Morgunblaðið - 28.05.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.05.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988 Skoðanakönnun í Frakklandi: Jafnaðarmenn auka fvlei sitt Parfs, Reuter. ^ * Skoðanakönnun, sem birt var f franska vikuritinu Paris-Match í gser, gefur til kynna að jafnaðarmenn vinni mikinn sigur í þingkosningunum f næsta mánuði, fái 44,5 af hundraði atkvæða. Hlytu jafnaðarmenn þetta fylgi í þingkosningunum yrði það mesti sig- ur fransks stjómmálaflokks síðan Fimmta lýðveldið var stofnað fyrir 30 árum. Francois Mitterrand Frakklands- forseti hefur gefíð í skyn, að hann sé ekki ánægður með að flokkur hans vinni jafn afgerandi sigur og þessar tölur gefa til kynna. Það kynni að eyðileggja áform hans um að mynduð verði samsteypustjóm sósía- lista og miðjumanna eftir kosningar- nar. „Það er ekki gott fyrir flokk að vera einn við stjómvölinn. Þetta er ekki í samræmi við franska raun- veruleikann," sagði hann meðal ann- ars um síðustu helgi. Fréttaskýrendur segja að forset- inn vilji forðast mistökin frá árinu 1981, þegar stjóm sósíalista missti mikið fylgi meðal almennings og hægrimenn náðu að sameinast gegn henni. Jacques Chirac, fyirum for- sætisráðherra, sem tapaði fyrir Mit- terrand í forsetakosningnum á dög- unum hefur sagt, að eina mál þing- kosninganna sé, hvort veita eigi só- síalistum óskomð völd. Israel: Enn fjölgar fórnar- lömbum óeirðanna Jerúsalem, Reuter. TALSMAÐUR fsraelskra her- yfirvalda sagði f gær að tveir palestínskir unglingar hefðu lát- ist af sárum er þeir hlutu af völdum ísraelskra hermanna. Annar unglinganna var f febrúar skotinn f maga og bak í óeirðum f borginni Kalkilya á vestur- bakka Jórdanár. Hinn varð, að sögn ísraelska útvarpsins, fyrir gúmmikúlu þegar hann stóð við gluggann heima hjá sér á mið- vikudaginn og horfði á hermenn brjóta á bak aftur mótmæla- göngu. Fjórir Palestínumenn halda því fram að ísraelskir hermenn hafi í síðustu viku mokað yfir þá gijóti í þorpi á Vesturbakkanum, segir í frétt vikuritsins Kol Hairsem gefíð er út í Jerúsalem. Nokkrir hermenn vom nýlega dregnir fyrir herrétt vegna svipaðara ásakana í nálægu þorpi. Talsmaður hersins segir að málið hafí verið rannsakað og eng- ar sannanir hafi fundist. Palestínumenn á Gaza-svæðinu segja að þriggja ára stúlka hafi látist af völdum táragass í gær þegar hermenn dreifðu hópi mót- mælenda. Heryfírvöld mótmæltu þessu og töldu læknaskýrslur ekki gefa þetta til kynna. Á hinn bóginn hefðu foreldrar bamsins Qarlægt líkið áður en kmfning hafði farið fram og því hefði ekki verið hægt að ganga úr skugga um dánaror- sökina. Abu Ayyash, formaður Sam- bands palestínskra blaðamanna, var í gær látinn laus, níu dögum áður en hann hafði afplánað sex mánaða varðhaldsdóm fyrir að hafa starfað á vegum _ skæmliðasamtakanna A1 Fatah. ísraelskir embættismenn sögðu að líta bæri á styttingu varð- haldsins sem tákn um góðan vilja stjómvalda. Reuter í skýrslu Alþjóðahermálastofnunarinnar f London segir að um þessar mundir sé einstakt tækifæri til að bæta samskipti austurs og vesturs. Á leiðtogafundi risaveldanna, sem hefst um helgina f Moskvu, er búist við að sá árangur sem náðist f afvopnunarmálnm á síðasta ári verði treystur og nýjar leiðir ræddar til batnandi sambúðar risaveldanna. Hér sjást feðgin f Moskvu virða fyrir sér myndir af banda- rfsku forsetahjónunum. Skýrsla Alþjóðahermálastofnunarinnar: Tækifæri til að breyta sam- skiptum austurs og vesturs HÆTTAN