Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988 KNATTSPYRNA / FÆREYJAR Mikill uppgangurífæreysku íþróttalífi: „Samskiptin við ísland alltaf mest og best“ ÍÞRÓTTAFÉLÖG í Færeyjum eru í miklum blóma og sífellt eru þau að færa út kvíarnar. Á undanförnum árum hafa sérsambönd hinna ýmsu íþróttagreina aukið samstarf við önnur lönd, enda hafa samböndin hvert af öðru verið viðurkennd í alþjóðlegum samskiptum. Nú síðast fengu knattspyrnumenn þeirra slíka við- urkenningu með inngöngu í alþjóða knattspyrnusambandið. í lok águst léku þeir fyrsta opinbera landsleik sinn og var leikið gegn íslendingum á Akranesi. Það er óhætt að segja að margt áhuga- vert sé á döfinni í færeysku íþróttalífi og m.a. er uppbygging íþróttamannvirkja þar mjög ör og athyglisverð. Á næsta ári fara svo fram í Færeyjum Eyjaálfuleikarnir svokölluðu. Þar er um að ræða mesta íþróttaviðburð sem fram hefur farið í Færeyjum og þessa dagana er undirbúningur þeirra í fullum gangi. Við rædd- um á dögunum við Torleif Sigurðsson formann Knattspyrnusam- bands Færeyja um knattspyrnu og íþróttir almennt í Færeyjum, en auk þess að vera í forsvari fyrir knattspyrnusambandið er Torleif einnig stjórnarmaður í Iþróttasambandi Færeyja. Við spurðum hann fyrst um stöðu íþrótta í færeysku þjóðlífi. Iþróttir hafa sterka stöðu í okkar þjóðlífi enda áhugi fyrir þeim mjög mikill. Til skamms tíma hefur þó aðstöðuleysi og einangrun háð okkur mikið en á því Ján hafa orðið miklar Gunnlaugsson breytingar undan- sknfar farin ár.“ — Hvenær byrj- uðu Færeyingar að iðka knatt- spymu? „Knattspyma hefur verið iðkuð í Færeyjum um langt skeið. Fyrsta knattspymufélagið TB var stofnað 1892 og fleiri félög vom stofnuð um eða upp úr síðustu aldamótum. Fyrstu áratugina var knattspyrnu- starfíð einhæft en síðan hefur það breyst mikið og í dag erum við með fjölbreytt starf víða um eyjamar. Við höfiim lengi haft góð samskipti við nágrannaeyjar okkar eins og, íslendinga og Hjaltlendinga og lék- um fyrstu leikina gegn þeim árið 1930. Við lékum síðan nær ein- göngu við þessar þjóðir allt fram til 1970 að leikið var gegn Orkneyj- um og síðan hafa fleiri lönd bæst í hópinn en segja má að samskiptin við Island hafí alltaf verið mest og best.“ Ekki auðsótt mál að að fá að- ildaðFIFA — En nú höfðuð þið lengi reynt að fá aðild að FIFA, al- þjóðaknattspyrnusambandinu? „Það hefur ekki gengið átaka- laust fyrir sig. Við lögðum fyrst inn umsókn árið 1974 en um það leyti fengu nokkrar aðrar íþróttagreinar í Færeyjum inngöngu í sín alþjóð- legu samtök. Við höfum þurft að hafa mun meira fyrir slíkri viður- kenningu en þær, og því hefur það komið okkur mjög vel hve íslend- ingar hafa stutt vel við bakið á okkur. Ellert B. Schram og hans menn eiga skilið miklar þakkir fyr- ir þeirra stuðning. Stuðningur við okkur jókst eftir að við fengum aðild að Norðurlandasambandinu árið 1981. Síðan þá hafa hin Norð- urlöndin stutt okkur með ráðum og dáð. Það var svo á þingi FIFA í sumar sem við vorum samþykktir sem fullgildir aðilar og fyrir okkur var það stórt skref fram á við.