Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ VEROLD/HLAÐVARPINN SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 27 Ogríkið til andskotans Sauðfjárbændur á aðal fundi sínum á Flúðum nú í haust voru ekki allskostar ánægðir með landsfeðurna og embættismenn sína. Þórólfúr Sveinsson mætti á fúndinn í forfölium formanns Stéttarsambands bænda. Hann sagði meðal annars í ávarpi að fækkun sauðfjárbænda væri óum- flýjanleg. „Hins vegar mega bændur ekki missa vonina, þá er andskoti lítið eftir,“ sagði Þórólf- ur. Bragi Gunnlaugsson frá Setbergi sagði vonina heldur létta í maga og varla nokkur bóndi á hana setj- andi. Hann beindi nokkrum spurn- ingum til Þórólfs varðandi sauðfjár- búskapinn og sláturhúsamál. Taldi hann að allt varðandi sauðfjárbú- skap væri á niðurleið þannig að eft- ir úreldingu bændanna væri ekki þörf á að úrelda neitt þeim tengt. í lokin sagði Bragi: „í dreifbýlinu eru allir að fara á hreppinn, hreppurinn á sýsluna, sýslan á ríkið og ríkið til andskotans." Það var föstudaginn 26. ágúst að Landssamtök sauðfjárbænda héldu aðalfund sinn á Flúðum í Hruna- mannahreppi. Þar fluttu menn tillög- ur og fjölluðu um vanda búgreinar- innar sem allir voru sammála um að væri ærinn. Voru margir nokkuð svartsýnir á að framtíðin bæri gott í skauti sér. Meðal fundarmanna voru þingmenn úr kjördæminu. Ein- um þeirra, Guðna Agústssyni, þótti undrun sæta hversu svartnættið væri mikið í málflutningi manna á fundinum: I fundargerð aðalfundar- ins er þessa getið svo og viðbragða fundarmanna: „Lambakjöt er alltaf best, veislur með kjúklinga eru liðin tíð,“ sagði Guðni með sínum alkunna áhersluþunga í röddinni. „Það þarf að ræða framtíðina því allt er að vinna.“ Taldi hann algengast að fólk borðaði í eldhúsunum heima hjá sér ekki á veitingahúsum. Hann átaldi menn fyrir að kenna SÍS um ófarir sínar og bað fundarmenn að fara ekki með barlóm af fundinum. Ekki voru fundarmenn ánægðir með ádrepu Guðna, fannst full mik- il bjartsýni koma fram í máli hans. Eysteinn Sigurðsson Amarvatni sagði bjartsýni góða en raunsæi þyrfti að ráða ríkjum. Hjörleifur Sig- urðarson Grænavatni lét í ljós trú- leysi sitt, meðfætt, en sagðist hafa gaman af prestum. Guðni Agústss- son hefði talað eins og vakninga- prestur um vonina og trúna. Sagði hann forkastanlegt að Guðni hefði svo gjörsamlega tapað áttum eftir aðeins eitt ár á þingi. Sigurður Jónsson S-Fjarðarnesi sagði að ekki væri von að vel gengi í landbúnaðarmálum þegar alþingis- menn væru svo jarðsambandslausir sem raun bæri vitni. Einn maður tók upp hanskann fyrir Guðna og bjartsýnina. Það var Páll Siguijónsson Galtalæk sem taldi að menn hefðu gott af að vera bjart- sýnir eins og Guðni. Þórólfur Sveinsson ráðlagði Guðna að skreppa norður á Strandir' og ræða þar við fólkið sem unnið hefur í smáu sláturhúsunum og segja því að sleppa allri smámuna- semi. Seinni fundardaginn héldu sauð- fjárbændur áfram að reka hornin í Guðna alþingismann. Þá tók til máls í umræðunni um nefndarálit, Bragi Gunnlaugsson Setbergi sem kvaðst hafa hlaupið undan nefndarstörfum þá um morguninn til að fara í ferð um sunnlenskt sældarhérað, svokall- að Guðnaríki, og þætti engum mikið þó þingmaðurinn hefði í ræðu sinni lofað og prísað allt og alla: „En hann hefur sennilega aldrei komið út af Suðurlandi," sagði Bragi. I lok fundarins var enn hnykkt á samlíkingu ákveðinna ræðumanna við vakningapresta. A fundinum var einn prestur en þeir sem fengu líkinguna voru Guðni alþingismaður og Þórólfur Sveinsson. Fundargerð aðalfundarins lýkur með þessari vísu: Hópinn prýða prestar þrír, prútt er liðið talið. Meðhjálpari skratti skýr, skoðið mannavalið. Ofriður um Heiðu IiEIÐA er eitt helsta stolt Svisslendinga en nú eru Austurríkismenn að næla sér í hana. Douglas-bræðurnir, Michael og Joel, synir Kirks, eru að framleiða nýja kvikmynd um söguhetjuna