Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐŒ) DAGBOK SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988 Iil /\ m' er sunnudagur 20. nóvember. Þetta er VJ 25. sd. eftir Trínitatis, 325. dagur árs- ins 1988. Árdegisflóð í Reykjavík kl. 3.19 og síðdegisflóð íd. 15.42. Sólarupprás í Rvík kl. 10.13 og sólarlag kl. 16.13. Myrkur kl. 17.16. Sólin er í hádegisstað í Rvík kl. 13.14 og tunglið er í suðri kl. 22.46. (Almanak Háskóla íslands.) Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn ein- getinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf (Jóh. 3,16-17.) ÞETTA GERÐIST ERLENDIS gerðist þetta á þessum degi, 20. nóvember: 1616: Richelieu kardináli skipaður ráðherra utanríkis- og hermála í Frakklandi. 1656: Svíar láta Austur- Prússland af hendi við Brandenborgara. 1720: Tordenslq'öld aðmíráll feílur í einvígi við Staeál von Holstein. 1759: Bretar sigra Frakka í sjóorrustu á Quiberonflóa. 1780: Bretar segja Hollend- ingum stríð á hendur. 1818: Simon Bolivar lýsir formlega jrfir sjálfstæði Venezúela frá Spáni. 1870: Þjóðveijar umkringja París. 1901: Sáttmáli kveður á um að Bandaríkjamenn leggi Panamaskurðinn. 1917: Orrustan við Cambrai. 1924: Uppreisn Kúrda í Tyrklandi bæld niður. 1945: Foringjar nasista leiddir fyrir stríðsglæparétt- inn í Niimberg. Bandamenn samþykkja flutning 6 millj- óna Þjóðvetja frá Austurríki, Ungveijalandi og Póllandi. 1947: Giftingardagur Elísa- betar Bretadrottningar. 1970: Á þingi SÞ fékk Kína ekki tilskilinn stuðning til inngöngu. 1977: Sadat Egyptalands- forseti ávarpar þing ísrael og býður frið. Afinæli: Rithöfundurinn Selma Lagerlöf 1858—1940. Robert Kennedy ráðherra 1925-1968. Andlát: Leo Tolstoj greifí og rithöfundur 1910. Maud Noregsdrottning 1938. HÉRLENDIS gerðist þetta á þessum degi, 20. nóvember: 1393: Hólabardagi. Þar sigraði Þórður Sigmundsson Björn Jórsalafara. 1449: Karl Knútsson bóndi krýndur konungur Noregs í Þrándheimi. 1752: Sigurður Vigfússon íslandströll lést. 1763: Vígsludagur Hóla- dómkirkju. 1920: Líkneski Þorfínns Karlsefnis afhjúpað vestur í Fíladelfíu. Haldinn fyrsti fundur útvarpsráðs. 1959: Viðreisnarstjórn Ól- afs Thors, fímmta ráðuneyti hans, skipuð. 1975: Samkomulag við V- Þjóðveija. QA ára afmæli. Á morg- Oi/ un, mánudaginn 21. nóvember, er áttræð frú Þuríður Filippusdóttir í Lönguhlíð 3 hér í Reylq'avík. Þar ætlar hún að taka á móti gestum í dag, sunnudaginn 20. nóvember, milli kl. 15 og 18 á 1. hæð í húsinu. FRÉTTIR__________________ Launasjóður rithöf- unda hefur augl. eftir um- sóknum í Lögbirtingablaðinu. Rennur umsóknarfrestur út um næstu áramót. Heimilt er að greiða úr þessum sjóði fyrir þýðingar á íslensku. Starfslaun eru í samræmi við byijunarlaun menntaskóla- kennara, og veitt til tveggja mánaða í senn og lengst til 9 mánaða. Höfundur sem hlýt- ur námslaun í 3 mánuði eða lengur skuldbindur sig til að gegna ekki fastlaunuðu starfí á meðan hann nýtur starfs- launanna. Menntamálaráðu- neytið tekur á móti umsókn- unum, segir í tilk. sjóðsstjóm- ar Launasjóðs rithöfunda. LÆKNAR. í tilk. frá heil- brigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu, í Lögbirtingi, segir, að ráðuneytið hafí veitt þessum læknum starfsleyfi hér á landi. Cand. med. et chir. Aðalsteini Guðmunds- syni, cand. med. et chir. Vigfúsi Sigurðssyni, cand. med et chir. Garðari Þór Gislasyni, cnd. med. et chir. Baldri Helga Friðrikssyni, cand. med et chir. Elínu Ól- afsdóttur og cand. med. et chir. Ragnheiði Ingibjörgu Bjarnadóttur. ÝLIR annar mánuður vetrar áð okkar tímatali byijar á morgun, mánudag 21. nóv- ember. Hann hefst með mánudegi í 5. viku vetrar 20.