Morgunblaðið - 09.09.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.09.1988, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1988 Um afsögn úr stjóm Verð- bréfasjóðs Ávöxtunar hf. eftir Pál Sigiirðsson Að beiðni Páls Signrðssonar, sem var stjórnarformaður Verð- bréfasjóðs Ávöxtunar hf., þar til í júnímánuði sl., er hann sagði sig úr stjórn sjóðsins vegna grundvallarágreinings við með- stjórnarmenn sína um fjármála- stjórn sjóðsins, birtir Morgun- blaðið greinargerð Páls um ástæður og aðdraganda úrsagn- ar hans. í tilefni af umfjöllun fjölmiðla um málefni Ávöxtunar sf. og þeirra verðbréfasjóða, sem því fyrirtæki hafa tengst, og ekki síst vegna frétta um „lán“ úr verðbréfasjóðn- um til Ávöxtunar sf., tel ég óhjá- kvæmilegt að koma á framfæri eft- irfarandi upplýsingum sem fyrrver- andi stjómarmaður í öðrum verð- bréfasjóðanna, en ég átti sæti í stjóm hans þar til í júnímánuði sl.: Ég var kjörinn stjómarformaður í nýstofnuðum Verðbréfasjóði Ávöxtunar hf. í desembermánuði 1986. Aðrir stjómarmenn vom Pét- ur Bjömsson og Armann Reynisson, en Pétur Bjömsson var jafnframt skráður framkvæmdastjóri sjóðsins. Sjóður þessi var stofnaður og rekinn formlega sem sjálfstætt fyrirtæki. Ég var aldrei hluthafi í sjóðnum né öðmm fyrirtækjum, sem tengd- ust fyrirtækinu Ávöxtun, en sam- stjómarmenn mínir vom aðaleig- endur hlutafjár í Verðbréfasjóði Ávöxtunar hf. Leit ég á það sem eitt meginhlutverk mitt að gæta hagsmuna almennings, þ.e. þeirra manna, sem eignuðust hlutdeildar- bréf í sjóðnum. Svokallaður Rekstr- arsjóður Ávöxtunar hf. var síðan stofnaður snemma á þessu ári, en ég hafði aldrei nein afskipti af rekstri hans og var þar ekki í stjóm. Ég hafði heldur engin stjómúnarleg afskipti af rekstri Ávöxtunar sf., sem er sameignarfyrirtæki Ár- manns Reynissonar og Péturs Bjömssonaj. Um meinta innlána- starfsemi Ávöxtunar sf., sem fram hafi farið samhliða rekstri verð- bréfasjóðs, er mér allsendis ókunn- ugt. í upphafi starfsemi Verðbréfa- sjóðs Ávöxtunar hf. (hann verður hér eftir nefndur Verðbréfasjóður- inn) var Ávöxtun sf. falið að ann- ast daglegan rekstur sjóðsins gegn þóknun, á sambærilegan hátt og er um afstöðu ýmissa annarra fyrir- tæki, sem hafa verðbréfasjóði á sínum snærum. Sala hlutdeildarbréfa (skulda- bréfa) í Verðbréfasjóðnum hófst í janúarmánuði 1987 og gekk starf- semin allvel og áfallalaust um tals- verða hríð. Frá upphafi lagði ég m.a. áherslu á, að um engin óeðlileg skuldatengsl yrði að ræða milli eig- enda Ávöxtunar sf. (sem annaðist rekstur sjóðsins) og Verðbréfa- sjóðsins sjálfs. Án minnar vitundar og í andstöðu við þessa stefnu var hins vegar, haustið 1987, stofnað til skuldar Kjötmiðstöðvarinnar hf. við sjóðinn, en samstjómarmenn mínir, sem fyrr voru nefndir, áttu umtalsvert hlutafé í því fyrirtæki. Af þessum sökum hótaði ég afsögn minni úr stjóm sjóðsins, en sam- komulag varð hins vegar um, að ég sæti áfram enn um sinn gegn því að séð yrði til þess, að Kjötmið- stöðin greiddi skuld sína, með eðli- legum vöxtum, hið fyrsta. Fylgdist ég með því að svo var gert, a.m.k. í verulegum mæli en í áföngum þótt hægt gengi. Um það bil sem ég fór úr stjóminni á liðnu sumri hafði skuld þessi verið að mestu greidd, ef treysta má upplýsingum meðstjómarmanna minna um það efni, en hinar síðustu upplýsingar, sem ég fékk um það eftii áður en ég sagði mig úr