Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988 ERLENT INNLENT Sextán á- kærðir í Haf- skipsmáli Jónatan Þórmundsson, sér- stakur ríkissaksóknari, hefur ákært sextán menn fyrir ætluð iögbrot í tengslum við gjaldþrot Hafskips hf. Ejórir þeirra sátu í bankaráði Útvegsbanka íslands. Jónatan hefur einnig óskað eftir leyfi efri deildar Alþingis til máls- höfðunar gegn fimmta banka- ráðsmanninum, ■ Jóhanni Ein- varðssyni. Linda ung- frúheimur Átján ára Vopnfírðingur, Linda Péturs- dóttir, var kjörin ungfrú heimur á fimmtudag. Linda var valin úr hópi 84 þátt- takenda. Rekstrarvandi firystingar Kröfur um tafarlausar aðgerðir komu fram á aukafélagsfundi sem Stjóm Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna boðaði á miðvikudag til að ræða rekstrarvanda frystihús- anna og á fundi framkvæmda- stjóra innan Félags Sambands- fískframieiðenda. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra sagði í ávarpi sínu að ísland væri iíklega nær þjóðargjaldþroti en nokkru sinni. Vigdís hitti Englandsdrottningu Forseti ísiands, frú Vigdís Finnbogadóttir, þáði hádegis- verðarboð Elísabetar Englands- drottningar í Buckingham Palace á fímmtudag og tók á móti borg- arstjóra Lundúna. Stunginn tilbana Maður á sjötugsaldri fannst látinn á heimili sínu í Vesturbæn- um á fimmtudagsmorgun. Hafði hann orðið fyrir hrottalegri árás með eggvopni og talið að hann hafí verið látinn í tvo sólarhringa þegar hann fannst. Lögreglan handtók tæplega fertugan mann og hefur hann gengist við verkn- aðinum. Á þriðjudag var maður á þrítugsaldri úrskurðaður í mánað- ar gæsluvarðhald fyrir að stinga fertugan mann með hnífi á sunnu- dagsmorgun. Álnefhdum mótmælt Alþýðubandalagið hefur mót- mælt skipan Jóns Sigurðssonar, iðnaðarráðherra á tveim nefndum til að vinna við hagkvæmniathug- anir á byggingu nýs álvers í Straumsvík. Jafht hjá Jóhanni og Kasparov íslenska skák- sveitin, sem tefl- ír á Ólympíu- skákmótinú í Grikklandi, er meðal efstu sveita þrátt fyrir tap gegn Sovét- mönnum á föstu- dag. Jóhann Hjartarson gerði jafntefli við Kasparov heimsmeistara á fyrsta borði. ERLENT AndófEist- lendinga Þing Eistiands lýsti yfír full- veldi lýðveldisins innan Sovétríkj- anna á miðvikudag. Að auki var fyrirhuguðum brejdingum á stjómarskrá Sovétríkjanna hafn- að. Dubcek á Ítalíu Athygli vakti að Álexander Dubcek .fyrrum leiðtogi Tékkó- slóvakíu, breytti' ræðu sinni er hann var sæmd- ur heiðursdokt- orsnafnbót í Bo- logna á Ítalíu á sunnudag. Ræð- unni hafði áður verið dreift í ítalskri þýðingu en Dubcek sleppti þeim kafia hennar þar sem hann gagnrýndi ráða- menn f heimalandi sínu. Kosið í Pakistan Þjóðarflokkur Benazirs Bhutt- os vann sigur í þingkosningum í Pakistan sem fram fóru á mið- vikudag. Bhutto býst við því að verða næsti for- sætisráðherra landsjns og fari svo verður hún fyrst kvenna tii að gegna því embætti í íslömsku ríki. Sjálfstætt ríki Palestínumanna Sögulegum fundi Þjóðarráðs Palestínu lauk í Aisír á þriðjudag með því að lýst var yfír stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Þá féllust fundarmenn á sam- þykkt Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1967 sem felur í sér viður- kenningu á tilverurétti ísraels. Gorbatsjov á faraldsfæti Skýrt var frá því á mánudag að Míkhaii S. Gorbatsjov myndi hitta þá Ronald Reagan og Ge- orge Bush að máli í New York í byijun næsta mánaðar. Míkhaíl Gorbatsjov: Segir ólguna meðal Eist- lendinga munu lægja á ný Nýju Deihi. Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna, sagði í gær, að brátt myndi aftur hægjast um í Eistlandi en eistneska þingið hefur lýst yfír fullveldi landsins og hafhað fyrirhugðum breytingum á sljórnar- skrá Sovétríkjanna. Gorbatsjov, sem er í opinberri heimsókn í Indlandi, lagði í gær blómsveig að minnismerki um Indiru Gandhi, fyrrum forsætisráðherra Indlands, en ræddi að því búnu við fréttamenn. Sagði hann, að Eistlend- Ung Rúmenar og veijar deilahart Búdapest. Reuter. MIKIL úlfuð er nú með Rúmenum og Ungveijum og bera hvorir aðra þungum sökum. Segja vest- rænir stjórnarerindrekar, að ástandið í samskiptum þessara tveggja kommúnistarikja sé mjög sérkennilegt og Qandskapurinn meiri en milli stórveldanna áður en slökunarstefnan kom til. Ungverska utanríkisráðuneytið sakaði í gær rúmensk yfírvöld um að hafa með ólögmætum hætti kyrr- sett ungverskan sendiráðsmann, Karoly Györfí, í sex klukkustundir á mánudag en Rúmenar saka Gy- örfí aftur um undirróður í Rúmeníu. Sagði Ioan Totu, utanríkisráðherra Rúmeníu, að gripið yrði til viðeig- andi ráða kölluðu Ungveijar ekki Györfí heim. Ungveijar segja um aðgerðir og ásakanir Rúmena, að þær séu „al- varleg ögrun" og hafa krafíst rann- sóknar á atburðinum sl. mánudag. í júní sl. söfnuðust 50.000 Ungveij- ar saman fyrir framan rúmenska sendiráðið í Búdapest og mótmæltu þeim fyrirætlunum Ceausescus Rúmeníuforseta að uppræta 8.000 þorp í Rúmeníu, aðallega þau, sem eru byggð fólki af ungverskum ætt- um. Síðan hefur mikil spenna ríkt milli landanna. ingar hefðu látið tilfínningamar hlaupa með sig í gönur og lagt fram tillögur, sem væru „ekki mjög upp- byggilegar". Sagði hann einnig, að málefni Eistlands yrðu tekin til gaumgæfilegrar athugunar. „Ég er viss um, að brátt muni um hægjast í Eistlandi," sagði Gorbatsjov. Á miðvikudag hafnaði eistneska þingið fyrirhuguðum breytingum á stjómarskrá Sovétríkjanna og sam- þykkti, að eistnesk lög væm ofar sovéskum. Forsætisnefnd Æðsta ráðsins sovéska hefur lýst yfír, að með þessu hafi verið brotið gegn stjómarskránni en Ieiðtogar eist- neska kommúnistaflokksins svara því til, að þeir hafí breytt í samræmi við ályktanir flokksráðstefnunnar í júní um aukið lýðræði. Búist hafði verið við, að Litháar færu að dæmi Eistlendinga en þing- ið þar ákvað í fyrradag að ganga ekki eins langt og vísaði tillögu um fullveldisyfirlýsingu til nefndar. Olli sú afgreiðsla óánægju margra og flykktist fólk út á götur og sakaði forystumenina um að hafa svikið þjóðina. í Indlandsheimsókninni hefur Gorbatsjov gert sér far um að full- vissa Rajiv Gandhi forsætisráðherra og aðra ráðamenn um, að engin breyting verði á góðum og nánum samskiptum Sovétríkjanna og Ind- lands. Indveijar hafa hins vegar af því áhyggjur, að bætt samskipti Sovétmanna og Kínveija kunni að valda nokkurri breytingu þar á. 114 ára afmæli Reuter Oft er um það deilt hver sé elstur jarðarbúa enda erfítt að sannreyna í aldurinn í sumum tilvikum þegar