Morgunblaðið - 09.09.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.09.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1988 29 aðgerðar 3 Afskurðinum svo skotið í burt með vatnsþotu. Þetta er endur- itur tekið þangað til is er þrýstingnum íálina er aflétt af ín af. mænunni. Hin nýja aðferð er enn á tilrauna- stigi en gefur þó vonir um að í framtíðinni verði ekki nauðsynlegt fyrir fólk sem þjáist af bijósklosi að gangast undir hefðbundna i skurðaðgerð til að fá bót meina sinna. Morgunblaðið/KGA s Framkvæmdasjóðs íslands hófust í sið verði fokhelt fyrir áramót, jafnvel rvstuna 19. dxe5 — fxe5, 20. Rc4 Hér var líklega nákvæmara að ieika fyrst 20. f3 og hvíta staðan er öllu þægilegri. 20. - e4, 21. b3 - Be6, 22. h4 - Hed8, 23. Be5 - Hd5, 24. Hgl! Timman hefur líklega vanmetið þennan leik, hann hefði getað hindr- að hann með því að skáka á g4 í síðasta leik. 24. - Hc8, 25. Hxc8 - Bxc8, 26. h5 - Bg7, 27. Bxg7 - Kxg7, 28. hxg6 - h5!? Eftir 28. — hxg6 er svartur með verri peðastöðu í einföldu endatafli og verður að beijast fyrir jafntefli. 29. f3 - exfB+ 30. Kxf3 - Hf5+ 31. Ke2 Þetta er öruggasti leikurinn, en hvítur hefði getað rejmt að tefla til vinnings með 31. Ke4!? 31. - Hf6, 32. Re5 — Bf5, 33. Hcl - Bxg6, 34. Hc7+ - Kg8, 35. Hxa7 - h4, 36. Ha8+ - Kg7, 37. Ha7+ - Kg8, 38. Ha8+ og hér var samið jafntefli. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ÁSGEIR SVERRISSON Þáttaskil í eyðimerkur- stríðinu í Yestur-Sahara JAVIER Perez de CueUar, framkvæmdasfjóri Sameinuðu þjóð- anna, vann enn einn sigurinn i vikunni er fulltrúar stjórnvalda í Marokkó og Polisario-hreyfingarinnar féllust á áætlun hans um að koma á friði í eyðimerkurstríðinu í Vestur-Sahara. Skæruliðar Polisario hafa í tæp 13 ár barist fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis í Vestur-Sahara, sem áður var spænsk nýlenda, en sökum áhuga- leysis fjölmiðla hafa átökin oftlega verið nefnd „stríðið sem gleymdist". Stríðsreksturinn hefur kostað Hassan konung Ma- rokkó lygilegar fjárupphæðir en talið er að allt að 40 prósent af fjárlögum undanfarinna ára hafi runnið til hans. Polisario- hreyfingin hefur hins vegar bundið vonir sínar við að gengið verði til samninga um framtíð þessa landsvæðis en dýrmætir málmar og fosfat leynast undir eyðimerkursandinum. Stríðið hefur þó ekki snúist um yfirráð yfir þessum náttúruauðlindum. Það hefur miklu fremur mótast af þjóðernishyggju hirðingjanna, sem eru af sahrawi-ættbálki og stórveldisdraumum Hassans kon- ungs. Sérkennileg pólitík ríkjanna í þessum heimshluta hefur einnig ráðið miklu um gang stríðsins, sem reynst hefur óvinn- andi og áætlun de Cuellars er ætlað að binda enda á. Stjómvöld í Marokkó gerðu fyrst tilkall til Vestur-Sahara árið 1957 og var það gert á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna. Árið 1975 lagði Hassan konungur kröfu þessa fyrir Alþjóðadómstól- inn sem úrskurðaði að íbúar svæð- isins ættu rétt á að fá að ákveða sjálfir hvemig stjóm þess skyldi háttað. Sama ár gáfu Spánveijar yfirráð sín eftir en fram til þess var landsvæði þetta nefnt Spænska-Sahara. Spánveijar hétu því að fram myndi fara