“ — Þannig að landsleikur ykk- ar gegn íslandi í sumar er i raun ykkar fyrsti formlegi landsleik- ur? „Já, og okkur fannst það vel við hæfí að sá leikur færi fram á ís- landi. Það er þakklætisvottur okkar til Islendinga fyrir margháttaðan stuðning og' samstarf." — Er öflug starfsemi hjá Knattspyrnusambandi Færeyja? „Já mér er óhætt að segja það. Við erum að byggja allt okkar starf upp og teljum okkur vera á réttri leið. Það hjálpar okkur mikið að verið er að byggja upp mörg íþrótta- mannvirki víðsvegar á eyjunum og það fellur vel saman við endurskipu- lagningu knattspymustarfsins. Við leggjum mikla áherslu á að byggja sjálfír upp starfið hjá okkur en ekki fá allt upp í hendumar frá öðrum.“ Stór íþróttamannvirki rísa nú hvertaf öóru — Nú vekur það athygli hve ört þið getið byggt upp íþrótta- mannvirki og ekkert lát virðist vera á þeirri uppbyggingu? „Já sem betur fer höfum við haft góðan skilning opinberra aðila og í dag hafa verið byggðir 9 gervi- grasvellir á nokkmm árum, auk margra íþróttahúsa af alþjóðlegri stærð. Við stefnum nú að því að byggja upp fyrsta náttúrulega grasvöllinn, og bindum vonir við að hann verði staðsettur miðsvæðis á eyjunum og þar muni síðar vera aðsetur íþrótta- háskóla landsins og miðstöð alls íþróttastarfsins. Gervigrasvellimir hafa breytt, miklu fyrir okkur því áður höfðum við bara misjafna Jón Gunnlaugsson Fyrlrllðar íslands og Færeyja ásamt dómaratríóinu fyrir leik þjóðanna á Akranesi í sumar. Frá hægri Atli Eðvaldsson, Sæmundur Víglundsson, Sveinn Sveinsson, Guðmundur Maríusson og fyrirliði Færeyinga. Frá fundi alþjóða knattspymusambandsins fyrr í sumar. Á mjmdinni er talið frá vinstri. Joseph S. Blakker framkvæmda- stjóri sambandsins, Torleif Sigurðsson, dr. Joao Havelangr forseti FIFA og Borge B. Hansen stjómarmaður í færeyska knattspymusambandinu. malarvelli. Þetta hefur sérstaklega mikla þýðingu fyrir böm og ungl- inga sem kynnast íþróttinni á allt annan hátt en áður var.“ — Hvemig gengur svo að fjár- magna starflð hjá knattspyrnu- sambandinu? „Mest af starfínu fer fram í sjálf- boðavinnu og við höfum aðeins starfsmann í hálfu starfí. Varðandi fjármögnum get ég sagt það að landstjómin leggur fram 2,8 millj- ónir danskar krónur til allrar íþróttahreyfíngarinnar á þessu ári. íþróttasambandið tekur um 40% til sín en úthlutar öðru til sérsambanda í hlutfalli við Qölda iðkenda hverrar greinar. Segja má að þegar upp er staðið fáum við um 800.000 dan- skar krónur til knattspymustarfs- ins, 300.000 þúsund af styrk land- stjómarinnar og afganginn frá stuðningsaðilum, en aðalstuðnings- aðili okkar er Sjóvinnubankinn í Færeyjum." — Nú er framkvæmd knatt- spyrnumóta m.a. deildakeppn- innar í Færeyjum tölvert frá- bragðin því sem íslendingar eiga að venjast? „Já, við byggjum okkar keppni upp á annan hátt. Hjá okkur fer keppnin fram í fímm deildum. í fjór- um efstu deildunum keppa tíu lið í hverri en í fímmtu deild er liðum skipt eftir landssvæðum. Hvert fé- lag má eiga lið í öllum deildunum, en aldrei meira en eitt í hverri þeirra. í dag á t.d. KÍ Klakksvík lið í öllum deildunum. Segjum svo að lið þeirra sigri í annarri deild þá fer það ekki upp í 