á klofningi vofir yfir Atlantshafsbandalaginu ef það endur- skoðar ekki stefnu sfna andspænis öldu nýrra afvopnunartillagna frá Sovétmönnum. Vestrænum þjóðum er ögrað en jafnframt opnast margvíslegir möguleikar. Vestræn rfki mega ekki vera svo upptekin af ögruninni sem f þessu felst að þau glati tækifærinu, segir f ár- legri skýrslu Alþjóðahermálastofnunarinnar í London (HSS), sem birt var á fimmtudag. í skýrslunni segir að viðleitni Míkhafls Gorbatsjovs til að endur- skoða utan- og innanríkisstefnu Sov- étríkjanna sé einkum að þakka að árið 1987 var ár þíðunnar í sam- skiptum austurs og vesturs. Há- punktur ársins í þessu tilliti var leið- togafundurinn í desember, sem ein- kenndist af gagnkvæmum velvilja. í fyrsta kafla skýrslunnar þar sem fjallað er um horfur í alþjóðamálum segir að engum dyljist að grundvall- arbreytingar hafi mótast á síðasta ári. Þróun heimsmála virðist vera að taka nýja stefnu en enginn getur þó sagt til um hvert hún leiðir. Heim- ur sem skipst hefur í tvær andstæð- ar fyikingar er að taka á sig fleiri myndir. Það sem einu sinn taldist einlit ógnun af kommúnisma er nú að leysast upp í frumhluta sína, seg- ir í skýrslunni. Andspænis afvopnunarfrumkvæði Sovétmanna ættu vestræn ríki nú að endurskoða stefnu sína varðandi samskipti austurs og vesturs og reyna sjálf að sýna frumkvæði til að stuðla að traustara alþjóðakerfí. Samningurinn um útrýmingu meðal- drægra flauga og horfur á frekari niðurskurði á kjamorkuvopnum þjóna þessu markmiði. Nú virðist mögulegt að sæta lagi á öllum svið- um. Vert er til dæmis að skora á Sovétmenn að fallast á ójafnan nið- urskurð hefðbundinna vopna í Evr- ópu með tölulegt jafnvægi að leiðar- ljósi. Sovétmenn hafa sýnt að þeir vilja fá ráðrúm til að leysa úr efna- hagsvandræðum heima fyrir. Bregðist vestræn ríki ekki skjótt við má búast við því að Gorbatsjov gangi á lagið og leggi annað hvort til að þriðja núll-lausnin verði að veruleika með tilheyrandi klofningi innan NATO eða grípi til einhliða afvopnunar sem tryggir honum pólitískt frumkvæði. Það er nauð- synlegt fyrir Atlantshafsbandalagið að íhuga nákvæmlega hvaða hlut- verki kjamorkuvopn eiga að gegna í heildarvömum bandalagsins. INF- samningurinn hefur þegar vakið efa- semdir innan NATO um gildi eldri vamarhugmynda. Eiturlyfjasalar ógna öryggi í kafla um þróun mála í Suður- Ameríku segir að þijú meginmál ráði þróun í innanríkismálum þar í álfu: Leitin að leiðum til að tryggja hagvöxt andspænis gífurlegum er- lendum skuldum, baráttan við að halda í það sem unnist hefur í lýð- ræðisátt og sú ógnun sem stafar af veldi eiturlyfjasala. EiturlyQaiðnaðurinn hefur plagað stjómvöld í Suður-Ameríku mörg undanfarin ár en á siðasta ári fór hann að skipta höfuðmáli varðandi þjóðaröiyggi í Kólombíu og Panama. Vandamálin em ólík í hveiju landi en það sýnir best hversu margslung- in ógnun eiturlyflahringir eru við öryggi á svæðinu. I Kólombíu virðist svo sem fíkni- eftiabarónamir í „Medellín-sam- steypunni" séu ofar lögunum. Þeir hafa yfír ágóða af kókaínsmygli til Bandarfkjanna að ráða sem nemur milljörðum dala og hann færir þeim óhugnanleg völd. Þeir eru vel vopn- um búnir og beita mútum og ógnun- um til að hindra framgang réttvís- innar. Eina færa leiðin fyrir stjóm- völd virtist löngum vera að fram- selja fíkniefnasala til Bandaríkjanna þar sem þeirra biðu ákærur fyrir smygl. En kókaínkóngamir hafa tekið fyrir þann leka. í júní á síðasta ári lýsti óttasleginn