Morgunblaðið - 09.09.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.09.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAiDIÐ, FQSTUPAGUR 9. SEPTEMBER 1988 Minjagripir frá gull- öld rokksins á upp- boði hjá Sotheby’s London. New York Times. ÞEGAR Sotheby’s í London hélt fyrsta uppboð sitt á minjagripum frá rokktímabilinu í desember 1981, ráku sumir upp stór augu. En rokkið hefur ævinlega verið mikil gróðalind, og safnarar hafa löngu gert sér grein fyrir því, að menn þurfa ekki að vera tónlistarmenn, útgefendur eða kaupmenn til að hagnast á þvf. Það sem þarf er að lúra á gripum, sem rokkiðnaðurinn eða rokkstjöraurnar hafa skilið eftir sig — einkum og sér í lagi ef um er að ræða eiginhandaráritanir, óútgefnar upptök- ur, handrit að lögum, sviðsbúnað eða hljóðfæri hetjanna. í þessu tilliti hafa Bítlamir verið efstir á blaði frá upphafi, og fóru munir, sem tengdust þeim, að berast á uppboð þegar árið 1965. Þá komst árituð hljómleikaskrá á uppboðsskrá hjá Charles Hamilton — virt á sem svarar um 2500 krónum. Og áður en fyrmefnt uppboð hjá Sotheby’s var haldið 1981, bárust bréf, eigin- handaráritanir og myndir — allt tengt Bítlunum — á bókauppboð fyr- irtækisins. Á næsta rokkuppboði Sotheby’s, sem haldið verður í London á mánu- dagnn kemur, 12. þessa mánaðar, verða 154 af 287 uppboðsmunum tengdir Bítlunum. Þar af eru nokkrir úr eigu Peters Bests, sem var trymb- ill hljómsveitarinnar á árunum 1960-62. Má nefna merkilega 30 síðna úrklippubók með myndum, hljómleikaskrám, aðdáendabréfum og blaðaúrklippum um fyrstu hljóm- leika hljómsveitarinnar. Er talið, að bókin verði slegin á 700-1100 þúsund krónur. Sá hlutur, sem búist er við, að fari á hæstu verði, er trommuskinn — með merki Bltlanna á — sem ba- rið var heiftarlega á árinu 1965 af manninum, sem tók við trymbils- hlutverkinu af Best, Ringo Starr. Að sögn Hilary Kay, framkvæmda- stjóra Sotheby’s, var það notað við hljómleika og æfingar á Englandi „og er einn mesti lq'örgripur, sem okkur hefur boðist af munum, sem tengjast Bítlunum". Er búist við, að húðin verði slegin á allt að 2,3 millj- ónir króna. Árið 1984 var svipað trommuskinn, sem notað var á tón- leikaferð um Bandaríkin, selt á um 300 þúsund krónur, og í aprflmánuði síðastliðnum var trommuskinn, sem talið er, að hafi aðeins verið notað á æfingum, slegið á um 320 þúsund krónur, þótt fyrirfram væri aðeins búist við, að fyrir það fengjust í kringum 70 þúsund krónur. Þá virðast hljóðfæri, sem undir- leikarar á hljómplötum Bítlanna hafa notað, snarhækka í verði. Á upp- boðinu á mánudag verður seld ósköp hversdagsleg fiðla, sem Jack Fallon lék á einleikskafla í lagi Ringo Starr, „Don’t Pass Me By“, sem út kom 1968 á hljómplötunni „White Alb- um“. f ágústmánuði síðastliðnum seldi Sotheby’s piccolo-trompet, sem leikið var á 1966 í laginu „Penny Lane“ og 1967 í laginu „Áll You Need Is Love“, á ríflega 450.000 krónur. Bítlaplötur fara því aðeins á háu verði á uppboðum, að sérstaklega standi á. Þar er einkum um að ræða tilraunaþiykk, sem