1. deild ef annað lið félagsins er þar fyrir. Rétturinn kemur þá í hlut þess liðs sem er í næsta sæti. Þetta fyrirkomulag gerir það að verkum að fleiri kom- ast að og eru ekki bundnir við að komast í eitt lið hjá hveiju félagi. Unglingaflokkar drengja eru þrír sem kallast unglingar, drengir og smádrengir og stúlkumar skiptast í tvær deildir og stúlknaflokk. Auk deildakeppninnar höfum við líka bikarkeppnir með líku sniði og í öðmm löndum." — Nú má búast við því að þið aukið alþjóðleg samskipti í knatt- spyrnunni til muna. Við hveiju má búast á næstu árum? „Við munum að sjálfsögðu auka okkar samskipti við önnur lönd en fyrst um sinn leggjum við áherslu á samstarf við önnur smáríki. Við höfum þegar rætt við þjóðir eins og Lúxemborg, San Marino, Möltu og Lichenstein og ég á von á sam- starfi við þessi lönd fljótlega. Þá vonumst við eftir áframhaldandi samstarfí við íslendinga. Okkar undirbúningur fyrir landsleiki hefur ekki verið mikill hingað til en von- andi á það eftir að breytast. Við höfum t.d. landsliðsþjálfara í hluta- starfí sem undirbýr landsliðið hveiju sinni. Á þessu verður sjálf- sagt breyting fljótlega. Við höfum á undanfömum árum notið leið- sagnar þjálfara frá öðrum löndum m.a. margra íslendinga. Margir þeirra hafa skilað mjög góðu starfí. Þeir eiga ekki síðst þakklæti skilið fyrir að stuðla að framförum í íþróttinni hjá okkur. Eins og ég sagði áðan hafa verið góð sam- skipti við íslendinga í knattspymu- starfínu og nú vinnum við eftir tíu ára áætlum sem nær til 1994. Þar er um að ræða leiki hjá karla-, kvenna- og unglingalandsliðum. Þá höfum við einnig góð samskipti við íslensk félagslið, þar er m.a. um að ræða vinabæjatengsl og ekki síður rótgróin samskipti sem eiga sér langa sögu." — Munu færeysk félagslið fara að taka þátt í Evrópukeppi félagsliða? „Nei ekki fyrst um sinn en von- andi er ekki langt eftir því að bíða. Reyndar erum við ekki orðnir aðilar að Knattspymusambandi Evrópu. Það gerist þó vonandi á næsta aðal- fundi þess. Þegar vallaraðstaða okkar verður orðin betri þá förum við að taka þátt í Evrópumótum félagsliða og þá einnig í landsliða- keppnim, en það á þó nokkuð í land ennþá. — Fylgjast Færeyingar eitt- hvað með íslenskri knattspyrnu? „Ekki frá degi til dags. Við heyrum þó í útvarpi frá íslandi og sjálfsagt fylgjast ýmsir með í gegnum það. Landsleikir ís- lendinga vekja þó alltaf mikla athygli okkar og ekki síður leik- ir íslensku félagsliðanna i Evr- ópumótunum. íslensk lið hafa oft náð mjög góðum árangri í keppni við bestu lið Evrópu og það kunn- um við vel að meta. í mínum huga er það staðfesting á því að litlar þjóðir eiga fullan rétt á því að taka þátt í keppni við stóru þjóðimar.