Morgunblaðið - 28.05.1988, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988
47
Minning:
Þóra M. Helga,-
dóttir, Eskifirði
Fædd 15. febrúar 1915
Dáin 17. maí 1988
Þóra Magnea var dóttir hjónanna
Hansínu Jónsdóttur Stefánssonar,
Seleyjarkappa, sem ég man vel og
gleymi aldrei né konu hans Krist-
rúnu, sem bentu mér á fyrstu staf-
ina sem ég nam. Og Helga Konráðs-
sonar Kemp. Þau hjón bjuggu á
Eskifirði í minni bemsku og voru
mér kær. Þóra varð því einn af leik-
félögum okkar á Hlíðarendanum og
þaðan hrannast upp minningar nú
þegar hún í bili víkur af vegi okkar
hér. Bamastúkan var okkar næsti
vettvangur og síðar stúkan Björk
og alltaf var Þóra sami virki félag-
inn, glöð og hress og alltaf til í að
fóma dögunum í uppbyggingu góðs
málefnis. Dró ekki af sér. Þannig
man ég hana og alltaf þegar fund-
um okkar bar saman vom æskudag-
amir rifjaðir upp. Það veitti lífinu
svo mikið gildi. Slysavamamálin
áttu í Þóm hauk í homi og ekki
má gleyma kirkjunni og fegmn
kirkjugarðsins og aðhlynningu
hans. A þetta vil ég benda sérstak-
lega og þar sáust þess merki glögg-
lega hvemig Þóra vann sínum
áhugamálum. Hjá henni áttu góð
málefni athvarf.
Þóra giftist 1940 Halldóri Frið-
rikssyni, Ámasonar og Elínborgar
Þorláksdóttur, frænda mínum og
vini og vom þau samhent að koma
sér upp elskulegu heimili. Gæfa
þeirra var mikil, það sýna afkom-
endur hvar sem þeir fara. Böm eiga
þau ijögur, elstur er Georg Friðrik,
kvæntur Bám Pétursdóttur, þá
Hansína Margrét, gift Árbimi
Magnússyni, Helgi Kristinn, kvænt-
ur Bertu Thulinius, og yngst Sigríð-
ur Friðný, gift Benedikt Vilhjálms-
syni. Öll hafa þau haslað sér völl á
vettvangi þjóðlífsins og unnið mikið
gagn.
Vettvangur Þóra var heimilið.
Þar vann hún af dug og dáð, hlúði
að þeim meiði og vissi að vel þurfti
að búa bömin til að mæta hinu
misjafna sem heimurinn býður og
gæfan veltur á að greina vel á
milli. Halldór hefir lengst af verið
forstöðumaður Valhallar, félags-
heimilisins á Eskifirði, sem er mikið
starf og krefjandi og því sá Þóra
brátt að þar gat hún orðið að liði
og rétti honum þar hjálparhönd.
Þau hjón settu metnað sinn í að
leysa starfið af hendi af trú-
mennsku og þar kröfðust þau meira
af sjálfum sér en fullborgunar að
hverju kveldi loknu. Þannig var
unnið. Þau vom orðin ein í húsinu
sínu, því bömin höfðu eignast sin
eigin heimili, en vom samt í náiægð
svo alltaf var einhver kliður og bros
í nálægðinni. Það var gaman að
njóta gestrisni þeirra þegar okkur
bar að garði og fyrir allt og allt
skal nú þakkað, já, hjartans þakkir
hafi hún fyrir öll sín hlýju handtök
og það sem í þeim fólst og allt hið
góða sem hún sýndi mér og mínum.
Guð blessi hana alla tíma. Halldóri
og ástvinum sendum við hjónin og
böm okkar innilegar samúðarkveðj-
ur- Arni Helgason
Við fráfall Þóm „Dúddu“ Helga-
dóttur, Eskifirði, vakna kynstrin öll
af ljúfum minningum sem vert er
að riíja upp að leiðarlokum.
