Morgunblaðið - 09.09.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 09.09.1988, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐDD IÞROTTIR PÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1988 ÍHémR .. FOLK ■ HAUSTMÓT verður haldið í Grafarholti á morgun, laugardag. Þetta er 18 holu punktamót með fullri forgjöf og keppni hefst kl. 9. ■ HAU STLEIKUR unglinga verður í Grafarholti á sunnudag- inn. Leikið verður „foursome" og keppni hefst kl. 9. ■ STÖÐVAKEPPNIN í golfi verður haldin hjá Golfklúbbi Vest- mannaeyja. Leiknar verða 36 holur með og án forgjafar. Veitt verða vegleg verðaun fyrir efstu sæti. '■'"Þetta er síðasta stórmót Vest- manneyinga á þessu ári, en klúbb- urinn á einmitt 50. ára afmæli. ■ OPIÐ golfmót verður í Leir- unni á sunnudaginn. Leikið verður með og án forgjafar en keppni hefst kl. 9. ■ KR-DAGURINN verður hald- inn hátíðlegur laugardaginn á fé- lagssvæði KR við Kaplaskjólsveg. Dagskrá hefst kl. 13.30 og verður m.a. boðið upp á knattspymu, hand- knattleik, fimleika, borðtennis, bad- minton, körfuknattleik, glímu og pokahlaup. ■ PFAFF-bikarinn í golfí, öld- ungamót, fer fram á velli golf- . klúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ, á ' morgun, laugardag. Mótið hefst kl. 8 og hægt er að panta rástíma í síma 667415. Kylfingar í Mosfells- bæ lofa góðu veðri á laugardag, en mót þetta „fauk“ út í veður og vind er það átti að fara fram laugar- daginn 27. ágúst. ■ ÍÞRÓTTAFÉLAG Heyrna- lausra mun keppa á alþjóðamóti . heymalausra í handknattleik 9.-11. september í Lubeck í V-Þýska- landi. íslenska liðið keppti á Norð- urlandamótinu sem haldið var í Reylgavik og varð þá í 2. sæti. íþróttafélag Heyrnalaúsra verður tíu ára á næsta ári og þá stendur til að halda alþjóðlegt mót á íslandi. HANDKNATTLEIKUR / LANDSLEIKUR KVENNA Herzlumuninn vantaði Morgunblaðifi/Einar Falur Quðriður Quðjónsdóttlr átti góða kafla í fyrri hálfleiknum f gærkvöldi. Hún skoraði fíögur mörk í leiknum. Ísland-Frakkland 14 : 17 íþróttahúsið að Varmá í Mosfellsbæ. Vináttulandsleikur kvenna í handknattleik, fimmtu- daginn 8. september 1988. Gangur leiksms: 2:0, 2:1, 3:1, 3:2, 6:2, 6:7, 9:7, 9:12, 9:14, 14:14, 14:17. Mörk íslands: Margrét Theodórsdóttir 5/3, Guðríður Guðjónsdóttir 4, Inga Lára Þóris- dóttir 2/1, Guðný Gunnsteinsdóttir 1, Kristín Pétursdóttir 1, ósk Víðisdóttir 1. Mörk Frakklands: Dugrey 3/1, Decayeux 3, Roca 3, Sauval 3, Bara 2, Cagnol 2, Marchand 1. Dómarar: Stefán Arnaldsson og Ólafur Haraldsson. „ÉG GET ekki verið ánægður með þennan leik. Einbeitingu vantaði á mikilvægum augna- blikum, meira að segja hjá lykil- mönnum. Auðvitað sáust góðir kaflar og vörnin stóð fyrir sínu en stúlkurnar léku ekki nógu agað og gerðu ekki það sem ég lagði fyrir þær. Síðan er eins og taugarnar séu ekki í góðu lagi. Þetta eru hlutir sem við ætlum að bæta“, sagði Slavko Bambir, landsliðsþjálfari, í samtali við Morgunblaðið eftir leikinn landsleik íslands og Frakklands í gærkvöldi. Þriðji landsleikur íslendinga og Frakka í handknattleik kvenna í röð og jafnframt sá síðasti að sinni, var ákaflega kaflaskiptur. íslenzku stúlkurnar Guðmundur byijuðu vel, léku Jóhannsson mjög vel í vöm og skrifar sókn en síðan misstu þær einbeitinguna og þær frönsku