Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 7
BROTTFARARDAGAR TIL SÖLDEN: 17. desember - 2 vikur- JÓL AFERÐ 18. mars -13 nætur - PÁSKAFERÐ MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988 Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Starfsmenn Norðurtangans hf. á ísafirði slægja og pakka fyrsta laxinn frá íslaxi hf. Á innfelldu myndinni sést að hluti þess lax sem náðist hafði greini- lega verið bitinn af sel. Leiklestur á „Ég er afí minn“ Dagskrá til minningar um Magnús Jónsson LEIKLESTUR á leikriti Magnús- ar Jónssonar kvikmyndaleik- stjóra „Ég er afi minn“ verður í Ásmundarsal í dag, sunnudag, og hefst klukkan 15. Magnús hefði orðið fimmtugur sl. föstu- dag og leiklesturinn er liður í dagskrá til minningar um hann. Að dagskránni standa ýmsir vin- ir og félagar Magnúsar. Leikritið „Ég er afi minn“ var sýnt á vegum Grímu árið 1967. Allir leikaramir, sem þátt tóku í þeirri sýningu, annast leiklesturinn nú. Leikstjóri nú, sem þá, er Brynja Benediktsdóttir og Sigurjón Jó- hannsson sér um umbúnað. Sigurð- ur Karlsson leikur Bróa, Björg Davíðsdóttir Systu, Jón Júlínsson leikur pabba, Jóhanna NorðQörð mömmu, Oktavía Stefánsdóttir gamla konu, Arnar Jónsson leikur sálfræðing, Kjartan Ragnarsson Lillalilla og Þórhildur Þorleifsdóttir verður í hlutverki kynnis. Aðstoðar- menn leikstjóra eru Viðar Eggerts- son og Helga Hjörvar. Jólasala Sólheima: Mjólkursýrt grænmeti HIN ÁRLEGA Sólheimasala verður í dag, sunnudaginn 20. nóvember, i Templarahöllinni í Reykjavík og hefst kl. 14. Þar gefst fólki kostur á að kaupa mjólkursýrt grænmeti sem unnið er og ræktað með lífrænum að- ferðum hér á landi. Allar framleiðsluvörur Sólheima til sölu, grænmeti, kerti, tréleik- föng, mottur og ofnir dúkar. For- eldra- og vinafélag Sólheima verður með kökubasar, kaffiveitingar og fatasölu. Allur ágóði af sölunni fer tii upp- byggingar starfsins á Sólheimum. Orgeltónleik- ar í Seljakirkju Orgeltónleikar verða haldnir í Seljakirkju í dag, sunnudaginn 20. nóvember, kl. 20.30. Söfnuðurinn keypti á þessu hausti orgel Hóladómkirkju. Orgel- leikari kirkjunnar, Kjartan Sigur- jónsson, heldurþessatónleika. Flutt verða verk eftir J. Froberger, J. Pachelbel, L. Clérambault, D. Buxtehude, J.S. Bach og Max Re- ger. SQLDEN0G SAALBAGH/HINTERGLEMM - Einungis fyrsta flokks skíðasvæði Aðalskíðastaðimir í ár, Sölden og Saalbach/Hinterglemm, hafa fyrir löngu skipað sér sess á meðal allra bestu skíðalanda Evrópu. Fjölbreyttir möguleikar i gistingu, vel staðsett hótel og vandaðir gististaðir ásamt fyrsta flokks skíðaaðstöðu og fullkomnum aðbúnaði til leikja og hvíldar eru dýrmæt trygging fyrir hnökralausri ferð. BROTTFARARDAGAR TiL SAALBACH/HINTERGLEMM: 4. febrúar - 2 vikur 18. febrúar - 2 vikur 4. mars-2vikur Verð frá kr. 45.700* * Verð m.v. 2 vikur án fæðis í Saalbach, 5 í íbúð m/2 svefnherb., brottför 4. mars, staðgr. oggengi 10.10.88. DfíAUMAVIKA í SALZBURE Hér er sannkallað ævintýri á ferðinni; skíða-og listaferð til Salzburg. Þú býrð á glæsilegu 4ra stjörnu hóteli í Salzburg og skíðar á mörgum nafntoguðustu skíðasvæðum Austurríkis milli þess sem þú stundar listina að lifa í háborg tónlistar og menningar! BROTTFARARDAGAR TIL SALZBURG: 4/2,18/2,4/3 og 18/3. Verð kr. 38.600* * Verð m.v. gistingu í tvibýli á Hótel Winkler í viku ásamt morgunverðarhlaðborði, staðgr. og gengi 10.10.88. Innifaldar eru ferðir til og frá flugvelli erlendis og 6 dagsferðir með fararstjóra á einhver bestu skíðasvæði austurrlsku Alpanna. Samvinnuferdir - Landsýn Austurstræti 12 • Sími 91-69-10-10 • Suðurlandsbraut 18 • Sími91-68-91-91 Hótel Sögu við Hagatorg • Sími 91 -62-22-77 • Skipagötu 14 • Akureyri ■ Sími 96-2-72 00 tslax hf.: Asmundarsalur: Nú er skíðaáætlun vetrarins tilbúin hjá Samvinnuferðum-Landsýn. í ár skíðum við enn hærra en áður og kynnum aðeins toppskíðastaði, sem sannað hafa gildi sitt aftur og aftur. Með í hverri ferð er íslenskur fararstjóri, sem sér til þess að allir eigi ánægjulega dvöl og skemmti sér sem best jafnt að degi sem kvöldi. Frá sýningu Grímu á Ég er afi minn 1967. Fyrsfi matlaximi fór mestallur í selinn Isafirðí. TÆPLEGA hálft annað tonn af laxi varð eftir í sjókví íslax hf. á Nauteyri við IsaQarðardjúp eftir að selur hafði rifið gat á kvíarnetið. Þarna var um að ræða fyrstu laxana sem Islax elur til sláturstærðar og er því tjónið tilfinnanlegt þar sem milli 80 og 90% fisksins töpuðust. Nokkuð af þeim fiski sem náðist var bitinn af selnum. Nú eru um 150.000 seiði í eldi á Nauteyri. Að sögn Benedikts Eggertssonar stöðvarstjóra má búast við að eftir að búið verði að selja stórseiði næsta vor, en tölu- verð eftirspum er eftir þeim, þá verði slátrað um 200 tonnum af laxi í stöðinni næsta haust. Hann sagði að lítið hefði borið á sel í sumar en undanfarið hefði honum íjölgað mikið. Það verður því við- búnaður hér til að verja afurðimar næsta haust, sagði Benedikt, enda vitum við á hveiju við megum eiga von. - Úlfar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.