stjóm, voru að vísu ekki staðfestar af endurskoðanda. óskaði ég þess sérstaklega, að lögg- iltur endurskoðandi Verðbréfa- sjóðsins fylgdist jafnframt með efndum þessa samkomulags, en ég átti jafnan góða samvinnu við end- urskoðandann og var hann trúnað- armaður minn í mörgum efnum. í reikningsuppgjöri endurskoð- andans fyrir árið 1987, sem fyrst var lagt fyrir stjóm Verðbréfasjóðs- ins þ. 20. mars 1988 (vegna tafa sökum annríkis endurskoðandans), kom fram, að nýjar skuldir höfðu, án minnar vitundar, stofnast við Verðbréfasjóðinn af hálfu nokkurra fyrirtækja, sem samstjómarmenn mínir áttu hlut í, þótt yfirleitt væri þar ekki um sérlega háar upghæðir að ræða. „Yfirdráttarskuld" Ávöxt- unar sf. var einnig langt umfram það, sem nokkur heimild var fyrir. Þetta sætti andmælum og fyrirvör- um af minni hálfu og næstu við- brögð mín voru að leggja fyrir stjómarfund í aprílmánuði tillögur í 12 liðum, sem m.a. var ætlað að binda enda á viðskipti af þessu tagi ef samþykktar yrðu, auk þess sem þar var tekið á mörgum stefnumál- um og framkvæmdamálum sjóðsins að öðru leyti. Vom tillögur mínar samþykktar á stjómarfundinum án teljandi umræðna. Hefði það eigi verið gert um þær tillögumar, sem ”Ég er hættur og býð ykkur velkomin TÖLVUSKÓLI ÍSLANDS HÖFÐABAKKA 9 O 671466 O 671482 mestu máli skipti, hefði ég þá þeg- ar sagt mig úr stjóminni. Fram- kvæmdastjóra og rekstraraðiljum var ætlað að framfylgja hinum sam- þykktu tillögum án tafar eða innan stutts frests, en á því varð mis- brestur, a.m.k. varðandi sumar til- lögumar. Örðugt var að koma á stjómarfundum þar fyrst á. eftir vegna annríkis og frátafa stjómar- manna og vegna þess að ekki lágu fyrir bráðabirgðaniðurstöður reikn- inga Verðbréfasjóðsins fyrir mán- uðina frá áramótum og fram á vor eða sumar, en það stafaði af annríki endurskoðanda og örðugleikum, sem tengdust tölvuvinnslu gagna. Um miðjan júnímánuð sl. var þó haldinn stjómarfundur, þar sem lögð var fram óendurskoðuð tölvu- útskrift úr bókhaldi Verðbréfasjóðs- ins sem hafði að geyma upplýsingar um skuldara sjóðsins. Þar kom fram ýmislegt aðfinnsluvert og var m.a. rætt um það, hversu traustir greið- endur sumir skuldarar væm, auk þess sem enn var um að ræða tengsl milli meðstjómenda minna og sumra skuldaranna. Skuldir ýmissa aðilja við sjóðinn virtust einnig, ef réttilega voru metnar, vera mun hærri en heimild var fyr- ir skv. fyrri stjómarsamþykktum um 5% hámarksskuld fyrir hvem aðilja (álitaefni gat þar m.a. verið hvort telja bæri skyld fyrirtæki til eins aðilja í þessu sambandi.) Hvað alvarlegast var þó, að endurskoð- andi upplýsti, að Ávöxtun sf. hefði stofnað til mikillar skuldar við Verð- bréfasjóðinn án nokkurrar heimild- ar stjómar og hafði það augljóslega verið gert í beinni andstöðu við margítrekaðar aðvaranir mínar og fyrirvara um áframhaldandi við- skipti af því tagi, hvað þá um aukn- ingu þeirra. Upplýsingar þessar komu fyrst fram þar á fundinum og hafði ég ekki þá þegar tiltæk nein úrræði vegna þeirra, en tveim dögum síðar tilkynnti ég meðstjóm- armönnum mínum, að ég myndi af þessum sökum segja mig tafarlaust úr stjóm sjóðsins og óskaði eftir að þegar yrði haldinn stjómarfund- ur, þar sem ég tilkynnti afsögn mína. Eftir beiðni meðstjómenda minna var þeim fundi þó frestað til .29. júní þar eð þeir óskuðu eftir „Ég var aldrei hluthaf i í sjóðnum né öðrum fyr- irtækjum, sem tengdust fyrirtækinu Ávöxtun, en samstjórnarmenn mínir voru aðaleigend- ur hlutafjár í Verð- bréfasjóði Ávöxtunar hf. Leit ég á það sem eitt meginhlutverk mitt að gæta hagsmuna al- mennings, þ.e. þeirra manna, sem eignuðust hlutdeildarbréf í sjóðn- um.