Morgunblaðið - 09.09.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.09.1988, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1988 42 Minning: Alda Rafnsdóttir Fædd26.júlí 1963 Dáin 3. september 1988 Alda var dóttir hjónanna Karenar Gestsdóttur og Rafns Vigfússonar. Móðuramma hennar, María Frið- bergssori, er frá Færeyjum, svo Alda var af góðu íslensku og fær- eysku bergi brotin. Alda Rafns- dóttir fæddist 26. júlí 1963, en þá bjuggu foreldar hennar að Hafna- dal í Nauteyrarhreppi við ísafjarð- ardjúp. Hún var þriðja í röð fímm systkina en hin eru Anna Ósk, Hafni Már, Gylfi Engilbert og Guðni. Fjölskyldan flutti frá Hafnadal haustið 1964 að húsinu Dílum í austanverðum Kópavogi. Þangað var ætíð gott að koma til Karenar, Rabba og bamanna. Húsið var vina- legt timburhús, afsíðis frá hinni almennu bæjarbyggð og minnti þau aðeins á sveitina, sem komið var frá. Þetta athvarf þessarar fjöl- skyldu brann til kaldra kola þann 21. maí 1970. Hús og innbú var lágt vátryggt og þung raun hefur verið fyrir fjölskylduna að standa uppi með nánast tvær hendur tóm- ar. Þau fluttu eftir þetta á Nýbýla- veg 38a, sem var byggt á sínum tíma af Guðmundi G. Hagalín og hann nefndi „Fílabeinshöllina". Á Þorláksmessu 1973 flutti Qöl- skyldan inn í hálffrágengið einbýlis- hús í Lyngheiði 14. Mótlætið hafði ekki beygt þau, heldur blasti við sú framtíðarsýn að eiga öruggt heimili allar götur síðan farið var frá Hafnadal. Þröngt var þó um þau fyrstu nóttina, bömin sváfu öll í hjónarúminu og hjónunum varð ekki svefnsamt þá nótt. Tíminn leið, heimilið fylltist meiri fegurð og búið var í haginn sem best. Alda Rafnsdóttir óx úr grasi í faðmi fjöl- skyldunnar við þessar aðstæður. Enn er þess minnst er Alda og Anna Ósk fóm að vinna í físki ung- ar að ámm, þær komu báðar með fyrstu launaumslögin sín til pabba síns og báðu hann að nota aurana upp í skuldir. Alda gekk sína skólagöngu í Digranesskóla, gagnfræðastig í Víghólaskóla og var síðan vetuma 1978 og 1979 í Héraðsskólanum á Núpi í Dýrafírði. Síðastliðin rúm tvö ár starfaði hún sem deildarritari á deild 12 A, Landspítalanum í Reykjavík. Þann 3. september 1981 eignað- ist hún Alda sinn mesta sólargeisla á skömmum lífsferli. Það var dreng- ur og hlaut hann nafnið Vilberg Rafn. Hans faðir er Hans Vilberg Guðmundsson. Alda var drengnunr sínum hlý og góð móðir til hinstu stundar enda er söknuður drengsins mikill við móðurmissinn. Hún var í sambúð með æskuvini sínum, Jó- hanni Ólafí Jóhannssyni, um tveggja ára skeið. Þótt þeim auðn- aðist ekki að ganga lífsveginn sam- an vom þau tryggir vinir til hins síðasta. Jóhann Olafur sýndi trygg- lyndi sitt ekki síst er hann kom í heimsókn til litla drengsins á Lyng- heiðinni laugardaginn þánn 3. sept- ember sl., á afmælisdaginn. Ég fylgdist með lífsferli þessarar dóttur fósturbróður míns og Karen- ar alla tíð. Mér þótti ákaflega vænt um hana og það var gagnkvæmt. Hún var traust stúlka og ákveðin, hlý og glaðbeitt. Hún var reglusöm og setti sínu lífí ákveðnar skorður, en að sjálfsögðu skemmti hún sér með vinum sínum eins og ungs fólks er háttur og það átti við. Ég kenndi henni undir ökupróf og allur hennar ökuferill var áfallalaus. Ég minnist þess oft er hún var lítil að hún hringdi til mín og bað mig að setja mömmu sína undir stein. Mamma