aldrei hafa farið á markað. Venjulegar plötur hækka þó í verði, hafi þær verið áritaðar. Aðeins fáar slíkar verða á uppboðinu á mánudag. Meðal þeirra eru „With the Beatles", „Rubber Soul“ og „Long Tall Sally“ — allar áritaðar af Bítlunum fjórum. Á uppboðinu verða einnig nokkrar áritaðar hljómleikaskrár frá árunum 1963 og 64. Meðal áhugaverðra uppboðsgripa, sem ekki tengjast Bítlunum, má neftia segulbandsspólu með óútgefn- um lögum hljómsveitarinnar Rolling Stones; 13 bassagítara, sem John Entwistle í hljómsveitinni Who not- aði, og handrit að textum við lög Bruce Spingsteens. Safnar greiðslukortum Reuter Walter Cavanagh, frá Santa Clara í Kalifomíu, sýnir hluta af greiðslukortasafni sínu sem í era 1.199 kort. Cavanagh er getið í heimsmetabók Guinness fyrir safnið en hann segist ekki ætla að hætta söfnuninni fyrr en hann eigi eintak af öllum þeim 10.000 greiðslukortum sem talin era hafa verið gefin út. Deilur um innflytjendamál í Svíþjóð: Verður miðflokksmönnum í Sjöbo vísað úr flokknum? Stokkhólmi. Frá Claes von Hofsten, fréttaritara Morgunblaðsins. SVO getur farið, að frammámenn sænska Miðflokksins í bænum Sjöbo á Skáni verði reknir úr flokknum. Hafa þeir beitt sér gegn þvi, að innflytjendur setjist að í bænum og er þetta ekki i fyrsta sinn, sem i odda skerst með þeim og flokksforystunni um það mál. Sjöbo komst í fréttimar í vor er leið þegar bæjarstjómin snerist önd- verð gegn stefnu ríkisstjómarinnar í málefnum innflytjenda og mið- flokk§mennimir, sem fara með stjóm bæjarmála, em einnig andvígir stefnu síns eigins flokks að þessu ■ I urr h|| Mikil rigning í Flórida Reuter Vatn flýtur allt i kringum þetta tveggja hæða hús i Lakeland í Flórída. Úrkoma þar á miðvikudag mældist um 100 mm og spáð var meiri rigningu. leyti. Samþykktu þeir að efna til alls- heijaratkvæðagreiðslu í bænum um það hvort innflytjendur fengju að setjast þar að og verður hún haldin 18. september, samtímis þingkosn- ingunum. Nú nýlega sendu miðflokksmenn í Sjöbo öllum íbúum bæjarfélagsms bækling með titlinum „Sjöbo — lýð- ræðisleg fyrirmynd". Þar er farið hörðum orðum um þá stefnu stjóm- valda í landinu að opna allar gáttir fyrir innflytjendum og alvarlega var- að við afleiðingunum. Nú hefur kom- ið í ljós, að einn af höfundum bækl- ingsins er félagi í fasistasamtökum. Miðflokksmennimir í Sjöbo segjast harma það en leggja áherslu á, að bæklingur sé málefnalegur og því muni þeir standa og falla með hon- um. „Miðflokkurinn mun ekki sætta sig við brúnar slettur á sínum græna fána,“ sagði Olof Johansson, leiðtogi Líbýa: Ihlutun Líbýu- manna í Tsjad sögð mistök Lundúnum. Reuter. MUAMMAR Gaddafi, leiðtogi Líbýu, hefur viðurkennt að íhlut- un Líbýumanna f borgarastyijöld- ina i nágrannarfldnu Tsjad hafi verið forkastanleg mistök. „íhlutun okkar í stríðið skaðaði okkur sem araba. Reyndar ættum við að bæta fyrir þessi mistök," sagði Gaddafi í viðtali við alsírska sjón- varpið á miðvikudag. „Við sem arab- ar og Afríkumenn ættum ekki að blanda okkur í slík átök,“ bætti hann