Morgunblaðið - 28.05.1988, Page 56

Morgunblaðið - 28.05.1988, Page 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988 NBA / PUNKTAR II KÖRFUKNATTLEIKUR / URSLITAKEPPNI NBA Olajuwon dánægður Hinn frábæri miövörðu Hous- ton Rockets, Nígeríumaðurinn Akeem Olajuwon, sagði í gær að framkvæmdastjóri liðsins þyrfti að byggja upp nýtt lið þar sem núverandi samherjar hans væru einfaldlega ekki nógu góðir. Olajuwon hefur verið mjög óán- ægður með frammistöðu þeirra Joe Barry Carroll og „Sle- epy“ Floyd sem Houston fékk í skiptum fyrir Ralph Gunnar Sampson ffá Golden Valgeirsson State Warriors í vet- skrifar ur Hefur Olajuwon ásakað þá báða op- inberlega fyrir að spila ekki fyrir liðið heldur fyrir sjálfa sig. „Ég held að liði okkar sé nauðsynlegt að fá tvo góða bakverði og sterkan framvörð. í raun þurfum við nýtt lið hér í Houston," sagði Olajuwon við blaðamenn. Má því búast við að framkvæmdastjóri liðsins geri eitthvað í málum liðsins í sumar, því ekki getur hann haft Olajuwon lengi óánægðan. Olajuwon er al- mennt talinn besti miðvörðurinn í NBA-deildinni, og þar með besti miðvörður í heimi. Góðurspámaður Jack McCallum, sá er skrifar um körfuknattleik fyrir Sports Illustr- ated, útbreiddasta íþróttatímarit Bandaríkjanna, spáði í gengi NBA- liðanna í haust. Hann spáði einnig í úrslitakeppnina sem nú er komin á lokastig. McCallum hefur reynst mjög sann- spár. Hann spáði að í átta liða úr- slitum myndu Detriot leika gegn - • Chicago og Atlanta geg Boston í Austurdeild. Hann spáði Detroit og Boston sigri í þessum viðureignum. Þetta hefur allt staðist! Þá spáði hann Detroit sigri yfir Boston. Það á enn eftir að koma í ljós. í Vesturdeild reyndist hann ekki eins sannspár. Að vísu hafði hann rétt þegar hann spáði að Los Ange- les Lakers myndu sigra Utah í átta liða úrs|itunum, en hann spáði að Houston og Golden State myndu leika hina leikina í Vesturdeildinni. McCallum spáði Los Angeles sigri í Vesturdeild. Hann hefur því sex af átta liðum rétt og þijú af Qórum í undanúslit- um. Ekki svo slæmt þegar tekið er -**tillit til að hann gerði sína spádóma í október sl. Þess má geta að í lo- kaúrslitum spáði hann Los Angeles sigri yfir Detroit. Þeir komu við sögu Þessir tveir kappar komu við sögu í Boston Garden, þegar spennan náði hámarki í leik Celtic og Pistons. Denn- is Johnson (fyrir ofan) setti tvær síðustu körf- ur leiksins. Kevin McHale (til hliðar) setti jöfnunarkörfuna, 109:109. Dennis Johnson hetja Cehic Johnson með 6 sfðustu stlgln í annari framleingingunni var leikurinn enn jafn og Joe Dumars kom Detroit yfír 115:113 þegar ein mínúta og 39 sekúndur voru eftir. En þá tók bark- vörður Boston, Dennis Johnson, til sinna ráð og skoraði sex stig í röð, þar af fjögur úr vitum, og tryggði Boston sigur í æsispennandi leik. Ahorfendur í Boston Garden fengu svo sannarleiga góða skemmtun. Leikurinn stóð yfir í 3 1/2 tíma og var geysispennadi allan tímann. Þar með hefur Boston jaftiað 1-1 gegn Detroit í tveimur frábærum leikjum. Um helgina keppa liðin síðan tvo leiki í Silverdome íþróttahöllinni í Detroit. Bestir í liði Boston voru Robert Parrish (26 stig), McHale (23 stig) og Dennis Johnson sem skoraði 22 stig og átti 10 stoðsendingar. Hjá Detroit var varamiðvörðurinn James Edwards bestur, en stiga- hæstir voru Isiah Thomas með 24, „örbylgjuofninn" Vinnie Johnson með 21, og Adrian Dantley með 20. Dantley brást þó á nokkrum mikilvægum víta- skotum seint í leiknum. Skoraði tvær þriggja stiga körfur og tryggði Celtic sigur, 119:115, í æsispennandi framlengingu í Boston Garden BOSTON Celtics hafa unnið marga leiki á hreint ótrúlegan hátt á heimavelli sínum í gegnum árin. Á fimmtudagskvöld lók liðið annan leik sinn í úrslitum Austurdeildar gegn Detroit Pistons og enn tókst Boston að vinna leik þrátt fyrir að möguleikarnir á sigri virtust