Morgunblaðið - 28.05.1988, Síða 18

Morgunblaðið - 28.05.1988, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988 Hversu óskráð er sú saga? eftir Einar Pálsson Þjóðviljinn birtir athyglisverða grein um fomleifafræði hinn 22. maí 1988. Varðar greinin gamalt Norðurlandastríð, nánar til tekið Qölmennt innrásarlið, sem sigldi yfír Kattegat „fyrir 1800 árum“. Verður mikil fólkorusta við Illerup á Jótlandi og hafa Jótar sigur. taka þeir að herfangi margskonar vopn og verjur innrásarmanna og varpa í mýri, sem væntanlega var grunnt stöðuvatn í þann tíð. Mun- imir hafa varðveitzt með afbrigð- um vel, og hafa fomleifafræðingar þannig getað ráðið í margskonar vitneskju, sem áður var ekki fyrir hendi. Fomleifafræðingar fletta með öðrum orðum blöðum „í óskráðri sögu“. Er þetta rétt, að öðm leyti en því, að ný spuming hefur vakn- að í fræðum íslendinga: Hversu óskráð er sú saga, sem áður tald- ist „óskráð"? Þessi spuming mun ekki öllum skiljanleg og skal hún því nánnar íhuguð. Talið er, að „vitneskja um Norðurlandabúa á 2. öld e.Kr. eða á þeim tíma, er omstan varð við Illerup, byggist nær eingöngu á fommenjum." Þetta em orð Óttars Proppé ritstjóra, sem kveður grein sína lauslega þýðingu og endur- sögð á grein úr Illustreret vid- enskab. Vissulega em orð Óttars byggð á því sem menn töldu sig vita fyrir eigi alllöngu. Og enginn mun efa, að ritaðar heimildir um Norðurlandabúa þessara tima séu „fábrotnar". Einkum er þar stuðzt við þá Rómveijana Cæsar og Tacit- us, sem rituðú þó óviðjafnanlegar lýsingar á lífsháttum Germana. En til þeirra töldu Rómveijar Norð- urlandabúa. Birtir Óttar Proppé kafla úr riti Tacitusar um lönd og þjóðir Germaníu og bendir á það, sem einatt vill gleymast, þá er heimildargildi Germaníu er athug- að: „Menn þykjast sjá að lýsingar Tacitusar á germönum séu nokkuð í þeim anda að lærður maður, þreyttur á glaumi heimsríkisins, sjái í hillingum fíjálsboma villi- menn sem halda enn í heiðri þær dyggðir sem forfeður Rómverja mátu svo mikils en hafa nú gleymst illu heilli." Ástæðan til að þetta ber að undirstrika er sú, að vegna þessar- ar afstöðu Tacitusar má ætla, að hann lýsi Germönum sem fmm- stæðari náttúrubömum en efni standa til. Sú er mín eigin niður- staða af athugun á ritum Tácitus- ar, og er vert að minna á, að eigi virðast hafa komið fram sterk rök gegn slíkri ályktun. Það sem lesa má af Germaníu Tacítusar er því ekki sízt það, að sleppt er allmikiu um þekkingu, vísindi og fræði Fom-Germana úr bók hans. Skilur Óttar Proppé svo við Tacitus, að gamli maðurinn harmar atferli Rómveija: Verið sé að spilla „hin- um fijálsa villimanni með þvf að koma honum í kynni við áhrifa- mátt Mammons." Hinn fíjálsi villi- maður var forfaðir íslendinga. Fimmtán þúsund gripir Á rúmum 11 árum hafa Danir grafíð upp meira en 15 þúsund gripi úr mýrinni við Ulerup. Hafa sumir þeirra geymzt ágætlega, og má greina af vissum hárkömbum, hvaðan innrásarliðið kom til Jót- lands. Voru þar á ferð víkingar, þ.e. fólk af því svæði sem nú er Ósló og héruðin umhverfís. Enn má ráða af gripunum, að þar fóru menn með traustan efnahag og miðstýrt samfélag; gefa gripimir raunar dágóða vísbendingu um þjóðfélagsgerð Norðmanna, að sögn Óttars Proppé. Það sem mestu skiptir er þó e.t.v. hitt, að fomleifamar gefa augljósa vísbending um bein tengsl Norðurlandabúa við Rómveija. Þótt flestum fræðimönnnum séu slík tengsl ljós, er með ólíkindum, hversu oft þau vilja gleymast, þá er íslendingar rannsaka upphaf sögu sinnar. Mörg sverð Norður- landabúanna virðast