Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988 „Þróunin ræðst til dæmis af því hvemig vinnuveitendur og verka- lýður bregðast við og hvemig ríkis- stjórnin bregst við. Undanlátssemi ríkisvaldsins bæði við fyrirtæki og við launþegahreyfinguna í gegnum tíðina hefur alltaf verið það mikil að líkumar eru fyrir því að gengið verði fellt og verðbólgan sett á stað, þegar í harðbakkann slær,“ segir Þorvaldur Gylfason. Ýmsir bentu á að hætta gæti meðal annars verið á því að sam- drátturinn yrði óþarflega mikill. „Við höfum upplifað einstakt góð- æri undanfarin þrjú ár og gátum ekki búist við að það stæði til eilífð- arnóns,“ segir Bjöm Björnsson. „Hins vegar er þessi samdráttur meiri en tilefni er til, vegna ákvarð- ana í peningamálum og ríkisfjár- málum sem em úr takt við þann samdrátt sem nú er og við teljum okkur sjá fram á að verði. Það er staðreynd, sem ekki verður horft fram hjá að einstaklingar og fyrir- tæki hafa reist sér hurðarás um öxl í þessu góðæri, sem nú er að líða hjá.“ Lilja B. Mósesdóttir, hagfræðing- ur Alþýðusambands Islands, sagðist ekki óttast að kreppa væri í uppsigl- ingu, heldur væmm við á leið inn í samdráttarskeið sem gæti orðið langvarandi. Hún benti á að það skyti dálítið skökku við að ijárlaga- fmmvarpið væri afgreitt með tekju- afgangi á tímum samdráttar. Fmm- varpinu væri þannig ekki beitt til þess að vinna gegn samdrættinum. Lilja sagðist óttast að skýringin væri sú að lánstraust okkar færi þverrandi erlendis og ekki væri hægt að slá lán með jafn hag- kvæmum skilmálum og til þessa. Auk þess væm launaforsendur fmmvarpsins ekki traustvekjandi. Hannes G. Sigurðsson, hagfræð- ingur Vinnuveitendasambands ís- lands, sagði að aðalatriðið væri að við hefðum eytt um efni fram og við væmm að súpa seyðið af því nú. Það væri gleðiefni út af fyrir sig ef við væmm nú að snúa af þeirri braut, en hann hefði ekki trú á að tekjuforsendur ijárlagafmm- varpsins stæðust á næsta ári frekar en í ár. Það væri grátbroslegt að ríkissjóður væri háður því að jóla- kaupæðið yrði árvisst nú eins og endranær, þrátt fyrir það yfirlýsta markmið að fjárlögin hefðu með tekjujöfnuði átt að vega upp á móti þenslunni í ár. Atvinnuleysi? Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs ís- lands, tók dýpst í árinni varðandi horfurnar framundan. Hann segir að þjóðfélagið sé ekki aðeins stillt inn á góðæri heldur einnig mikla umframeyðslu. Þrátt fyrir góðærið hafi útflutningsatvinnuvegirnir ver- ið farnir að tapa um mitt ár í fyrra þegar allt var á toppi og aðstæður voru með hagstæðasta móti. Síðan hefðu þeir verið að tapa og vegna raunvaxta vindi taprekstur upp á sig með áður óþekktum hraða. Fyr- irtæki, sem hafi verið með þokka- lega greiðslustöðu fyrir nokkrum mánuðum, séu nú rekin með bull- andi tapi og það líði ekki sú vika í starfi hans hjá Verslunarráðinu að hann þurfi ekki að afskrifa eitt eða fleiri fyrirtæki vegna gjaldþrots. Útilokað væri að fara inn í sam- drátt með þvílíkt misvægi á milli atvinnugreina, því samdrátturinn yrði miklu meiri en ástæða væri til. Ef ekki yrði að gert yrðum við með 2-3% atvinnuleysi eftir ára- mót, sem færi vaxandi til vorsins. 