Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988 Umdeildur fagmaður ÁSMUNDUR Stefánsson er umdeildur maður, en hann er fagmaður sem leggur mikla vinnu í það sem hann tekur sér fyrir hendur og trúir á það sem hann er að gera. Hann hefur ákveðnar skoð- anir og er fylginn sér, og er ekki hræddur við að berjast fyrir þeim, en þær skoðanir eru ekki alltaf allra og því fer málflutningur hans stundum illa í menn. Þessi svipmynd kom í ljós þegar rætt var við nokkra samferðamenn Ásmundar, sem nú er að enda sitt annað kjörtímabil sem forseti ASÍ. Þess er nú beðið að hann segi af eða á um hvort hann gefi kost á sér áfram. Asmundur Stefánsson var kjörinn forseti Alþýðusam- bandsins árið 1980 en hann hafði áður starfað þar sem hagfræðing- ur. Öllum ber saman um að Ás- mundur hafi lagt á sig gífurlega vinnu þau ár sem hann hefur ver- ið forseti ASÍ. „Hann er ósér- hiífínn og ekki mikið fyrir að koma vinnu yfír á aðra. Hann er ekki aðeins prýðilega menntaður held- ur prýðilega vel greindur, og setur sig mjög vel inn í mál og hefur býsna alhliða þekkingu," sagði Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar og mið- stjórnarmaður í ASÍ. „Á þessum FYLGINN SÉR Ásmundur Stef- ánsson hefur ákveðnar skoð- anir og þykir fylginn sér tíma hefur starf og stefna ASÍ færst mun meira í þá átt, sem mér finnst eiga við í nútímaþjóðfélagi, að byggja á hagfræðilegum stað- reyndum, og afneita ekki því sem kom með réttum hætti frá mótað- ila, gagnstætt því sem löngum var þegar menn mátu þetta með þum- alfíngrinum og settu markið oft býsna hátt í kröfugerð. Það varð svo eftir þoli hver niðurstaðan var og ekki litið til þess hvaða áhrif það kynni að hafa á efnahagslífíð að öðru leyti,“ sagði Bjöm Þór- hallsson varaforseti ASI. Til þess hefur verið tekið hvað Ásmundur'hefur átt gott samstarf við framkvæmdasljóra Vinnuveit- endasambands íslands, sérstak- lega Þorstein Pálsson og Magnús Gunnarsson. „Það sem mér þótti og þykir enn um Ásmund er það, að það er hægt að treysta honum. Hann heldur trúnað og það er afar mikils virði. Hann er hins vegar mjög harðdrægur mótheiji og hlífír sér í engu sem slíkur. En það eru kostir -sem eru orðnir býsna fágætir í okkar þjóðfélagi, SVIPMYND eftir Guömund Sv. Hermannsson að geta átt trúnað annarra manna, og það manna sem ekki era með sömu stjóm- sagði Þorsteinn málaskoðun," Pálsson. Febrúarsamningamir árið 1986, „þjóðarsáttin", og desemb- ersamningamir sama ár, era oft nefndir sem dæmi um árang- ursríka kjarasamninga sem Ás- mundur og samstarfsmenn hans stóðu fýrir af hálfu ASÍ. Svavar Gestsson menntamálaráðherra sagði til dæmis að Ásmundur væri jafnaðarmaður í gegn í þeim skilningi að hann vildi ganga mjög langt í jöfnun lífskjara og hefði sýnt það, í samningunum haustið 1986, þegar að lægstu taxtamir hækkuðu um 30-35%. Pólitískur ferill Ásmundar er hins vegar þymum stráður. Hann fór í framboð fyrir Alþýðubanda- lagið árið 1987, en náði ekki inn á þing, og kunnugir segja að það hafí verið Ásmundi talsvert áfall. Náinn samstarfsmaður Ásmundar hjá ASÍ segir að Ásmundur hafí átt erfítt uppdráttar vegna síend- urtekinna árása á hann af ein- staklingum utan og innan verka- lýðshreyfingamar