“ þeim fresti til að gera ítarlega grein fyrir ástæðum framangreindra ráð- stafana sinna, sem skuldasöfnunin stafaði af, en þeir töldu m.a. að nægar fasteignatryggingar stæðu fyrir þeirri skuld. Það breytti hins vegar engu um ákvörðun mína um afsögn úr stjóm Verðbréfasjóðsins og taldi ég ekki rétt, eins og málum var þá háttað, að taka neina af- stöðu til þeirra formlegu skýringa, sem meðstjómarmenn mínir gáfu á umræddum ráðstöfunum, á fundin- um 29. júní. Á þessum síðasta stjómarfundi mínum lagði ég fram eftirfarandi bréf til stjómar sjóðs- ins, þar sem meginástæður afsagn- arinnar voru raktar: „Hér með skal stjóm Verðbréfa- sjóðs Ávöxtunar hf. gefíð til kynna, að ég segi mig úr stjóminni frá þessum degi að telja. Svo sem samstjómarmönnum mínum er kunnungt, byggist þessi ákvörðun mín á ágreiningi milli mín og annarra stjómarmanna, þ.m.t. framkvæmdastjóra sjóðsins, um til- tekin og að mínu mati veigamikil atriði varðandi fjárfestingarstefnu verðbréfasjóðsins. Ber þar einkum að nefna, að ég hef ekki getað fellt mig við þau miklu fjármunatengsl, sem verið hafa milli verðbréfasjóðs- ins, annars vegar, og þeirra aðila, hins vegar, sem annast rekstur sjóðsins eða fyrirtækja, sem þeir eiga verulegan hlut í. í því sam- Að fara í geitar- hús að leita ullar eftirBraga Hannesson í grein Sigurðar Haraldssonar, framkvæmdastjóra, „Að taka á vand- anum“, sem birtist í Morgunblaðinu 7. þ.m. er bæði á viilandi hátt og ranglega greint frá hagnaði Iðnlána- sjóðs á sl. ári og af hveiju hann stafar. Hið rétta er, að tekjuafgangur Iðnlánasjóðs var 263,7 millj. kr., en ekki 500 millj. kr. eins og segir í grein Sigurðar. Þar sem þessi hagnaður er mikill, var eðlilegt að tilurð hans væri skýrð á ársfundi Iðnlánasjóðs. Skýringanna er fyrst að leita í samsetningu innlánasjóðsins (tek- inna lána) annars vegar og í útlánum hins vegar. Þannig voru skuldir í erlendum gjaldmiðli 1.875 millj. kr., en 1.780 millj. kr. í innlendu fé. Þessi lán hafa verið tekin á mörgum árum í samræmi við lánsQárlög. Útlán sjóðsins hafa hins vegar verið í islenskum krónum bundin lánskjaravísitölu, þar til 1986 að far- ið var að lána í SDR-mynt. Vegna þessa misvægis hefur tekjuafgangur Iðnlánasjóðs verið sveiflum háður. Þannig var sjóðurinn rekinn með um 74 millj. kr. halla 1984. Bragi Hannesson Auk þess á sterk eiginfjárstaða Iðnlánasjóðs sinn þátt f góðri afkomu sjóðsins, en eigið fé var 1.500 millj. kr. um sl. áramót. Þá hefur runnið til Iðnlánasjóðs hluti af iðnlánasjóðs- gjaldinu, sem er sérstakur iðnaðar- skattur, en það nam um 500 millj. kr. sl. ár. Það er stefna stjómar Iðnlánasjóðs að rétta úr framangreindu misvægi inn- og útlána milli verðtryggðra lána bandi nægir að benda á, að á stjóm- arfundi, sem haldinn yar 13. þ.m., kom fram, að skuld Ávöxtunar sf. við sjóðinn var um það bil 72 millj- ónir kr., sem er margföld sú upp- hæð, sem heimiluð er sem „yfir- dráttur" Ávöxtunar sf. gagnvart sjóðnum samkvæmt stjómarsam- þykktum þar um. Fyrir síðustu ára- mót var mótuð sú regla, að yfir- dráttur þessi mætti vera allt að 5% af sjóðnum, eins