“ Eyjaðtfuleikamir eru stærsti iþröttavMHturður okkar — Nú munið þið Færeyingar halda næstu Eyjaálfuleika suma- ríð 1989. Er ekki í stórt ráðist? „Jú svo sannarlega, en verkefnið er heillandi. Þetta er í þriðja skipti sem leikamir eru haldnir. Áður hafa þeir farið fram á eyjunum Mön og Jersey. Auk þessara eyja og okkar munu lið frá Gíbraltar, Möltu, Shetlandseyjum, Gotlandi, Álands- eyjum, Grænlandi og vonandi ís- landi taka þátt í leikunum. Þama verður í fyrsta skipti keppt í knatt- spymu á leikunum og vona ég sér- staklega eftir því að ísland verði meðal þátttakenda. Við erum á fullu í undirbúningsvinnu enda er að mörgu að hyggja. Við búumst við um 8000 erlendum gestum meðan á leikunum stendur. Við Færeying- ar munum senda um 100 keppend- ur til leikanna og stefnum á góðan ánngur. ' Aðalkeppnisstaðurinn verður í Tóftum en þar er nú verið að byggja alhliða íþróttaleikvang. Völlurinn verður lagður gervigrasi og einnig eru fullkomnar hlaupa- brautir og stórt klúbbhús í bygg- ingu. Síðar ætla þeir Tóftarmenn að byggja stórt og fullkomið íþróttahús. í Tóftum búa aðeins um 800 manns og vegna þessarar mannvirkjagerðar verða þeir að greiða 30% af kostnaði en land- stjómin afganginn. Heildarkostnað- ur við þessa mannvirkjagerð er um 15 milljónir danskar krónur. Þetta verður mjög spennandi verkefni og vonandi gengur þettá vel.“ — Þannig að það er bjart yfir feereysku íþróttalífí um þessar mundir? „Það má segja það enda höfum við verið að byggja markvisst upp okkar íþróttastarf sl. 15 ár. Við höfum verið að læra af öðrum þjóð- um en gleymum samt engu af því góða sem við höfðum áður. Þannig viljum við byggja fyrir framtíðina. Við viljum að mestu vera sjálfum okkur nógir en þörfnumst þó sam- vinnu við aðra. Að lokum vil ég segja það að okkar brýnasta verkefni í færeysku íþróttalífí er að hinar ólíku íþrótta- greinar standi saman, því ef við ætlum okkur einhveija hluti í al- þjóðlegu starfi þá verður samtaka- máttur okkar að vera til staðar. Allar íþróttagreinamar hjá okkur hafa nú alþjóðlega viðurkenningu nema fímleikar. Við erum orðnir aðilar að alþjóðlegu ólympíunefnd- inni og tókum nú þátt í leikum fatl- aðra í Seoul fyrir skömmu. Það er dálítið skiýtið fínnst okkur að það skyldi taka svo langan tíma fyrir okkur knattspymumennina að öðl- ast alþjóðlega viðurkenningu. Allar hinar greinamar áttu frekar auð- velt með það og t.d. í handknattleik var okkur falið að sjá um C-riðil heimsmeistarakeppninnar 1980. En samt emm við þakklátir fyrir það að vera nú á meðal annara þjóða. Við eigum þar íslendingum skuld að gjalda." Keppnin um ísafjarðarsúluna er skemmtilegt dæmi um sam- sklptin Torleif nefndi að lokum skemmti- legt dæmi um samskipti þeirra við fslendinga. Það mun hafa verið árið 1954 sem ísafjarðarliðin Hörð- ur og Vestri gáfu bikar til keppni í Færeyjum. Bikarinn var notaður í bikarkeppnina og síðan hafa félög- in gefið þijá bikara til viðbótar eða súlur eins og Torleif vill kalla þær. „Bikarkeppnin okkar kallast Keppnin um ísafjarðarsúluna. Nú eru liðin rúm þijátíu ár frá því fyrsti bikarinn var gefínn og við höfum metið mikils þetta samstarf okkar við ísfírðinga og viljum halda því áfram, ekki vegna þess að við getum ekki keypt okkur sambæri- legan bikar," segir Torleif, „heldur vegna þess að við metum samskipt- in svo mikils og ég vona að það sé gagnkvæmt. Þetta getum við sagt að sé spegilmyndin af samstarfí okkar við Islendinga í gegnum ár- in,“ sagði Torieif Sigurðsson að lok- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.