vegna kjara- samninganna árið áður, sem hafi verið og séu enn rangtúlkaðir. Hann viðurkennir þó, að þótt Ás- mundur sé góður fagmaður sé hann ekki góður pólitíkus. Ásmundur hefur oftar lent und- ir innan Alþýðubandalagsins, m.a. beitti hann sér mjög gegn því að flokkurinn færi í ríkisstjórnina í haust. „Ásmundur Stefánsson er kjarkmaður og mjög hreinskiptinn í pólitískum samskiptum, og segir hlutina alltaf eins og honum fínnst að þeir séu, jafnvel þó að hann viti að þeir kunni að vera afar óþægilegir fyrir viðmælandann og er hreinn og beinn,“ sagði Svavar Gestsson sem ekki hefur alltaf verið samstíga Ásmundi í skoðun- um á stefnu flokksins. Menn era heldur ekki á einu máli um stöðu Ásmundar í Al- þýðusambandinu. „Mér virðist að á seinni áram hafi hann orðið ein- strengingslegri og leggi meira kapp á að koma sínum skoðunum fram og fylgja þeim eftir, og þoli þá illa mótlæti og mótbyr, og leggi jafnvel fæð á þá sem ekki sjá hlut- ina eins og hann ,“ sagði Guð- mundur J. Guðmundsson. Mb. Öm IS 18 að veiðum í ísafjarðardjúpi á föstudag. Afli hans á þessum fyrsta degi var rúm 4 tonn. ísafjarðardjúp: Góð rækjuveiði fyrsta daginn ísafirði. RÆKJUVEIÐIN í ísafjarðar- djúpi fór vel af stað, þá loksins að skilyrði vom orðin þannig að fiskifræðingar töldu óhætt að hefja veiðar. Þijátíu og fjórir bátar hafa leyfi til veiða í ísafjarðardjúpi í vetur og taldi Guðmundur Skúli Bragason forstöðumaður útibús Hafrann- sóknastofnunar að flestir þeirra hefðu róið á föstudag. Hann sagði að til bráðabirgða væri leyft að veiða 1.000 tonn á vetrarvertíðinni, en í febrúar yrði sú ákvörðun endur- skoðuð eftir reynslu vetrarins. Nú er talin sérstök ástæða til að fylgj- ast vel með veiðunum, því að rækj- an frá í fyrra fínnst nú í mjög mikl- um mæli. Ef tekst að sneiða hjá þessari rækju, má vænta mikillar aukningar rækjuveiða í ísafjarðar- djúpi á næstu tveimur vertíðum. Leyfílegur vikuafli á bát era fjór- ar lestir en svo mikill var aflinn á fyrsta degi að mb. Öm, skipstjóri Torfí Björnsson, aflaði rúmra fjög- urra lesta. - Úlfar Bankar lækka nafii- vexti á morgun TÓMAS Áraason seðlabankastjóri segir að verðbólgan sé nú 6% og hafi Seðlabankinn lagt á það áherslu við viðskiptabankana að vextir lækkuðu til samræmis við hjöðnun verðbólgunnar og það verðbólgu- stig. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sagði á flokksþingi firamsóknarmanna, að hann treysti þvi að bæði nafii- og raunvextir lækki eftir helgina. „Landsbankinn mun lækka vexti á mánudag en sú lækkun verður kannski minni en efiii standa til,“ sagði Sverrir Hermannsson í samtali við Morgunblaðið. Tryggvi Pálsson, banka- stjóri Verslunarbankans, segir að vextir bankans muni lækka lítillega á mánudag, þar verði ekki um stórfellda breytingu að ræða. Sverrir Hermannsson sagði að í Landsbankanum yrði enn önnur vaxtaákvörðun tekin fyrir næstu mánaðamót. Hann sagði að þótt verðbólgan nálgaðist nú botninn væru bankamenn mjög á varðbergi og því væru vextimir of háir miðað við stöðu verðlagsmála nú. „Maður óttast að allt losni úr viðjum innan skamms og það sem öllu ræður um tregðu banka til að lækka vexti er nauðsyn þess að geta boðið háa ávöxtun