Morgunblaðið - 09.09.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.09.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1988 Fyrirframsala á síld: 68 þúsund tonn til Svía og Finna SAMIÐ hefur verið við sOdar- kaupendur í Svíþjóð og Finn- landi um fyrirframsölu á 68.000 tunnum af ýmsum tegundum af hausskorinni og slógdreginni sfld og flakaðri síld. Svarar þetta samningsmagn til 96.000 tunna af heilsaltaðri sfld. í fréttatilkynningu frá sfldarút- vegsnefnd segir að heildarsalan nú til þessara tveggja markaðs- landa sé um 15% meiri en selt var þangað með fyrirframsamningum á síðastliðnu ári. Samið var um óbreytt verð frá fyrra ári í sænsk- um krónum og fínnskum mörkum. Vegna gengisþróunarinnar undan- farið ár fást um 20% fleiri íslensk- ar krónur fyrir sfldina þó verðið sé óbreytt. Gert er ráð fyrir að viðræður um fyrirframsölu til Sovétrflq- anna, sem verið hefur stærsta markaðsland íslenskrar saltsfldar á undanfömum árum, hefjist síðar í þessum mánuði. Erlendum ferða- mönnum fækkaði um 7,5% í ágúst ERLENDUM ferðamönnum til ís- lands fækkaði um 7,5% í síðasta mánuði samkvæmt tölum Útlend- ingaeftirlitsins, en fjölgaði um 0,8% fyrstu átta mánuði ársins. Ferðum Bandaríkjamanna til lanHgina fækkaði um rúm 14% í ágúst en um 19% það sem af er árinu. Frá skrifstofu Ferðamála- ráðs í New York koma þær skýr- ingar á fækkun ferðamanna frá Bandaríkjunum að verðlag á stærstu hótelum landsins og skipulögðum ferðum innanlands hafi hækkað um 100% i dollurum á siðustu þremur árum. Jafnframt að ekki fáist nægilegt fé frá ríkinu til kynningarstarfs vestra. Norðurlöndum hefur Qölgað um 7% frá fyrra ári, en saman skipa þeir stærsta hópinn sem hingað kemur af útlendingum. Á fyrstu átta mán- uðum ársins komu yfir 35 þúsund Norðurlandabúar hingað, 21 þúsund Bandaríkjamenn og ríflega 13 þús- und Vestur-Þjóðveijar. Morgunblaðið/Sverrir Reynitréð, sem sagað var niður, var eitt þriggja við gafl nágrannahússins. Það stóð lengst til hægri og var hærra en þau tvö sem eftir standa og eru hærri húsinu. Söguðu nið- ur 60 ára reynitré í leyfisleysi KONA í Vesturbænum í Reykjavík hef- ur kært fyrirtækið Stáltak hf. þar sem starf smenn þess hafi sagað niður sextiu ára gamalt reynitré í leyfisleysi. Segir konan að starfsmenn Stáltaks hafi gcf- ið þá skýringu eina á verknaðinum, að tréð hafi þeir fjarlægt til að komast betur að vinnu við næsta hús, sem þeir voru að háþrýstiþvo. í kæru konunnar kemur fram að starfs- menn Stáltaks hafí verið ráðnir til að háþrýstiþvo hús sem stendur við hlið húss hennar. Þegar þeir voru að vinna verkið, þriðjudaginn 30. ágúst, söguðu þeir niður við rót reynitré á lóð hennar. Tréð stóð við gluggalausan endagafl á húsi því sem verið var að þvo. Þegar konan kom úr vinnu síðar þann dag hafði tréð þegar verið sagað niður og flutt í burtu. Kveðst konan aldrei hafa veitt leyfí sitt. Hús konunnar yar reist árið 1926 og eftir að byggingin var fullkláruð var um- rætt tré gróðursett ásamt nokkrum öðrum trjám. Tréð var því um sextíu ára gamalt þegar starfsmenn Stáltaks ákváðu að fjar- lægja það. Konan segir tréð hafa verið höfuðprýði lóðarinnar ásamt nokkrum öðrum trjám og tjónið nánast ómetanlegt. Einn af forsvarsmönnum Stáltaks hf. sagði í gær, að hann þekkti ekki til máls þessa, utan hvað hann vissi að undirverk- takar hefðu unnið þetta verk. