Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988 Ljósmynd/Grímur Bjarnason ÓLYMPIA OG HOFFMANN íburðarmiklir búningar söngfólksins í Ævintýrum Hoffmanns gefa þessari uppfærslu vissulega þann ævintýralega Ijóma, sem til er ætlast. Brúðan Ólympia (Sigrún Hjálmtýsdóttir) baðar sig í aðdáun Hoffmanns (Garðars Cortes). MILUÓNAÆVINTÝRI eftir Agnesi Bragodóttur BRÚÐAN OLYMPIA, vélknúin uppfinning furðufuglsins Spalanzanis, í Ævintýrum Hoff- manns, átti að verða hönnuði sínum mikil tekju- lind, en vonir Spalanzanis verða að engu í lok 1. þáttar, þegar Coppélius nær henni og eyðileggur. Óskandi er að Þjóðleik- húsið verði ekki jafnsvikið af uppfærslu sinni á Hoff- mann og Spalanzani varð af uppfinningu sinni. Um fátt hefur verið meira rætt í leikhúsheiminum undan- farnar vikur, en þessa upp- færslu Þjóðleikhúsins og íslensku óperunnar á Æv- intýrum Hoffmanns, eftir Jacques Offenbach. Nú liggur fyrir að Þjóðleikhúsið og íslenska óperan hafa unnið listrænan sigur: aðsókn að Hoff- mann hefur verið geysilega góð og undir- tektir eftir því, jafnframt því sem PARRUKIN Þjóðleikhússtjóri segir að hárkoll- urnar fínu sem keyptar voru fyrir sýninguna muni nýtast Þjóðleik- húsinu í áratugi. uppfærslan hefur yflrleitt hlotið jákvæða dóma. Flest bendir hins vegar til þess að stofnkostnað- ur við þessa uppfærslu sé slíkur, að tekjur þær sem Þjóðleikhúsið fær inn hvert sýningarkvöld, geri ekki meira en standa undir kvöldinu, ef þær þá ná því, en ekki greiða nið- ur stofnkostnaðinn. Sam- kvæmt upplýsingum mínum innan úr Þjóðleik- húsi og íslensku óperunni er stofnkostnaðurinn kom- inn yfir 30 milljónir króna. Gísli Alfreðsson þjóðleik- hússtjóri segir stofnkostn- aðinn ekki vera svo háan, en kveðst á þessu stigi ekki geta upplýst hver hann er. Hér á eftir verður reynt að skyggnast að tjaldabaki í uppfærslu Þjóðleikhússins á Ævintýrum Hoffmanns í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Morgunblaðið/Rax

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.