beinlínis keypt að sunnan: „Fjöldi sverðanna bendir til vemlegrar millilanda- verzlunar. Þau em smíðuð í Róm- arríkinu. í Illempdalverpinu hafa reyndar fundist fleiri rómversk sverð frá þessum tímum en á öllu því svæði samanlögðu er áður til- heyrði rómverska ríkinu." Þetta er ekkert aukaatriði í mati á svokallaðri „norrænni menningu". Enda leggur Óttar Proppé (eða kannski réttar sagt hið danska vísindarit) áherzlu á þetta: „Gífurlegt magn af rómverskum gler- og bronsgripum, sem fundist hafa vítt og breitt um Norður- Evrópu, sýnir að hér hefur verið um að ræða umfangsmikil við- skipti. Það var ýmislegt fleira en vopn sem Rómveijar fluttu út.“ Þessi síðasta setning er óborg- anleg, svona þegar hugað er að venjubundnu rabbi um „norræna" hugmyndafræði foma. Ef Róm- veijar gátu flutt út sverð, gler og bronz til Norðurlanda — gátu þeir ekki flutt þangað hugmyndir líka? Eða, svo að spumingunni sé snúið við: Hvemig í ósköpunum áttu Norðurlandabúar að komast hjá því að kynnast helztu hugmynda- fræði Miðjarðarhafslanda við öll hin umfangsmiklu samskipti? Sextán aldir hefur Róm staðið, þá er ísland er numið, tvö þúsund ára gömul er hugmyndafræði sú sem einatt er kennd til Rómar, þá er íslendingasögur eru ritaðar. Að reikna með litlum sem engum áhrifum að sunnan á daglega hugs- un fólks ellegar einungis „erlend- um lærdómi úr miðaldaritum" á þeim tíma, er nánast að skrúfa fyrir mannlega skynsemi. Norður- landabúar hafa yfírleitt ekki staðið öðrum Evrópubúum að baki hvað lærdómsþorsta varðar. Timarítíð Saga Það hefur orðið að samkomulagi að mér og tímaritinu Sögu — tíma- riti íslenzkra sagnfræðinga — að ég setji fram tilgátur um uppruna- lega hugmyndafræði Rómaborgar í ljósi íslenzkra hliðstæðna. Þessi grein mun birtast í næsta hefti Sögu, sem væntanlegt er í sept- ember. Munu einhveijir, sem ekki þekkja til atvika, reka upp stór augu: Hvemig geta íslenzkar „hlið- stæður" Goðaveldisins vísað til merkingar í Róm tíu til fímmtán öldum áður? Svarið er að nokkru leyti að fínna í Þjóðviljagreininni, sem vitnað er í hér að framan. Það er einfaldlega svo, að íslenzk fom- rit hafa nú þegar vísað til merking- ar í Flórenz og Róm — og ástæðan er sú, að mikil samskipti vom milli Norður- og Suður-Evrópu í mörg þúsund ár fyrir landnám íslands. Því kemur greinin _um fomleifa- fundinn í Illemp á Jotlandi á bezta tíma. Þar em viðmð þau viðhorf sem óhugsandi er að sniðganga úr þessu. Einkum ber þar að nefna foma hugmyndafræði, sem reikn- uð hefur verið út af íslenzkum bókum. „Það var ýmislegt fleira en vopn sem Rómveijar fluttu út.“ Margt, sem fræðimenn hafa hing- að til ætlað sér-íslenzkt þekktist í raun suður í Róm mörgum öldum áður en „Ingólfur“ gekk hér á land. Hið forna góss Meðal þess sem vænta má, að Rómveijar hafí flutt út, var hug- myndafræði ríkisstofnunar, þar sem tveir bræður eða fóstbræður urðu „fyrstir" til búsetu. Annar lætur lífíð, hinn lifír og verður fyrsti landnámsmaðurinn. Önnur hugmynd, sem að líkum málsins rann norður í álfu frá Grikklandi um Róm, varðar gagnstæðumar Neleus og Pelias, þar sem Pelias brennir Neleus inni við ellefta mann — einn sleppur úr logunum. Við eigum okkar Njál og okkar Flosa, Njáll ferst við ellefta mann af völdum Flosa, einn sleppur úr logunum samkvæmt Njálu. Hvem- ig stendur á slíkum samsvörunum — og hvað er hér um að ræða? Það er þetta, sem nú er verið að rannsaka. Fullkomna nauðsyn ber til að greina sundur af kostgæfni fom minni — og táknmál íslenzkra goðsagna. Slík rannsókn skiptir meira máli fyrir