við. Líbýumenn og Tsjadverjar undir- rituðu fnðarsamning í september í fyrra og bundu þar með enda á þriggja ára stríð í Norður-Tsjad. Líbýskir hermenn höfðu stutt tsjad- verska uppreisnarmenn gegn stjóm- arhemum í Tsjad. flokksins, þegar honum var sagt frá flokksbræðrum sínum í Sjöbo og tók skýrt fram, að hefðu miðflokksmenn í Sjöbo samstarf við fasista yrðu þeir umsvifalaust reknir úr flokkn- um. Skapa þrengslin í flugvélum hættu? ÞRÍR virtir vísindamenn, sem starfs sins vegna ferðast mikið, hafa hver i sínu lagi orðið varir við krankleika nokkura sem getur lagst á þá sem að fljúga á almennu farrými. Mennimir þrír, sem allir eru smávöxnu og eldra fólki, er hætt- menntaðir í læknisfræði, hittust á ráðstefnu síðasta vetur. í ljós kom að til samans vissu þeir um sex sjúkdómstilfelli, sem rekja mátti til þess að sjúklingamir höfðu flogið á almennu farrými flugvéla. Tveir læknanna höfðu sjálfir lagst inn á sjúkrahús af þessum orsök- um. Krankleika þennan nefndu læknamir eftir almennu farrý- munum og kölluðu hann ECS (ec- onomy-class syndrome). Enginn veit nákvæmlega hvað veldur ECS en þó er talið að lítið fótaiými eigi þar stóran þátt. Á almennum farrýmum flugvéla er lítið rými á milli sætaraða svo farþegamir eiga erfítt með að hrejrfa fæ- tuma. Bilið frá sætisbrún að stólnum fyrir framan er oft ekki nema um 35 sm en á fyrsta far- rými er plássið um 80 sm. Á al- mennu farrými má halla sæti aft- ur um 12,5 sm en á fyrsta far- rými um 36 sm. Þegar fólk getur ekki hreyft sig er hætta á að blóð- streymi truflist og þá getur mynd- ast blóðtappi sem kemur í veg fyrir að einstök liffæri fái nóg súrefni. Nýleg könnun, sem gerð var á Heathrow-flugvelli og tók yfir þriggja ára tímabil, leiddi í ljós að skyndileg dauðsföll vora 61 talsins og 18% þeirra mátti rekja til blóðtappa í lungum. Sumum farþegum, t.d. þeim ara við að fá ECS en öðram. Einn- ig þeim sem teljast til þess hóps sem er í mestri hættu á að fá kransæðasjúkdóma. Líklegustu fómarlömbin drekka mikið um borð. Áfengið veldur vökvatapi sem hefur sín áhrif á blóðrásina. En jafnvel fullfrískt fólk sem hugsar vel um heilsuna getur fengið ECS. Einn læknanna, Dr. Craickshank, fékk lungnabólgu af völdum blóðtappa í lungum, eftir að hafa flogið til Asíu á al- mennu farrými. Talsmenn breska flugfélagsins British Airways gera sér grein fyrir þeirri áhættu sem fylgir því að ferðast á almennu farrými flugvéla en segja að hún sé mjög lítil. Farþegar era hvattir til að standa upp og hreyfa sig í löngum flugferðum og drekka mikið af svaladrykkjum. Þeir segja að far- ið sé eftir þessum leiðbeiningum og meira beðið um óáfenga drykki en áfenga um borð í vélunum. Best er þó fyrir fólk sem er hrætt við að fá ECS að ferðast eingöngu á fyrsta farrými, þar sem plássið er meira. Því miður gleymdu læknamir að nefna það sem far- þegamir þar eiga á hættu: nefni- lega það að fá hjartaáfall þegar þeir komast að því hvað fargjald- ið er hátt. Heimild: The Economist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.