Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988 33 hafa verið höggvin í fámennan hóp, er seint verða fyllt og skilja okkur eftir með hryggð í huga sem góðar minningar munu verða yfirsterkari þegar frá líður. Húsvörðinn okkar við skólann, Jón Þorsteinsson, mik- ils metinn og fjölhæfan mann, misstum við yfir móðuna miklu í haust. Blessuð sé minning hans. Nú hefur þessi yndislega stúlka verið hrifin burt frá okkur, aðeins níu ára gömul, horfin á vit eilífðar- innar. Við trúum því að hennar bíði ný og mikilvæg verkefni, sem hún mun sinna af þeim dugnaði og skyldurækni er henni var lagið og við fengum svo vel að kynnast. Verkefni sem enginn gæti leyst betur en hún með sínu glaðværa viðmóti og jákvæða hugarfari. Orð mega sín lítils á sorgarstund- um sem þessum. Mig langar þó að færa fram innilegar þakkir frá okk- ur, sem við skólann störfum, fyrir þátt þessarar fjörmiklu hnátu í að gera skólalífið jákvætt og gefandi, þakkir fyrir að hafa fengið að verða henni samferða um lífið í þessi fáu ár. Minningin um glaðvært andlit og geislandi bros Rakelar Pálma- dóttur mun lýsa okkur og fýlgja um ókomin ár. Mínar dýpstu samúðarkveðjur sendi ég foreldrum hennar, systkin- um og aðstandendum öllum og óska þess eins að þeim muni veitast styrkur til að standast þessa miklu raun. Svandís Ingimundar, sk.stj. • • MOTT ÁFERÐ með Kópal Dýrótóni Veldu Kópal með gljáa við hæfi. LITGREINING IVIEÐ CROSFIELD ER LYKILLINN AÐ VANDAÐRI LITPRENTUN MYNDAMÓT HF Jóhanna V. Helga- dóttír - Hilmar Magn- ússon — Kveðjuorð Fædd 7. júlí 1912 Dáin20.júlí 1983 Fæddur 28. september 1942 Dáinn 18. september 1988 Okkur setti hljóð þegar sú fregn barst að frændi okkar og vinur, Hilmar Magnússon, væri dáinn. Við minnumst Hilmars sem glað- værs og skemmtilegs frænda þar sem allir voru hlæjandi í kringum hann. Hann var nefnilega svo laginn að sjá skoplegu hliðarnar á öllum hlutum. Hilmar hafði mikið dálæti á bílum, alltaf á nýjum þegar hann kom í heimsókn til foreldra okkar. Ef nýr bíll var í innkeyrslunni viss- um við að Himmi var í heimsókn. Hilmar þurfti alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni, fékk sér t.d. vélsleða þegar þeir voru hvað vinsælastir. í sumar lét hann gamlan draum ræt: ast og keypti sér mótorhjól sem hann ætlaði á hringinn í kringum landið. Hilmar kvæntist eftirlifandi eig- inkonu sinni, Guðbjörgu Kristjáns- dóttur, þann 9. janúar 1960 og eignuðust þau þijú börn: Kristján, Jóhönnu og Heru. Elsku Gugga, börn, barnabörn, mamma og Sævar. Þið hafið misst mikið en minningin um góðan dreng deyr aldrei. Einnig langar okkur að minnast ömmu okkar, Jóhönnu Helgadóttur, sem var okkur svo kær. Þær voru ófáar ferðirnar sem farnar voru til ömmu á Háaleitis- brautina. Alltaf var farið til ömmu hvert svo sem erindið var til Reykjavíkur. Ekkert fannst ömmu skemmtilegra en þegar henni var boðið í bíó og mikið var hún glöð þegar einhver heimsótti hana í vinn- una og keyrði hana heim. Við gleymum aldrei þeim stundum þeg- ar amma kom í heimsókn í Stíghús á Eyrarbakka. Þá var nú glatt á hjalla og amma var hrókur alls fagnaðar. Bestu