Morgunblaðið - 28.05.1988, Page 1

Morgunblaðið - 28.05.1988, Page 1
72 SIÐUR B OG LESBOK 119. tbl. 76. árg. LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Ála$unrf« Björgvin Gautaborg Kath.’sai \ DANMÖRK u Kaupmarmahófn or JBT m 300 km Beirút: Komu sýrlenskra hermanna fagnað Beirút, Reuter. SÝRLENSKIR hermenn réðust inn í suðurhluta Beirút-borgar i gær til að binda enda á átök shíta sem staðið höfðu í þijár vikur. íbúar borgarinnar fögn- uðu komu hermannanna ákaft og stjórnarerindrekar sögðu að aðgerðir sýrlenska hersins gætu stuðlað að þvi að átján vestrænir gislar i borginni yrðu leystir úr haldi. Júgóslavía: Gengið fellt um 23,9% Belfmtd, Reuter. STJORNIN í Júgóslavíu felldi í gær gengi dínarsins um 23,9 af hundraði, að þvi er fram kemur í yfirlýsingu hennar. Gripið var til þessara ráðstafana til að beij- ast gegn efnahagslegri kreppu i landinu sem skapast hefur vegjna erlendra skulda, en verð- bólgan í Júgóslaviu er nú 152 prósent. í yfirlýsingu stjómarinnar, sem júgóslavneska fréttastofan Tanjug birti, segir að Branko Mikulic for- sætisráðherra fyrirhugi einnig að hækka verð á vörum og þjónustu. Bensínverðið hækki um 32,2 pró- sent, póstþjónusta um 28 prósent, lestarferðir um 38,5 prósent og kol um 30,3 prósent. Stjómin hafði fyrr í þessum mánuði komið af stað miklum vinnudeilum með því að setja lög sem takmarka laun og fjárfesting- ar. Stjómin lækkaði gengi dínars- ins um 24,6 prósent í nóvember, sem leiddi til mikillar verðhækkun- ar á bensíni og öðmm innfluttum vöram. Júgóslavneska stjómin komst í mars að samkomulagi við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn um greiðslufrest og vora áðumefndar aðgerðir hluti af því samkomulagi, segir í yfirlýs- ingu stjómarinnar. Sjónarvottar sögðu að um 800 sýrlenskir hermenn hefðu náð tíu vígjum í suðurhluta borgarinnar á sitt vald. Jarðýtur bytjuðu að ryðja burt götuvígjum sem liðsmenn Hizbollah, Flokks Guðs, sem íran- ir styðja, og Amal-sveitir shíta, studdar af Sýrlendingum, höfðu komið upp. Hermennimir nutu aðstoðar hundrað líbanskra lög- reglumanna. Sjónarvottar segja að hermenn- imir hafí náð nokkram vígjum skammt frá höfuðstöðvum Hizb- ollah-hreyfíngarinnar, þar sem tal- ið er að nokkrir vestrænu gislanna 18 séu í haldi. íbúar borgarinnar, sem þurft hafa að gista í kjölluram dögum saman vegna átakanna, komu út á götur til að virða fyrir sér eyði- legginguna. Konur köstuðu blóm- um og hrísgijónum yfír hermenn- ina og karlmenn föðmuðu þá að sér og óskuðu þeim góðs gengis. Talsmaður írönsku stjómarinn- ar sagði í samtali við fréttamann Reuters að Sýrlendingar hefðu hafíð þessar aðgerðir eftir að hafa komist að samkomulagi við írans- stjóm. Samkvæmt samkomulag- inu verður liðssveitum shíta bann- að að bera vopn á götum borgar- innar, auk þess sem aðalstöðvum þeirra verður lokað. Reuter Sýrlenskir hermenn heilsa ungum íbúum Beirút-borgar. Hermennim- ir komu þangað i gær til að binda enda á bardaga í borginni, sem kostað hafa 425 manns lífið, og var þeim ákaft fagnað. Washington- sáttmálinn: •• Oldunga- deildin staðfestir m Washington. Reuter. ÖLDUNGADEILD Bandarfkja- þings staðfesti i gær samning risa- veldanna um útrýmingu meðal- drægra kjarnorkuflauga, aðeins tveimur dögum áður en leiðtoga- fundur risaveldanna hefst i Moskvu. Flogið verður með skjölin til Helsinki þar sem Ronald Reag- an, Bandaríkjaforseti, undirritar þau og öðlast samkomulagið við það lagagildi. Sáttmálinn var staðfestur með 93 atkvæðum gegn fimm. Fjórir repú- blikanar og einn demókrati greiddu atkvæði gegn staðfestingunni. Efast hafði verið um að sáttmálinn yrði staðfestur fyrir leiðtogafundinn vegna málþófs og ftrekaðra tilrauna af hálfu andstæðinga samningsins til þess að koma í veg fyrir stað- festingu hans. Nýjar breytingartil- lögur komu fram í gær en voru allar felldar, m.a. tillaga um að staðfest- ingu yrði frestað þar til Sovétmenn hefðu staðið við mannréttindaákvæði Helsinki-sáttmálans. Reagan hafði sagt að það myndi varpa skugga á leiðtogafundinn í Moskvu ef samningurinn yrði ekki staðfestur fyrir fundinn. Geta Reagan og Míkhaíl Gorbatsjov nú skipst á staðfestingarskjölum