—27. nóvember. Nafn- skýring er umdeild, segir í Stjömufræði/Rímfræði, og bætt við að í Snorra-Eddu er þessi mánuður kallaður frer- mánuður. Vinnuvikan sem hefst á morgun er hin 47. á þessu ári. SKIPIN________________ Reykjavíkurhöfii: Togar- inn Ásbjöm kom inn af veið- um, til löndunar í gær, laug- ardag og Kyndill kom af ströndinni. Þá kom fjölveiði- skipið Jón Finnsson inn af veiðum og landaði. í gær fór togarinn Ottó N. Þorláksson aftur til veiða og þá fór danska eftirlitsskipið Hvid- bjömen. Fjallfoss er vænt- anlegur að utan í dag, sunnu- dag. MOLAR • LANDAKORT. Elsta landakortið sem þekkist er frá 1370 f. Kr. Það er teiknað á papms og sýnir gullnámur við fjallið Bec- hem. • SÓLÚRIÐ: Kínverskar frásagnir frá ca. 1100 f. Kr. greina frá fyrstu sól- úrinu (súla sem tímamæl- ir). Um 600 f. Kr. fimdu Assyríumenn upp vatnsúr- ið. Suðuraes: | Sveitarsljórar kreflast stöðv- unar á sölu skipa af svæðinu Valbjöra hf. i Sandgerði vUl kaupa báða togara HK fyrir 400 miUjónir króna Jú, jú lambið mitt. Það var líka einu sinni sjór hjá okkur. En svo var hver dropi seldur norður í landi... Þessir ungu sveinar héldu hlutaveltu til ágóða fyrir Rauða kross íslands. Söfnuðu þeir 675 kr. Þeir heita Ingi þór Arnarson og Öm Viðarsson og litli bróðir Við- ars, Hrafn, var með þeim. LÁRÉTT: 1 drepa, 5 sól, 8 þjálfun, 9 rödd, 11 aldan, 14 for, 15 skessan, 16 nytja- lönd, 17 afkomanda, 19 beitu, 21 spil, 22 borðaði, 25 hreyfíngu, 26 forfeður, 27 keyri. LÓÐRÉTT: 2 spíra, 3 fiigl, 4 kvölds, 5 hengingar- ólin, 6 ótta, 7 askur, 9 slitn- aði, 10 reyfínu, 12 eitraða, 13 hímdi, 18 heiðursmerki, 20 sjó, 21 hæð, 23 slá, 24 ending. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: — 1 kráka, 5 kutar, 8 álkan, 9 skáld, 11 nasla, 14 inn, 15 lamin, 16 aurar, 17 nær, 19 orða, 21 aumt, 22 ungunum, 25 sær, 26 ára, 27 sár. LÓÐRÉTT: 2 rok, 3 kál, 4 aldinn, 5 kannar, 6 una, 7 afl, 9 Selfoss, 10 ármaður, 12 straums, 13 afritar, 18 æður, 20 an, 21 au, 23 gá, 24 Na. MANNAMÓT Orgeltónleikar verða í kvöld í Seljakirkju kl. 20.30. Það var keypt á þessu hausti norðan úr Hóladómkirkju, smíðað í Danmörku fyrir tæplega 30 árum, allt hið vandaðasta. Verður það tek- ið í notkun í kirkjunni í dag. Organisti Seljakirkju er Kjartan Sigurjónsson og mun hann leika á tónleik- unum í kvöld. Eru þetta tímamótatónleikar fyrir hann. Um þessar mundir hefur hann starfað í 30 ár sem kirkjuorganisti. Efnis- skráin verður fjölbreytt og verk leikin eftir nokkra fremstu höfunda kirkjutón- listar. Aðgangur er ókeypis. í anddyri kirkjunnar verður framlögum til orgelsjóðs Seljakirkju veitt móttaka. Félag eldri borgara. Opið hús í Goðheimum í dag, sunnudag, kl. 14, þá fijáls spilamennska og tafl. Dans- að verður kl. 20. Á morgun, mánudag, er opið hús í Tónabæ kl. 13.30 og spiluð félagsvist kl. 14. Kvennadeild Styrktarfé- lags lamaðra og fatlaðra heldur fund, annað kvöld, fyrir félagsmenn og gesti þeirra á Háaleitisbraut 11 kl. 20.30. Á fundinn kemur Öm Jónsson, nuddfræðing- ur. Færeyjaklúbburinn á Suðumesjum heldur vetrar- fatnað sinn nk. laugardag 26. þ.m. í safnaðarheimilinu Innri-Njarðvíkurkirkju og hefst með borðhaldi kl. 20 og verður færeyskur matur borinn á borð. Stjómarmenn klúbbsins í þessum Suður- nesjasímum gefa nánari upp- lýsingar: 11562, 37559, 11078. ORÐABÓKIN AÖ hafa eitthvað á boðstólum Á síðustu árum hef ég tekið eftir því, að ýmsir eru fanir að tala um að hafa eitthvað á boð- stólnum í stað hins sem mun vera upprunalegt að hafá eitthvað á boðstól- um. Fyrir stuttu bárust mér í hendur auglýsinga- blöð frá veitingahúsi einu hér í borginni. Þar mátti lesa eftirfarandi: Hér á eftir em upplýsingar um þær veitingar sem á boð- stólnum em í okkar glæsilegu salarkynn- um ... Hér er ekki farið rétt með allgamalt orðtak. Er sjálfsagt að benda les- endum á þetta og þá um ieið, hver sé sennileg skýr- ing á uppmna þess. Elztu dæmi um það em frá 18. öld og þá í sömu merkingu og við höfum það, þ.e. að hafa eitthvað til sölu eða fram að bjóða. Halldór Halldórsson prófessor segir í íslenzku orðtaka- safni, að orðið boðstólar hljóti „að hafa táknað bekki eða borð, sem vömr vom fram boðnar á“. Þannig hafa og flestir ski- lið þetta. í OH er samt hundrað ára gamalt dæmi um að vera á boðstóln- um. Orðtakið er samt vafalaust eitt rétt eins og stendur í fyrirsögn þessa dálks: að hafa eitthvað á boðstólum. Það skyldu menn festa sér í minni. - JAJ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.