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið. Sala Útvegsbankans: Erlendar bankastofnanir hafa áhuga á hlutabréfakaupum Viðskiptaráðherra hefur átt óformlegar viðræður við fulltrúa þeirra Viðskiptaráðherra, Jón Sigurðsson, hefur átt viðræður við full- trúa erlendra bankastofnana, sem hafa sýnt áhuga á að kaupa hlutabréf í Útvegsbankanum. Samkvæmt lögum eiga þessar banka- stofnanir kost á að kaupa allt að 25% af hlutafénu. Birgir Þorgilsson ferðamálastjóri fól Unni Georgson, forstöðumanni kynningarskrifstofunnar í New York, að taka saman skýringamar og gera tillögur um úrbætur. „Niðurstaðan er að við verðum að taka til höndum I verðiagsmálum ferðaþjónustunnar og gera átak i auglýsinga- og kynn- ingarstarfi vestanhafs," segir Birgir Þorgilsson. „Um þetta verður flallað á ráðstefnu Ferðamálaráðs á Akur- eyri f byijun nóvember. Ég tel reynd- ar að fleiri skýringar séu á fækkun bandarískra ferðamanna til landsins. Til að mynda lágt gengi dollara þeg- ar sala íslandsferða stóð sem hæst.“ Fram kemur f tölum Útlendinga- eftirlitsins að vestur-þýskum ferða- mönnum hingað til lands hefur flölg- að um 11% það sem af er árinu, þótt þeim hafi fækkað um 21% í ágústmánuði. Ferðamönnum frá Jón Sigurðsson segir í samtali við Morgunblaðið að hann vilji ekki gefa upp nöfn þessara banka- stofnana að svo stöddu þar sem málið sé of skammt á veg komið. Hinsvegar telur hann að aðild er- lends banka að nýjum banka sem myndaður yrði með samruna Út- vegsbankans og annarra innlendra bankastofnana myndi styrkja þann banka. í máli Jóns kemur fram að mik- ill áhugi er meðal innlendra banka- stofnana á kaupum á hlutabréfum ríkisins í Útvegsbankanum. Skip- aður hefur verið starfshópur sem annast á sölu bréfanna og er lögð áhersla á að fleiri en ein lánastofn- um kaupi bréfín. „Við viljum ekki að um yfírtöku eins aðila sé að ræða heldur viljum við sjá lang- þráða sameiningu fleiri en tveggja lánastofnana hérlendis," segir Jón. Salan á hlutabréfunum í Út- vegsbankanum er ekki flókin ef um kaup annarra hlutafélags- banka er að ræða. Dæmið horfír öðruvísi við ef um sparisjóði er að ræða og segir Jón að á þeim vett- vangi verði að leysa flókin tækni- leg atriði svo af sölu geti orðið. Jón segir að engar dagsetningar hafí verið settar um sölu hlutabréf- anna í Útvegsbankanum og leggur áherslu á að unnið sé að þessu máli á rólegan og yfírvegaðan hátt. Lambi bjargað úr Mývatni: Lenti fyrir bíl og lagð- ist til sunds Mývatnssveit. Heimilisfólki á bænum Vagnbrekku varð litið út á Mývatn dag einn fyrir nokkru og vakti undarleg sýn athygli þess. Þar var eitthvað á sundi 5-600 metra frá landi. Skjótt var brugðið við og bátur settur á flot. Þegar til kom reyndist þarna vera lamb og var því bjargað upp í bátinn. Talið er líklegt að lambið hafí hlaupið frá eftir að hafa skollið á bfl, trúlega verið eitt- hvað vankað eftir höggið og þess vegna ætt út í vatnið. Það var hombrotið og með blóð í nösum. Segja má að tilviljun ein hafí ráðið því að fólkið á Vagn- brekku skyldi verða lambsins vart, en veður var kyrrt og vatnið slétt. Að öðrum kosti eru ekki miklar líkur á að til þess hefði spurst. Eigandi lambsins er Haukur Aðalgeirs- son á Grímsstöðum. — Kristján Brot gegn skipulags- og byggingarlögiim — segir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráð- herra um framkvæmdirnar við Aðalstræti 8 JÓHANNA Sigurðardóttir félagsmálaráðherra segir að úrskurður ainn nm afturköllun byggingarleyfis á lóðinni Aðalstræti 8 sé byggð- ur á ítarlegri athugun ráðuneytisins á málavöxtum og áliti lögfræð- inga, innan ráðuneytisins og utan. Niðurstaða þessara athugana var sú, að teikningar að nýbyggingunni brytu í bága við staðfest deili- skipulag Kvosarinnar, og brotið hafi verið gegn skipulags- og bygg- ingarlögum. Félagsmálaráðherra barst í júní kæra frá 9 íbúum í Gijótaþorpi, sem töldu að fyrirhuguð nýbygging á lóðinni Aðalstræti 8 væri ekki í samræmi við deiliskipulagið. Ráð- herra óskaði umsagnar skipulags- stjómar ríkisins og byggingar- nefndar Reykjavíkur um kæmna, en hvorugur þessara aðila taldi frá- vik frá deiliskipulaginu það veiga- mikil, að ástæða væri til að aftur- kalla byggingarleyfíð. En ráðherra úrskurðaði á þriðjudaginn, að leyfíð skyldi falla úr gildi. „Samkvæmt lögum leitaði ég umsagnar byggingamefndar og skipulagsstjómar þegar mér barst kæran og að ýmsu leyti er stuðst við þær umsagnir í úrskurðinum," sagði Jóhanna Sigurðardóttir í sam- tali við Morgunblaðið. „Hins vegar var málið líka kannað í ráðuneyt- inu. Það er alltaf gert þegar kæmr af þessu tagi berast, auk þess sem ég taldi, að athuga þyrfti ýmsa þætti málsins betur. Niðurstaða ráðuneytisins var á þá leið, að fyrir- huguð bygging biyti í bága við deiliskipulagið og var byggingar- leyfíð því fellt úr gildi." Jóhanna telur, að afstaða skipu- lagsstjómar til kærannar hafí með- al annars mótast af minnispunkt- um, sem forstöðumaður borgar- skipulags, Þorvaldur S. Þorvalds- son, lagði fram á fundi skipulags- stjómar í fyrra, þegar deiliskipulag Kvosarinnar var afgreitt og áréttaði með bréfí, þegar stjómin fyallaði um kæm íbúanna. „Punktamir fólu í sér fyrirvara um breytta landnotkun, miðað við skipulagstillöguna," sagði Jóhanna. „Þegar byggingamefnd veitti bygg- ingarleyfíð í vor virðist hún hafa tekið tillit til þessa fyrirvara. Sam- kvæmt samþykkt byggingamefnd- ar var gert ráð fyrir að landnotkun í húsinu væri 98% verslun og þjón- usta, en 2% íbúðir. í greinargerð með deiliskipulaginu segir hins veg- ar, að landnotkunin skuli vera 80% íbúðir en 20% verslun og þjónusta." Jóhanna sagði, að hvað þetta mál varðaði hefði verið leitað álits lögfræðinga, bæði innan ráðuneyt- isins og utan. „Það var afdráttar- laus niðurstaða þeirra, að þessir óformlegu punktar hefðu ekkert gildi um eftii staðfestingar deili- skipulags Kvosarinnar og enn síður fyrir niðurstöðu ráðuneytisins í þessu kæramáli. Þar sem þetta minnisblað hafði ekkert gildi, var ljóst að hér var um brot á deiliskipu- laginu að ræða, einkum hvað varð- ar breytta landnotkun." Jóhanna lagði áherslu á, að úr- skurður ráðuneytisins væri bæði ítarlega og faglega unninn. „Þeir lögfræðingar, sem um málið fjöll- uðu og Stefán Thors skipulagsstjóri vora sammála niðurstöðu minni. Þess vegna vísa ég á bug þeim ásökunum, að úrskurðurinn hafí verið reistur á misskilningi. Hann var byggður á þeim staðreyndum sem fyrir lágu; að berlega var brot- ið gegn skipulags- og byggingar- lögum,“ sagði Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra að lok- um. Sjá frásögn bls. 16 og 17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.