við athöfn, sem hugsuð er sem hápunkt- ur fundar þeirra í Moskvu. Ronaid Reagan í Helsinki: Sovétmenn tileinki sér vestræn maiinúðargildi Helsmki, Reuter. RONALD Reagan Bandaríkjafor- seti hvatti Sovétmenn i ræðu í Helsinki i gær til að leysa pólitiska fanga úr haldi, leyfa fijálsar ferð- ir fólks úr landi og til að koma á algjöru trúfrelsi. Hann lýsti yfir þvi að virðing fyrir mannréttind- um væri óijúfanlegur hluti örygg- ismála og sagði að Sovétmenn og bandamenn þeirra ættu að tileinka sér þau mannúðargildi sem auð- kenndu menningu vestrænna Nýjar þörungatorfur í Skagerrak: Þönmgamir gætu borist til Jótlands Ósló, frá Rune Timberlid, fréttaritara Monfimblaðsins. NÝJAR torfur af banvænum þörungum hafa fundist ( Skag- errak. Hefur þörungamagn í þessu nýja belti mælst allt að 30 miljjón þönmgar i einum Utra af sjó, eða töluvert meira en mælst hefur undanfarna daga. Bæði danskir og norskir haf- fræðingar reyndu í gær að gera sér grein fyrir útbreiðslu þörung- anna í Skagerrak. Stöðugt berast fleiri fréttir af fískidauða i sjó. Dauður fiskur hefur meðal annars fundist norður af Skagen, nyrsta odda Jótlands, þar sem nýjar þör- ungatorfur era að myndast og suð- vestur af Esbjerg á Jótlandi. Danir óttast að vindátt breytist og beri þörungana að ströndum Jótlands. Þúsundum tonna af sjálfdauðum laxi og silungi var landað í Suðvest- ur-Noregi í gær. Þörangatorfurnar sem rekur með vesturströnd Nor- egs hafa nú náð Hörðalandi og fisk- eldisstöðvum nærri Björgvin. Þör- ungana rekur 25 kílómetra í norður á sólarhring. Vísindamenn standa enn berskjaldaðir frammi fyrir plágunni og ekki er ljóst hvað veld- ur því að þörangamir fjölga sér. LStíeg rckléit) Þörungatorfur hafa myndast við Skagen nyrst á Jótlandi. Breytist vindátt ekki rekur þær norður með vesturströnd Nor- egs. ríkja. Sovétmenn brugðust reiðir við ræðu Reagans og gáfu i skyn að hún boðaði ekki gott fyrír fundi leiðtoga stórveldanna i Moskvu, sem hefjast á mánudag. Bandaríkjaforseti hélt ræðu sína S Finnlandia-höllinni í Heisinki, þar sem fulltrúar 35 ríkja, þar á meðal Sovétríkjanna og Bandaríkjanna, undirrituðu Helsinki-sáttmálann um mannréttindi og öryggismál árið 1975. „Þrettán áram eftir að sátt- málinn var undirritaður er erfitt að skilja hvers vegna mál sundraðra Qölskyldna og bönn við hjónaböndum skuli enn vera á dagskrá funda stór- veldanna í austri og vestri, og hvers vegna óskir Sovétmanna um að flytja úr landi skuli vera háðar tilbúnum kvótum og geðþóttaákvörðunum," sagði Reagan. „Og hvers vegna þurf- um við að hugsa um áframhaldandi kúgun þeirra sem vilja iðka sína trú? Rúmlega 300 menn og konur, sem þjóðir heimsins álíta pólitíska fanga, hafa verið leyst úr haldi. Það er óskiljanlegt hvers vegna Sovétmenn geta ekki leyst alla þá úr haldi sem enn era i fangelsi fyrir að láta í ljós pólitiskar eða trúarlegar skoðanir, eða fyrir að skipuleggja eftirlit með þvi Helsinki-sáttmálinn sé haldinn." Bandaríkjaforseti mildaði orð sin um mannréttindabrot Sovétmanna með því að segja að í valdatíð Gorb- atsjovs hefði náðst árangur. „Gorb- atsjov hefur talað um að átökin milli austurs og vesturs séu óeðlileg og tímabundin og að jámtjaldið sé tíma- skekkja. Ég er sömu skoðunar og fagna hveiju merki þess að Sovét- menn og bandamenn þeirra séu ekki aðeins tilbúnir að tileinka sér, heldur koma á þeim gildum sem sameina og auðkenna vestræna menningu og bandarískt afsprengi hennar." Reagan ítrekaði þá kröfu sina að Berlinarmúrinn yrði rifínn og sagði að Berlín ætti að vera „evrópsk mið- stöð funda og ferða". Hann sagði að Sovétmenn ættu að heimila óháð dómskerfi, leynilegar atkvæða- greiðslur í kosningum, félagafrelsi og eftirlit almennings með löggjafar- valdinu. Talsmenn sovésku stjómarinnar lýstu yfír óánægju með ræðu Banda- ríkjaforseta. Sögðu þeir, að væri þetta dæmi um það sem gerðist í næstu viku mætti búast við mörgum vandamálum. Tvö sovésk dagblöð og fréttastofan Tass sökuðu Banda- ríkjastjóm um að hundsa mannrétt- indabrot í eigin landi. Sjá forystugrein á miðopnu og frétt um dvöl Reagans i Finn- landi á bls. 29.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.