hafði skammað hana fyrir eitthvað og hún vildi rétta sinn hlut. Af því ég var í lögreglunni hafði hún eitt- hvað heyrt talað um stein. Siðasta skiptið sem ég hitti hana var nú fyrir þremur vikum er hún kom í Mosfellssveitina ásamt Önnu Ósk, systur sinni, og þær komu með lítinn kettiing til okkar. Alda setti hann í kjöltu mér og bað mig að gæta hans vel. Þegar litli drengurinn hennar var skírður bað hún okkur hjónin að vera guðforeldra hans. Síðar minnt- ist hún á það að ef eitthvað kæmi fyrir sig, hefðum við þeim skyldum að gegna að gæta hans vel og fylgj- ast með honum. Nú hefur það gerst. Alda var heimilisföst hjá for- eldrum sínum í Lyngheiði 14. Þar hafði faðir hennar útbúið smekklegt húsnæði fyrir hana og litla dreng- inn. Hann fær áfram að vera í faðmi afa sfns og ömmu og systkina móð- ur sinnar, þess fólks sem hann þekkir og hefur umgengist mest. Sá þáttur er ekki áhyggjuefni hvað varðar drenginn. Þessum skrifum hér við lokin á lífshlaupi Öldu Rafnsdóttur fylgja kveðjur frá heimilisfólkinu á Halls- stöðum við ísafjarðardjúp. Hún átti þar vandamenn og vini sem víða annars staðar. Er ég gekk um híbýli Öldu nú eftir lát hennar veitti ég athygli litlu ljóði innrömmuðu. Hún hafði gaman af kveðskap og setti sjálf saman vísur. Ég leyfí mér að láta þetta ljóða- brot fylgja hér með sem kveðju frá mér og minni fjölskyldu. Þó að kali heitur hver hylji dali jökull ber steinar tali alit hvað er aldrei skal ég gleyma þér. (Skáld-Rósa) Að endingu sendi ég samúðar- kveðjur í Lyngheiði 14, til allra annarra aðstandenda og vina, enn- fremur til þeirra sem um sárt eiga að binda af öðrum ástæðum vegna þessa atburðar í Lyngheiði 14. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu vilja aðstandendur benda á Minningarsjóð Vilbergs Rafns Vil- bergssonar. Gírónúmer sjóðsins er 77100-7. Gylfi Guðjónsson og fjölskylda, Mosfellsbæ Er við fréttum að hún Alda okk- ar væri dáin gátum við ekki annað en staldrað við. Hvemig er hægt að taka hennar líf svona frá okkur og litla drengnum? Hún sem var svo góð við okkur mæðgur. Alltaf þegar Alda kom var eins og birti á mínu heimili og við gátum talað um allt milli himins og jarðar. Voru það oft líflegar umræður því Alda var mjög víðsýn og skemmtileg viðræðu. Það ríkir mikil sorg hjá öllum hennar vandamönnum og vinum, við biðjum því algóðan guð að styrkja þau í sorg sinni. Saknaðarkveðja, Alma Kristmannsdóttir, Marin Ósk Hafnadóttir. Það er skrýtð að þurfa allt í einu að kveðja Öldu hinsta sinni. Ekki óraði okkur fyrir né nokk- um annan sem hana þekktu að hún hyrfí úr tölu okkar svo ung. Hún sem var varla byrjuð að láta ljós sitt skína eins og hún hafði áform um að gera svo rækilega. Reyndar fómm við sem þekktum Öldu ekki varhluta af þeirri birtu og þeim krafti sem oftlega stafaði frá henni. Alda var manneskja sem þorði að taka afstöðu til mála þegar þau snertu hana enda skapmikill kar- akter með sterka réttlætiskennd. Stundum gat hún verið ögrandi. Það fer oft fyrir brjóstið á þeim sem ekkert skap hafa og vilja fínna auðveldustu og gjaman ódýrustu leiðina út úr öllum hlutum. Slíkt fólk hefur varla mikið að gefa eða miðla til annarra. Alda var þannig að við sem þekktum hana náið fór- um ekki varhluta af örlæti hennar og hún gaf ekki til þess að láta þakka sér. Það er