Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988 B AGDAD er borg, sem er upplýst af sínum mikla leiðtoga, Saddam Hussein, við hvert fótmál eru styttur af honum eða myndir upp á nokkrar mannhæðir. Hann er brosandi á þessum myndum, en það er aldrei léttúð í þessum brosum, heldur ábyrgðarfull væntumþykja. „Hann verður yngri og fegurri, þessi maður með hverju ári,“ sagði Ingo Gunther, þýskur blaðamaður sem ég hitti á hótel Babylon. Hann sagðist hafa misst myndavélar og fílmur, þegar hann ætlaði að taka mynd af glæsilegri höggmynd fyrir framan höll forsetans. Hann GiaAbeittur leiðtoginn, Saddam Hussein. Þetta var eina myndin sem mér tókst að ná af nokkrum hundruðum sem prýða Bagdad. Það er bannað „af öryggisástæðum" að taka myndir af myndum af honum. sagði ég skyldi fara að öllu með gát. B(fg uppljómuð af leiðtoga og óttaslegnu fóM texti og myndir: Jóhonno Kristjónsdóttir írakskir stríðsfangar. Nú eru þeir kannski komnir heim. Blaðamaður Morgunblaðsins var isíðustu viku á ferðalagi í írak þessu lokaða, stríðshrjáða landi, Hér birtistfyrsta grein affjórumfrá þessariferð. Hvað sem líður bros- um leiðtog- ans við hvert fótmál er fljótlegra að telja upp hvað er leyft í Bagdad en hitt. Það býr í fólkinu skelfing og óoryggi sem er skynj- anleg og skiljanleg, þegar maður hefur í huga að þjóðin hefur verið í stríði svo skiptir árum. Nú er stríðinu lokið og það er líkt og fólk trúi því ekki og það veit ekki enn hvað það á að gera við friðinn. Það var forsetinn sem leiddi þjóðina til stórkostlegs sigurs yfir hinum djöfullega Khomeini. Af orðum opinberra aðila má ætla að forsetinn hafi einn og óstuddur unnið stríðið. Það er óhugsandi að fara fijáls ferða sinna um borgina, að minnsta kosti með myndavél um öxl. Ein- hverju sinni ætlaði ég að taka myndir frá byltingarbrúnni yfir Tígris, af því að mér fannst útsý- nið fagurt og brúin til fyrirmynd- ar. Vörður stoppaði mig snarlega. Bannað að taka myndir af brúnni, gjörsovel og koma þér í burtu. Ég uppgötvaði að lögreglubíll kom í humátt á eftir mér. Eg nam stað- ar, hann líka. Það átti greinilega að koma í veg fyrir að ég tæki þessa brúarmynd. Auðvitað skipti það engu meginmáli, en nú fannst mér þetta orðið spennandi, og ákvað að fara í spæjaraleik. Ég ranglaði túristaleg í fasi — sem er auðvitað vitleysa, það eru engir túristar í írak — inn í skemmti- garð í grenndinni. Sat þar stund og löggubíllinn hvarf að sinni. Ég stakk út leiðina sem ég gæti farið til að vera sem næst brúnni, setti myndavélina í veskið og kom sak- leysið uppmálað út úr garðinum. Gekk yfir götuna og leit í kringum mig . . . og fyrsta sem ég sé er auðvitað lögreglubíllinn sem bíður við gangstéttarbrúnina. Ég lyfti hendinni í átt til þeirra, þeir tóku ekki kveðju minni. Ég gekk að grindverki skammt frá þar sem áin og brúin blöstu við. Ég kom að gati í girðingunni og tyllti mér niður. Lögreglubíllinn kveikti á Ijósunum og kom í áttina til mín. Ég þreifaði niður í veskið, náði mér í sígarettu, þóttist vera að leita að eldspýtu. Gekk svo að bílnum, sem var að nema staðar rétt hjá mér; hvort þeir gætu ekki gefíð mér eld. Það duttu af þeim andlitin en eld í sígarettuna fékk ég og þakkaði þeim virktavel fyrir, gekk aftur að grindverkinu, settist niður og reykti af hjartans lyst. Út undan mér sá ég að þeir höfðu slökkt á þakljósinu, horfðu á mig eins og í vandræðum með hvað þeir ættu að gera við þennan kvenmann. Að lokum keyrðu þeir löturhægt í burtu. Ég hafði snör handtök, reif vélina upp úr veskinu og tók myndir eins og bijáluð í nokkrar sekúndur. Henti svo vél- inni inn fyrir grindverkið og kveikti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.