Morgunblaðið - 13.04.1989, Page 2

Morgunblaðið - 13.04.1989, Page 2
ocot .ira<w> rt srimíirtnTwiMPi oh?a.i.; MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. APRIL 1989 Morgunblaðið/Sigurgeir. „ Gellupeyjar “ í Eyjum „Gellupeyjamir" í Vestmannaeyjum hafa veríð iðnir við kolann að undanfömu. Þeir eyða tíma sinum eftir skólann við að gfella og kinna dag eflir dag og um allar helgar. Að loknu dagsverkinu er svo gengið hús úr húsi f Eyjum og góðmetið boðið til sölu. Hinir stærrí og dugmeiri leggja hinsvegar sitt dagsverk inn hjá fiskverkendum. Þetta einkaframtak „Gellupeyjanna" gefiir vel af sér í aðra hönd og vist er að ekki skortir þá vasapening. Á myndinni má sjá þá Stefán Magnússon, Kristmann Ómarsson, Björa Friðriks- son, Stefán Pálsson og Birgi Þór Leifsson. Vodkastríð í Bandaríkjunum: Lögbann á auglýs- ingu um ICY vodka Héraðsdómari í New York fylki hefur sett lögbann á eina auglýs- ingu um ICY vodka sem dreif- ingaraðilar þess í Bandaríkjun- um hafa látið gera. Greint er frá þessu í Evrópuútgáfu Wall Street Jouraal f gærdag. Það voru inn- flytjendur á hinu sænska Absol- ute vodka sem kærðu auglýsing- una vegna þess að í henni var sagt að ICY væri „absolute improvement" á markaðinum. Orðin mætti þýða sem „tvimæla- lausa framför". Orri Vigfússon framkvæmda- stjóri og einn aðaleigandi Sprota hf. sem framleiðir ICY segir að markaðssókn þeirra á Bandarílqa- markaði hafi tekist með miklum ágætum og sé lögbannið fyrsta svar hinna stóru á markaðinum við henni. „Það má segja að þarna sé auglysingastríð í uppgangi en þessi auglýsing er aðeins ein af mörgum sem við höfum látið gera.“ Hann frétti af lögbanninu fyrr í vikunni en hefur ekki fengið nánari fregnir af því. í Wall Street Joumal segir að orðaleikur ICY-manna sé ekki það eina sem farið hafí í taugamar á innflytjendum Absolute vodkans. í auglýsingunni sé ICY flaskan sýnd á blá/svörtum bakgmnni sem verið hefur þema Absolute auglýs- inganna frá árinu 1981. Það er fyrirtækið Brown-Forman Inc. sem annast dreifingu á ICY vodka í Bandaríkjunum og auglýsir það. Wall Street Joumal spyr Jack Kennard aðstoðarforstjóra Brown- Forman afhverju öll þessi læti séu vegna auglýsingainnar. Hann svar- ar: „Við erum nú komnir á fullan skrið í vodkastríð." Guðrún Helgadóttir um húsnæðisvanda Alþingis: Hef ekkert við borg- arstjórann að ræða „ÉG vil minna borgarráð á að engum á þeim bæ datt í hug að ræða við alþingismenn þegar þeir höfðu verulegar áhyggjur af þvi að ráðhús Reykjavíkur var sett niður svo til á byggingaríóð Alþingis. Ég held þvi að ég hafi ekkert um að ræða við borgar- stjórann i Reykjavfk um hús- næðisvanda Alþingis, en þann vanda munum við leysa sjálf,“ sagði Guðrún Helgadóttir forseti sameinaðs Alþingis, þegar hún var innt álits á tillögu borgar- ráðs, þar sem lýst er áhyggjum vegna hugsanlegra yfirtöku Al- þingis á Hótel Borg, og óskað eftir viðræðum við Alþingi um hvort ekki megi finna leiðir tii að leysa húsnæðis vanda þess með öðrum hætti. „Ég get út af fyrir sig verið sam- mála borgarráði um að það er sorg- legt að Hótei Borg skuli ekki geta starfað, en sannleikurinn er einfald- lega sá að Hótel Borg gengur ekki lengur sem hótel. Ég tel að húsið fullnægi engan veginn þeim kröfum sem gerðar eru til nútíma hótel- reksturs, enda fór hótelið í gjald- þrot, og ég held að við getum á engan hátt breytt því. Því fer þann- ig fjarri að við séum að taka Hótel Borg úr blómlegum rekstri, en ég get hins vegar vel skilið það fólk sem á ljúfar minningar um Hótel Borg þegar það var upp á sitt besta, en ég held að þeir dagar séu einfaldlega liðnir. Þá er það ekki alveg rétt hjá borgarstjóranum að ekki verði hótel í miðbænum, og vil ég þar minna á Hótel Holt og Hótel Sögu, sem er í nágrenni miðbæjarins, auk þess sem til stendur að Eimskipafélagið byggi stórt hótel í miðbænum ef ég man rétt, þannig að ég tel að