íslendinga en flest annað sem þeir taka sér fyrir hend- ur. Hvað hugsjónamenn fyrir hundrað árum skildu í „bókmennt- um“ vomm fomum er svo önnur saga, lærdómsrík og á margan hátt verð samúðar, en eigi spum- ing dagsins í dag. Ráðizt hefúr nú verið til atlögu við táknmál (sym- bolisma) íslenzkra fomrita og til- gátur lagðar fram til prófunar. Þetta verður og gert í næsta hefti Sögu: Fram verða lagðar 40 tilgát- ur til prófunar — áður en vett- vangsrannsókn er gerð í Róma- borg. Svo nákvæmt hefur hið íslenzka táknmál reynzt, að fyöld fomrómverskra fræða eru nú þeg- ar Ijós — af táknmálsmerkingunni einni saman. Og það skemmtileg- asta við þær ráðningar er, að eng- ir fomfræðingar erlendir virðast enn teknir að vinna á þeim vett- vangi að nokkru marki. Segja má, að í fomfræðum hafí íslendingar slík forréttindi fram yfír aðra — vegna fjölda þeirra miðaldarita, sem hér hafa varðveitzt — að líkja megi við opna ávísun á fomöldina löngu fyrir landnám íslands. Ást á foraritum Þeir sem unna tilteknum sögum íslendinga og óska þess að þær séu „sannar“ munu e.t.v. ekki allir fagna nýjum rannsóknum í fom- fræðum. Þar er þess hins vegar að gæta, að síðastliðna hálfa öld Einar Pálsson hefur verið talað um helztu fom- sögur vorar sem „bókmenntir"; Sigurður Nordal lýsti því yfír á sínum tíma, að þær beztu þeirra væru „hreinn skáldskapur", svo að mikill misskilningur er að halda, að nýjar rannsóknir RÍM (Rætur íslenzkrar menningar) steypi sög- unum sem sagnfræði. Fremur væri að skilgreina hinar nýju niðurstöð- ur öfugt: Helztu fomrit íslendinga varðveita „sannleika" sem geymd- ur hefur verið í svonefndum „frum- sögnum". Væri of langt mál að skýra þetta hér, en það hefur aug- ljósa merkingu í því sambandi sem um ræðir Einmitt vegna þess, að frumsagnimar reyndust „sannar" var unnt að beita þeim til að reikna út menningarhætti í Flórenz og Róm. Þótt svo sé að sjá sem að- eins örlftill minnihluti íslendinga sé enn farinn að skilja þetta, er hitt jafn ljóst, að framhjá því verð- ur ekki gengið. Við Islendingar búum yfír fágætu tæki til skil- greiningar á þeirri fortíð, sem heimildir hafa ekki varðveitzt um á bókum. Eða, réttara sagt, það sem menn hugðu að eigi hefði varðveitzt á bókum. Þeir Cæsar og Tacitus voru nefnilega ekki ein- ir í veröldinni. Tólf öldum eftir daga þeirra settust menn niður á íslandi og skráðu sannar fmm- sagnir í ættarsögum íslendinga. Það merkilega við þær heimildir er einmitt, að þær varðveittust á bókum. Það er þannig, á sinn hátt, eins konar fomleifafundur í ætt við fímmtán þúsund gripi Illerup, sem íslendingar hafa gert undan- fama áratugi. Af fimmtán þúsund þekkingarmolum á bók má lesa — miklu fleira en nokkum óraði fyrir að óreyndu. Galdurinn er að ráða í mál goðsagnanna. STEFIÐ gegnum Róm Þegar þetta er ritað §r nýlokið rannsókn á einu merkasti stefí íslenzkra fomsagna, stefí sem kmfíð er í tveim tugum sagna. Rannsókn þessi er nú í prentun og er væntanleg í haust. Þetta stef varðar augljóslega Nial hinn írska, og skyldi maður því ætla, að það hlyti að vera keltneskt að uppruna. Að þessu sinni er arfur Kelta hins vegar ekki gaumgæfð- ur, heldur leið STEFSINS frá ís- landi til Noregs, þaðan til Svfþjóð- ar og Danmerkur, frá Norðurlönd- um suður Evrópu til Rómar — og frá Róm til Grikklands, Krítar og Egyptalands. Það er m.