Heiðu sem svissneska skáldkonan Jóhanna Spyri skapaði fyrir 108 árum. Þeir ákváðu að taka útisenur myndarinnar í Schladming í Steiermark í Austurriki frekar en í Sviss til að halda kostnaði í lágmarki og af því að Aust- urrikismenn voru svo klókir að hafa samband við þá að fyrra bragði. Svisslendingar eru svekktir en hugga sig við að myndin fjallar alls ekki um gömlu góðu Heiðu, eins og við þekkjum hana, heldur ein- hveija unga stúlku sem fer meðal annars á heimavistarskóla í Italíu! * Ifyrstu setningu bókarinnar um Heiðu kemur fram að hún er á leið upp fjöllin fyrir ofan Mayen- feld. Þorpið er í kantónunni Grau- biinden í austurhluta Sviss, skammt fyrir sunnan Liechtenstein. Litla furstadæmið leyfír Svisslendingum svo sum ekki heldur að eiga Heiðu í friði. Það hreykir sér af „Heiðu- landslagi" í kynningarbæklingum svo að sumir ruglast og halda að Heiða sé þaðan. En það er hún sannarlega ekki. Hún er sko svissn- esk í húð og hár. Spyri ólst upp í smábænum Hirz- el skammt fyrir utan Ziirich. Hún sótti menntun til borgarinnar og settist þar að þegar húrí gifti sig. Skáldkönan var komin yfír fimm- tugt þegar hún skrifaði bókina um Heiðu. Hún valdi henni stað á svæði sem hún þekkti vel í heimalandi sínu. Sagan um litla munaðarleysingj- ann sem fer til einsetumannsins í flöllunum og kynnist Pétri og geit- unum hans náði hylli strax og hún kom út. Bókin hefur verið þýdd á 14 tungumál. Kvikmyndin í Aust- urríki er áttunda myndin sem er gerð um söguhetjuna. Japanir gerðu teiknimynd 1977 og þýsku- mælandi sjónvarpsstöðvar gerðu 26 þátta sjónvarpsröð um hana 1979. Þeir voru teknir í St. Moritz í aust- urhluta Sviss. Shirley Temple lék Heiðu 1937 í fyrstu kvikmyndinni um hana. Sú var tekin í upptökusal í Hollywood og ber það með sér. Svisslendingar gerðu tvær myndir um hana á sjötta áratugnum. Landsniönnum þykir sú frá 1952, sem var tekin fyrir ofan Mayenfeld, hin eina sanna rétta. Þjóðveijar gerðu tvær á sjöunda áratugnum, eina í samstarfi við Austurríkis- menn og aðra við Bandaríkjamenn, en hér fer ekki hátt um þær. Hin 14 ára, breska leikkona Juli- et Caton fer með hlutverk Heiðu í Schladming. Hún lék engil í mynd Scorceses „The Last Temptation Of Jesus Christ". Jan Rubes leikur afa en Charlie Sheen, sem er 23ja ára, fer með hlutverk Geita-Péturs. Sheen hafði hetjuhlutverk í mynd- inni „Platoon" og lék á móti Mich- ael Douglas í „Wall Street". Hann segist vera eins og stóri bróðir Heiðu í myndinni. „Þegar hún lend- ir í vandræðum birtist ég og bjarga henni - Rambó kynnist Heiðu.“ Hin nýja Heiðumynd hljómar eins og sönn amerísk ævintýra- og has- armynd. Hana á að frumsýna í Cannes næsta vor. Austurríkismenn hugsa sér gott til glóðarinnar. Þeir Ijárfestu smávegis í henni og segja að auglýsingagildi hennar verði ómetanlegt. Þeir ætla að bjóða upp á „Heiðu-ferðir“ frá Sviss, af öllum stöðum, til Steiermark í sumar! Afborgunar verð: áður kr. 30.550.- nú kr. 27.300.- Stgr. kr. 25» FR240: 240 litra kæliskápur 16 lítra einnar stjömu frystir. Frystigeta —12° C. • Hitastigsstillir. • Afþýðing með einum hnappi. • Grænmetís- og ávaxtaskúffur. • Hægt að velja um vinstri eða hægrihandar opnun á hurö. • Mál: breidd x hæð x dýpt: 55x120x61 iS> Heimilistæki hf Opið, laugardag: Kringlan Sætún kl. 10-16 kl 10-13 Sætúni 8 SÍMI: 69 15 15 Hafnarstræti 3 SÍMI: 69 15 25 Kringlunni SÍMI. 6915 20 í SQMUKgUÍK, PHILCO kæliskápar VERÐSTðÐVUN Afborgunar verð: áðurkr. 42.705.- nú kr. 37.850.- Stgr. kr. 35*5° FR320 Kæli- og frystiskápur 330 litra. 55 litra 3ja stjömu frystir. Frystigeta -24° C (3,5 kg. á 24 klst) • Hitastigsstillir. • Sjátfvirk afþýðing. • Færan- legur eggjabakki. • Tvær grænmetis- og ávaxtaskúffur. • Hægt að velja á milli vinstri eða hægri handar opnunar á hurð. • Mál: breidd x hæð x dýpt 60 x 157 x61

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.