þetta sjónarmið sé ekkert við að vera. Ef borgarráð vill hins vegar hlusta á mínar ráðleggingar, þá vil ég benda á að kannski væri ráð að bjarga viðskiptalífinu í miðbænum við, þvi ef það væri í lagi, þá væri miðbærinn ekki kominn eins og hann er nú. Við höfum öll sameigin- legar áhyggjur af lífinu í mið- bænum, en Hótel Borg bjargar því ekki til eða frá,“ sagði Guðrún Helgadóttir. Sálfræðingar; Máli vísað til Félagfsdóms SÁLFRÆÐINGAFÉLAG íslands hefiir leitað til Félagsdóms til að fá úr því skoríð hvort fræðslu- stjórum berí samkvæmt lögum að senya um launakjör þeirra sál- fræðinga sem starfa hjá fræðslu- skrifstofum eða ekki, en fræðslu- stjórí Reyhjanesumdæmis hefiir neitað að taka upp samningavið- ræður við þá sáifræðinga sem starfa þjá fræðsluskrifstofu um- dæmisins og eru í verkfalli. Að sögn Helga Viboig sem sæti á í stjórn Sálfræðingafélags íslands telur félagið að þar sem starfsmenn fræðsluskrifstofa séu ráðnir af fræðsluráðum, þá eigi viðkomandi fræðslustjórar að semja um launa- lqor þeirra. „Starfsmenn á okkar vegum í tveimur fræðsluumdæmum ákváðu að fara í verkfall, og var því leitað eftir samningafundi með við- komandi fræðslustjórum. Þar er ann- ars vegar um að ræða fræðslustjór- ann í Reykjanesumdæmi, en hann hefur neitað öllum samningaviðræð- um, og var því ákveðið að skjóta málinu til Félagsdóms til að fá úr því skorið hvort fræðslustjórar eru samningsaðilar samkvæmt lögum eða ekki,“ sagði Helgi. „Eitt stórt imdninareftii“ — segir formaður samninganefhdar ríkisins um kröfugerð BHMR „VIÐ ERUM gáttuð og undrandi á þeirrí sendingu sem við fengum frá BHMR. í Ijósi þeirra við- ræðna sem við höfum átt á und- anförnum dögum, sem meðal annars hafa snúist um breyting- ar á launakerfi til lengrí tima, áttum við alls ekki von á að fá á borðið pappíra, sem fela í sér kröfu um að laun hækki þegar í stað um 50-100% og yfir,“ sagði Indriði H. Þorláksson, formaður samninganefiidar rikisins, eftir samningafundinn í gær. Hann sagði að vísu væri það svo að talsmenn BHMR virtust tæplega treysta sér sjálfir að vega og meta hvað í kröfugerð þeirra fælist og Viljum ákveðin lágmarkslaun í upphafi samningstímans - segir Páll Halldórsson, formaður BHMR „Við erum búin að leggja fram okkar meginkröfur og skýrðum þær á þessum fimdi. Samninganefiid ríkisins tók þeim fálega vegna þess að hún mistúlkaði kröfur okkar í raun og veru,“ sagði Páll Halldórsson, formaður Bandalags manna. Hann sagði að BHMR færi fram á samning til þriggja ára og að á samningstímanum yrði tryggt, sem segði raunar í kjarasamningi BHMR, að ríkisstarfsmenn nytu svipaðra kjara og þeir sem vinni hliðstæð störf hjá öðrum en ríkinu. Til þess að ná þessu fram ætluðu þau þijú ár og með því væri viður- kennt að það væri ekki auðhlaupið að gera þessar breytingar. Hins vegar væru ákveðin atriði sem þau vildu að væri tekið á strax, þ.á.m. trygging fyrir ákveðnum lágmörk- um vegna lífaldurs og nýtt stig vegna prófaldurs, auk annars. háskólamenntaðra ríkisstarfs- „Þegar þessar hækkanir eru gengnar yfir verður að skoða ein- staklinginn og ef maður með BA- próf er með undir 71.500 krónum viljum við að hann sé færður upp í það. Ef maður með MA eða MS próf er undir 83 þúsund þá sé hann færður upp í það og ef maður með 90 eininga próf og próf í uppeldis- og kennslufræði er undir 76 þúsund þá fari hann upp í það. Þetta eru sem sé tiltekin lágmarkslaun í upp- hafí samningstímans. Það er Ijóst að þetta skekkir á ýmsan hátt laun- kerfið og það er það sem við ætlum okkur að leiðrétta á þremur árum,“ sagði Páll. Wincie Jóhannsdóttir, formaður Hins íslenska kennarafélags, sagði að reynt væri að tryggja með þessu að þeir lægst launuðu í röðum BHMR fengju strax mesta hækkun og það væri það sem ráðherra hefði verið að fara fram á. Páll sagði að BHMR hefði ekki metið hvað þessi kröfugerð þýddi í prósentum, enda þyrftu þau