þjóð- aratkvæðagreiðsla um framtíð nýlendunnar og lýstu bæði Sam- einuðu þjóðimar og Alþjóðadóm- stóllinn stuðningi við haná. Óvopnaðar innrásarsveitir En Hassan konungur hafði þegar gert þaulskipulagða áætlun um innlimun svæðisins. í október árið 1975 þegar Francisco Franco lá fyrir dauðanum héldu 350.000 Marokkóbúar fótgangandi til Spænsku-Sahara. Aætlun þessi var nefnd „græna hergangan". Fólkið var óvopnað og spænsku hermennimir. gerðu ekkert til að hefta för þess. Mánuði síðar var „Madrid-samkomulagið" undirrit- að en samkvæmt því vom stjóm- völdum í Máritaníu og Marokkó tryggð yfirráð yfir Spænsku- Sahara. í febrúar árið 1976 lýstu hirð- ingjar af sahrawi-ættbálknum yfir stofnun sjálfstæðs ríkis í nafni Polisario-hreyfíngarinnar. Ríkið nefnist „Arabíska alþýðulýðveldið í Sahara" og hefur það hlotið við- urkenningu 71 erlends ríkis. Mán- uði síðar viðurkenndu Alsírbúar formlega tilvist eyðimerkurríkis- ins og reyndist sú ákvörðun örlag- arík. Stjómvöld í Máritaníu 'og Marokkó slitu sambandi við Alsírbúa, sem tóku að styðja skæmliða Polisario ásamt Líbýu- mönnum. Talið er að um 100.000 flóttamenn hafí leitað slq'óls í Alsír en eyðimerkurhermennirnir hafa haft bækistöðvar sínar innan landamæranna og gert þaðan skyndiárásir á sveitir Marrok- kóbúa. Talið er að sveitir Hassans í Vestur-Sahara telji um 80.000 hermenn en ekki er vitað hversu marga menn skæmliðar hafa und- ir vopnum. Að líkindum er íjöldi þeirra á bilinu 3.500 til 7.000. Árangursríkur • skæruhernaður Skæmhemaðurinn reyndist ár- Óvopnaðir aðdáendur Hassans Marokkókonungs halda inn í Spænsku-Sahara í nóvember árið 1975. angursríkur í upphafi stríðsins einkum í bardögum við hermenn frá Máritaníu. Árið 1979 þótti stjómvöldum þar nóg komið og gáfust í raun upp með því að falla frá yfírráðakröfum sínum og semja um frið. Landið var illa undir stríðsreksturinn búið og eyðimerkurhermennimir unnu fremur auðvelda sigra á lítt þjálf- uðum sveitum stjómarhersins. Hersveitir Hassans konungs tóku þá að koma sér fyrir í Rio de Oro-héraði sem tilheyrt hafði Máritaníu samkvæmt sáttmál- anum sem gerður var í Madrid. í byijun árs 1984 viðurkenndu stjómvöld í Máritaníu formlega tilvist sjálfstæðs ríkis sahrawi- manna í Vestur-Sahara og þótti það umtalsverður pólitískur sigur. Vígstaðan breytist Árið 1981 hófu Marokkóbúar að hlaða 1.500 kílómetra langan vamargarð úr sandi og gijóti í kringum svæðið umdeilda og lauk því starfi sex ámm síðar. Handan „múrsins" bíða öflugar liðsveitir stjómarhersins studdar háþróuð- um ratsjárbúnaði og stórskota- liðsbyssum. Þetta varð til þess að gjörbreyta vígstöðunni því her- menn Polisario hafa ekki getað haldið uppi skæmhemaði af sama þunga og áður. Með þessu móti hefur stjómarhemum einnig tek- ist að loka leið skæmliða meðfram landamæmm Máritaníu að Atl- antshafsströndinni þaðan sem þeir gerðu oftlega árásir á skip og báta auk þess sem þar er að finna fengsæl fiskimið. Skæmlið- ar bmgðust við þessu með því að stórauka stórskotaliðsárásir á stöðvar stjómarhersins innan vamarveggsins. Fréttir bámst af miklu mannfalli í röðum stjómar- hermanna árið 1985 en frá því á síðasta ári er