Morgunblaðið - 09.09.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 09.09.1988, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1988 51 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Framköllunar-' þjónusta ekki dýr hér á landi Oliubíll í veginum Heiðraði Velvakandi! Ég sendi þér hér nokkrar spum- ingar sem ég óska að koma á fram- færi. 1. Ætli olíubifreiðin á myndinni aki um íbúðarhverfí, loki götunni meðan bílstjórinn er í kaffí, mat og aítur kaffí, í óþökk Olíufélagsins h-f- eða er þetta þeirra auglýsinga- aðferð? 2. Ætli Rúnar slökkviliðsstjóri sé þessu samþykkur? 3. Hvers vegna ætli ökumaðurinn komi allt að þrisvar sinnum á dag heim til sín á þessum olíubíl? Á síðastliðnum 7 árum hefur olíubíll með tengivagn staðið þama allt að 18 klukkustundum í einu, skemur í seinni tíð. Lögreglan í • 'Kópavogi væri ábyggilega búin að stöðva þetta ef lögreglusamþykktir heimiluðu þetta ekki. Kveðja, Kópavogsbúi. Sigurður Þorleifsson, verslun- inni Amatör hringdi: Fjallað hefur verið um dýra framköll- unarþjónustu á þessum vettvangi og vil ég í því sambandi að eftirfarandi komi fram: Verð á framköllun hér á landi er 50% undir almennu verðlagi. Elðlilegt verð fyrir framköllun á 36 mynda litfilmu er 998 krónur en hæsta verð- ið er 1.136 krónur. Á Norðurlöndum er jafndýrt eða dýrara að láta framkalla og það má segja að framköllun sé eitt af fáu sem er ódýrara hér á landi. í Suður— Evrópu er ennþá dýrara að fram- kalla og oft fá viðskiptavinir ónýtar filmur til baka. í Bretlandi er hægt að fá ódýrari framköllun en þá á eftir að greiða 25% tojl og 27,5% söluskatt. Með réttum samanburði sést því að verðið hér á landi er skikkanlegt. Þess má líka geta að eftirpantanir eru dýrari í Engalandi. Verð á þessari þjónustu hefur ekki hækkað í tíu ár vegna verð- sam- keppni. Ríkisstarfsmenn verða að krefj- ast afsagnar fjármálaráðherra Ágæti Velvakandi! Ógeðfelldar árásir á ríkisstarfs- menn af hendi Jóns Baldvins Hannibalssonar fjármálaráðherra eru með öllu óþolandi. Hótun hans um að stöðva alla aukavinnu hjá Ukisstarfsmönnum er honum til smánar. Mjög fáir vilja vinna auka- vinnu, enda kemur það illa út eftir áð staðgreiðsla skatta komst á, en ótrúlegur '§öldi manna er neyddur til að vinna aukavinnu. Má þar nefna starfsfólk á sjúkrahúsum, Þessir hringdu . . il W % Gleraugii fundust Kvenmannsgleraugu með svartri umgjörð fundust á Lækjartorgi aðfaramótt laugardagsins 3. september Upplýsingar í síma 84407. Fékk rangar myndir úr framköllun _ Anna Magnúsdóttir, Siglu- fírði hringdi: »Ég fékk rangar myndir af- hentar úr framköllun hjá Hans Pedersen í Glæsibæ í kringum 7. júlf. Þetta er 12 mynda litfílma m°ð myndum af sumarbústaði. Einhver hefur sótt mína fílmu en á henni voru myndir af fólki á lögreglan, slökkviliðið, hjá Pósti og Síma og fleiri stöðum. Víða er svo illa mannað eða fáliðað að útilokað er annað en að vinna aukavinnu. Hótun Jóns Baldvins um að fækka ríkisstarfsmenn um 1000 manns, missir marks en er samt sem áður ógeðfelld. Staðreyndin er sú að ríkið er að missa þrautþjálfað fólk úr þjónustunni því einkafyrir- tækin borga fólki mikið hærri laun. Hótun Qármálaráðherra um að stöðva launagreiðslur eru honum ferðalagi. Ef einhver kannast við málið er hann beðinn um að hafa samband við Hans Pedersen í Glæsibæ eða mig „ í síma 96-71483.