitaði samvinnu við forsetann, ef vit yrði í hugmynd- um hans. Og víst er, að Bangla- desh glímir við svo mikinn vanda, að það er hörmulegt að vita hvílíkar væringar eru einlægt í innanríkismálum. Það sem hefur átt þátt í að halda Ershad við völd er án efa, að stefna Awami- og BNP-flokkanna er mjög óljós. Ekki þarf að fara í grafgötur um að þær vilja að Ershad fari frá. En hvað síðan tekur við, að þeirra dómi, virðist vera ákaflega loft- kennt og óljóst. Margsinnis hafa þær verið krafðar um afdráttar- lausar stefnuyfírlýsingar um, að hverju skuli unnið, ef forsetinn Hasina Wazed, er dóttir Miyid, fyrsta forseta landsins. fari frá, en mönnum hefur ekki þótt málflutningur þeirra nægi- lega sannfærandi. Bangladesh er hörmunganna land í flestra hugum Fá lönd í heimi hafa jafn hryggilega ímjmd út á við og Bangladesh. Fljótlega eftir frels- isstríðið sem færði þeim sjálfstæði frá Pakistan í kringum 1970 varð mjög alvarleg hungursneyð í landinu. Þótt meirihluti þjóðarinn- ar, sem er nú um eitt hundrað milljónir, teljist undir fátækra- mörkunum, hefur hungursneyð á borö við þá ekki komið þar síðan. Ástæða þess er og sú, að al- þjóðlegar hjálparstofnanir virðast beinlínis reikna með því að þær verði á hveiju ári og stundum oftar að leggja af mörkum mikla aðstoð til Bangladesh. Vegna upp- skerubrests, vegna flóða, felli- bylja; þær náttúruhamfarir eru varla til sem Bangladeshar fá ekki að kenna á oft á hveiju ári. Auðvitað bætir svo ekki úr skák, að mjög ófriðlegt hefur ver- ið á hinu pólitíska sviði frá því landið hlaut sjálfstæði. Hver leið- toginn af öðrum hefur verið myrtur og næsti sezt í valdastól, unz herinn hefur fengið sig fullsaddan af honum og ræður viðkomandi af dögum. Þetta hefur leitt til þess, að þjóðarleiðtogar hafa orðið að veija óhemju mikl- um fjármunum til hersins til að reyna að hafa yfirmenn þar á sínu bandi. Fjármunum, sem hefði bet- ur verið veitt til að byggja upp þetta fátæka og þéttbýla land. Þar sem náttúruauðlindir eru af skomum skammti, en fegurð landsins og alúð fólksins verður þeim ógleymanlegt, sem kynnast því. Frá Bangldesh 25 milljónir á tromp! 45 milljónir á númerið allt! Rík ástæða fyrir þig til að taka þátt! Happdrætti Háskólans hefur hæsta vinnings- hlutfall í heimi! 70% af veltunni fara til vinnings- hafa! Allir vinningar eru greiddir út í beinhörð- um peningum sem vinningshafar ráðstafa að eigin vild. Vinningarnir eru undanþegnir skatti! Vinningarnir 1988: 9 á 5.000.000 kr./ 108 á 1.000.000 kr./ 108 á 500.000 kry 324 á 100.000 kr./ 1.908 á 25.000 kr./ 10.071 á 15.000 kr./ 122.238 á 7.500 kr/ 234 aukavinningar á 25.000 kr./ Samtals 135.000 vinningar á 1.360.800.000 kr. HAPPDRÆTTÍ HÁSKÓLA ISLANDS Vœnleoast til vinnims /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.