nánast engir á tímabili. Lokartölurnar urðu 119:115 ítvöfaldri framlengingu og þar með hefur Boston jaf nað keppnina við Detroit 1 -1. Gunnar Valgeirsson skrífar Leikur þessi var hmfyafn mestallann tímann eins og fyrsti leikur þessara liða. Staðan var 29:28 fyrir Detroit eftir fyrsta leikhluta og 53:46 fyrir Boston í hálfieik. Boston leiddi enn eftir þijá leik- hluta 81:78 og það var síðan Adrian Dantley sem jafnaði leikinn 102:102 fyrir Detroit á síðustu sekúndunum þegar hann skoraði úr einu af tveim- ur vítaskotum sínum. Boston tókst ekki að jafna og leikurinn var framlengdur. McHale gerir hlð ótrúlega Lítið var skorað á næstu mínútum, en þegar sjö sekúndur voru eftir skoraði Isiah Thomas þriggja stiga körfu fyrir Detroit og kom þeim yfir 109:106. Boston tók leikhlé og liðið tók innkast á miðjum velli. Knötturinn var sendur í átt til Larry Bird, en sendingin var ónákvæm og Bird náði ekki til knattar- ins, það skipti ekki þó máli í þetta sinn því eins og oft áður voru heilladísirnar hliðhollar liðinu. Kevin McHale fékk knöttinn í sínar hendur innan við þriggja stiga línuna, hann steig umsvifalaust aftur fyrir línuna og skaut. Knötturinn fór beint í gegnum körfuhringinn, 109:109 og ffamlengja þurfti því á nÝ- „Eg fékk knöttinn mjög óvænt á auðum sjó og það eina sem mér datt í hug var að reyna að jafna leik- inn. Ég varð að gera eitthvað svo ég steig aftur og lét knöttinn flakka. Ég er bara feginn að boltinn fór ofan í körfuna," sagði McHale við fréttamenn WTBS-sjónvarpsstöðvarinnar eftir leikinn. Þetta var fyrsta þriggja stiga karfa McHale í vetur og aðeins önnur þriggja stiga karfan sem hann skorar í yfír 700 leikjum með Boston! Hann hafði aðeins hitt úr einu af sextán þriggja stiga skotum, enda þekktur fyrir að skora undir körfunni frekar en utan af velli. FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR FRÍ gerir 1,5 millj. króna samning við Flugleiðir Unnið að því að fá hingað fræga íþróttamenn á Samstarfssamningur var und- irritaður f gær milli Frjáls- íþróttasambands íslands (FRÍ) og Flugleiða og aö sögn Ágúst- ar Ásgeirssonar, formanns FRÍ, er verðmætí hans um 1,5 milljónir króna. Samningurinn við Flugleiðir hefur ákaflega mikla þýðingu fyrir FRÍ og auðveldar sambandinu að halda uppi öflugri starfsemi. Fijálsíþróttamenn eru þakklátir forráðamönnum Flugleiða fyrir þann skijning sem þeir sýna starf- semi FRÍ,“ sagði Ágúst Ásgeirsson á blaðamannafundi, þar sem samn- ingurinn var undirritaður í gær. Samkvæmt samstarfssamningum mun FRÍ njóta ákveðinnar fyrir- greiðslu af hálfu Flugleiða, sem byggist á viðskiptum FRÍ við félag- ið. I því sambandi sagðist Ágúst vilja nefna að Flugleiðir veittu FRÍ ákveðinn fjölda farmiða til notkunar Flugleiðarmótið í sumar vegna þáttöku afreksmanna í mót- um í útlöndum, til þess að þeir gætu undirbúið sig sem best og öðlast sem mesta keppnisreynslu áður en að þátttöku þeirra í Ólympíuleikunum í Seoul kæmi. Að sögn Ágústar munu þeir fijáls- íþróttamenn, sem eru í svokölluðum stjömuflokki samkvæmt styrkleika- flokkakerfi FRÍ, en þeir eru sex talsins, njóta þessa. Liður í samstarfssamningum er Morgunblaðiö/Bjarni Margrét Hauksdóttlr, fulltrúi hjá Flugleiðum, og Ágúst Ásgeirsson, formað- ur FRÍ, undirrita samstarfssamning FRÍ og Flugleiða á blaðamannafundi í gær. Lengst til vinstri er Hafsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri FRl. Flugleiðamótið, alþjóðlegt ftjáls- íþróttamót, sem haldið verður í Reykjavík 21. júní. FRÍ vinnur að því að fá fræga afreksmenn til þátt- töku og skýrast þau mál væntan- lega á næstu dögum. Með samningnum verða Flugleiðir aðal styrktaraðili FRÍ og munu æfínga- og keppnisgallar landsliðs- manna, sem keppa fyrir hönd ís- lands á mótum heima og erlendis, merktir Flugleiðum í bak og fyrir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.