kostur sem alltof fáir búa yfír. Elsku Alda fékk varla að lifa nógu lengi til að gefa af sjálfri sér. Hún átti sína drauma en fékk ekki tíma til að láta þá rætast. Minnumst þess að dauðinn er aðeins áfangi að einhverju öðru og meim sem er ofar skilningi okk- ar mannanna. Við trúum því að hún fái annað tækifæri. Annað tækifæri til þess að öðlast enn meiri þroska svo hún geti kannað betur djúp sálar sinnar til þess að hún megi þiggja meira af lífinu næst þegar hún fæðist. Orka eyðist aldrei, hún bara umbreytist. Við munum lengi sjá ásjónu Óldu í hugskoti okkar því hennar fallega bros mun lifa áfram í hjörtum okkar allra. ... „Og þannig hefur það alltaf verið að ástin þekkir ekki dýpi sitt fyrr en á skilnaðarstundinni. “ (Úr Spámanninum.) Frændsystkini úr Laugarnesinu. Þegar ég hugsa til þess að leiðir okkar Öldu eigi ekki eftir að liggja saman í bráð verð ég döpur. Þó erfítt sé verð ég nú að reyna að horfast í augu við lífið og gera mér grein fyrir að við deilum ekki sam- an okkar sorgum og gleði i lífínu lengur. Þó að ég hafí ekki þekkt Öldu lengi finnst mér að ég hafí þekkt hana alla tíð. Hún var lifandi; litrík- ur og skemmtilegur persónuleiki. Hún var líka sannkölluð vinkona, alltaf svo jákvæð og horfði björtum augum á framtíðina. Á þann hátt streymdi frá henni jákvæð orka og þó ég kæmi til hennar döpur þá leið ekki á löngu þar til hún kom mér í gott skap og við hlógum sam- an. Það voru góðar stundir sem ég hef átt með Öldu og fjölskyldu hennar á Lyngheiðinni. Á þetta skemmtilega heimili var ég alltaf velkomin, þar var ég frjáls og mér leið vel og einhver bönd í huga mínum drógu mig oft að Lyng- heiðinni. Alltaf kom ég þaðan betri t Móðir okkar, GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Stóragerði 36, lóst á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 8. september. Slgríður Jakobsdóttir, Jón Jakobsson, HaukurJakobsson. t GUÐJÓN E. GUÐMUNDSSON frá Þóroddsstöðum, áðurtil heimilis í Hjallalandi 14, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju, föstudaginn 16. septem- ber kl. 13.30. Sigrún Helgadóttir. t Útför eiginmanns míns, föður okkar og sonar, GUÐMUNDAR EINARSSONAR, Eyjaholti 13, Garðl, verður gerð frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 10. september kl. 14.00. Fanney Jóhannesdóttir, Guðmunda Ólöf Guömundsdóttir, Pétur Rúnar Guðmundsson, Úlfar Guðmundsson, Slgríöur Benedlktsdóttir, Elnar Jóhannsson. t Eiginkona mín og móðir okkar, SIGRÍÐUR GRÉTA PÁLSDÓTTIR, Lambastekk 9, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag, föstudaginn 9. septem- ber, kl. 15.00. Þórlr Bjarnason, Þóra Þórlsdóttir, Páll Þórlsson. t Útför DANlELU JÓNSDÓTTUR frá Króktúni, Dvalarheimllinu Lundl, Hellu, sem lést í Landakotsspítalanum 30. ágúst, fer fram frá Stórólfs- hvolskirkju laugardaginn 10. september kl. 14.00. Óskar Karelsson, Guörún Halldórsdóttlr, Jón Halldórsson, Björgvin Halldórsson, Daníel Gunnarsson, og fjölskyldur þeirra. manneskja. Það er ekki nema mán- uður síðan við komum saman úr sumarfríi frá Mallorca ásamt sjö ára syni hennar, Villa Rabba, og þar áttum við margar góðar stund- ir sem voru til að styrkja vináttu- bönd okkar enn frekar. Ég mun ávallt minnast Öldu sem traustrar og góðrar vinkonu. Þeirrar mann- eskju sem Alda geymdi verður ávallt sárt saknað. Ég vil að lokum votta litla syni hennar, Villa Rabba, fjölskyldu og ástvinum mína fyllstu samúð í von um Guðs blessun um alla framtíð. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ (V. Br.). Helena Brynjólfsdóttir Þú, .Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum föðurörmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfí sólin bjarta, ég halla mér að þínu föðurhjarta. „Ég vil hafa allt gott eins og það var. Vissi maðurinn, sem drap hana mömmu ekki að hún átti lítið bam?“ sagði litli drengurinn hennar Öldu. Ég held að það fari ekki hjá því að alla þjóðina setji hljóða þegar fréttir berast af slíkum hörmungar- atburði, sem leiddi til dauða þessar- ar ungu móður. Sú spuming vaknar í bijósti okkar hvað það sé sem fái ungan mann, arftaka þjóðarinnar, til að fremja slíkt ódæðisverk, að myrða unga móður sér bláókunn- uga, með bamið við hlið sér, bæði sofandi. Þetta hlýtur að varða allt þjóðfélagið — þyrftum við ekki að staldra við eitt augnablik? í dag verður ung, falleg stúlka borin til hinstu hvílu langt fyrir aldur fram. Hún hét Alda Raftis- dóttir. Alda var fædd 26. júlí 1963 og lést 3. september 1988, var því aðeins 25 ára. Alda var dóttir hálf- bróður míns, Rafns Vigfússonar og Karenar Gestsdóttur. Systkini Öldu em fjögur. Þau heita Anna Ósk, Hafni Már, Gylfí Engilbert og Guðni. Fyrstu æviár Öldu bjó fjölskyldan í Hafnadal í Norður-ísafyarðarsýslu en flutti síðan í Kópavog og hefur hún búið lengst af í Lyngheiði 14. Það má með sanni segja, að Karen og Rabbi hafí umvafið böm sín mikilli hlýju og fyölskyldan ætíð verið samhent og staðið saman sem einn maður. Alda lætur eftir sig lítinn dreng, Vilberg Rafn Vilbergsson. Villi Rabbi var augasteinn móður sinnar. Þau vom búin að búa sér lítið, fal- legt heimili við hliðina á afa og ömmu. Það var svo notalegt að vera nálægt þeim þegar mamma fór snemma tij vinnu. Alda var dugleg stúlka og vel liðin. Hún vann sem deildarritari á Landspítalanum. Alda og systir hennar, Anna Ósk, vom mjög sam- rýmdar og pössuðu þær hvor fyrir aðra, þannig gátu þær unnið auka- vinnu því báðar stefndu þær að því að eignast sína eigin íbúð. Alda hafði sínar ákveðnu skoðan- ir um lífið o g tilvemna og oft spunn- ust léttar og fyömgar umræður um óráðin málefni yfír kaffíbolla á Lyngheiðinni. Það var óneitanlega erfíður afmælisdagurinn hans Villa Rabba, 3. september. Drengurinn hennar Öldu, hann Villi Rabbi, varð 7 ára. Þau mæðginin höfðu kvöld- inu áður undirbúið afmælið — þau höfðu bakað og skreytt súkkulaði- karl ásamt brauði til þess að hafa heitt í ofni og þar að auki var búið að blása út skrautlegar blöðmr handa veislugestunum, en skyndi- lega dró ský fyrir sólu. Nú var ekki allt eins gott og áður. Litli gestgjaf- inn varð að taka einn á móti gestun- um. — Það er mikill missir fyrir 7 ára bam að missa móður sína. En við vitum að hann stendur ekki einn — með ömmu, afa og móðursystk- ini sér við hlið, sem munu reyna að gera honum móðurmissirinn eins léttbæran og í mannlegu valdi stendur. Þá ósk á ég heitasta Villa Rabba til handa, að hann erfí glað- værð móður sinnar og verði góður og nýtur þjóðfélagsþegn eins og móðir hans var. Mig langar itl að senda honum lítið vers sem langafi hans, Vigfús,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.