gengu á lagið og skoruðu fjölda marka úr hraðaupp- hlaupum. Reyndist það dýrkeypt. Þegar skammt var liðið af seinni hálfleik vöknuðu íslenzku stúlkum- ar aftur til lífsins og sýndu frábær- an leik, einkum Halla Geirsdóttir í markinu. Þær skoruðu fímm mörk í röð og jöfnuðu leikinn. Þá hrökk hins vegar aftur allt í baklás og frönsku stúlkumar skomðu þrjú síðustu mörk leiksins sem lauk með sigri þeirra frönsku, 14:17. Halla Geirsdóttir, sem stóð í markinu í síðari hlfleik, var bezt íslendinga og varði tíu skot. Guðríð- ur Guðjónsdóttir átti góða kafla í fyrri hálfleik en datt niður í þeim síðari. Sömuleiðis átti Margrét The- odórsdóttir góða kafla en hefur oft leikið betur eins og flestar íslenzku stúlknanna. Franska liðið var jafíit. Bjaml Jónsson. ■ SJÖ leikmanna 1. deildarliðs KA í knattspymu [ekki sex eins og sagt var frá í gær] eru famir, eða em að tygja sig, suður á bóginn vegna náms og æfa því ekki með félögum sírium nyrðra fyrir síðustu leikina — Bjarni Jónsson, einn besti maður liðsins, gleymdist í upptalningunni í gær. ■ FORRÁÐAMENN íþrótta- mála Sierra Leonoe hugðust senda Iandslið þjóðarinnar í borðtennis til keppni á Olympíuleikunum í Seoul. Af því verður hins vegar ekkert — alþjóða borðtennissambandið til- kynnti í gær að það hefði meinað liðinu þátttöku á leikunum, vegna þess að borðtennissamband þessa vestur-Afríkuríkis hefur ekki greitt árgjald sitt til alþjóða sambandsins síðustu 25 árin! GOLF / HM KVENNA ísland í 22. sæti eftir fyrsta dag ÍSLENSKA sveitin í golfi er í 22. sæti eftir fyrsta dag heims- jrieistarakeppni áhugamanna sem hófst í Stokkhólmi í gær. Sveit Svíaer í fyrsta sætinu, skammt á undan Bandaríkjun- um og Ítalíu. Steinunn Sæmundsdóttir lék í gær á 78 höggum, Karen Sævarsdóttir á 85 höggum og As- gerður Sverrisdóttir á 94 höggum. Sú sem leikur lakast hvem dag telst ekki með þannig að samanlagt skor íslensku sveitarinnar í gær er 163 högg. Sænska sveitin lék í gær á 146 höggum (Eva Dahllof 71, Helene Andersson 75, Helen Alfredsson 75). Sveit Bandríkjanna og Ítalíu eru báðar á 147 höggum. Banda- rísku stúlkumar léku sem hér seg- in Carol Thompson 71, Pearl Sinn 76, Anne Sander 80). Skor þeirra ítölsku var þannig: Stefania Croce 71, Marina Buscaini 76, Isabella Calogero 80. Sameiginleg sveit Bretlands og írlands kemur næst á 149 höggum: Julie Wade 73, Linda Bayman 76, Susan Shapcott 77. Vestur-Þýskaland er í 5. sæti á 150 (Martina Koch 72, Ursula Beer 78, Martina Fischer 83) og síðan koma sveitir Spánar og Ástralíu á 152, sveit Sviss á 153 og Nýja Sjálands og Brasilíu jafnar í 9. sæti á 154 höggum. ÆíjV Bogdan á bensínstöð Morgunblaðiö/Sverrir Bogdan Kowalczyk, landsliðsþjálfari I handknattleik, og Guðjón Guðmundsson, aðstoðarmaður hans, komu til starfa á einni af bensínstöðvum Shell í Reykjavík í gær. Þetta uppátæki, sem var til fjáröfl- unar, hafði verið auglýst og kom mikill fjöldi fólks til að láta þá „fylla“ hjá sér. Einn þeirra var Kristján Arason landsliðsmaður, sem greinilega hafði gaman að geta skipað þeim fyrir einu sinni! Þama virðist Kristján vera að biðja Guðjón að þurrka betur af afturrúðu bifreiðarinnar! Bogdan „fyllir" glaðbeittur á svip. HAUSTSÝIMIIMG ’88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.