Morgunblaðið - 13.04.1989, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 13.04.1989, Qupperneq 51
■H.i mu. x\ auukMBJ'nagjfj.VJl tOIWV cÐciAJavrj MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FTMMTUDAGUR 13. APRÍL 1989 os 51 HANDKNATTLEIKUR / BIKARKEPPNI HSÍ 8-LIÐA ÚRSLIT Guðjón Ámason úr FH tryggði liði sinu sæti (undanúrslitum bikarkeppninn- ar er hann skoraði sigurmarkið gegn KR þegar 10 sekúndur voru eftir af leik liðanna í Hafnarfirði í gærkvöldi. „Mikil og góð hefnd“ - sagði Guðjón Árnason sem skoraði sigurmark FH-inga FH náði fram hefndum á KR með því að slá Vesturbœing- ana út úr bikarkeppni HSÍ f Hafnarfirði í gœrkvöldi. Leikur- inn var æsispennandi og réð- ust úrslit ekki fyrr en á síðstu sekúndunum. Guðjón Árnason skoraði sigurmarkið þegar 10 sekúndur voru eftir 22:21 og tryggði FH sæti í undanúrslit- um keppninnar. Guðjón Ámason skoraði tvö síðustu mörkin fyrir FH og var hetja liðsins. Þegar ein mínúta var eftir jafnaði Alfreð Gíslason fyr>r kr, 21:21, úr ValurB. vítakasti. FH hóf Jónatansson sókn þegar 40 skrífar sekúdur voru eftir sem lauk með því að Guðjón braust í gegn og skoraði hálfgert heppnismark - boltinn skoppaði inn í markið. „Ég vissi hvað eftir var af leiktímanum og því var ekkert annað að gera en að reyna. Ég fór í gegn og það var stjakað við mér þannig að ég fór úr jafnvægi en tókst þó að koma knettinum í netið,“ sagði Guðjón. „Sigurinn er mikil og góð hefnd þar sem við töpuðum báðum leikj- unum gegn KR með einu marki í deildinni. Við vorum ákveðnir í að selja okkur dýrt. Leikurinn var mjög erfíður en áhorfendur hjálpuðu okk- ur mikið í lokin," sagði Guðjón. Hann sagðist vera ánægður með að hafa dregist gegn ÍR. „En við eigum eftir að vinna ÍR-inga - það gerist ekki sjálfkrafa." Leikurinn var jafn frá fyrstu mínútu og allt lagt undir hjá báðum liðum. KR hafði frumkvæðið í fyrri hálfleik - mest þriggja marka for- skot - sem FH náði að minnka niður í eitt mark fyrir hlé, 10:11. í síðari hálfleik náðu FH-ingar fljót- lega að jafna og var jafnt á öllum tölum upp 16:16. KR-ingar náðu tveggja marka forskoti, 17:19, þeg- ar átta mínútur voru eftir og enn stefndi í KR-sigur. FH-ingar voru ekki á sama máli og gerðu næstu þijú mörk og breyttu stöðunni í 20:19. Stefán jafnaði fyrir KR, 20:20. Síðustu mínútumar voru BIKARINN Valur fékk Stjömuna M Islands- og bikarmeistarar Vals mæta Stjömunni í undanúrslit- um bikarkeppninnar og ÍR mætir FH, en dregið var eftir leik FH og KR í gærkvöldi. Leikimir eiga að fara fram á þriðjudagskvöld. æsispennandi eins og áður er lýst. Leikurinn var skemmtilegur og baráttan í fyrirrúmi hjá báðum lið- um. Bestu leikmenn FH vom Guð- jón Ámason og nafnamir Óskar Ármannsson og Helgason. Eins léku Héðinn og Þorgils Óttar vel í síðari hálfleik. Hjá KR var Alfreð bestur Leifur Dagfinnsson varði vel 5 í markinu og Stefán gerði falleg mörk þó hann hafí verið óheppinn með skot sin í lokin. Mörk FH: Óskar Ármannsson 7/2, óskar Helgason 4, Guðjón Árnason 4, Héðinn Gilsson 3, Þorgils Óttar Mathiesen 2 og Gunnar Beinteinsson 1. Mörk KR: Alfreð Gfslason 8/3, Steíán Kristjánsson 6, Sigurður Sveinsson 3, Guð- mundur Pálmason 2 og Konráð Olavsson 1. LOKASTAÐAN 1.DEILD Fj.lelkja u i T Mörk Stifl VALUR 18 17 0 1 480: 361 34 KR 18 13 1 4 447: 417 27 STJARNAN 18 10 4 4 424: 