Kynni okkar Dúddu hófust þegar
ég fluttist til Eskiijarðar haustið
1974 og gerðist kennari við bama-
og unglingaskóla staðarins. Leiðir
okkar lágu saman í skólanum, en
Dúdda starfaði þar við ræstingar
og hafði gert í allmörg ár þegar
hér var komið sögu.
Við fyrstu sýn virtist þessi lág-
vaxna en ábúðarmikla kona ekki
vera árennileg og víst er, að hún
skaut mörgum nýliðanum f kennslu-
starfi skelk í bringu með snaggara-
legum tilsvömm sínum þegar
minnst varði og sýndust í upphafi
til þess gerð að koma ungum og
óhörðnuðum mönnum úr jafnvægi.
En við nánarí athugun kom í ljós
að mikilúðlegt fas Dúddu var aðeins
skel sem auðvelt var að brjóta.
Undir skrápnum bjó nefnilega við-
kvæmt þel og bak við skelina sló
hjarta úr gulli.
í þá daga vom ungir menn gjam-
an hárprúðir og síðskeggjaðir og
aðhylltust vitaskuld róttækar
pólitískar skoðanir. Þeir víluðu ekki
fyrir sér að draga fána að húni á
byltingarafmælinu 7. nóvember og
fengu að sjálfsögðu bágt fyrir hjá
Dúddu og öðm sómakæm íhalds-
fólki á Eskifírði. Dúdda var íhalds-
kona af gamla skólanum, fastheldin
á fom gildi og ákafur andstæðingur
okkar kommanna á kennarastof-
unni.
Hún meðtók ekki fagnaðarerindi
sósíalismans en sagði okkur óspart
til syndanna, gustmikil en þó bros-
mild, með glettnisglampa í augum
af því hún vildi ekki særa viðmæl-
endur sína. í orrahríð þjóðmálaum-
ræðunnar var þó næsta auðvelt að
bræðra hjartað í Dúddu; með hnytt-
inni athugasemd í hita leiksins tókst
að afvopna hana og hvellur hlátur
hennar batt enda á rökræðumar. I
skjótri svipan rauk alvara hinnar
pólitísku umræðu út í veður og vind
og leiftrandi kátínan tók völdin.
Löngu seinna, þegar undirritaður
hafði snúið af villu síns vegar og
hneigst til „hægfara konservítisma"
eins og Nóbelsskáldið orðar það,
varð honum ljóst, þrátt fyrir allt,
að töluverð hugrenningatengsl vom
á milli hans og Dúddu í þjóðmálum.
Dúdda og Halldór Friðriksson,
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins f Hafn-
arstræti 86, Akureyri.
eiginmaður hennar, höfðu um
margra ára skeið umsjón með Val-
höll, félagsheimili Eskfirðinga, og
önnuðust um það af alúð og natni.
Meðan -bóndi sýndi kvikmyndir sá
frúin um gos- og sælgætissölu.
Þetta var erilsamt starf og oft van-
þakklátt, enda þurfti að leysa ótal
agavandamál sem upp komu meðal
gáskafullra ungmenna sem lá svo
reiðinnar ósköp á að fá skjóta af-
greiðslu er þoldi enga bið. Þá vom
haldnir dansleikir í samkomuhúsinu
og kom það í hlut þeirra hjóna og
þó einkum frúarinnar að sjá til þess
að allt færi vel fram. Dúdda var
bindindiskona af lífi og sál og því
sveið henni sárt ef gestir misnotuðu
áfengi í Valhöll, eins og kemur fyr-
ir á bestu bæjum. Hún átti það þá
stundum til að sýna hlutaðeigandi
hryssingslegt viðmót og margur
hirðmaður Bakkusar konungs fékk
ófögur orð í eyra frá Dúddu, en
líkaði boðskapurinn miður vel. Þetta
vom þó í raun og vem aðeins móð-
urlegar ábendingar Dúddu og vel
meintar af því að hún bar hag við-
komandi fyrir bijósti.