“ Verðhœkkanir fyrir niðurfærslu Maður hringdi: „Ég hef séð um innkaup undan- farin ár og hef því fyljgst þó nokk- uð með vöruverði. Eg hef orðið var við að undanfama daga hafa tveir stórmarkaðir, Hagkaup og Mikligarður hækkað verð á ávaxtasafa og jógúrti. í Mikla- garði kostaði Jaffa—ávaxtasafi þann 25.08. 60 krónur en 3.09. var hann kominn upp í 69,90 krónur. í Hagkaup $ Skeifunni keypti ég jógúrt þann 25.08. á 36 krónur en 3.09. kostaði það 39 krónur. í Hagkaup er búið að fjarlægja verðskilti yfir mjólkur- vörum og grænmeti þannig að engin leið er að fylgjast með verði. Ég hef tekið eftir því að stór- markaðimir er langsverstir í þessu tilliti. Kaupmaðurinn á hominu hækkar ekki vöruna á tímum verðstöðvunar. Ég hef reynt að ná í Verðlagseftirlit und- anfama daga án árangurs en hér með kem ég þessu á framfæri." til smánar. En einum ráðherra ofbauð og kom fram í sjónvarpi. Það var Matti Matt., sá góði drengur. Hann lýsti því yfír að fjármálaráðuneytið væri ábyrgt fyrir launagreiðslum, á því væri enginn vafí. Ég harma að félög sem mót- mælt hafa fyrirætlunum Jóns Bald- vins skuli ekki hafa krafíst afsagn- ar hans. Ég fer fram á það hér með. Virðitogarfyllst, ríkisstarfsmaður. Fyrirspura til ríkissjónvarpsins Emilía Baldursdóttir hringdi: „Hvenær mega Saurbæingar í Dölum vestur búast við sæmileg- um sjónvarpsskilyrðum? Á þess- um 5 bæjum sem um ræðir er ýmist snjór eða truflanir á sjón- varpstækjunum. Mér fínnst að veita ætti fólki afslátt á afnota- gjöldum þegar móttökuskilyrði eru ekki betri en þetta.“ Hlutdrægir íþróttaf réttamenn Bálvondur Akureyringur hringdi: „Eg lýsi furðu minni á íþróttaf- réttamönnum ríkissjónvarpsins og spyr þá hvort þeir hafí ætlist til að KA—menn myndu leyfa Frömmurum að komast upp með rúddalegan leik. íþróttafrétta- menn sjónvarps eru áberandi hlut- drægir og kemur það niður á lið- um utan af landi. Ámar Bjömsson hefði átt að skoða aðdragandann að þessum atvikum betur." Hvítur plastpoki Hvítur plastpoki með lítilli brúðu í íslenskum skrautbúning tapaðist á Lækjartorgi eða í leið 4 fyrir stuttu. Finnandi hringi í síma 37396. Hitamælinga- miðstöðvar Fáanlegar fyrir sex, átta, tíu, tólf, sextán, átján eða tuttugu og sex mælistaði. Ein og sama miðstöðin getur tekið við og sýnt bæði frost og hita, t.d. Celcius-í-200+850 eða 0+1200 o.fl. Hitaþreifarar af mismunandi lengdum og með mismunandi skrúfgangi fáanlegar. Fyrir algengustu rið- og jafnstraumsspennur. Ljósastafir 20 mm háir. Það er hægt að fylgjast með afgashita, kælivatns- hita, smurolíuhita, lofthita, kulda í kælum, frystum, lestum, sjó og fleira. SötuiiííaiLogKuiir cJ<§xrD®®®[n) VESTURGÖTU 16 SÍMAR 14680' 21480 Heiðurslaun Brunabótafélags íslands 1989 í tilefni af 65 ára afmæli Brunabóta- félags íslands, 1. janúar 1982, stofn- aði stjóm félagsins til stöðugildis hjá félaginu til þess að gefa einstakling- . r um kost á að sinna sérstökum verk- efnum til hags og heilla fyrir íslenskt samfélag, hvort sem er á sviði lista, vísinda, menningar, íþrótta eða at- vinnulífs. Nefnast starfslaun þess, sem ráðinn verður: Heiðurslaun Brunabótafélags íslands. Stjóm BÍ veitir heiðurslaun þessi samkvæmt sérstökum reglum og eft- ir umsóknum. Reglurnar fást á aðal- skrifstofu BÍ á Laugavegi 103 í Reykjavík. Þeir, sem óska að koma til greina við ráðningu í stöðuna á árinu 1989 (að hluta eða allt árið), þurfa að skila umsóknum til stjórnar félagsins fyrir 1. október 1988. Brunabótafélag íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.