hæstiréttur Kólombíu því yfír að framsalssamn- ingur við Bandaríkin bryti í bága við stjómarskrána. Carlos Mauro Hoyos ríkissaksókn- ari Kólombíu féll fyrir morðingja- hendi í janúar síðastliðnum. Líkt og svo margir landar hans virðist eftir- maður hans hafa gefíst upp í barát- tunni við glæpamennina. Hann segir ' ef til vill verði að semja við þá og lögleiða fíkniefnaverslun. Eituriyfjabarónar ógna stjóm- völdum í Kólombíu en í Panama halda þeir sjálfír um stjómtaumana. Manuel Noriega hefur töglin og hagldimar sem yfírmaður hersins. Undir hans stjóm er Panama griða- staður eiturlyflaiðnaðarins. Noriega hefur þegið milljónir dala fyrir að leyfa smyglurum að nota flugvelli landsins og ríkisbanka til að geyma illa fengið fé. Hagsmunir Bandaríkjanna eru á tvennan hátt í húfí í Panama. Pa- nama-skurðurinn kemst undir yfír- stjóm ríkisstjómar Panama árið 1990. Bandaríkjamenn munu varla taka því þegjandi að Noriega og hans nótar fái full jrfírráð yfír skurð- inum. í öðru lagi veldur tilhugsunin um að svipað tilfelii og Noriega komi upp í öðmm ríkjum Suður-Ameríku hryllingi. „Fíkniefnaterrorisminn" gæti verið orðinn jafn hættulegur hagsmunum vestrænna ríkja í Suð- ur-Ameríku og kommúnisminn, seg- ir í ársskýrslu Alþjóðahermálastofn- unarinnar. Verður Rockall breytt í geislavirkan sorphaug? Harkaleg viðbrögð við „bijálæðislegum“ áætiunum Breta Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaösins f Noregi. Forráðamenn breska kjamorkuiðnaðarins hafa látið kanna hvort unnt sé að koma fyrir og geyma mikinn, geislavirkan úrgang á kletta- eyjunni Rockall vestur af H'altlandi. Hér í Noregi hafa menn brugðist ókvæða við tiðindunum og hafa þau orð um, að þessar áætlanir séu „bijálæðislegar“. Morgunblaðið sneri sér til Eyjólfs Konráðs Jónsson- ar, formanns utanríkismálanefndar Alþingis, sem sagðist ekki hafa fengið neinar óyggjandi upplýsingar um þessi áform, en hann teldi þau fáránleg og tryði ekki að bresk stjómvöld samþykktu slíka vitleysu. Breski kjamorkuiðnaðurinn hefur úrgangi í geymslu. 1 tilk\ unnið að áætluninni í samvinnu við verkfræðifyrirtækið Merrick-Allen og var fyrst frá henni skýrt í frétta- tilkynningu frá fyrirtækinu og Nirex-stofnuninni, opinberri stofnun, sem sér um að koma geislavirkum tilkynningunni sagði, að unnt væri að steypa sexhymdan geymi utan um Rockall og koma síðan fyrir í honum geislavirkum úrgangi. Seg- ist Merrick-Allen geta ábyrgst, að enginn leki komi að geyminum í 300 ár og telur raunar líklegt, að hægt sé að geyma úrganginn með þessum hætti f 3000 ár. Þessum ráðagerðum hefur verið mótmælt harðlega á Hjaltlandi og í Noregi þar sem menn kalla þær „bijálæðislegar". „Þetta einkennist af örvæntingu, ráðamenn f Iq'amorkuiðnaðinum hljóta að vera viti sínu fjær þegar þeim dettur ekki annað f hug en Rockall," sagði Jan Klövstad, tals- maður norsku hreyfingarinnar, sem berst gegn kjamorkuendurvinnslu- stöðinni í Dounreay í Skotlandi. Meese-málið: Háttsett- ur ráðgjafi segir upp Wasbington, Reuter. CHARLES Cooper, yfirmaður lögfræðideildar bandarfska dómsmálaráðuneytisins, sagði f gær upp starfi. Hann sagði uppsögnina ekki tengj- ast ásökunum á hendur Ed- win Meese, dómsmálaráð- herra, um mútuþægni. Rannsókn stendur yfír í máli Meese. Talið er að niðurstöður hennar muni verða mjög gagn- rýnar á framferði ráðherrans. Frá því í mars hafa þrír aðrir háttsettir embættismenn í ráðu- neytinu sagt upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.