vinir hennar voru bömin hennar, móðir okkar Fann- ey, Sævar og Hilmar. Allt snerist um það hjá þeim að mamma þeirra hefði það sem allra best. Amma var hjá foreldrum okkar síðustu ævi- daga sína þar sem móðir okkar hjúkraði henni af mikilli natni. Við Ármúla 29 sími 38640 Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Armstrong LOFTAPLÖTUR Kork*o*Plast gólfflísar ABBAPLAST EINANGRUN FESTINGARJÁRN FYRIR BURÐARVIRKI PAG sólbekkir ICELANDIC CONCRETE ASSOCIATION STEIIMSTEYPUFÉLAG ÍSLANDS RÁÐSTEFNA UM NÝJA STEYPU- OG SEMENTSSTAÐLA 25. nóvember 1988 * Kl. 13.00-17.00 Hótel Sögu, Ráðstefnusal - A. Steinsteypufélag íslands gengst fyrir ráðstefnu um nýjan Evrópustaðal að Hótel Sögu - Ráðstefnusal "A" þann 25. nóvember n.k. Þátttökugjald er kr. 2.500 fyrir skuldlausa félagsmenn en kr. 3.000 fyrir aðra. í þátttökugjaldi er innifalið eintak af CEN staðlinum ENV-206 (ensk útgáfa) og veitingar á ráðstefnunni. Þeim sem vilja kynna sér staðalinn fyrir ráðstefnuna er ráðlagt að nálgast strax eintak af honum og greiða um leið þátttökugjald á ráðstefnunni á skrifstofu félagsins Nýbýlavegi 22 {Teiknistofan Nýbýli -gengið inn frá Dalbrekku) milli kl. 13.00 og 15.00 daglega. Annars skal tilkynna þátttöku milli kl. 13.00 og 15.00 í síma 40098. Fyrirlesarar: Hákon Ólafsson, verkfræðingur, Rb. Dr. Þorsteinn Helgason, verkfræöingur, Háskóla Islands. Níels Indriðason, verkfræðingur, V.S.T. Helgi Bjarnason, verkfræðingur, Landsvirkjun. Einar Einarsson, verkfræöingur, B.M. Vallá. Bragi Ingólfsson, efnaverklræðingur, Sementsverksmiðju ríkisins. vitum að hún gaf sig alla til að amma hefði það sem best. Þó mamma sæi að mestu leyti um ömmu síðustu ævidaga hennar þá voru Sævar og Hilmar aldrei langt undan. Amma var jarðsett í kirkjugarðinum á Selfossi í júlí 1983. Blessuð sé minning þeirra. Jóhanna, Gulla, Maggi og Birgitta. Okkur systkinin langar í örfáum orðum að minnast móður okkar, Jóhönnu Helgadóttur, og bróður okkar, Hilmars Magnússonar. Það voru ógleymanlegir tímar sem við nutum þess að vera saman. Við bundumst sterkum ogóijúfanlegum böndum þegar faðir okkar, Magnús Kjartansson, kyndari á togaranum Baldri, lést árið 1943. Það var mik- ill missir. En móðir okkar var sterk- ur persónuleiki eins og Hilmar. En minningin um þau lifir lengi svo hugljúf er hún. Elsku Guðbjörg, böm og barna- börn, megi guð veita ykkur styrk í sorg ykkar. Þú ljós sem ávalt lýsa vildir mér þú logar enn. I gegnum bárur, brim og voðasker nú birtir senn. Og ég fmn aftur andans fógru dyr og engla þá. Sem bam ég þekkti fyrr. -' (J.H. Newman - Matth. Jochumsson) Blessuð sé minning þeirra. Fanney og Sævar 0 SINFÓNÍUHUÓMSVEIT ÍSLANDS TÓNLEIKAR UTAN ÁSKRIFTAR í Háskólabíói fimmtudaginn 24. nóv. kl. 20.30 LÉTTTÓIMLIST ÚR ÞEKKTUM SÖNGLEIKJUM Bernstein:...CANDIDE Bernstein:...Sinfónískir dansar úr „WEST SIDE STORY'4 Lloyd-Webber:...ÚR „CATS“ Gershwin:...Úr „PORGY AND BESS“ EINSÖNGVARAR: Priscilla Baskerville LOFTON Michael Lofton STJÓRNANDI: Murry Sidlin Aðgöngumiðasala í Gimli við Lækjargötu frá kl. 9-17, sími 622255.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.