gerð vamarmúrsins var lokið hafa hermenn Hassans konungs nánast verið einráðir í eyðimörkinni sem barist hefur verið um í tæp 13 ár. Sinnaskipti Gaddafis í upphafi átakanna nutu skæmliðar Polisario stuðnings bæði Alsírbúa og Líbýumanna. Litlir kærleikar höfðu þá lengi verið með þeim Hassan konungi og Mohammar Gaddafi Líbýuleið- toga sem báðir vildu gera ríki sín að stórveldum á norðurströnd Afríku. Þetta breyttist snögglega í ágústmánuði árið 1984 er ríkin tvö gerðu með sér víðtækan sam- starfssamning og Gaddafí gerði heyrinkunnugt að hann hefði látið af stuðningi við skæmliða. Þessi sinnaskipti leiðtoganna komu til vegna vaxandi einangmnar þeirra innan Einingarsamtaka Afrík- uríkja, sem stutt höfðu sjálfstæð- iskröfu sahrawi-manna. I nóvem- ber það ár sagði Hassan Marokkó úr samtökunum og sótti um inn- göngu í Evrópubandalagið, sem þótti með fmmlegri hugmyndum þessa sérkennilega einvalds. Þessi óvænta stefnubreyting Gaddafis var skæmliðum þungt áfall því þeir höfðu fengið sovésk vopn frá Líbýu en frá þessu þurftu þeir að reiða sig á stuðning Alsírbúa. Stjómvöld í Alsír hafa á hinn bóginn dregið mjög úr hergagna- og matvælasendingum til skæm- liða á þessu ári en í maímánuði tóku Alsír og Marokkó upp stjóm- málasamband að nýju eftir miklar þreifíngar í þá áttina á undanföm- um tveimur ámm. Bandaríkja- menn hafa hins vegar veitt Ma- rokkóbúum hemaðaraðstoð frá upphafí auk þess sem Frakkar hafa ævinlega verið reiðubúnir til að selja Hassan vopn. Vopnahlé og þjóðaratkvæði Einstök atriði áætlunar fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna hafa enn ekki verið birt en gert er ráð fyrir því að íbúamir greiði um það atkvæði hveijir skuli stjóma Vestur-Sahara eftir að lýst hefur verið yfír vopnahléi í stríðinu. Stefnt er að því að hrinda friðaráætluninni í fram- kvæmd á þessu ári en það kann að dragast á langinn þegar tillit • er tekið til þess að Hassan kon- ungur þvertekur fyrir að ganga til beinna friðarviðræðna við full- trúa Polisario. Talsmenn skæra- liða segja á hinn bóginn að friði verði ekki komið á án slíkra við- ræðna. Þá verður vafalítið erfitt að koma á þjóðaratkvæðagreiðslu um stofnun sjálfstæðs ríkis eða sammna við Marokkó því ekki 'er vitað hversu margir íbúamir em. Að líkindum verður stuðst við opinberar tölur spænsku ríkis- stjómarinnar frá árinu 1974 en þá vora sahrawi-menn í Spænsku-Sahara taldir vera rúm- lega 73.000. Talsmenn Polisario segja þá hins vegar 207.000 en mikill fyöldi bama, kvenna og gamalmenna heldur til í flótta- mannabúðum í Alsír. Stjómvöld í Marokkó fulljrrða að 164.000 manns búi á svæðinu umdeilda en ekki er Ijóst hvort þúsundir Marokkóbúa sem flutt hajfa þang- að á undanfömum ámm em með í þeirri tölu. Loks er þess að geta að skæm- liðar krefjast þess að her- og lög- reglulið Marokkó verði kallað burt áður en þjóðaratkvæðagreiðslan fer fram. Hassan hefur hingað til neitað að verða við þessari kröfu og Alsírbúar styðja þá afstöðu hans. Enn er ekki vitað hvemig Perez de Cuellar hyggst leysa þennan vanda og gera má ráð fyrir löngum og ströngum samn- ingaviðræðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.