Morgunblaðið - 28.05.1988, Page 29

Morgunblaðið - 28.05.1988, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988 29 Hjá Koivisto Tveimur tímum áður en ræðan hófst var formleg móttaka og hádeg- isverður hjá Mauno Koivisto Finn- landsforseta í forsetahöllinni. Þessir tveir dagskrárliðir er hið eina form- lega sem bandarísku forsetahjónin hafa á dagskrá sinni í þriggja daga dvöl sinni í Helsinki. Hingað til hafa þau Ronald og Nancy Reagan hvílt sig í gestahúsi finnska ríkisins og gengið sér til hressingar. Á föstu- daginn hófst svo dagskráin með móttöku hjá Koivisto og ræðunni í Finlandia-höllinni. í dag er hvíldar- dagur. Þrátt fyrir að hér sé ekki um form- lega heimsókn Bandaríkjaforseta til Finnlands að ræða var móttakan við hlið forsetahallarinnar með stærsta sniði. Finnlandsforseti tekur form- lega á móti háttsettum gestum sínum fyrir framan höllina í mið- borginni og vanalega er almenningi gefið tækifæri til að sjá gestina. Nu var „almenningur" hins vegar valinn hópur skólakrakka og blaðamanna sem var raðað á nokkra palla við hallarhliðin. Til vamar gegn leyni- skyttum var torginu fyrir utan höl- lina lokað og segl spennt sem „vegg- ir“ umhverfís staðinn þar sem at- höfnin fór fram. Reagan kom á stór- Beinskiptur, 5 gíra eða 4 gíra, sjálfskiptur, vökvastýri. Vél 16 ventla, 1,4 I, 90 hestöfl, 2ja blöndunga. (0 HONDAl Á ÍSLANDI, Opiðídagkl. 13-17 VATNAGÖRÐUM 24. S. 689900. Ronald Reagan í Finnlandi: Mannréttindi eru hluti traustrar afvopnunar Fékk lax, rjúpur og pönnu- kökur í forsetahöllinni Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. RONALD Reagan Bandaríkjaforseti flutti í gær stefnuræðu um utanríkismál i Finlandia- höllinni í Helsinki, þar sem hann ítrekaði að friðar- og afvopnunarmál tengjast óhjákvæmi- lega mannréttindum. Hann undirstrikaði að Bandaríkin mundu halda fast í styrk sinn og semja við Sovétmenn út frá þeim forsendum. Þá vék hann vinsamlega að Finnum og utanrík- isstefnu þeirra, sem hefur verið fagnað hér. Rauði þráðurinn í ræðu Reagans var þáttur einstaklingsfrelsis og mannréttinda annars vegar i anda ráðstefnunnar um öryggi og sam- vinnu í Evrópu (RÖSE) og hinsvegar i tvíhliða samskiptum risaveldanna. Reagan fagnaði þeim árangri sem hefur náðst eftir að Hels- inki-sáttmálinn um öryggi og samstarf í Evr- ópu var undirritaður fyrir 13 árum í sama sal og hann talaði. Reagan harmaði það hins vegar að austantjaldsríkin hefðu ekki gengið lengra á sviði einstaklings- frelsis og mannréttinda. Að hans mati er ennþá langt í land að Sovét- menn nái þeim markmiðum í þessum efnum, sem eru skjalfest í Helsinki- sáttmálanum og Sovétmenn hafa undirritað af fijálsum og fúsum vilja. Reagan minntist þess að Míkhaíl Gorbatsjov aðalritari kommúnista- flokksins hefði látið í ljós skoðanir um aukið pólitískt og trúarlegt frelsi. Til þess að sanna vilja sinn í fram- kvæmd hvatti Reagan Gorbatsjov til dæmis til að leyfa klukkum að hljóma í kirkjum Sovétríkjanna og rífa múrinn sem skiptir Berlín. Ræða Reagans í Finlandia-höll- inni var hápunktur á formlegri dag- skrá hans í þeirri heimsókn sem hófst seint á miðvikudag og endar á sunnudagsmorgni, er hann heldur til leiðtogafundarins í Moskvu. Tón- leikasalurinn