Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 34
KONUR Reglurnar og raun- veruleikinn Það er skrifað svo mikið um konur þessa dagana, að mér dettur fátt í hug sem auka mætti skilning á fyrirbærinu. Ég þyki vera jafnréttissinnað- ur enda er ég talinn mennt- aður, fijáls- lyndur og nút- ímalegur í hugsun. Þessi lýsing á mér er eftir Atlo tvíræð; hún á Heimi Sveinsson líka við um leið- inlegustu dratt- halana sem ég þekki. En um leið er maður dálítil karl- remba. Hún býr í manni og er líkt og arfinn — vex aftur þó hún sé reytt burtu. Við þetta bætist tregðulögmálið, sem stjórnar íslandi, og van- inn sem drepur í dróma allt skapandi hugarflug. Það er oft sem ég stend mig að því að vera ekki nógu kven- réttindalegur í hugsun eða athöfnum. Mér þykir fyrir því, en ég er ekki fullkomnari en þetta. Samt þykir mér allt í lagi að hafa (tímabundið) svo- lítið hlægilegar reglugerðir (eða eru það kannski lög?) sem banna að auglýst sé eftir „kaffikonu“ — því „starfs- kraftur“ skal það heita. Því miður eru þesasr fáránlegu reglur nauðsynlegar, og því mega ekki spottarar segja nokkra fúla Öatbrandara á kostnað réttlætisins? En hvers konar þjóðfélag er það, þar sem svona reglur eru nauðsynlegar? Breytum hugsunarhætti okkar sem fyrst (það þarf ekki að taka langan tíma ef maður vill það) og þá má afnema þessar vit- lausu reglur. í stétt tónskálda eigum við frábæra kvenkyns listamenn. Kannski ekki nógu margar miðað við fjölda karlanna. En skiptir fjöldinn máli í þessu sambandi? Jórunn Viðar hef- ur verið í fremstu röð tón- skálda okkar um árabil. Ka- rólína Eiríksdóttir er sívax- andi listamaður og vekur at- hygli bæði hér og erlendis. Mist Þorkelsdóttir (Sigur- björnssonar) er einn efnileg- asti listamaður sem kvatt hef- ur sér hljóðs á undanförnum árum. Þessar konur tilheyra mismunandi kynslóðum og menntunargrunnur þeirra er ólíkur. Þær tjá sig hvor á sínu máli, hvor þeirra hefur sinn persónulega stíl. Ég hef ekki getað fundið neitt sem kalla mætti „kven- legt“, sem væri sameiginlegt með verkum þeirra. En verk þeirra flest eru hin prýðileg- asta list, og á þeim vettvangi greini ég ekki á milli karla- og kvennalistaverka. Og svo er einn efnilegasti tónsmíðanemandinn hjá okk- ur i tónfræðadeild Tónlistar- skólans í Reykjavík, ung MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988 Elías Davíösson leikur á hljóð- færi sitt í Fella- og Hólakirlq'u. Leikur á steina Elías Davíðsson, skólastjóri Tón- listarskólans I Óiafsvik, hefiir smíðað hljómborð sem hann iegg- ur steina ofan á og leikur síðan á, ýmist með kjuðum eða öðrum steinum. Elías sagðist, í samtali við Morg- unblaðið, hafa uppgötvað það fyrir fímm árum að ýmsir steinar mynduðu góðan tón. Hann hefði síðan þreifað sig áfram, safnað steinum og smíðað undir þá hljóm- borð. Steinamir sem hann notaði væru þunnar flögur sem lægju endi- langar á lista ofan á hljómborðinu þannig að þeir gætu titrað við áslátt- inn. Milli lægstu og hæstu tóna væru u.þ.b. þijár áttundir. Elías sagðist miða tónlistina við eðli stein- anna, hann léki ekki lög í venjuleg- um skilningi, heldur byggi til ryþma sem hæfði tónum steinanna. Hann notaði steinana eins og þeir kæmu fyrir, fjölbreytnin í blæbrigðum tón- anna minnkaði ef þeir væru slípaðir. Elías sagðist ekki vita til þess að leikið hefði verið á steina hérlendis fyrr, en í Kína og Víet-Nam hefðu steinar verið notaðir við tónlistariðk- un til foma og í Afríku væru þeir enn notaðir. Þar væri þó um mun frumstæðari tónlist að ræða en þá sem hann léki. Ljósmyndir óskast Dálkurinn „Fólk í frétt- um“ óskar eftir skemmti- iegum ljósmyndum frá les- endum Morgunblaðsins. Ætlast er til þess að mynd- efnið sé fólk, böm eða full- orðnir. Skrifíð stuttan texta og lýsið því sem er að gerast á myndinni. Verður síðan ein mynd val- in til birtingar á sunnudög- um. Munið að merkja myndirnar með nafni og símanúmeri sendanda. Myndimar skulu sendar í lokuðu umslagi merkt