3-4% atvinnuleysi væri ekki ósenni- legt og síðan væri spurning með hvað gerðist næsta sumar. Björn Björnsson sagði til í dæminu að hér yrði umtalsvert atvinnuleysi í byij- un ársins. Hannes tók í sama streng og sagði það spurningu hvort við værum komin að þeim þröskuldi að við þyrftum að velja á milli fast- gengisstefnu og fullrar atvinnu. „Menn verða að horfast í augu við þá staðreynd að afleiðingar þess að hafa fast gengi og meiri verð- bólgu en í viðskiptalöndunum leiðir að lokum til gjaldþrots fyrirtækja og atvinnuleysis." Aðrir tóku ekki jafn djúpt í ár- inni varðandi atvinnuleysið og sum- ir töldu sveigjanleika íslensks vinnumarkaðar nægan til að taka þessum samdrætti án þess að til teljandi atvinnuleysis kæmi. Bentu þeir á að yfirvinna hér á landi væri miklu meiri en erlendis, menn eru fúsari til að færa sig milli atvinnu- greina en gerist og gengur í öðrum löndum og jafnvel að flytjast á milli landshluta í leit að atvinnu, auk þess sem konur sæki í auknum mæli út á vinnumarkaðinn þegar eftirspurn er eftir vinnuafli, en snúi fremur til baka þegar atvinnutæki- færum fækki. Auk þess geti ákvarð- anir um stækkun álversins, sem þýði að flýta þurfi Blönduvirkjun, og bygging varaflugvallar norður í landi orðið til þess að breyta at- vinnuástandinu. Gengisfelling eina lausnin? Vilhjálmur segir að aðeins eitt sé til ráða og það sé að fella geng- ið. Raungengið sé a.m.k. 10% of hátt, sem þýðir að útflutningsat- vinnuvegirnir þurfi að fá 10% hærra verð fyrir afurðir sínar miðað við innlent verðlag. Það merki í reynd talsvert meiri gengislækkun en 10%, en mjög strangar aðhaldsað- gerðir þurfi að fylgja gengislækkun til þess að hún fari ekki beinustu leið út í verðlagið. Það séu tveir mælikvarðar sem sýni að raungeng- ið sé alltof hátt. Annars vegar slæm staða útflutnings- og samkeppnis- greinanna og hins vegar viðskipta- hallinn, sem sé ekki annað en um- frameyðsla í hlutfalli við verðmæta- sköpun. Sú leið sem ríkisstjórnin ætli að fara, sem sé í raun sú að framkalla hagræðingu með því að veikari fyrirtæki verði gjaldþrota, valdi í raun miklu dýpri samdrætti en þörf sé á. Það sé ekki aðeins að fyrirtæki sem tæpast eigi rétt á sér fari á höfuðið, heldur muni það sama gilda um fjölda góðra og gegnra fyrirtækja, sem eigi fullan rétt á sér. „Við erum ekki aðeins að skera til meinsins, við erum að fjarlægja mikið af heilbrigðum líffærum líka,“ segir Vilhjálmur og bætir við að hann hafi enga trú á að ríkisstjórnin standi á þessari stefnu sinni, þegar afleiðingarnar verði sýnilegar. Kjarni málsins væri sá að þjóðin aflaði þess gjaldeyris sem hún ætlaði sér að eyða. Einn viðmælenda Morgunblaðs- ins sagði einnig að með nokkrum rökum mætti halda því fram að leiknum væri lokið í bili. Úr því að ríkisstjórninni hafi ekki tekist á undanförnum árum að beita ströngu aðhaldi í ríkisfjármálum og peningamálum sé eiginlega orðið of seint að halda genginu eins og það sé. Það verði að fella það um 10-20% og stíga síðan á bremsurn- ar af miklum krafti. Gengisfelling engin lausn? Sigurður B. Stefánsson er á allt öðru máli hvað mikla gengislækkun snertir. Slíkt verði til þess eins að kollkeyra skuldug fyrirtæki, en hjálpi hinum sem lítið skuldi, þar sem skuldir'séu annaðhvort vísitölu- eða gengistryggðar. Mjög varlega þurfi að fara í það að lækka geng- miðvikudaginn 23. nóvember S-K-l-F-A-N KRINGLUNNI • BORGARTÚNI • LAUGAVEGI SÍMI 22140. ið. Benti hann á 10% gengislækkun- ina í vor, sem varð ekki til neins nema hvað hún hækkaði láns- kjaravísitöluna í júlí um heil 5% og munaði um minna. Ef hreyft væri við genginu ætti