ö.o. ljóst, að unnt er að rekja tiltekið stef — ákveðinn, skilgreindan þekkingar- mola — suður alla Evrópu til fyrstu rituðu heimilda Egyptalands. Nú skal skýrt tekið fram, að þetta er rannsókn, ekki kredó, ekki yfírlýsing um það hveiju mönnum ber að trúa, heldur rök, sem leiða lesandann, suður Evrópu til Miðjarðarhafslanda. sérhveijum lesanda er fijálst að gagnrýna rök- leiðsluna og að leggja fram einfald- ari lausn sem skýrir fleira á skyn- samlegri hátt. Hitt er jafn ljóst, að fundur STEFSINS í svo mörg- um þjóðlöndum og túlkun þess við tilteknar aðstæður, gjörbreyta sjálfum möguleikum íslendinga á að kanna fomsögur sínar. Trúar er ekki þörf, enn síður deilna um „sagnfestu og bókfestu" þ.e. rifr- ildis um það, að hve miklu leyti fomsögur vorar vom fyrmrn skráðar í minni manna ellegar bækur — það er sjálft grundvallar- viðhorfíð sem breytir um svip. Það sem um er að ræða er túlkun á táknmáli — symbólisma. íslending- ar eiga með öðmm orðum fjársjóð sem unnt er að grafa upp, engu síður en Danir. Og, það sem öllu skiptir, unnt er að leggja íslenzkar niðurstöður til gmndvallar túlkun á menningarháttum fomþjóða, sem erlendum fræðimönnum em nú gjörsamlega framandi. íslenzk fomrit snúast um öxul sinn: frá því að vera heimildir um lítið sam- félag eyjaskeggja við ysta haf á söguöld verða þær lykill að áður lokuðum heimi hugmyndaforða Evrópu að fomu. Ómetanlegir dýrgrípir Óttar Proppé og hið danska vísindarit ræða gripina fímmtán þúsund í mýri Illerup sem ómetan- lega dýrgripi. Enginn mun efa, að þar sé fundurinn rétt metinn. Það sem að íslendingum snýr er þó sízt ómerkara, þeim stendur í raun til boða svipað hlutverk og Danir hafa valið sér í fomfræðum: að rannsaka ómetanlega dýrgripi fomrar hugsunar í miðaldaarfí vomm. Eigi er einasta, að unnt sé að aldursgreina tiltekin goðminni með rannsóknum, heldur er unnt að þróa nýjar vinnuaðferðir ólík- ustu tegundar. Það sem gert hefur verið i RÍM er þannig að móta aðferðir við að greina og túlka táknmál það sem íslendingar höfðu út hingað í öndverðu. Túlkunin hefur gefíð greinilegar vísbending- ar um þjóðfélagsgerð Goðaveldis- ins, og verður vonandi „afgerandi þáttur í endurmati sögu allrar Evrópu frá þessum tímum“ svo að vitnað sé í Þjóðviljann. Þær rann- sóknir sem nú þegar hafa verið gerðar gefa fyrirheit um furðuleg- an árangur. Nefna mætti kjörgrein íslend- inga fomsagnafræði. Ástæðan ætti að vera öllum ljós: Rétt eins og þjóðir, sem hafa mikið gamalt góss að grafa úr mýmm eiga sér fom-leifa-fræði, geta íslendingar skapað nýja grein sem allar þjóðir Evrópu mættu öfunda þá af: Fjöl- þætta, alhliða fom-sagna-fræði. Er þá átt við ritaðar sagnir jafnt sem þær sem varðveitzt hafa í munnmælum; fyrirfram er ekki gefíð hveijar sagnir skila nýrri þekkingu. Og með öllu er óvíst, hvaða sagnir vísa til merkingar í fomum samfélögum — brýna nauðsyn ber m.ö.o. til, að hið hefð- bundna rannsóknarsvið fomrita sé útvíkkað. Þeir sem halda, að slíkri grein séu full skil gerð með lestri handrita, skráning stafakróka, rakning ætta, athugun á sagn- fræðilegum atburðum og bók- menntalegu mati i nútfmaskiln- ingi, fara einfaldlega villir vegar. Eitt vantar — það mikilvægasta — rannsókn á hugmyndafræði mið- alda og fomaldar. Að vísu hefur einn og einn maður unnið nokkurt starf við samanburð á miðaldarit- um undanfarin ár, en þegar litið er á fomritarannsóknir Islendinga „Hvoll Upphafs" að Pylos á Pelopsskaga. Vissar sagnir herma, að þar hafi Pelias konungur brennt inni Meleus konung við ellefta mann. Einn slapp úr brennunni. Sterkar líkur benda til þess, að sama fnunsögn hafi verið sögð á Jótlandi um 200 e.Kr. og að brun- inn hafi orðið að Ribe.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.