Þegar sá sem þessar línur ritar
fluttist búferlum ásamt íjölskyldu
sinni frá Eskifirði til Hallormsstað-
ar árið 1982 og seinna norður í
Ameshrepp á Ströndum, fylgdu
honum hugheilar ámaðaróskir í
nýju starfi frá heiðurshjónunum
Dúddu og Dóra. Þó vík væri nú
milli vina héldum við kunnings-
skapnum og í hvert skipti sem leið-
in lá til Eskifjarðar í heimsókn bar
fundum okkar Dúddu saman.
Haustið 1986 hittumst við í
hinsta sinn, en þá hélt Dúdda okkur
dýrlega veislu á heimili sínu. Þar
var margt skrafað og minnst liðinna
daga og skondinna atvika úr skóla-
starfinu á Eskifirði. Þá var oft hart
í ári hjá bamakennuram ekki síður
en núna, enda stofnuðum við
Dúdda, í gamni og alvöra, Líknar-
sjóð kennara sem hafði það að
markmiði að styrkja fátæka kenn-
ara við Eskifjarðarskóla og gera
þeim kleift að ganga sómasamlega
til fara og helst á góðum inniskóm
við kennslu!
Dúdda var ótæmandi sjór sagna
um liðna tíð. í 40 ára afmælisblaði
UMFN Austra á Eskifirði 1979 er
m.a. að finna gamansama frásögn
hennar af frumstæðu keppnisferða-
lagi eskfirskra handknattleiks-
kvenna í boddíbíl til Seyðis§arðar
á því herrans ári 1939 og dregur
upp ljóslifandi mynd af samgöngu-
málum þeirra tíma.
Dúdda hafði góða frásagnar-
hæfileika og einstætt minni. Hún
gat hæglega rifjað upp löngu liðna
atburði, jafnvel úr fmmbemsku,
rétt eins og þeir hefðu gerst í gær.
Þannig skráði hún hjá sér ýmsar
endurminningar sínar og fékk
Sigríði dóttur sína til þess að lesa
upp úr þeim á segulband. Þessi
minningabrot em bráðskemmtileg
á að hlýða og verðskulda að þau
séu færð í letur og látin á þrykk
út ganga. Dúdda hafði frá mörjjgt
að segja og frásögn hennar er býsna
merkileg heimild um kynslóðina
sem óx úr grasi á ámnum milli
stríða.
Við ferðalok kveð ég Dúddu vin-
konu mína hinstú kveðju og þakka
forsjóninni fyrir að hafa fengið að
kynnast henni og njóta samfylgdar
við hana stuttan spöl á lífsleiðinni.
Ég færi Halldóri Friðrikssyni,
eftirlifandi eiginmanni hinnar látnu,
og bömum þeirra hjóna; Georg,
Hansínu, Helga og Sigríði, dýpstu
samúðarkveðjur frá mér og Qöl-
skyldu minni.
Minningin um sómakæra konu
lifir í hjörtum okkar samferða-
manna hennar, uns þau hætta.að
slá.
Gunnar Finnsson
Minning:
Elínborg Sigurðar-
dóttirfrá Melabúð
Fædd 6. júlí 1889
Dáin 20. maí 1988
í dag verður til moldar borin frá
Hellnakirkju Elínborg Sigurðar-
dóttir frá Melabúð.
Hún var fædd að Stakkhamri í
Miklaholtshreppi 6. júlí 1889, dóttir
hjónanna Sigurðar Þorleifssonar
bónda og Ingibjargar Jónsdóttur
konu hans. Þau hjón flytja síðan
að Syðri-Tungu í Staðarsveit, en
þar elst Elínborg upp með foreldr-
um_ sínum.
Árið 1913 giftist hún Worm Lár-
ussyni, ættuðum úr Skagafirði, og
bjuggu þau saman til ársins 1921
en þá deyr Worm. Með honum eign-
aðist hún 3 böm sem öll em á lífi,
en þau em: Rannveig ekkja eftir
Halldór Jóhannesson í Hafnarfirði.
Guðrún, ekkja eftir Kristbjöm Guð-
laugsson á Amarstapa og Láms
Beck, sem búsettur er á Akranesi.