392 24 FH 18 9 2 7 482: 462 20 GRÓTTA 18 7 4 7 402: 399 18 KA 18 6 2 10 425: 444 14 VÍKINGUR 18 6 2 10 457: 499 14 IBV 18 4 3 11 395:440 11 FRAM 18 4 3 11 402:444 11 UBK 18 3 1 14 406:462 7 íp/émR FOLK ■ VAGIN KhidJatuIIin, lands- liðsmaður Sovétríkjanna, sem leik- ur með franska liðinu Toulouse, verður frá keppni út þetta keppn- istímabil. Hann er meiddur á í nára og mun missa af leik Sovétmanna gegn A-Þjóðverjum í heimsmeist- arakeppninni 26. apríl og einnig leik gegn íslendingum í Moskvu 29. maí. ■ DANIR unnu Kanadamenn 2:0 í vináttulandsleik í Álaborg í gærkvöldi að viðstöddum 16.000 áhorfendum. Lars Elstrup (37.) og Kim Vilfort (72.) gerðu mörk heimamanna. ■ A TLETICO Madrid sló Barc- elona út úr spænsku bikarkeppn- inni í gærkvöldi með því að vinna öruggan sigur, 4:0, á heimavelli og samanlagt, 7:3. Brasilíumaðurinn Baltazar de Morais skoraði tvö mörk fyrir Atletico. Coruna, sem tapaði, 0:1, fyrir Real Mallorka, komst áfram í undanúrslit á saman- lagðri markatölu, 4:2. Hinum tveimur leikjunum í 8-liða úrslitun- um var frestað. ■ LIVERPOOL og Arsenal leika á Anfield Road sunnudaginn 23. apríl. Flestir telja að leikurinn ráði úrslitum um hvort liðið verði Englandsmeistari. Viðureignin verður í beinni útsendingu sjón- varps í Englandi en engu að siður er þegar uppselt. ■ BRIAN Clough, stjóri Nott- ingham Forest, tók ekki við verð- launapeningi eftir sigur liðsins f deildarbikarkeppninni á sunnudag. Hann sagði Ron Fenton, uðstoðar- þjálfara sínum, að fara upp tröpp- umar með leikmönnunum og veita peningnum móttöku. Þegar Fenton ætlaði að láta Clough fá verðlauna- peninginn inni í búningsherbergi, varð hann orðlaus. „Þú átt hann," sagði Clough. Fenton hefur verið aldarfjórðung í knattspymunni og var þetta fyrsti verðlaunapeningur- inn á ferlinum. HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD UBK - KA 30 : 27 fslandsmótið í handknattleik, 1. deild karla, íþróttahúsinu Digranesi, mið- vikudaginn 12. apríl 1989. Gangur leiksins: 2:0, 5:3, 7:6, 10:7, 12:10, 17:12, , 19:15, 19:20, 22:22, 24:24, 27:24, 28:26, 28:27, 80:27. UBK: Pétur Ingi Arason 9, Jón Þórir Jónsson 6/1, Þórður Davíðsson 4, Kristján Halldórsson 4, Andrés Magn- ússon 3, Elvar Erlingsson 2, Magnús Magnússon 2. Varin skot: Þórir Sigurgeirsson 17/1, Guðmundur Hrafnkelsson. Utan vallan 6 mínútur. KA: Erlingur Kristjánsson 9/1, Sigur- páll Aðaisteinsson 6/2, Pétur Bjama- son 4, Friðjón Jónsson 3, Jóhannes Bjamason 3, Guðm. Guðmundsson 2. Varin skot: Axel Stefánsson 9, Bjöm Bjömsson 1. Utan vallar: 2 mínútur. Áhorfendur: 30. Dómarar: Guðjón Sigurðsson og Há- kon Siguijónsson dæmdu ágætlega. Stjaman - IBV 30 : 24 íslandsmótið f handknattleik, 1. deild karla, Iþróttahúsinu Digranesi, mið- vikudaginn 12. aprfl 1989. Gangur leiksins: 1:0, 3:1, 5:2, 11:5, 15:8, 16:10, 17:11, 19:13, 22:16, 28:18, 29:22, 30:24. Stjaman: Siguijón Bjamason 8, Gylfi Birgisson 8/1, Skúli Gunnsteinsson 6, Axel Bjömsson 6. Varin skot: Brynjar Kvaran 18/2, Gunnar Erlingsson. Utan valiar: 8 minútur og eitt rautt spjald. ÍBV: Jóhannes Pétursson 6/1, Guð- finnur Kristmannsson 5, Þoreteinn Viktorsson 6/1, Sigurður Másson 4, Sigurbjöm Óskareson 4. Varin skot: Ingólfúr Amareon 12, Sigmar Þröstur Oskarsson 2, Utan vallar: 2 mlnútur. Áhorfendur: 75. Dómarar: Vigfús Þoreteinsson Steinþór