að vita hvað væru margir undir þessum lágmarkslaunum til þess. Hækkun- in væri mjög mismunandi eftir ein- staklingum. „Ég reikna með að Samninga- nefnd ríkisins fari, eftir að hún hefur fengið útskýringar, og kanni þetta mál í sínum hópi,“ sagði Páll aðspurður um næstu skref í viðræð- unum við ríkisvaldið. býsna loðin svör væru gefin við spumingum þar að lútandi. „Miðað við þessa stöðu mála og það sem hefur gerst í viðræðum við þá og í samningum við aðra og það sem verið er að fjalla um í þjóðfélaginu er þetta eitt stórt undninarefni," sagði Indriði. Hann sagði að frá upphafi við- ræðna við BHMR hefðu þeir aldrei lagt fram kröfugerð, sem hægt væri að kalla því nafni, þ.e. eitthvað sem hægt væri að meta nákvæmt tölulega. Því væri ekki auðvelt að svara spumingu um hvort BHMR hefði slakað á eða ekki. „Okkur sýnist þeir enn vera við sama hey- garshomið og það hafi ekki orðið nein breyting á afstöðu þeirra, nema síður væri. Við sjáum að þeim hlutum sem komu inn í samningum BSRB, eins og aukinni persónu- og orlofsuppbót, er einfaldlega slengt ofan á,“ sagði Indriði. Hann sagði að samninganefnd ríkisins teldi ekki tilefni til að ræða þessar kröfur BHMR í einstökum atriðum, þær væru svo víðs fjarri veruleikanum. „Það skortir ennþá svo mikið upp á að viðmælendur okkar hafi þau rauntengsl sem nauðsynleg em ef menn ætla að gera samning." Indriði sagði það alveg skýrt af hálfu stjómvalda að ramminn um launahækkanir á þessu ári hefði verið settur í samningum BSRB og stjómvalda. BHMR hefði verið gerð skýr grein fyrir þeirri afstöðu. Bílakostn- aður Alþing- is röskar tvær millj. Friðrik Ólafsson, skrifstofu- stjóri Alþingis, hafði samband við Morgunblaðið i gær vegna fréttar um ábendingu ríkisendurskoðun- ar um að Alþingi athugi að kaupa tvær bifreiðir. Friðrik sagði, að kostnaður Al- þingis 1987 og ’88 vegna bfla starfs- manna hefði numið 1.270 þúsund krónum og fyrir leigubfla hefði skrif- stofa Alþingis greitt 800 þúsund krónur. Þannig hefði þessi kostnaður verið rétt röskar tvær milljónir króna, en inni í upphæðinni tíu milljónir króna, sem getið var um í frétt blaðs- ins, hefðu verið um 8 miHjónir af starfskostnaði alþingismanna, þ.e. greiðslur fyrir akstur þeirra á eigin bflum. Friðrik sagði, að útilokað væri að Alþingi keypti bfla vegna þingmanna og sagðist telja óráðlegt að Alþingi keypti bifreiðir vegna skrifstofunnar meðan kostnaðurinn væri ekki hærri en raun ber vitni. Albert GK: Fálki o g gráhegri um borð ÞRÍR óvæntir gestir hafa komið í vikunni um borð í Albert GK 31 þar sem skipið er statt á rækjuveiðum um 30 sjómilur norður af Grimsey. Áð sögn Sævars Þórarinsson- ar skipstjóra á Albert var um að ræða stóra uglu, fálka og gráhegra, og tókst skipveij- um að ná fálkanum og grá- hegranum, en uglan gekk þeim úr greipum. „Fálkinn var alveg örmagna þegar hann kom um borð og sömu sögu er að segja um hegr- ann, en uglan sem var mjög stór og fjörug slapp naumlega frá okkur eftir mikinn eltingaleik, og var hún að elta smáfugla í grennd við skipið þegar við sáum síðast til hennar. Fálkinn hefur fengið hrátt kjöt að éta þjá okk- ur og hegrinn hefur fengið loðnu og eru þeir orðnir hinir spræk- ustu,“ sagði Sævar. Sævar sagði að þegar fuglam- ir komu um borð í Albert hafi verið gott veður á þeim slóðum þar sem skipið var, en bræla hafi verið alls staðar í kring, og taldi hann að fuglamir hefðu líklega flækst undan vindi. Hann sagði að ætlunin væri að koma þeim til Náttúrufræðistofnunar þegar í land væri komið, en það yrði væntanlega á þriðjudaginn í næstu viku. Að sögn Ævars Petersen fuglafræðings eru gráhegrar vetraigestir hér á landi og halda þeir sig aðaliega á sunnanverðu landinu, en hingað koma þeir að öllum líkindum frá Noregi. Gráhegrar eru um 90 sm að stærð og eru þeir stærstir allra hegrategunda í Evrópu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.