að gera það með varúð. I því sambandi benti hann á 3% gengislækkunina í haust, sem hefði enn ekki gætt í verðvísitölum. Þær hefðu tvo síðustu mánuði hækkað minna en spáð hefði verið. Tryggvi Pálsson benti einnig á að verðhækkanir undanfarna mánuði hefðu verið minni en opinberir aðil- ar hefðu spáð. Velta væri sú sama í krónutölu og í fyrra og eftirspurn lítil. Við þær aðstæður sæi sam- keppnin á markaðnum um að verð hækkaði lítið. Gengislækkun er auðvitað ekkeri annað en tilfærsla á peningum frá launþegum til fyrirtækja þegai umsamin laun rýrna og frá þeiir sem eiga peninga til þeirra serr skulda þá. Með vísitölu- og gengis- bindingu lána er ekki lengur fæi sú leið að láta þau brenna upp i aukinni verðbólgu. 700 milljóna króna tap Sambands íslenskra sam- vinnufélaga kemur í hugann, en að sögn forráðamanna SÍS er það eink- um gengistap til komið vegna geng- isfellinga á árinu. Þorvaldur Gylfa- son benti á að hvað launin varði sé vafasamt að launþegar sætti sig við að verðbólga brenni upp kaup- máttinn, eins og nú hátti. Hagræðingar er þörf Meginvandinn sem við er að glíma er sum sé erfið staða útflutn- ings- og samkeppnisgreinanna vegna stöðugra verðlagshækkana innanlands undanfarin þensluár. Meðan verðlag á útflutningsvörun- um hækkaði til samræmis eða meira réðu fyrirtækin við ástandið, en það hlaut að taka enda. Lengi hefur verið rætt um þörfina á hagræðingu í íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Fyrirtækjum þurfi að fækka og ein- ingar að stækka til að hægt sé að lækka tilkostnað. Tryggvi Pálsson, segir að í kjölfar aukins fijálsræðis í viðskiptum sé ekki óeðlilegt að hagræðing eigi sér stað og fyrir- tækjum fækki. „Erfið staða útflutn- ingsgreina er annars eðlis og ég fæ ekki séð að dregist geti mikið leng- ur að bæta rekstrarskilyrði þeirra.“ Sigurður B. Stefánsson hafði þetta að segja varðandi hagræðingu og fækkun fyrirtækja: „Það geta allir verið sammála um að það þurfi að feta hinn gullna meðalveg í þeim efnum, en hann er vandfundinn og ég leyfi mér að efast um að menn hafi mikla stjórn á framvindunni." „Þetta er hinn venjulegi vandi sem stjórnvöld standa frammi fyrir þegar þau eru að reyna að ná verð- bólgunni niður,“ segir Þorvaldur Gylfason. „Fulltrúar þeirra hags- munaaðila sem þurfa að draga sam- an seglin streitast gegn aðhaldi og viija heldur að verðbólga haldi áfram. Það er það held ég sem býr að baki óska um gengisfellingu. Lína ríkisstjórnarinnar er hins veg- ar sú og hefur verið í mörg ár að gengið verði að vera sem allra stöð- ugast og fyrirtækin verði sjálf að taka sér tak. Ég held að lína ríkis- stjórnarinnar sé ennþá skynsamleg. Hún eigi ekki að láta undan óskum um gengisfellingu nema að hún sé tilbúin til þess að gera mjög öflugt aðhaldsátak til viðbótar við það sem fyrir er til að koma í veg fyrir að gengisfelling fari beint út i verðlag- ið.“ Aðspurður segir Þorvaldur að sannarlega sé hugsanlegt að sjávar- útvegsfyrirtækjum takist að hag- ræða í samræmi við það gengi sem nú er, til dæmis með róttækri sam- einingu og fækkun og stækkun fyr- irtækja. „Það vita allir sem vilja vita það að fiskvinnslufyrirtækin eru alltof mörg, smá og dreifð og reksturinn alltof óhagkvæmur. Al- veg eins og til dæmis sláturhúsin í landbúnaðargeiranum. Það er ná- kvæmlega sami vandinn sem er á ferðinni."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.