sparifjár áfram. Menn ótt- ast sprengingar á nýjan leik og við sjáum enga tilburði við að hamla gegn því, nú eru menn ekki að tala úm gríðarlegt gengisfall. Hvað hefur fylgt gengisfalli á íslandi, annað en óðaverðbólga? Það er nýtt fyrir- brigði ef menn ráða við afleiðingar og áhrif gengisfalls," sagði Sverrir Hermannsson. Hann vildi ekki tjá sig sérstaklega um tilvitnuð um- mæli Tomasar. Tryggvi Pálsson sagði hins vegar um þau að miklar sviptingar hefðu orðið í verðhækkunum á þessu ári. „Þess er skemmst að minnast að í júnímánuði mældist verðbólgan 80%. Þá voru raunvextir verulega nei- kvæðir. í nóvember mun verðbólgan mælast um 1% og raunvextir því verða jákvæðir." Ólafi Ragnari var ekki boðið! STEINGRÍMUR Hermannsson, forsætisráðherra, segist blása á þá gagnrýni sem hefúr komið fram á hann, vegna yfirlýsingar hans þess efiiis að íslendingar hefðu aldréi verið nær þjóðar- gjaldþroti en nú. Hann telur gagnrýnina fáránlega. Þjóðar- gjaldþrot Steingríms hefiu- rétt einu sinni gert yfirlýsingagleði forsætisráðherrans að helsta umtalsefiii fólks. Forsætisráðherra segir það fár- ánlegt að halda því fram að þessi orð hans hafí skaðleg áhrif á lánstraust íslendinga erlendis. „Lánveitendum okkar erlendis er áreiðanlega mjög vel ljóst hvernig staðan er. Ég hef orðið var við það,“ segir Steingrimur. Forsætisráðherra vílar ekki fyrir sér að snúa vöm í sókn í þessu máli og beinir spjótum sínum gegn seðlabankamönnum. Hann segir að það þurfi að kanna það hvaða starfsmenn Seðlabankans hafí þýtt orð hans yfír á erlendar tungur og sent í upplýsingaskyni til erlendra lánadrottna. Það komi vissulega til álita að skipta um seðlabankastjóra um leið og skipt væri um ríkisstjóm- ir. „Vitanlega er kjami málsins sá, að við föram ekkert í þjóðargjald- þrot, af því að við ætlum ekki að Steingrímur Hermannsson Jóhanna Sigurðardóttir Lára V. Júlíusdóttir mm DAGBÓKk stiórnmAl eftir Agnesi Bragadóttur láta gjaldeyristekjur okkar stöðv- ast,“ segir forsætisráðherra, „við munum ganga mjög langt til að koma í veg fyrir það.“ Geir H. Haarde alþingismaður hefur lagt fram fyrirspum til við- skiptaráðherra, í tilefni af yfírlýs- ingu forsætisráðherra. Spyr hann hvort viðskiptaráðherra hyggist láta kanna hvaða áhrif yfírlýsingar forsætisráðherra hafí á lánstraust íslands erlendis. Því er viðbúið að enn eigi mörg orð eftir að falla um þjóðargjaldþrotið. Kratar telja að túlkun Guðmund- ar J. Guðmundssonar á orðum Ólafs Ragnars Grímssonar og Jóns Bald- vins Hannibalssonar á trúnaðar- mannafundi Dagsbrúnar um fyrir- hugaðan samruna A-flokkanna sé fjarri öllum sanni. Vissulega geti slíkt verið möguleiki í framtíðinni, Ólafur Ragnar Grímsson en ekki í náinni framtíð, að sögn krata. Grínast þeir með þá stað- reynd að Steingrímur og Jón Bald- viri buðu hvor öðrum að ávarpa flokksþing sín, en Jón Sigurðsson hafí sagt við Ólaf Ragnar þegar Steingrími var boðið: „Þér er ekki boðið.“ Jóhanna Sigurðardóttir vara- formaður Alþýðuflokksins hætti eins og kunnugt er við að hætta varaformennsku og var endurkjörin í gær. Henni til halds og trausts var Lára V. Júlíusdóttir kjörin rit- ari flokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.