Eftir lát manns síns flyst hún að
Bjamafosskoti í Staðarsveit, þaðan
að Hellissandi og loks að Öndverð-
arnesi, vom þessi ár mikið erfíð-
leikatímabil fyrir Elínborgu. En árið
1928 flytur hún að Melabúð á Helln-
um og hefur búskap með Jóni
Kristjánssyni frá Amarstapa, hafði
hún tvö yngri bömin með sér en
Rannveig ólst upp hjá afa sínum,
Sigurði Þorleifssyni. I Melabúð búa
þau svo í 20 ár eða til ársins 1948,
en þá hafði Jón að mestu misst sjón-
ina, og varð það m.a. til þess að
þau flytja burt frá Hellnum. Þau
Jón eignuðust 2 böm, en þau em
Þuríður og Trausti sem bæði em
búsett á Akranesi. Þau flytjast fyrst
að Innsta-Vogi við Akranes en hafa
þar stuttan stans en setjast að á
Akranesi. Jón féll frá árið 1948,
en eftir það dvelur hún hjá bömum
sínum á Akranesi til ársins 1978,
en þá flytur hún á Dvalarheimilið
Höfða og er þar, uns hún varð að
dveljast á öldmnardeild Sjúkra-
hússins á Akranesi farin að heilsu
og kröftum, þar lést hún 20. maí sl.
Hér að framan hefur verið dreg-
inn upp grófur rammi að lífshlaupi
Elínborgar, en innan þess ramma
er löng saga, saga alþýðukonunnar
íslensku, sem barðist harðri baráttu
til að afla sjálfri sér og fjölskyldu
sinni lífsviðurværis, hlífði sér hvergi
í óblíðri veröld, kvartaði aldrei en
vann af trúmennsku og samvisku-
semi öll þau störf sem tilheyrðu
daglegu lífi til sjávar og sveita.
Eg sem þessar línur rita var ná-
granni Elínborgar frá því að ég
man fyrst eftir mér, allt til þess að
þau flytja burt frá Hellnum. Ég og
dóttir hennar, Þuríður, vomm jafn-
öldmr og urðu því kynnin enn þá
nánari, þar sem við gengum saman
í skóla öll okkar bamaskólaár og
ferðuðumst síðan saman í Hellna-
kirkju. Þessi áratugur, 4. áratugur-
inn, var tímabil efnahagslegrar
kreppu og erfíðleika og því ekki
alltaf sem allsnægtir vom á borð-
um, það kom því oftar en ella í
hlut húsmóðurinnar að gera mikið
úr- litlu og þannig finnst mér nú
að Elínborgu hafi tekist á þessum
ámm að sjá til þess að fjölskyldan
hafði ætíð nóg að að bíta og brenna.
Heimilisfaðirinn var dugandi sjó-
maður, átti sjálfur trillu sem hann
gerði út og var talinn aflamaður
góður, þannig bjargaðist þetta með
samheldni og samvinnu Qölskyld-
unnar. Heimili þeirra var jafnan
vettvangur ánægjulegra samvenj.-.
stunda, þar var öllum alltaf vef
fagnað og veitingar fram bomar
fyrir gesti og gangandi. Á heimili
þeirra kom eitt fyrsta útvarpstækið
í plássinu og gerði það m.a. sitt til
að þar var oft setinn bekkurinn í
orðsins fyllstu merkingu. Þau vom
samhent í því að taka vel á móti
gestum sínum og gera stundimar
eftirminnilegar.
Elínborg var hreinlynd kona og
reyndi ekki að gera hosur sínar
grænar fyrir þeim sem meira máttu
sín. Hún var vinur lítilmagnans og
var alltaf reiðubúin að leggja sitt
fram í annarra þágu.
Með Elínborgu er genginn einn
af síðustu stofnum 19. aldarinnar,
þess ber okkur að minnast sem
höfum þegið í arf gmnninn að því
þjóðfélagsmunstri sem við búum við
í dag.
Blessuð veri minning Elínborgar
Sigurðardóttur, megi niðjar hennar
um langan aldur virða og blessa
minningu hennar.
K.K.
Bflasýning
í dag og á morgun
BilVANGUR sf.
HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300