fæðingarvottorð er týnt og tröll- um gefið hafi það yfirleitt verið til. Bandaríkjamenn telja að Carrie White, sem borin var í heiminn 18. nóvember 1874, sé elst allra. Hér sést hún á afmælisdaginn í Palatka-hjúkrunarheimilinu í Florida. Tekist á um meginmál í kauadísku kosniiigunum Stj órnarandstaðan segir fríverslunar- samning leiða til innlimunar í Bandaríkin SNARPRI og óvæginni kosningabaráttu er nú lokið í Kanada en þar verður kosið til neðri deildar þingsins á morgun. Lengi virt- ist sem íhaldsflokknum undir forystu Brians Mulroneys forsætis- ráðherra myndi takast að endurtaka sigurinn frá 1984 er þeir unnu eftirminnilegan sigur; hlutu 203 af 282 sætum í þinginu þar sem sætaQöldi verður nú 295. Þá brá svo við að fríverslunar- samningur, sem þeir Mulroney og Ronald Reagan Bandaríkjafor- seti undirrituðu i janúar, varð skyndilega helsta bitbeinið í kosn- ingabaráttunni. Með samningnum er gert ráð fyrir að allar höml- ur, þ.á m. tollar, í viðskiptum milli ríkjanna fafli niður á tíu ára tímabili. Stjórnarandstæðingar telja sýnt að sjálfstæði Kanada muni líða undir lok verði af samningnum vegna styrkleikamunar bandariskra og kanadískra fyrirtækja. Dómari á eftirlaunum tók sig til og kynnti sér samninginn, snaraði helstu atriðum hans af stofnanamáli á mannamál og gaf út ásamt niður- stöðu sinni sem var sú að samn- ingurinn væri til- ræði við sjálf- stæði þjóðarinn- ar. Bókin var rif- in út. John Tumer, Ieiðtogi Fijáls- lynda flokksins, greip tækifærið í Sjónvarpsþætti stjómmálaleið- toga í lok október og vændi Mulro- ney um að hafa með einu penna- striki gert að engu 120 ára bar áttu Kanadamanna gegn því að verða hluti risaveldisins sunnan landamæranna. Mulroney brást reiður við, sagði Turner ekki hafa einkarétt á þjóð- erniskennd og benti á að segja mætti samn- ingnum upp með sex mánaða fyr- irvara. Ljóst er að Turner hitti marga kjósendur í hjartastað enda hefur sambúðin við Bandaríkja- menn lengi verið viðkvæmt mál í Kanada. Fijáislyndi flokkurinn, sem virst hafði dæmdur til pólítí- skrar eyðimerkurgöngu, hjamaði skyndilega við í skoðanakönnun- um, fór fram úr hinum vinstrisinn- aða Nýdemókrataflokki undir for- ystu Eds Broadbents, sem einnig berst gegn samningnum, og hefur að undanfömu haft í fullu tré við íhaldsmenn. Neðri deild þingsins, þar sem fhaldsmenn hafa völdin, hefur þegar staðfest samninginn en í öidungadeildinni hafa stjómar- andstæðingar töglin og hagldirn- ar. Þeir hafa neitað að ræða samninginn fyrr en eftir kosning- ar tii neðri deildarinnar; haldi stjórnin meirihlutanum hyggjast þeir láta undan og staðfesta samninginn sem þá tekur gildi á næsta ári. Útbreiddasta dagblað landsins, Toronto Star, birti á miðvikudag forystugrein þar sem lýst var stuðningi við fijálslynda og andstöðu við fríverslunarsamn- inginn. „Ef þið eruð á móti samn- ingnum og viljið varðveita landið, sem okkur þykir svo vænt um, er eini kosturinn sá að kjósa fijáls- lynda,“ sagði í blaðinu. Ottawa Citizenstyður hins vegar íhalds- menn og segir fríverslunarsamn- inginn „djarflega og skynsamlega tilraun í þá átt að móta þroskað, skapandi þjóðfélag í Kanada.“ BAKSVIÐ eftir Kristján Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.