Baldureson. »g KNATTSPYRNA / ENGLAND Guðni meðáný Markalaust jafntefli í London hjá Tottenham og Sheffield Wednesday GUÐNI Bergssonfékktækifæri á ný meðTottenham í gær- kvöldi, er liðið gerði marka- laust jaf ntefli gegn Sheffield Wednesday á White Hart Lane í 1. deild ensku knattspyrnunn- ar. Sigurður Jónsson var vara- maður hjá Sheffield. Guðni lék síðast með Spurs gegn Charlton um miðjan febrúar, en síðan hefur Marokkó- maðurinn Nayim leikið varnarhlut- verkið á hægri vængnum. Hann tók hins vegar út leikbann í gærkvöldi ásamt Paul Stewart og Terry Fen- wick. „Við sóttum nær látlaust og fengum fjölmörg marktækifæri, en heppnin var ekki með okkur. Við fengum 19 hornspyrnur gegn tveimur og segir það allt um gang leiksins," sagði Guðni við Morgun- blaðið eftir leikinn. Þetta var í fyrsta sinn í síðustu 11 leikjum, sem leikmenn Spurs ná ekki að skora, en liðið leikur næst gegn Wimbledon. Öruggt hjá Forest Notthingham Forest átti ekki í erfíðleikum með Southampton og vann 3:0. Nigel Clough (viti), Stu- art Pearce fyrirliði og Tommy Gay- nor gerðu mörk heimamanna. Skömmu fyrir leikslok varði Steve Sutton, markvörður Forest, víti frá Neil Ruddock. Fimm leikmenn voru bókaðir og Mickey Adams hjá Southampton fékk að sjá rauða spjaldið. UBK kvaddi með sigri SÍÐUSTU leikirnir í 1. deild karla að þessu sinni fóru fram í gærkvöldi og var greinilegt að þeir skiptu liðin ekki miklu máli. Breiðablik kvaddi 1. deild að sinni með sanngjömum sigri gegn KA í gærkvöldi. Blikar, sem voru án markakóngsins, Hans Guð- mundssonar, er var í leikbanni, geta fyrst og fremst þakkað Þóri Sigur- geirssyni sigurinn, en hann varði eins og berserkur. Liðið er greinilega ekki á flæðiskeri statt hvað markmenn varðar — landsliðsmaðurinn sat á bekknum allan leikinn! Hörður Magnússon skrífar Guðni Bergsson Ikvöld Fram o g Valur mætast í Laugardalnum í Reykjavfkurmótinu í knattspymu kl. 20.30. ■Fram og FH leika í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í handknattleik kl. 20 í Laugardalshöllinni. Elnstefna Stjaman átti ekki í erfíðleikum með ÍBV og sigraði með sex marka mun. Brynjar Kvaran varði mjög vel, greinilega í góðri æfíngu. Sig- urjón Bjamason fékk tækifærið, lék í hægra hominu og skoraði átta glæsileg mörk. Sigurður Gunnars- son stjómaði ÍBV-liðinu frá bekkn- um, en hann hefur einnig verið mikilvægasti hlekkurinn innan vall- ar og bar leikur Eyjamanna þess augljós merki. Brynjar Kvaran og Sigurjón Bjarnason, Stjömunni. Þórir Sigurgeireson, UBK. Pétur Ingi Arason, UBK. Erlingur Kristjánsson, KA. Gylfi Birgisson, Sijömunni. Ingólfur Amarson, ÍBV. FRAKKLAND St. Germain enní öðrusæti París St. Germain fékk tækifæri til að komast í efsta sæti 1. deildar í Frakklandi í gærkvöldi, en mátti þakka fyrir markalaust jafntefli í Strabourg og er enn stigi á eftir Marseille með 62 stig, er fimm umferðir eru eftir. Joel Bats, markvörður, var hetja gestanna og varði m. a. vítaspymu. Úrslit urðu annars þessi: Bordeaux-Metz............4:1 Laval-Cannes.............2:0 Lens-Nantes..............0:0 Matra Racing-Caen........3:1 Montpellier 2 Lille......2:3 Nice-Toulouse............2:0 Sochaux-Toulon...........2:1 St Etienne-Auxerre.......1:1 Strasbourg-Paris St Germain.... 0:0 Marseille-Mónakó.........2:2

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.