í Finlandia-höllinni var fullsetinn fólki í boði Bandalags vin- áttufélaga Bandaríkjanna og Finn- lands og Paasikivi-félagsins, sem er umræðuvettvangur um stjómmál. (Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra talar væntanlega einnig í boði Paa- sikivi-félagsins er hann verður í Helsinki í júní.) Félögin tvö báðu Reagan upphaflega að halda ræðuna sem þátt í 350 ára afmæli fyrstu finnsku nýlendunnar í Ameríku. Minntist Reagan oftar en einu sinni á þátt Finna í þeirri hugmyndafræði- legu hefð, sem er homsteinn vest- rænna lýðræðisríkja. Lauk Reagan ræðu með því að óska Finnum alls góðs á fínnsku. Reuter Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, Iagfærir blóm Tellervo Koivisto, forsetafrúr, við hádegisverð, sem haldin var til heiðurs bandarísku forsetahjón- unum i Helsinki í gær. um svörtum bíl sem var sérstaklega fluttur frá Bandaríkjunum. Þau hjónin stigu úr bílnum klukkan 13.03, hlustað var á þjóðsöngva landanna tveggja, hermönnum í heiðurssveit heilsað og helstu tignar- mönnum í fylgdarliði forsetanna og gengið inn í höllina. Athöfninni lauk klukkan 13.13. Öryggisverðir Reag- ans og fínnskir lögreglumenn gátu andað léttar og einbeitt sér að því að snúa bíl Reagans við, sem reynd- ist of langur og þungur til þess að geta tekið U-beygju fyrir framan höllina. Andstætt því sem menn héldu urðu engar formlegar viðræður milli forsetanna Reagans og Koivistos. Þeir spjölluðu saman í 10 mjnútur fyrir framan ljósmyndarana. Á borð var borinn hádegisverður; reyktur lax, ijúpur og pönnukökur. Til þess að heiðra heimafylki Reagan-hjón- anna var drukkið rauðvín frá Kali- forníu. Menn bjuggust við að Reagan vildi heyra álit Koivistos á síðustu þróun í Sovétríkjunum, en Shultz utanríkis- ráðherra hefur oft hitt Koivisto í þeim erindum. En í þetta skipti var ekki nema lauslega fjallað um þýð- ingu perestrojku Gorbatsjovs. For- setamir voru sammála um að engin vandamál væru í samskiptum Finna og Bandaríkjamanna. Álit Reágans var að samband Finna og Banda- ríkjamanna væri „sterkt, innilegt og traust". Afvopnun í norðurhöfum Ekki var minnst á hugmyndir Míkhaíls Gorbatsjovs og Koivistos um afvopnun og öryggi á norður- höfum. Reagan vísaði öllum tillögum um niðurskurð hemaðarlegra um- svifa á Norður-Atlantshafi á bug í viðtali í Helsingin Sanomat, stærsta blað Finnlands, rétt áður en hann lagði af stað frá Washington. Kalevi Sorsa utanríkisráðherra Finna hefur túlkað umsögn Reagans á þá leið, að Bandaríkjamenn og NATO vilji helst ekki ganga til móts við Sovétmenn í því að minnka hem- aðarumsvif við_ strendur Noregs, Grænlands og íslands. Hugmyndir Koivistos í þessum efnum fela hins- vegar í sér að auka traust en ekki endilega að minnka hemaðarlegt öryggi. Álit fínnskra ráðamanna er að dvöl Reagans í Finnlandi og sér- staklega þau atriði í ræðu hans setn undirstrika hlutleysisstefnu Finn- lands og þátttöku Finna í RÖSE séu góð og gagnleg viðurkenning frá leiðtoga Bandaríkjanna. PC-tölvur og prentarar tV’k á gamla verðinu/ (PC-tölvur frá kr. 49.900) f/TÖUfWANO v/Hlemm, s. 621122. RITVELAR REIKNIVÉLAR PRENTARAR TÖLVUHÚSGÖGN Valkostur vandlátra

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.