Morgunblaðið - 09.09.1988, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 09.09.1988, Blaðsíða 56
 ^TPYGGINGAR ■ /J NYTT S/MANUMER 606600 FOSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1988 VERÐ I LAUSASOLU 70 KR. Hraðskreið ferja kemur í næstu viku: Verður 18 mínútur milli Akraness o g Reykjavíkur - og flytur 320 farþega en ekki bíla NÝ OG hraðskreið feija er væntanleg til landsins í næstu viku og er að þvi stefnt að hún hefji farþegaflutninga á leiðinni milli Reykjavíkur og Akraness frá og með sunnudeginum 18. septem- ber. Feija þessi verður þannig í beinni samkeppni við Akraborg- ina um farþegaflutningana og verður aðeins 18 mínútur á milli Reykjavíkur og Akraness. Á hinn bóginn flytur skipið ekki bifreið- ír. Það er fyrirtækið Norðurskip sem stendur að rekstri þessarar feiju, en forsvarsmenn þess eru bræðurnir Haukur og Öm Snorra- synir. Öm er þegar farinn til Svíþjóðar að sækja skipið, en hann er stýrimaður og hefur áður starf- að á samsvarandi skipum á Norð- urlöndum. Skipið verður fyrst í stað tekið á leigu hjá sænsku fyrir- tæki meðan verið er að ganga úr skugga um rekstrargrundvöll þess hér á landi en Norðurskip hefur síðan kauprétt á skipinu. Ferjuskip þetta er tvíbytna og gengur um 40 sjómílur á klst. svo að það er einungis 18 mínútur á milli Reykjavíkur og Akraness. Það er um 350 brúttólestir og tek- ur um 320 manns í sæti. Af hálfu forsvarsmanna útgerð- arinnar em bundnar vonir við að vegna þess hversu skipið er fljótt í fömm, muni tilkoma þess verða til þess að t.d. Akumesingar skreppi í enn ríkari mæli til Reykjavíkur í verslunarerindum, svo og að það stuðli að því að vinnumarkaðurinn uppi á Skaga og kringum Jámblendiverksmiðj- una renni að meira og minna leyti saman við vinnumarkaðinn í höf- uðborginni. Munu m.a. vera uppi hugmyndir um að feijan hafi árla morguns og á kvöldin viðkomu hjá Jámblendiverksmiðjunni vegna starfsmanna þar sem búa á höfuð- borgarsvæðinu. Norðurskipsmenn munu upp- haflega hafa verið með hugmyndir um að reka þetta skip á Eyjafjarð- arsvæðinu að sumarlagi en halda uppi áætlunarferðum milli Reykjavíkur og Akraness að vetr- arlagi eftir að meginferðamanna- tímanum lýkur. Frá þessum áformum mun nú hafa verið horf- ið þar sem mestar líkur eru taldar á að unnt sé að reka skipið með föstum áætlunarferðum milli Reykjavíkur og Akraness allt árið um kring. Morgunblaðið/Einar Falur Á rikisstjórnarfundi í gærmorgun voru lagðar fram tillögur frá Alþýðuflokki og bókun frá Framsóknar- flokki um niðurfærslutillögur hans, auk tillagna forsætisráðherra um efnahagsaðgerðir. Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur um efnahagstillögur forsætisráðherra: Vilja ítarlegri útfærslu áður en afstaða er tekin Framsóknarmenn „gefa einn frest enn“ með skilyrðum um aðgerðir í TILLÖGUM Þorsteins Pálsson- ar, forsætisráðherra, um aðgerð- ir i efnahagsmálum er lögð meg- ináhersla á hallalaus fjárlög 1989 og mælt með frystingu launa og ströngu aðhaldi í verðlagsmál- um, en framlenging óbreyttrar verðstöðvunar sögð ómarkviss aðgerð. Eftir fund þingflokka stjómarflokkanna þriggja sögðu þeir Steingrimur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, og Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, að forsætisráðherra yrði að útfæra tillögur sínar ítarlegar áður en flokkamir tveir tækju afstöðu til þeirra. Steingrímur sagði að- spurður að innan þingflokks og framkvæmdastjóraar Framsókn- arflokksins hefðu komið fram margar raddir um stjómarslit, en þess hefði ekki verið krafist og ákveðið að gefa einn frest enn til að skila heilsteyptum tillögum. Þorsteinn Pálsson sagði um til- lögfur sínar að að þær væru skýrar