Morgunblaðið, „Fólk í fréttum" Pósthólf 1555, 121 Reykjavík. Guðl aug Halldó oóttir rs Gíslason9 ?UOv*rður stað^m„Gau káSVg“f' Guðv Morgunblaðið/Sverrir Veitingahús Gaukur á Stöng fimm ára „Upphaflega hugmyndin var sú að opna stað þar sem menn þyrftu ekki að borga sig inn eða að standa í biðröð. Við héldum meira að segja að við þyrftum enga dyraverði! En það endaði þannig að menn löbbuðu inn og út með bjórkönnumar og glösin hreinlega gufuðu upp“ segir Guðvarður. „Þetta var ótrúlegt tímabil, við lá að pilsnerbirgðir framleiðandans þrytu“ bætir hann við. „Staðurinn er enn með svipuðu sniði, við höfum að vísu fengið bæði dyraverði og biðraðir og bráð- um fáum við alvöru bjór.“ —Hyggið þið á einhveijar breyt- ingar? „Á efri hæðinni er stemningin mun rólegri en niðri, þar er lifandi músík fimm daga vikunnar og þannig verður það. Við ætlum að hafa hér erlend og íslensk dagblöð, ölsölu og samlokur á efri hæðinni þegar bjórinn kemur. Fólk er þegar farið að panta borð á bjórdaginn 1. mars. Islendingar sem á annað borð vilja bjór em greinilega mjög bjórþyrstir" segir Guðlaug. Sérstök afmælisdagskrá verður fram til 24. nóvember og mun John Collins og hljómsveit og Bítlavina- félagið halda uppi ijörinu, en síðar- nefnda hljómsveitin varð einmitt til þegar þeir sungu Lennonsöngva á „Gauknum“. Hvarborða þeir í hádeginu? AHótel Borg hefur stór hópur manna hittst næstum daglega og snætt þar hádegisverð í mörg ár. Þetta eru menn úr ýmsum stéttum, stjórnmálaflokkum og starfsgreinum. Þama em þjóð- málin rædd af þeim hita sem við á hverju sinni og sumir halda þvi fram, væntanlega í spaugi, að ekki séu lausnir mála sem þar fást siðri en þær sem til verða í heitum pottum sundlauganna! En svo brá við einn daginn að hópurinn tvístraðist. Nú situr einn hópur að snæðingi á Lækjarbrekku, annar á Hressingarskálanum og hinn þriðji situr sem fastast á Borg- inni, eftir stutta fjarveru. í einum hópnum er ástæðan fyrir flutning- unum sögð vera ósamkomulag vegna hækkunar á verði, í öðrum er sagt að þörf fyrir tilbreytni hafi komið á daginn. Hver sem ástæðan er fyrir því að menn, sem sumir hveijir hafa snætt saman svo ára- tugum skiptir, sitja ei lengur sam- an, fullyrða þeir að ekki hafi slettst upp á vinskapinn og enginn sé í „fylu.“ Það var og ekki að heyra á neinum að menn væru óánægðir, hrósuðu menn þjónustunni á nýja staðnum. Þó var ekki laust við sakn- aðar- eða „nostalgíu“-tón“ hjá ein- um og einum er Hótel Borg bar á góma og einn brá fyrir sig grá- glettni þegar hann minntist „dauða borðsins“. I ann 19. nóvember 1983 var opnaður sá staður sem bylt- Á Lækjarbrekku var hópur manna sem blaðamaður hafði heyrt að væri „Borgara- flokksklíkan". Þegar gengið var á þá full- yrtu þeir að það væri rógburður, hinsvegar væru þeir allir fyrrverandi sjálfstæðismenn. Þar var slegið á létta strengi og viðurkennt að stjórnmál bæri þar oft á góma í hvaða mynd sem væri. Þarna var og staddur tengi- liður þeirra við þingið sjálft, Albert Guð- mundsson. Haukur Jacobsen spurði Albert að því hvort ekki væri rétt að hann væri í pólítík og þá svaraði Albert að bragði: „Ég veit það ekki, ég þarf að spyija Steingrím að því“. Vakti það svar mikla kátínu meðal viðstaddra. Frá vinstri á myndinni eru: Haukur Óskarsson, Grund á Langanesi, Grétar Bergmann, fasteignasali, Albert Guðmundsson, þingmaður, Haukur Jacobs- en, kaupmaður, Ólafur Örn Pétursson, fast- eignasali, og Helgi Jónsson, hótelstjóri. Morgunblaðið/Sverrir ingu olli í veitingahúsalífí Reykjavíkurborgar. íslensk krá- armenning varð til. Fljótlega varð þetta einn af þeim stöðum þar sem „bissnessmennimir" snæða í hádeginu, elskunni boðið í mat á kvöldin og fram eftir nóttu situr unga fólkið og nýtur kráarmenningar. Guðvarður Gíslason og eiginkona hans Guð- laug Halldórsdóttir hafa rekið „Gaukinn" síðastliðin þrjú ár og hafa þau verið meðeigendur allt frá því að staðurinn tók til starfa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.