og hann væri á hveijum tíma, og var þetta ítrekað með stjómarsamþykkt frá 27. apríl sl. Samkvæmt þéssu mætti skuldin nú í allra hæsta lagi nema um 17 milljónum kr. en er orðin meira en fjórföld sú upphæð. Hafa ákvarðan- ir um þessa hækkun á síðustu mán- uðum (um áramót var skuldin um 17 milljónir) ekki verið bomar und- ir stjóm sjóðsins og get ég ekki staðið að þeirri ráðstöfun fjármuna sjóðsins. Hefur þessi skuldaþróun orðið þrátt fyrir eindregnar aðvar- anir mínar og fyrirvara í sambandi við skuld að upphæð 25 milljónir kr., sem stofnað var til á síðasta hausti í nafni Kjötmiðstöðvarinnar hf., sem rekstraraðilar sjóðsins eiga stóran hlut í, en hér er um skyld málefni að ræða. Þess er óskað, að frá þessum degi selji sjóðurinn eigi skuldabréf, sem beri mitt nafn meðal útgef- enda. Tilkynningu um afsögn mína úr stjóminni mun ég senda hlutafé- lagaskrá, viðskiptaráðuneyti og Bankaeftirliti." Þar sem í bréfinu ræðir um heim- ild Ávöxtunar sf. til „yfirdráttar" er rétt að upplýsa, að samkvæmt stjómarsamþykkt frá 1987 hafði Ávöxtun sf. þess háttar heimild gagnvart sjóðnum um upphhæð, sem aldrei mætti nema meiru en 5% af sjóðsupphæðinni hveiju sinni, en heimild þessi, sem endurskoð- andi taldi nauðsynlega vegna dag- legra starfa og lausafjárflæðis, var alls ekki hugsuð sem nein heimild til eiginlegrar lántöku til lengri tíma. I viðræðum við meðstjómar- menn mína þegar heimild í þessa átt var til umræðu og eftir að hún hafði verið samþykkt á stjómar- fundi, lagði ég ríka áherslu á, að ef nauðsyn bæri til yfírdráttar, yrði honum haldið í algem lágmarki og tryggilega frá því gengið í samráði við endurskoðanda. Eins og getið er um í bréfinu sendi ég síðan þegar bréf til Banka- eftirlits, viðskiptaráðuneytis og Hlutafélagaskrár, þar sem tilkynnt var að ég hefði þann sama dag sagt mig úr stjóm sjóðsins. Frá þeim degi hefi ég ekki haft afskipti af málefnum Verðbréfa- sjóðs Ávöxtunar hf. og gengistryggðra lána. Þannig hafa nær öll útlán sjóðsins sl. ár og síðan á þessu ári verið í erlendri mynt. Um sl. áramót námu útlán sjóðsins bundin gengi erlendra mynta 950 millj. kr. og útlán háð lánskjaraví- sitölu 3.674 millj. kr. Á sl. ári annaðist Iðnlánasjóður í fyrsta sinn lántökur sínar á eigin spýtur. Fram að þeim tíma réð stjóm sjóðsins nær engu um kjör tekinna lána eða í hvaða mynt þau vom. Frelsi til þess að annast lántökum- ar byggðist á heimild í lánsfjárlögum og þeirri stefnumörkun stjómvalda að auka sjálfsákvörðunarrétt og ábyrgð lánastofnana. Kjörin á þess- um lánum em mjög hagstæð, sem grundvallast á sterkri eiginfjárstöðu Iðnlánasjóðs og mikilli dreifingu útl- ána. Viðskiptamenn sjóðsins hafa notið þessa, þar sem vaxtamunur inn- og útlána hefur verið um 2%, sem mun vera með því lægsta, sem gerist hér á landi. Trúr þeirri ónákvæmni, sem ein- kennir umfjöllunina um Iðnlánasjóð, neftiir Sigurður undirritaðan form- ann Iðnlánasjóðs, en hið rétta er, að undirritaður gegnir framkvæmda- stjórastörfum í sjóðnum. Formaður Iðnlánasjóðs er Jón Magnússon, lög- fræðingur. Að leita að 500 millj. kr. hjá Iðn- lánasjóði, sem hann hafi tekið frá útflutningsatvinnuvegunum eins og Sigurður Haraldsson segir, er því að fara í geitarhús að leita ullar. Höfundur er bunkastjóri Iðnaðar- banka íalanda og framkvæmda- atjóri Iðnlánasjóða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.