og miðuðu að því að farin væri blönduð leið út úr vandanum og bætti við: „Ég trúi því ekki fyrr en á reynir að menn hlaupi frá þessu verki." Á fundi þingflokks og fram- kvæmdastjómar Framsóknar- flokksins var samþykkt ályktun þar sem segir að framsóknarmenn séu reiðubúnir að fjalla um tillögur frá forsætisráðherra sé nokkrum grundvallarsjónarmiðum fullnægt, svo sem að raunvextir verði lækkað- ir, lánskjaravísitala afnumin og dregið verði úr þenslu með halla- Ávöxtunarfyrirtækin: Ibúðir seldar með kaup- leign og 20% útborgxin Ávöxtunarfyrirtækin hafa undanfarin ár stundað umfangsmik- il fasteignaviðskipti. Fimm íbúðir em til óseldar í eigu fyrirtækj- anna. Að sögn Péturs Bjömssonar í Ávöxtun hafa fyrirtækin á undanfömum árum keypt umtalsverðan fjölda íbúða, hann taldi töluna 20 nærri lagi, gert upp og selt aftur fyrir milligöngu fast- eignasala. Einnig hefur Ávöxtun selt nokkrar íbúðir, 5-7 taldi Pétur, með 20% útborgun og kaupleigukjöram á eftirstöðvum. Pétur Bjömsson sagði að miðað 7% vöxtum og tryggðar með veði hefði verið við að eftirstöðvar greiddust innan 5 ára en dæmi væru um 6 og 7 ára greiðslutíma. Eftirstöðvamar vom bundnar lánskjaravísitölu og með föstum í íbúðunum. Kaupendur greiddu mánaðarlega af eftirstöðvum. „Mánaðarleigan var álíka há 0g dýr húsaleiga. Um það bil 45 þúsund á mánuði miðað við 3,5-4 milljóna íbúð og sjö ára samn- ing,“ sagði Pétur Bjömsson. Pétur sagði að þótt kaupendur fengju ekki afsal eignanna fyrr en við lok samningstímans teldi hann enga ástæðu til að óttast að skilanefnd sæi sér hag í að rifta kaupleigusamningum og taka eignimar að_ nýju til hefð- bundinnar sölu. „Ég fæ ekki séð að ákvæði samningsins heimili riftun nema um vanefndir kaup- anda sé að ræða," sagði Pétur. „Þessir samningar em traustar eignir fyrir sjóðina, tryggðar með veði í hinu upphaflega verðmæti. Ég held að þeir sem keypt hafa af okkur eignir geti verið róleg- ir,“ sagði Pétur. „Þetta er komið í hendur góðra manna þar sem skilanefndin er og það verður engin mannvonska þar. Þetta verður unnið málefnalega og reynt að ganga þannig frá að sem minnstur skaði verði.“ Sjá frétt á bls. 4 lausum ríkisbúskap og samdrætti í framkvæmdum. Steingrímur Her- mannsson sagði að á fundinum hefði komið fram krafa um að fyrir miðstjómarfundi flokksins, sem boðaður var 17. september, lægju tillögur frá ríkisstjóminni sem full- nægðu fyrrgreindum skilyrðum. Steingrímur kallaði tillögur forsæt- isráðherra „minnispunkta" og sagði að þær væru ekki útfærðar á þann veg að hægt væri að taka afstöðu til þeirra. Jón Baldvin Hannibalsson sagði eftir þingflokksfund Alþýðuflokks- ins að ráðherrar flokksins hefðu fengið þar óskorað umboð til að framfylgja tillögum flokksins, sem lagðar voru fram á ríkisstjómar- fundinum í morgun. Hann vildi ekki tjá sig um efni þeirra tillagna. Hann sagði að Alþýðuflokkurinn myndi ekki taka afstöðu til hugmynda for- sætisráðherra fyrr en þær yrðu lagðar fram fullunnar. Þorsteinn Pálsson sagði eftir þingflokksfund Sjálfstæðisflokks- ins að þingflokkurinn stæði einhuga að baki ráðherrum flokksins um að vinna á grundvelli þeirra tillagna sem hann hefði lagt fyrir ríkis- stjómina. Auk fyrrgreindra atriða segir þar að til greina komi að fresta upptöku virðisaukaskatts og að Seðlabankinn láni frystideild Verðjöfnunarsjóðs til að taka upp verðjöfnun á frystum fiskafurðum. Einnig segir þar að hallalaus fjárlög og strangt aðhald í lánsQárlögum séu forsendur stöðugleika í efna- hagsmálum og skapi, ásamt öðram aðgerðum, skilyrði fyrir lækkun raunvaxta. Sjá leiðara á miðopnu og „Af innlendum vettvangi" á bls. 18-19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.